Dagur - 18.04.1988, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 18. apríl 1988
íþróttir
Fjórir bcstu göngumenn mótsins. F.v. Haukur Eiríksson, Lars Haland, Einar Ólafsson
og Anders Larsson. Mynd: kk
Úrslit i ein-
stökum greinum
Karlar. Stórsvig:
1. Ólafur Sigurösson í 2:29.68
2. Daníel Hilmarsson D 2:29.85
3. Ingólfur Gíslason A 2:29.94
Konur. Stórsvig:
1. Guðrún H. Kristjánsd. A 2:16.37
2. Anna María Malmquist A 2:17.52
3. Gerður Guðmundsd. A 2:19.73
Karlar. Svig:
1. Örnólfur Valdimarss. ÍR 1:30.22
2. Guðmundur Jóhannsson í 1:31.97
3. Ingólfur Gíslason A 1:34.35
Konur. Svig:
1. Guðrún H. Kristjánsd. A 1:48.39
2. Gerður Guðmundsd. A 1:49.22
3. Anna María Malmquist A 1:51.97
Konur. Alpatvíkeppni:
1. Guðrún H. Kristjánsd. A 0.00
2. Gerður Guðmundsd. A 27.80
3. Anna María Malmquist A 29.89
Karlar. Alpatvíkeppni:
1. Örnólfur Valdimarsson ÍR 8.97
2. Guðmundur Jóhannsson í 17.98
3. Ingólfur Gíslason A 32.27
30. km. F. Karlar:
1. Einar Ólafsson í 1:36.27
2. Haukur Eiríksson A 1:36.41
3. Sigurgeir Svavarss. Ó 1:39.25
Gestir:
Lars Haland Sv 1:32.44
Anders Larsson Sv 1:35.26
7,5 km. F. Konur:
1. Stella Hjaltad. í 33:36
2. Eyrún Ingólfsd. í 44:05
15 km. F. Piltar 17-19 ára:
1. Rögnvaldur Ingþórss. í 50.46
2. Baldur Hermannsson S 52.45
3. Sveinn Traustason F 58.40
15 km. H. Karlar:
1. Einar Ólafsson í 41.37
2. Haukur Eiríksson A 43.00
3. Sigurgeir Svavarsson Ó 44.25
Gestir:
Lars Haland Sv 40.06
Anders Larsson Sv 40.29
5 km. H. Konur:
1. Hulda Magnúsdóttir S 17.29
2. Stella Hjaltadóttir í 17.35
3. Eyrún Ingólfsdóttir í 22.20
10 km. H. Piltar 17-19 ára:
1. Baldur Hermannsson S 29.13
2. Rögnvaldur Ingþórsson í 29.30
3. Sölvi Sölvason S 31.19
4. Guðmundur Óskarsson Ó 31.29
Boðganga karla 3x10 km:
1. Sveit Isafjarðar:
Rögnvaldur Ingþórsson 32.59
Pröstur Jóhannesson 32.43
Einar Ólafsson 31.23
Heildartími 97.05
2. Sveit Siglufjarðar:
Baldur Hermannsson 32.21
Ólafur Valsson 33.54
Magnús Eiríksson 34.26
Heildartími 100.41
3. Sveit Akureyrar:
Ingþór Eiríksson 35.07
Árni Antonsson 35.53
Haukur Eiríksson 31.40
Heildartími 102.00
Gestasveit:
Sigurgeir Svavarsson 33.07
Anders Larsson 30.54
Lars Haland 30.34
Heildartími 94.35
Tvíkeppni.
Karlar:
1. Einar Ólafsson í 0,00
2. Haukur Eiríksson A 3,56
3. Sigurgeir Svavarsson Ó 9,42
Konur:
1. Stella Hjaltadóttir í 0,57
2. Eyrún Ingólfsdóttir í 58,94
Piltar 17-19 ára:
1. Rögnvaldur Ingþórsson í 0,97
2. Baldur Hermannsson S 3,91
Norræn tvíkeppni. Stökk:
1. Porvaldur Jónsson Ó 231,2
2. Ólafur Björnsson Ó 202,8
3. Guðmundur Konráðsson Ó 193,0
4. Björn Pór Ólafsson Ó 189,0
Norræn tvíkeppnni. Ganga 10 km:
1. Ólafur Björnsson Ó 34.40
2. Þorvaldur Jónsson Ó 37.51
3. Björn Þór Ólafsson Ó 39.16
4. Guðmundur Konráðsson Ó 45.53
Norræn tvíkeppni:
1. Ólafur Björnsson Ó 422,80
2. Þorvaldur Jónsson Ó 412,60
3. Björn Þór Ólafsson Ó 353,80
4. Guðmundur Konráðsson Ó 278,40
Stökk:
1. Ólafur Björnsson Ó 227,4
2. Helgi Hannesson Ó 199,5
3. Guðmundur Konráðsson Ó 194,9
Samhliðasvig karla:
1. Ólafur Sigurðsson ísafirði.
