Dagur - 29.03.1988, Side 20
20 - DAGUR - 29. mars 1988
Gluggað í markaskrá
bœndur & búfé
Nú er minna um soramörk
Eyrnamörk í þeirri mynd sem við
þekkjum þau hafa verið notuð
hér á landi svo lengi sem menn
vita. Hvernig saga þeirra er og
hvernig þróun þeirra hefur verið
væri gaman að vita meira um.
Margir hafa haft af því gaman að
grúska í mörkum og læra utanað
markaskrána fyrir sitt hérað og
jafnvel víðar um landið. Oft var
líka vinsælt að sitja og spyrja út
úr, uppúr skrá þessari og börn
urðu læs við lestur hennar þar
sem minna var um bækur. í
reglugerð fyrir Þingeyjarsýslu um
fjallskil sem samin var af sýslu-
nefndinni eftir fyrirmælum til-
skipunar frá 4. maí 1872 segir
svo: „Hver maður skal einkenna
fé sitt með glöggu marki á eyrum
en ef soramarkað er, með brenni-
marki á hornum eða klaufum.
Enginn má hafa nema eitt mark á
fé sínu, nema sýslunefndin leyfi.
Yngri menn en 16 ára mega ekki
fjármark upp taka né brúka. Eigi
þeir fé skuíu þeir brúka fjármark
feðra sinna, og einkenni auk.“
Ennfremur segir að öll fjármörk
sýslunnar skuli rita í eina skrá og
skuli prenta hana og útbýta í sýsl-
unni svo víða sem sýslunefndin
telji nægilegt.
Soramark er mark þar sem
upphaflegu marki kindarinnar
hefur verið breytt í annað mark.
Oft voru prestar og kaupmenn
með slík mörk þar sem greitt
hafði verið með sauðfé á fæti til
kirkju eða í verslun. Menn sem
bjuggu afskekkt vildu ógjarnan
hafa fé sitt soramarkað því þá
losnuðu þeir undan grun um
sauðaþjófnað.
Marka-Leifi
Hjörleifur Sigfússon eða Marka-
Leifi var fæddur 12. maí 1872 og
barnfæddur Skagfirðingur. 1
einni af markaskrá Skagfirðinga
er hann kynntur sem einn mark-
gleggsti maður sem sögur fara
af. Hann kunni á fingrum sér
flest mörk á Norðurlandi vestan-
verðu og trauðla komu Hreppa-
og Biskupstungnamenn að tóm-
um kofanum hjá honum. Þekk-
ing hans náði líka víðar og var
hann lifandi markaskrá. Að hafa
svo mikla kunnáttu á valdi sínu
hefur Marka-Leifi byggt á stál-
slegnu minni sem honum var gef-
ið með hjálp síns mikla áhuga.
Mannanöfn og mörk
hafa breyst
I fyrstu eru markaskrár hand-
skrifaðar en fyrsta prentaða
Umsjón:
Atli
Vigfússon
markaskráin kemur út 1851 og
var fyrst prentað fyrir Mýrarsýslu
síðan Þingeyjarsýslu. í gegnum
árin hafa sum mörk horfið og
vart vitað hvernig form þeirra
var. Mörk eins og alreka, blað-
reka, hringsýlt, vindfjaðrað og
samfjaðrað sjást nú ekki. Vissar
tegundir marka einkenna ákveð-
in svæði eins og laufað í Árnes-
sýslu, blaðrifað í Borgarfirði,
tvísýlt í stúf í Svarfaðardal og
geirskorið í nánd við Hofsós. Við
samanburð á markaskrám 1866
og 1970 fyrir Þingeyjarsýslu kem-
ur ýmislegt í ljós í fljótu bragði
sem rannsaka mætti enn frekar.
Fjöldi markeigenda er svipaður
eða 1555 árið 1866 en 1622 árið
1970. f Ijós kemur að 83 hafa
alheilt á hægra eyra 1970, en
mjög fáir í gömlu skránni hafa
hægra eyra alheilt og líklega eru
það leifar frá fyrri tímum. Nokk-
ur mörk eru með öllu horfin 1970
svo sem tvísýlt í stúf, þrír bitar
framan, geirsýlt og þrínumið.
