Dagur - 29.03.1988, Síða 15

Dagur - 29.03.1988, Síða 15
29. mars 1988 - DAGUR - 15 lesendahornið Athugasemdir vegna lóðar Malar- og steypustöðvarinnar Bílstjóri hringdi: Ég get varla orða bundist vegna fréttar sem birtist í Degi, 24. mars. Þar er sagt frá því að Hólmsteinn Hómsteinsson hjá Möl og sandi hafi sótt um fram- lengdan lóðarsamning á lóð Mal- ar- og steypustöðvarinnar við Glerárgil. Ég vil gera smávegis athugasemdir við þá meðferð, sem lýst er af þessum málum. í fyrsta lagi finnst mér ein- kennilegt að á sama tíma og sótt er um framlengingu á lóðarsamn- ingi til 4 ára með afnot af neðra svæðinu, en harpan verður rifin, þá skuli malarflutningabílar frá Möl og sandi sturta óhemju mikl- um sandi frá efra svæðinu niður á það neðra. Þetta er í samræmi við það sem hefur tíðkast allt frá því að Möl og sandur fékk lóðina fyrir nokkrum árum að nota hana fyrir efnislager. Ég efast um að fyrirtækið hefði fengið þessa lóð ef bæjaryfirvöldum hefði verið kunnugt um að þetta stæði til. í öðru lagi vil ég segja, að nú er komið miklu meira rusl á lóð Malar- og steypustöðvarinnar en var þar nokkurn tíma meðan það fyrirtæki var og hét. Þarna ægir saman járnarusli, leifum af vinnuvélum, steypubílstunnu, timbri, strengjasteypueiningum og fleiru. Á sínum tíma sá bærinn sér ekki annað fært en fjarlægja rusl frá Malar- og steypustöðinni á kostnað stöðvarinnar, en nú finnst mér full ástæða til að þessi saga endurtaki sig, ef ruslið verð- ur ekki fjarlægt. í þriðja lagi þá er þessi hug- mynd Hólmsteins um að girða svæðið með bárujárnsgirðingu ekki nógu góð, að mínu mati. Girðingin myndi fela ruslahrúg- urnar, en girðing á þessum stað meðfram árbakkanum er stór- hættuleg. Við skulum hugsa okk- ur að börn væru að leika sér í gil- inu, þá kæmust þau ekki upp úr því á löngum kafla á austurbakka Glerár, og gætu hugsanlega hrap- að niður í gilið ef þau gengju meðfram girðingunni. Af fréttinni má skilja, að öll ummerki um Malar- og steypu- stöðina verði fjarlægð fljótlega. Ekki er ég að mótmæla því, en bendi þó á að menn verða að gera upp við sig hvort þarna á að vera efnislager, ruslakista eða autt svæði. Með þökk fyrir birtinguna. Lóð og mannvirki Malar- og steypustöðvarinnar við Glerá. Furðuleg innheimta bifreiðagjalda Aðalsteinn Jónsson, Víðivöll- um, hafði samband: „í janúar sl. voru sendir út gíróseðlar vegna hefðbundinna bifreiðagjalda, skoðunargjalds, vátryggingar ökumanns, kílóa- gjalds o.fl. Eindagi þessara gjalda var í febrúarlok. Eigendur dísilbíla með öku- mæli greiða ákveðna upphæð fyr- ir hvern ekinn kílómetra sam- kvæmt mælinum þrisvar sinnum á ári, eftir aflestur. Síðasta af- lestrartímabili lauk 10. febrúar, og eindagi þungaskatts samkv. mæli er í marslok. Við, sem eigum bíla sam- kvæmt framansögðu, fengum nýjan gíróseðil um mánaðamótin febrúar-mars, og þá var búið að setja á þann seðil bifreiðagjöldin, sem við áttum að vera búnir að greiða fyrir febrúarlok, fyrir utan þungaskattinn. í reit, sem ber heitið „eftirstöðvar", og ekki fylgja neinar skýringar á gíró- seðlinum, er öllu steypt saman í eina tölu, þungaskatti (kílóa- gjaldi), vátryggingu ökumanns, skoðunargjaldi og gjaldi sam- Fréttir af Skákfélaqi UMSE Blaðinu hafa borist fréttir af Skákfélagi UMSE. Hraðskák- mót UMSE var haldið 28.12. 