2. Árni Þór Árnason Ármanni R.vík.
3. Guðmundur Sigurjónsson Ak.
Samhliðasvig kvenna:
1. Þórdís Hjörleifsdóttir Víkingi R.
2. María Magnúsdóttir Akureyri.
3. Ásta Halldórsdóttir ísafirði.
„Átti von á
harðri keppni
frá Þorvaldi"
- sagði Ólafur Björnsson
sem sigraði í stökki og norrænni tvíkeppni
„Það er ekki hægt að segja
annað en maður sé sáttur
við árangurinn,“ sagði Ólafs-
firðingurinn Ólafur Björnsson
eftir sigur sinn í stökki og nor-
rænni tvíkeppni á skíðalands-
mótinu í Hlíðarfjalli í gær.
Ólafur endurtók því leikinn frá
ísafirði í fyrra, þar sem hann
sigraði í sömu greinum.
„Ég átti von á harðri keppni
frá Þorvaldi Jónssyni í stökkinu.
„Ætlaði
að vinna“
- segir Anna María
Malmquist
„Ég get ekki sagt að ég sé
ánægð með árangurinn, því ég
ætlaði að vinna,“ sagði Anna
María Malmquist frá Akureyri
en hún varð í 2. sæti í stórsvigi,
og í 3. sæti í svigi og alpatví-
keppni á skíðalandsmótinu.
- Hefurðu æft vel í vetur?
„Já ég hef æft mjög vel í vetur
og hyggst halda því áfram. Ég hef
verið með E-landsliðinu og von-
ast til að geta haldið því áfram.“
- Hvernig finnst þér hafa til
tekist með þetta mót?
„Þetta hefur verið mjög gott
mót og vel að því staðið,“ sagði
Anna María.
eins og raunin varð á. Hann var
að vísu óheppinn með að detta í
sínum stökkum og því má
kannski segja að heppnin hafi
verið með mér þar. Nú ég var
einnig hræddur við hann í göng-
unni en vissi samt ekki hversu
sterkur hann væri í þeirri grein.“
- En nú var pabbi þinn Björn
Þór Ólafsson einnig á meðal
keppenda í stökki og norrænni
tvíkeppni, varstu ekkert hræddur
við hann?
„Ég hafði a.m.k. minni áhyggj-
ur af pabba en það er þó aldrei að
vita hvað hann gerir.“
- Þú meiddir þig illa í síðasta
æfingastökkinu, háði það þér
ekki í keppninni?
„Jú það gerði það og ég var
mun ragari í öllum stökkunum
fyrir vikið en þetta bjargaðist þó
allt. “
- Ertu búinn að æfa vel í
vetur?
„Já ég hef æft mjög vel í vetur
og m.a. með landsliðinu bæði hér
heima og erlendis. Þá komst ég
einnig á stökkpall í Svíþjóð í
einni æfingaferðinni og hef auk
þess æft stökk dálítið heima í
Ólafsfirði.“
- Pabbi þinn hefur mætt á 29
landsmót. Ætlar þú að feta í fót-
spor hans?
„Já ég vona að ég eigi eftir að
mæta á jafnmörg mót og hann.
Ég mun a.m.k. mæta að ári og
reyna að verja þessa titla mína.
En það væri meira gaman af
þessu ef keppendurnir væru
fleiri," sagði Ólafur að lokum.
Anna María Malmquist frá Akureyri stóð sig vel í alpagreinakeppninni, þótt
ekki tækist henni að vinna gullverðlaun. Mynd: tlv
■****>'
18. apríl 1988 - DAGUR - 9
íslandsmótið í ólympískum lyftingum:
Haraldur setti 3 íslandsmet
íslandsmótið í ólympískum
lyftingum var haldið í Iþrótta-
höllinni á Akureyri á laugar-
daginn og var þetta í annað
skipti sem þetta mót er haldið
á Akureyri. Til leiks mættu 28
keppendur frá 4 félögum og
voru 8 þeirra frá Lyftingafélagi
Akureyrar.