Öðrum hefur fækkað svo sem
hamarskorið á hægra eyra sem 64
markeigendur notuðu 1866 en
aðeins 22 1970. Þá fækkaði mjög
mörkum eins og miðhlutað í stúf,
stýft gagnfjaðrað og tvírifað í
stúf.
Árið 1866 eru 106 konur skráð-
ar fyrir mörkum en 1970 eru þær
343. Sé litið á mannanöfn þá er
þar ýmislegt sem hægt er að kom-
ast að. 1866 heita 51 Jón Jónsson,
194 heita Jón, 279 eru Jónsson
eða Jónsdóttir en 1970 heita ein-
ungis 9 Jón Jónsson, 99 heita Jón
og 124 eru Jónsson eða Jónsdótt-
ir. Mjög fáir eru skráðir með
tveimur nöfnum í eldri skránni.
Þá virðast nöfn eins og Jóakim,
Jónatan, Jósafat og Jósef hafa
verið algeng sem mjög lítið er af
nú.
Ný markaskrá á döfinni
Á hausti komanda verða komnar
út nýjar markaskrár en að baki
því liggur mikil vinna því fara
þarf eftir reglum um sammerk-
ingar sem kveða á um að í vissum
héruðum má ekki vera sammerkt
við önnur héruð. Þau mörk sem
finnast sammerkt þarf þá að
aldursgreina hversu lengi þau
hafa verið í markaskrá og hafi
þau t.d. verið jafnlengi á báðum
svæðum, þá þarf að rannsaka ætt-
Soramarkaður kynhótahrútur.
artengsl þeirra og hafi eitthvert
ákv. mark verið lengur í sömu
ætt frekar en annað þá heldur sá
markinu sem það á, en hinn miss-
ir það. Þetta veldur ekki alltaf
ánægju og fólk heldur fast við sín
mörk en reglugerðin hefur verið
hert. Erfitt getur oft verið að
rekja ættartengsl manna og
Hægra eyra Vinstra eyra Markeigendanöfn og heimili Hreppar
Gat Sneiðrifað a Jósef Magnússon Ósi Vindh.
Gat Tvírifað í stúf Erlendur Guðmundsson Grundarkot Bólst.
Geirsýlt Geirsýlt Gísli Jónsson Neðrimýrum Engih.
Geirsýlt Hvatrifað Brynjólfur Brynjólfss. Forsæludal Ás
Geirsýlt, gat Sneitt fr Ingibjörg Jónsdóttir Illugastöðum Engih.
Geirsýlt Tvístýft fr., biti a. .. Jóhannes Erlendsson Grundarkoti Bólst.
Geirsýlt Tvístýft a., biti fr. .. Jón Jónsson Syðrmjóadal -
Geirstýft Gagnfjaðrað Gunnl. Guðmundsson Selhaga Bólst.
Geirstýft Geirstýft Kammerráð Christjánsen Geitaskarði Engih.
Geirstýft, lögg a Geirstýft Prestur G. Vigfússon ... Meistað Tr.st.
Geirstýft Hálfurstúfurfr., b. a. Magnús B. Steindórsson Ási Ás.
Geirstýft Hamrað PresturH. Einarsson Blöndudalshólum .... Bólst.
Geirstýft Hvatt Eyjólfur Guðmundsson Eyjarbakka K.k.
Geirstýft Sýlt, gagnfjaðrað ... Hjálmar Jónasson Króki Vindh.
Geirstýft Sýlt í helfing a Þorvarður Gestsson .... Tungukoti Þork.
Geirstýft Sneittfr.,vaglskoraa. Björn Hannesson Rútstöðum Sv.v.
Geirstýft Sneiðrifað a Magnús Pálsson Þverárdal Bólst.
Geirstýft Stýft, biti a Samúel Sigurðsson Helgavatni Sv.st.
Geirstýft Stúfrifað, biti a Prestur Ó. Thorberg ... Breiðabólstað Þverár.
Geirstýft Tvírifað í stúf Sigríður Pjetursdóttir Flögu Ás.
Geirstýft Tvístýft fr., fj. a. ... Guðm. Arnljótsson Guðlaugsstöðum Sv.v.
Geirstýft Tvístýft a Prestur J. Finnbogas. Staðarbakka Tr.st.