1987 og urðu úrslit sem hér segir: 1-2. Ingimar Jónsson 18V5 v. af 21 1-2. Jón Árni Jónsson 181h v. af 21 3. Jón Björgvinsson 18 v. af 21 Unglingaflokkur: 1. Jón H. Stefánsson 10!ó v. af 14 2. Valdemar Sævaldsson 10 v. af 14 3. Eiríkur Hauksson 9!ó v. af 14 Jólahraðskákmótið var haldið 7. janúar '88 og urðu úrslit þessi: 1-3. Gylfi Þórhallsson 8Vi v. af 12 1-3. Smári Ólafsson 8'^ v. af 12 1-3. Ingimar Jónsson 8W v. af 12 Gylfi vann í aukakeppni. Skákþing Eyjafjarðar hófst 5. febrúar. Tefldar voru 7 umferðir eftir Monrad kerfi. Úrslit: 1. Jón Björgvinsson 6 v. 2. Rúnar Búason 5 v. 3-5. Ármann Búason 4Vi, 23,5 stig 3-5. Smári Ólafsson 4!ó, 23 stig 3-5. Rúnar Berg 4!ó, 18 stig í unglingaflokki var teflt í tveimur flokkum, eldri og yngri. Eldri flokkur: 1. Daníel Pétursson 9 v. af 10 2. Hólmgrímur Bjarnason 8 v. af 10 3. Jón H. Stefánsson 7!ó v. af 10 Yngri flokkur: 1. Asmundur Stefánsson ll!ó v. af 12 2. Benedikt Benediktsson 10 v. af 12 3. Hreinn Hringsson 10 v. af 12 1. Hjörleifs 15 mín. mótið var haldið 18. mars sl. og urðu úrslit þessi: 1. Smári Ólafsson 5!ó v., 28,5 stig 2. Bragi Pálmason SVi v., 25,5 stig 3. Ari Friðfinnsson 5 v. §§ kvæmt ökumæli. Mönnum er gef- inn mánaðarfrestur til að greiða almenn bifreiðagjöld með þess- um seðli umfram aðra bílstjóra, án dráttarvaxta, en jafnframt er tekið fram að ekki megi breyta tölum. Þá er þessi seðill orðinn ómögulegur í meðförum til að greiða eftir fyrir þá sem gerðu skil á réttum tíma á gjaldi sam- kvæmt ökumæli. Þeir, sem höfðu trassað að greiða almenn bifreiðagjöld, fengu samkvæmt þessum seðli aukalega einn mánuð, dráttar- vaxtalausan, til að gera skil á almennum bifreiðagjöldum, en þeir sem gerðu skil á eðlilegan hátt þurfa að hafa samband við gjaldheimtu og fá leiðbeiningar á hvernig þeir geti komið skuld sinni samkv. ökumæli í skil, því ekki er hægt að greiða það með nýja seðlinum sem raunverulega var verið að rukka um. Þetta fyrirkomulag gerir gjaldheimtum mjög erfitt fyrir því margir gerðu skil á réttum tíma og þurfa leið- beiningar, en trassarnir sleppa. í mínu tilviki þá þurfti ég að fara í banka og fá innleggsnótu og greiða síðan inn á tékkareikn- ing. Á nótuna þurfti að skrifa fyr- ir hvað var verið að greiða, af hvaða bíl (númeri) ásamt fasta- númeri bílsins. Síðan þurfa starfsmenn gjaldheimtunnar að færa allar þessar upplýsingar inn hjá sér og þeir fá greitt eftir mörgum leiðum, með innlögnum á tékkareikning, með gíróseðlum og á annan hátt. Mér skilst að þetta kerfi hafi verið eins í fyrra, þrátt fyrir margar beiðnir um að því yrði breytt og þessi vitleysa ekki látin endurtaka sig.“ Amstrad - Epson tölvur & búnaður Bókabúðin Edda : OH Hafnarstræti 100 - Akureyri - Sími 24334 ■■■ SAMVINNU TRYGGINGAR ARMULA3 Aðalfundur Samvinnutrygginga g.t. og Líf- tryggingafélagsins Andvöku, verða haldnir í Samvinnutryggingahúsinu, Ármúla 3, Reykjavík, föstudaginn 29. apríl nk. og hefj- ast kl. 17.00. Dagskrá verður samkvæmt samþykktum félaganna. Stjórnir félaganna. Akureyringar Nágrannar Opið 30. mars frá kl. 9.00-22.00 Opið 2. apríl frá kl. 10-00-16.00 Veríð velkomin HAGKAUP ___Akureyri PÁSKALAMB Engin hátíð án bragðgóða, norðlenska lambakjötsins

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.