Dagur - 29.03.1988, Síða 22

Dagur - 29.03.1988, Síða 22
22 - DAGUR - 29. mars 1988 Aðalfundur Bílaklúbbs Akureyrar veröur haldinn þriöjudaginn 29. mars nk. kl. 20.00 aö Hótel Varðborg. Bílaklúbbur Akureyrar. Laus staða Staða bókavarðar í Háskólabókasafni er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt upplýsingum um námsferil og störf, skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 23. apríl nk. Menntamálaráðuneytið, 24. mars 1988. Norrænir starfs- menntunarstyrkir Menntamálaráðuneyti Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar veita á námsárinu 1988-89 nokkra styrki handa íslendingum til náms við fræðslustofnanir í þessum löndum. Styrkirnir eru einkum ætlaðir til framhaldsnáms eftir iðn- skólapróf eða hliðstæða menntun, til undirbúnings kennslu í iðnskólum eöa framhaldsnáms iðnskólakennara, svo og ýmiss konar starfsmenntunar sem ekki er unnt að afla á Islandi. Fjárhæð styrks í Danmörku er 15.000 d.kr., í Finn- landi 19.800 mörk, í Noregi 19.400 n.kr. og í Svíþjóð 10.000 s.kr. miðað við styrk til heils skólaárs. - Umsóknir skulu ber- ast menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 25. apríl nk., og fylgi staðfest afrit prófskírteina, ásamt meðmælum. Sérstök eyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 23. mars 1988. Opnunartímar Kjönmarkaður KEA Hrísalundi verður opinn miðvikudaginn 30. mars frá kl. 9-22 og laugardaginn 2. apríl frá kl. 10-16. Sölulúgur verða opnar til kl. 20 laugardaginn 2. apríl Kjörbúðin Sunnuhlíð verður opin miðvikudaginn 30. mars frá kl. 9-20 og laugardaginn 2. apríl frá kl. 10-16. M^Matvörudei Id ¥ Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, INGIBJÖRG SIGMARSDÓTTIR, Furulundi 3 c, Akureyri, er lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 25. mars verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 5. apríl kl. 13.30. Þeir sem vilja minnast hinnar látnu láti líknarstofnanir njóta þess. Ragnar Malmquist, Sigurður Malmquist, Ólöf Magnúsdóttir, Selma Sigurðardóttir. „Þetta var svaka- legur dagur“ - segir Þóra Hjaltadóttir formaður AN í viðtali að afloknum „Akureyrarsamningum“ Nýafstaðnir kjarasamningar vinnuveitenda og verkalýðsfé- laganna marka tímamót í sög- unni. Astæðan er ekki sú að plaggið sjálft er viðameira en nokkru sinni fyrr heldur frekar sú staðreynd að viðræðurnar fóru nú að miklu leyti fram utan Garðastætisins og það sem meira er, utan Reykjavík- ursvæðisins. Viðræður fóru fram á þremur stöðum utan Reykjavíkur, í Vestmannaeyjum, á Egilsstöðum og Akureyri þar sem lokasprett- urinn var þreyttur. Forystumenn vinnuveitenda voru þeir Þórarinn V. Þórarinsson og Hjörtur Eir- íksson en viðræðurnar fóru fram undir stjórn Guðlaugs Þorvalds- sonar ríkissáttasemjara. Hjá launþegum var ekki um að ræða nein formleg samtök en óhætt er að fullyrða að Þóra Hjaltadóttir formaður Alþýðusambands Norðurlands og Snær Karlsson varaformaður hafi verið í lykil- hlutverkum þeim megin borðsins. Þóra er hér komin í spjall um „Akureyrarsamning- ana“. Garðastrætið er hálfgerð ljónagryfja „Það er mikill léttir að þessu skuli vera lokið og okkur skuli hafa tekist að skrifa undir samn- ing sem við getum verið nokkuð ánægð með. Þungamiðja þessara samninga eru réttindamálin. Auðvitað vill maður alltaf fá fleiri krónur en það er til lítils ef það skilar fólkinu engu öðru en gengisfellingu. Við verðum bara að gera okkur grein fyrir sam- henginu þarna á milli og viður- kenna það. Við settum okkur það mark að halda kaupmætti síðasta árs og það tókst.“ - Finnst þér það hafa ein- hverja sérstaka þýðingu að samn- ingarnir hafi verið undirritaðir á Akureyri? „Það hefur auðvitað verið brotið blað í sögunni. Samningar í þessu umfangi hafa ekki verið gerðir hér fyrr. Fyrir um það bil 10-15 árum voru hér gerðir Norðurlandssamningar og ég held að Austurland hafi verið með í því. Hér erum við með þessi svæði og auk þess Suður- og Vesturland og tvö félög úr Reykjavík og Hafnarfirði. Þetta sannar bara að það er hægt að semja víðar en í Reykjavík. Ég held að aðilar hafi verið sammála um að aðstæðurnar hafi verið mun betri en við höfum nokkurn tíma haft þar syðra. Raunar virkar „Garðastrætið“ þannig á mig að einhverra hluta vegna vil ég helst ekki stíga fæti þar inn fyrir. Þetta er hálfgerð ljónagryfja. Það að vera á sínum heimaslóð- um og geta kallað í baknefndir þegar tók að líða á samnings- gerðina, og geta tekið á „púlsin- um“, er gífurlega. mikils virði.