Dagur - 18.04.1988, Blaðsíða 11

Dagur - 18.04.1988, Blaðsíða 11
18. apríl 1988 - DAGUR - 11 Enginn bilbugur á eyfirskum hestamönnum Hestamannafélögin Funi, Léttir og Þráinn héldu almennan félags- fund í Félagsmiðstöðinni í Lund- arskóla 10. apríl sl. Fundarefni var skýrsla frá formannafundi 12. mars og mótahald á Melgerðis- melum á sumri komanda. Fjör- ugar umræður urðu um for- mannafundinn og afsökunar- beiðni þá sem stjórn LH lét frá sér fara í lok hans. Voru fundar- menn á einu máli um það að þótt viðurkenning hefði fengist á málstað eyfirskra hestamanna væri langt í land með það að félögin gengju aftur inn í samtök hestamanna. Ekkert hefði enn komið fram sem benti til þess að stjórn LH vildi með einhverjum hætti bæta fyrir mistök sín og væri afsökunarbeiðnin aðeins fyrsta skrefið og raunar einungis til þess að opna umræður milli stjórna eyfirsku félaganna og stjórnar LH. Á fundinum var samþykkt eftirfarandi tillaga samhljóða: „Almennur félagsfundur Funa, Léttis og Þráins, haldinn í Lundarskóla 10. apríl 1988 fagn- ar því að stjórn LH hafi loksins, þann 12. mars sl., viðurkennt að það hafi verið mistök að taka ekki tillit til Varmahlíðarsam- þykktarinnar. Fundurinn getur fallist á afsökunarbeiðni stjórnar- innar vegna þess að hún kom ekki til fundar við Eyfirðinga. Fundurinn mótmælir þeirri túlk- un stjórnar LH sem komið hefur fram í fjölmiðlum að afsökunar- beiðnin leysi allan vanda. Varð- andi inngöngu í LH þá sér fund- urinn ekki að neitt hafi komið fram ennþá sem örvað gæti félög- in til inngöngu aftur og ekki hef- ur komið fram hvernig bæta megi fyrir þau mistök, sem stjórnin hefur viðurkennt að hafa gert. Lýsir fundurinn furðu sinni á því Hestamenn láta ekki deigan síga. að nú skuli ætlast til þess að félögin í Eyjafirði mæti á fund í Varmahlíð til að undirbúa næsta landsmót á Vindheimamelum." Síðari hluti fundarins fór í að ræða væntanlegt mótahald á Mel- gerðismelum nk. sumar. Fram kom að fyrirhugað er að halda mikla kynbótasýningu og opna gæðingakeppni 18..og 19. júní og verður forskoðun kynbótahrossa 15.-17. júní. Stefnt er að því að mót þetta verði glæsilegt og fjöl- breytt með voldugum sýningum og spennandi keppni. Einnig er fyrirhugað að halda annað mót á Melgerðismelum 23. og 24. júlí þar sem uppistaðan yrði kapp- reiðar á bestu hlaupabraut lands- ins og fjölbreytt íþróttamót. Mátti af máli fundarmanna ráða að engin uppgjöf eða undanslátt- ur væri í hugum eyfirskra hesta- manna og hafa átökin undan- farna mánuði þjappað þeim enn betur saman. (Fréttatilkynning.) A söluskrá: Skarðshlíð: 2ja herb. íbúð á 3. hæð. Smárahlíð: 2ja herb. íbúð á 2. hæð. Hrísalundur: 2ja herb. íbúð á 3. hæð. Oddagata: 3ja herb. íbúð á neðri hæð. Hólabraut: 3ja herb. íbúð á efri hæð í tvíbýlishúsi. Hrísalundur: 3ja herb. íbúð á 3. hæð. Brekkugata: 4ra herb. timburhús á steyptum kjallara. Melasíða: 4ra herb. íbúð á 4. hæð. Höfðahlíð: 145 fm. mjög góð sérhæð. Þverholt: Einbýlishús með bílskúr samt. um 195 fm. Engimýri: 220 fm. einbýlishús. Steinahlíð: 5 herb. raðhús með bílskúr. Samtals um 200 fm. Glerárgata: Skrifstofu- eða iðnaðarhúsnæði á 3. hæð og 4. hæð. Draupnisgata: 100 fm. iðnaðarhúsnæði. Opið frá kl. 13-15 og 17-19 Félag fasteignasala Fasteignasalan hf. Gránufélagsgötu 4, efri hæð, sími 21878. Hermann R. Jónsson, sölumaður heimasími utan skrifstofutíma er 25025. Hreinn Pálsson, lögfræðingur. Guðmundur Kr. Jóhannsson, viðskiptafræðingur. Dagurinn hefst með hollum morgunverði Tæknifræðingafélag Islands: Umtalsverð fjölgun í stéttinni Þriðjudaginn 22. mars sl. var aðalfundur Tæknifræðingafé- lags íslands fyrir árið 1987 haldinn í húsnæði félagsins Lágmúla 7, Reykjavík. Daði Ágústsson, rafmagnstækni- fræðingur, formaður félagsins, flutti skýrslu stjórnar fyrir liðið starfsár og gat um helstu atriði í starfsemi félagsins. Má nefna að nú er hafin ritun sögu félagsins og hefur Jón Böðv- arsson, ritstjóri Iðnsögu íslend- inga, tekið að sér að stýra verk- inu. Árlegt síldarkvöld félagsins var að þessu sinni haldið í Holiday Inn 6. nóvember 1987 og var Þor- steinn Pálsson, forsætisráðherra gestur kvöldsins. Formaðurinn ræddi ítarlega um Norrænt tækni- ár 1988 og skýrði hugmyndir stjórnar félagsins um framlag T.F.Í. til þess. Þá nefndi Daði í skýrslu sinni þá miklu umræðu sem átti sér stað á síðastliðnu ári þegar í ljós kom að þolhönnun ýmissa mannvirkja væri verulega áfátt. Við úttekt á því máli kom í ljós að engir tæknifræðingar áttu þar hlut að máli og kvað Daði það ánæguefni að þeir hefðu ekki lent í hópi svonefndra „fúskara“. Endurmenntun var sem áður ríkur þáttur í starfi félagsins á starfsárinu og er T.F.Í. aðili að Endurmenntunarnefnd Háskóla íslands, þar sem geysimerkilegt starf er unnið. Of langt mál yrði að rekja skýrslu stjórnar ítarlegar en auk þess sem hér greinir fjallaði stjórn um menntunarmál tækni- fræðinga almennt, stóð fyrir skoðunarferð og sinnti erlendum samskiptum. Sameiginlegt málgagn tækni- fræðinga og verkfræðinga, Verk- tækni, kom reglulega út á starfs- árinu og voru félagsmenn hvattir til þess að vera duglegir að skrifa í blaðið. Félagsmenn eru nú um 630 talsins og er umtalsverð fjölgun í stéttinni á hverju ári. I stjórn sitja nú: Daði Ágústsson, for- maður, Sveinn Frímannsson, varaformaður, Júlíus Þórarins- son, gjaldkeri, Eiríkur Þor- björnsson, ritari, Hreinn Jónas- son, meðstjórnandi. Varainenn eru Haraldur Sigursteinsson og Gunnar Sæmundsson. Kjarngóður morgunmatur sem jafnframt er Ijúffengur og fer vel í maga. ★ Fæst í öllum KEA-búðum á sérstöku tilboðsverði næstu daga. ATH! Sama tilboðsverð í öllum KEA-búðum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.