Haraldur Ólaísson sem keppti
í 82,5 kg flokki átti mjög góðan
dag og setti 3 íslandsmet á mót-
inu. í snörun lyfti hann 138,0 kg
og bætti íslandsmet Baldurs
Borgþórssonar KR frá 1982 um
0,5 kg. I jafnhöttun lyfti Harald-
ur 174 kg og sló fjögurra ára
gamalt íslandsmet sitt um 0,5 kg.
íslandsmet hans í samanlögðu er
310,0 kg. sem er 2,5 kg yfir
gamla Islandsmetinu. Það met
hefur Guðmundur Sigurðsson
Árm. átt allt frá 1973 en Guð-
mundur keppti í 90,0 kg. flokki á
mótinu á laugardaginn.
í flokki drengja (U-16) settu
Akureyringar 6 Akureyrarmet og
2 íslandsmet, auk þess settu
keppendur frá ÍR og Ármanni 3
íslandsmet.
í flokki fullorðinna settu þeir
Jóhann Ólafsson og Haraldur
Ólafsson 3 Akureyrarmet hvor.
Annars urðu úrslit sem hér
segir: (Fyrst og fremst snörun, þá
jafnhöttun og loks samanlagður
árangur.)
52.5 kg flokkur:
1. Sigurður Helgason ÍR 35,0-55.0-90.0
2. Aðalsteinn Jóhannss. LFA 30.0-50,0-80,0
3. Ingólfur Sigurðsson Árm. 35,0-40,0-75,0
4. Davíð lngason Árm. 32,5-35,0-67,5
56,0 kg flokkur:
1. Snorri Arnaldsson LFA 47,5-62,5-110,0
2. Birgir Eiríksson Árm. 47,5-55,5-102,5
60,0 kg flokkur:
1. Tryggvi Heimisson LFA 67,5-80,0-147,5
2. Jón Geirsson Árm. 35,0-45,0-80,0
67.5 kg flokkur:
1. Þorvaldur Rögnvaldss. KR 95,0-127,5-222,5
2. Einar Brynjólfsson LFA 60,0-85,0-145,0
75,0 kg flokkur:
1. Már Óskarsson KR 80,0-97,5-177,5
2. Kristján Magnússon LFA 70,0-95.0-165,0
82,5 kg flokkur:
1. Haraldur Ólafsson LFA 138.0-174,0-310,0
2. Þorsteinn Leifsson KR 122,5-160,0-282,5
3. Bárður Ólsen KR 85,0-115,0-200,0
90,0 kg flokkur:
1. Ólafur Ólafsson Árm. 95.0-117,5-212,5
2. Sigurður Rögnvaldsson KR 90,0-100.0-190,0
3. Guðmundur Sigurðsson ÍR 135,0-féll úr
100,0 kg flokkkur:
1. AgnarBúi KR 102.5-125,0-227,5
2. Birgir Borgþórsson KR 100,0-127,5-227,5
3. Gunnar Freyr Árm. 85.0-95,0-180,0
4. Jón Hólm Arm. 30,0-50.0-80.0
5. Kristján Falsson LFA 110,0-
hætti vegna meiðsla
110,0 kg flokkur:
1. Óskar Kárason KR 120,0-120,0-240.0
2. Ágúst Kárason KR 70,0-l(K),0-170,0
+100,0 kg flokkur:
1. Agnar Jónsson KR 120,0-170,0-290,0
2. Jóhann Ólafsson LFA 95,0-115,0-210,0
Gísli Ólafsson LFA keppti sem
gestur á mótinu í 90,0 kg flokki
og varð árangur hans eftirfar-
andi: Snörun 95,0 kg, jafnhöttun
110,0 kg og samanlagt 210,0 kg.
Sá árangur hefði nægt honum til
að hreppa 2. sæti í sínum flokki.
Að mótinu loknu var haldið
hóf í Sjallanum þar sem Haraldur
Ólafsson hlaut verðlaun fyrir
bestu afrek mótsins. 1 félaga-
keppninni sigraði KR, í öðru sæti
var LFA og Ármann hafnaði í
því þriðja.
