Dagur - 29.03.1988, Síða 9

Dagur - 29.03.1988, Síða 9
886 r 3-ism .8S - HUiDAG - 8 29. mars 1988 - DAGUR - 9 Björg Karlsdóttir og Helga Stefánsdóttir leiðbeina við ungaframleiðsluna. flugið fékk að njóta sín. Eftir heimsóknina á deildirnar var spjallað um framleiðsluna við forstöðumann. „Við erum að vinna að þessu hefðbundna páskaföndri, það er nokkuð svipað frá ári til árs. Páskaegg eru skreytt og búnir til ungar af ýmsum stærðum og gerðum sem má hengja upp í loft eða í glugga, eða þá að þeir geta staðið á borði. Þeir eru ýmist málaðir eða litaðir og misstórum flögum af eggjaskurni stráð á þá. Það er líka vinsælt að búa til kan- ínur og héra. Einstaka sinnum hafa verið búnir til páskaungar úr dúskum og filti. Páskamyndir eru líka málaðar. Mjög vinsælt er að móta úr leir eða deigi. Deigið samanstendur ' af vatni, olíu, hveiti og salti. Petta er hægt að móta á ýmsan hátt og er síðan látið harðna. Hægt er að lita deg- ið með matarlit og fá úr því skemmtilegar fígúrur. Börnin eru að sjálfsögðu mislagin eftir aldri og þjálfun en út úr þessu koma oft mjög skemmtilegir hlutir. Aðan voru gerð hreiður, egg og ungar úr deiginu." - Eru börnin spennt fyrir að fá páskafrí? „Ég held að það sé ákaflega mismunandi. Eftir svona frí heyr- ir maður oft að fríið hafi verið talsvert langt og sum börnin hafi viljað koma hingað yfir frídag- ana. Petta er einstaklingsbundið og fer trúlega eftir því hvort börnin eru ein á heimili eða hafa leikfélaga. Sum sakna þessarar daglegu rútínu við að fara á dag- heimili eða leikskóla og starfa þar, fyrir þeim er þetta nokkurs konar vinna eða skóli. Hitt er annað að þau hafa öll gott af fríi.“ - Finnst börnunum gaman að vinna að undirbúningi hátíðar- innar hérna? „Það er auðvitað takmarkað sem við komum til skila til svona ungra barna um sjálfa páskana, af hverju við höldum páska. Þó reynum við alltaf að gera það, segja þeim hver tilgangur pásk- anna er og eins tölum við um jólin. Þetta eru hlutir sem oft er erfitt að koma til skila á réttan hátt og erfitt að meta hversu vel það kemst til skila að páskarnir séu ekki bara páskaegg og föndur." IM Páskaunginn tilbúinn. Frá kjörbúðum KEA Páskatilboð á Fransman frönskum kartöflum Fjölbreytt úrval fermingargjafa Bókabúðin Edda . - Hafnarstræti 100 Akureyri Sími 24334 ■■■ ---------------------------- Að veiða niður um ís getur verið spennandi Alls konar veiðivörur ísborir, stengur, önglar, hjól Leiruveg j Ferðasjóður „Nordisk Forum“ Jafnréttisnefnd Akureyrar hefur stofnað ferðasjóð til styrktar þeim konum á Akureyri sem fara á norræna kvennaþingið „Nordisk Forum“. Þær konur sitja fyrir styrkveitingum sem engrar aðstoðar njóta frá samtökum eða stéttarfélögum. Umsóknum fylgi eftirfarandi upplýsingar: Nafn, heimilisfang, sími, starf, stéttarfélag. Umsóknir sendist jafnréttisnefnd Akureyrar, Geisla- götu 9 fyrir 10. apríi næstkomandi. Jafnréttisnefnd Akureyrar. Auglýsing um endurgreiðslu söluskatts af aðföng- um fiskvinnslufyrirtækja Á grundvelli I. nr. 10/1988 hefur verið ákveðið að endurgreiða fiskvinnslufyrirtækjum uppsafnaðan söluskatt af aðföngum vegna útflutnings frá og með desember 1987 til og með nóvember 1988. Endurgreiðslan verður miðuð við fob-verðmæti útflutnings. Tollstjóraembættið í Reykjavík mun annast framkvæmd endurgreiðslunnar. Útflytj- endur þurfa fyrir 15. apríl n.k. að afhenda toll- stjóraembættinu skrá um útflutning frá 1. des- ember 1987 til og með 29. febrúar 1988. Síðan þarf að senda embættinu skrá vegna útflutnings hvers mánaðar fyrir 15. dag næsta mánaðar á eftir. í skránum skal fram koma heiti flutningsfars, útflutningsdagur, útskipunardagur og fob- verðmæti í íslenskum krónum samkvæmt hverri útflutningsskýrslu. Ennfremur skal fylgja skrá miðuð við lögsagnarumdæmi þar sem fram koma upplýsingar um fob-verðmæti útfluttra sjávarafurða sundurliðað eftir framleiðendum ásamt kennitölu og póstfangi viðkomandi aðila. Endurgreiðsla á uppsöfnuðum söluskatti í sjávar- útvegi, vegna útflutnings frá og með ágúst til og með nóvember 1987, mun fara fram á næstunni í samræmi við ákvæði 1. nr. 13/1988. Þeir útflytj- endur sem enn hafa ekki sent tollstjóraembætt- inu í Reykjavík ofangreind gögn vegna útflutn- ings á þessu tímabili, eru hvattir til að gera það án tafar. Sjávarútvegsráðuneytið, 23. mars 1988

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.