“ Þá var ég hrædd - Samningarnir hér á Akureyri voru í raun gerðir á mjög stuttum tíma enda hafði undirbúnings- vinnan að mestu leyti verið unnin við gerð VMSÍ-samninganna. í Alþýðuhúsinu var því fyrst og fremst verið að skera agnúa af þeim samningum. „Það fór gífurlegur tími í að ræða um sveigjanlegan vinnu- tíma. Við vildum fá eina yfir- vinnu í stað eftirvinnu og nætur- vinnu, án þess að sveigja til vinnutímann. Atvinnurekendur voru lengi að átta sig á því að það þýddi ekkert að ræða um þetta atriði við okkur. Ég heyrði það í fréttum að samningaviðræður hefðu hangið á bláþræði þegar verið var að ræða um þetta atriði. Ég held þó að bláþráðurinn hafi verið ennþá blárri þegar við vorum að ræða um launamálin á föstudaginn. Þá vissi maður ekki hvað myndi ger- ast á næstu mínútum.“ - Varstu þá hræddust um að uppúr slitnaði? „Já. Ég var vægast sagt mjög hrædd um það. Þetta var svaka- legur dagur.“ Svona menn rýra álit á verkalýðshreyfingunni - Þórarinn Þórarinsson sagði í viðtali við Dag fyrir helgina, að ósætti innan ykkar raða, hefði tafið mjög fyrir framgangi samn- inganna. Fyrir undirritun gengu svo fulltrúar þriggja verkalýðsfé- laga af fundi og skrifuðu ekki undir. Er upplausn í ykkar röðum? „Nei, ekki vil ég nú segja það. Þarna voru saman komnir aðilar frá sjö „samflotum" verkalýðsfé- laga, hvert með sína kröfugerð- ina og auðvitað tekur nokkurn tíma að samræma það. Varðandi útgönguna þá get ég vel skilið afstöðuna hjá Snótarkonum úr Vestmannaeyjum. Þær voru bún- ar að vera í verkfalli í hálfan mánuð vegna kröfu um 40 þús- und króna lágmarkslaun og því eðlilegt að þær gætu ekki gengist þegjandi inn á það sem um samdist. Einnig fannst mér eðli- legur framgangsmáti hjá þeim að taka með sér eintak af samningn- um, undirritað af vinnuveitend- um, til að sýna sínum félagskon- um og láta þær taka afstöðu. Hvað verkalýðsfélag Akraness og Verkalýðsfélag Vestmanna- eyja varðar þá fannst mér óþarfi af þeim að vera að flagga með „einritaðan" samning. Það rúm- ast ekki alveg inni í mínu höfði að þau skuli hafa beðið um slíkan samning með sér, eins og allt var í pottinn búið. Það kom mér hins vegar ekkert á óvart að þetta fólk skuli hafa gengið út því mér skilst að þessir aðilar hafi ekki skrifað undir samflotssamningana nema einu sinni á undanförnum árum. Svona samningamenn rýra álit almennings á verkalýðshreyfing- unni. Til að svara Þórarni þá vil ég hins vegar leyfa mér að halda því fram að óeiningin hafi ekki verið minni innan þeirra raða.“ - Heldur þú að þetta fólk hafi aldrei ætlað sér að skrifa undir einhvern „Akureyrarsamning“ „Ég efast mjög um það.“ Þetta eru bara menn eins og við - Hvemig er nú andrúmsloftið milli deiluaðila þegar staðið er í samningaviðræðum sem þessum. Getið þið rætt saman á léttum nótum yfir kaffibolla? „Ég hef aldrei verið svona nærri þessu eins og ég var núna, maður var alveg á slagæðinni. Mér fannst þetta vera mjög spennuþrungið og á litlum fund- um gátu oft og iðulega risið upp hávaðadeilur. Mér finnst það hins vegar skipta miklu máli að ekki var um neina persónulega óvild að ræða. Ég var að halda mínu fram og þeir sínu. Þetta eru bara menn eins og við og þeir eru að gæta sinna hagsmuna. Það var hins vegar alveg á því hæpnasta að menn spjölluðu saman yfir kaffibolla og a.m.k. lenti ég ekki í því.“ - Mun forysta þín í þessum samningum leiða af sér frekari frama innan verkalýðshreyfingar- innar? „Mér er nóg að sitja í mið- stjórn ASÍ og vera formaður AN. Ég hef frekar í hyggju að draga saman seglin og slappa af yfir pottunum. Ég hef í þessari lotu þurft að reiða mig á dagmömm- una mína og án hennar hefði ég ekki getað staðið í þessu,“ sagði Þóra Hjaltadóttir. ET

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.