Næsta verkefni íslensku lyft-
ingamannanna er Evrópumótið
sem fram fer í Cardiff í Wales
eftir tvær vikur og er líklegt að
Haraldur Ólafsson frá LFA
keppi fyrir íslands hönd.
Stærsti og þyngsti keppandinn á íslandsmótinu í lyftingum, Torfi Ólafsson er
keppti undir nafninu Jóhann og Aðalsteinn Jóhannsson, sá minnsti og létt-
asti. Torfi heldur á syni sínum Ólafi Halldóri. Mynd: gb
Feðgarnir Ólafur Björnsson og Björn Þór Ólafsson frá Ólafsfirði öttu kappi
í stökki og norrænni tvíképpni og hafði strákurinn betur. Björn Þór mætti í
29. skipti á landsmót. Mynd: kk
„Ég er nokkuð ánægður með
þennan vetur. Ég hef verið
mjög jafn á mótum en auðvit-
að ætlaði ég að vinna Einar
Ólafsson hér á landsmótinu,“
sagði Haukur Eiríksson skíða-
göngumaður frá Akureyri í
samtali við Dag í gær. Haukur
varð að láta sér lynda 2. sætið,
á eftir Einar Ólafssyni frá ísa-
firði í 30 og 15 km göngu og í
tvíkeppni.
„Ég var mjög nærri því að
vinna Einar í 30 km göngunni á
föstudag. Einar fékk mjög góða
hjálp frá sænsku keppendunum í
þeirri göngu, því hann var ræstur
á undan þeim. Ég var aftur á
móti ræstur á eftir þeim öllum og
fékk því enga keppni í göngunni.
Með betra starti hefði ég jafnvel
unnið Einar," sagði Haukur.
- Fannst þér gott að hafa
sænsku keppendurna með á mót-
inu?
„Já það var mjög ánægjulegt
að hafa þá með, því maður var
einnig að keppa við þá, þó svo
það hafi ekki gilt í sjálfri keppn-
inni um titilinn."
- En hvað tekur nú við að
loknu þessu móti?
„Ég ætla að sækja um skóla í
Svíþjóð og vonast til þess að geta
dvalið þar við æfingar og nám
næsta vetur.“
- Nú hefurðu æft af miklum
krafti undanfarin ár, ertu ekki
orðinn þreyttur á þessu öllu
saman?
„Jú það má segja það. Maður
er oft kominn að því að gefast
upp en það er eitthvað sem togar
í mann. En það er mjög gaman
að þessu og ekki síst þegar vel
gengur," sagði Haukur.
Þrátt fyrir að Hauki tækist ekki
að vinna gull á þessu móti, hefur
hann gert það gott í vetur. Hann
er bikarmeistari SKÍ í göngu og
sigraði auk þess af öryggi í
íslandsgöngunni.
Haukur Eiríksson varð annar í göngunni en var nærri því að vinna Einar
Ólafsson í 30 kni göngunni á föstudag. Mynd: kk
„Síðasta
landsmótið
mitt“
— segir Björn Víkingsson
sem tekið hefur þátt
í síðustu 13 mótum
Björn Víkingsson frá Akureyri
sem keppti á sínu 13. skíða-
landsmóti, átti mjög erfitt upp-
dráttar að þessu sinni. Honum
tókst ekki að Ijúka keppni í
neinni grein. Hann féll úr ieik í
fyrri ferð í bæði svigi og stór-
svigi og varð einnig fljótlega úr
leik í samhliðasviginu.
Björn var spurður að því hvort
talan 13 vværi óhappatalan hans.
„Nei þvert á móti, 13 hefur
alltaf verið happatalan mín. Ég
var fyrsti varamaður í fótbolta
hér áður fyrr og þá var ég alltaf í
peysu númer 13. Þannig að það
var ekki því um að kenna að mér
gekk ekki betur.“
- Var þetta þitt síðasta
landsmót?
„Já ég held að þetta hafi verið
mitt síðasta mót. Ég verð orðinn
„öldungur" næsta ár og fer nú að
æfa mig fyrir öldungamótið að
ári," sagði Björn og greinilegt var
á svip hans, að hann ætlar sér
stóra hluti á því móti.
„Ánægður með
árangurinn“
- segir Haukur Eiríksson göngumaður
Haraldur Ólafsson setti 3 glæsiieg ísiandsmet á íslandsmótinu á laugardag.
Mynd: GB