Geirstýft, gat Tvístýft a Jónas Jónsson Hnausakoti
Geirstýft Tvístýft a., biti fr. .. Gunnl. Guðmundsson Selhaga Bólst.
Markaskrár hafa að geyma miklar upplýsingar um menn og mörk.
stundum þurfa ættfræðingar að
grípa inní.
Markaverðir eru: Eiríkur
Björnsson fyrir Eyjafjörð, Guð-
mundur Jónsson Ærlæk f. N.-
Þing., Jón Fr. Jónsson Blá-
hvammi f. S.-Þing. og Lilja
Óladóttir Kárastöðum fyrir
Skagafjörð. Undirbúningsvinna
byrjaði í haust og verður líklega
lokið í apríl. Ef markeigandi
sættir sig ekki við úrskurð marka-
varða getur hann vísað til marka-
nefndar Búnaðarfélags íslands
sem gefur endanlegan úrskurð og
getur jafnvel þurft að varpa
hlutkesti.
Stýfingamörk
með undirbenjum algeng
Lilja Óladóttir markavörður
Kárastöðum Skagafirði vill að
ættarmörk fái að halda sér og
segir einnig algengt að allir á
heimilum hafi sín mörk. Einnig
segir hún að fólk sem hætt er með
fé vilji halda sínum mörkum.
Flést mörk einstaklinga í Skaga-
firði eru 6 talsins og algengustu
mörkin eru sneiðingarflokkar og
stýfingamörk með undirbenjum.
Hvað hrossamörk varðar þá eru
heileyrn mörk vinsælust þ.e. ekki
með yfirmarki því komið hefur
fyrir að hestar hafi ekki selst með
slíku. Einnig hefur mjög minnk-
að að fólk hafi myndir, rúnir,
gríska stafi og merki sem brenni-
mörk. Mörkin þróast meir og
meir í það að vera einföld.
Mývatnssveit er paradís vélsleðamanna.
Páskavika 1 Mývabissveit
- boðið upp á fjölbreytta dagskrá
Um páskahátíðina verður mik-
ið um að vera í Mývatnssveit.
Sett hefur verið upp viðamikil
dagskrá allt frá skírdegi fram á
annan páskadag. Boðið verður
upp á dorgveiðiferðir með
leiðsögumanni, opnar skíða-
göngubrautir, vélsleðaleigu,
sundlaug og sauna og margt
fleira.
Á skírdag og föstudaginn langa
verða opnar göngubrautir, leið-
beint í skíðagöngu, boðið upp á
vélsleðaleigu og fleira. Að kvöldi
skírdags verður boðið upp á lif-
andi tónlist í Hótel Reynihlíð.
Laugardaginn 2. apríl verður
farið í dorgveiðiferð með leið-
sögumanni, opnaðar skíða-
göngubrautir og leiðbeint í skíða-
göngu en kl. 15.00 fer fram
Mývatnsgangan sern er um 4 km.
löng skíðatrimmganga. Um
kvöldið verður fiskréttahlað-
borð, bingó og lifandi tónlist í
Hótel Reynihlíð.
Á páskadag verða opnar
göngubrautir og kl. 10 gefst fólki
kostur á að fara í Hlíðarfjall við
Akureyri þar sem fram fer Flug-
leiðatrimm. Einnig geta þeir sem
vilja farið í guðsþjónustu í
Reykjahlíðarkirkju og ferming-
armessu í Skútustaðakirkju.
Á annan páskadag verður farið
í skoðunarferð um Mývatssveit,
auk þess sem fólk getur leigt sér
vélsleða, farið í sund og sauna
eða eitthvað annað.
Ferðafélag Mývatnssveitar
stendur fyrir þessari páskadag-
skrá og í samvinnu við Sérleyfis-
bíla Akureyrar hefur verið útbú-
inn pakki fyrir þá sem vilja kaupa
í einu ferðir og hótelgistingu.
í páskavikunni stendur yfir í
Hótel Reynihlíð myndlistarsýn-
ing 15 listamanna frá Reykjavík,
Akureyri og Mývatnssveit. Sýnd
verða grafík-, akrýi-, vatnslita- og
olíumálverk.
Þetta er í fyrsta sinn sem
dagskrá sem þessi er sett upp á
páskum í Mývatnssveit. JOH