Dagur - 18.04.1988, Blaðsíða 4

Dagur - 18.04.1988, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 18. apríi 1988 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 660 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 60 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 465 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ANDRÉSPÉTURSSON (Reykjavlk vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERTTRYGGVASON, EGILL BRAGASON, FRlMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN JÓSTEINSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (Iþróttir), STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960), LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Fjáröflun til Skák- sambands íslands Fyrir skömmu var lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um fjáröflun til Skáksambands íslands. Fyrsti flutningsmaður er framsóknarmaðurinn Guð- mundur G. Þórarinsson, fyrrum forseti Skáksam- bandsins en meðflutningsmenn þeir Albert Guð- mundsson, Borgaraflokki og Steingrímur J. Sigfús- son, Alþýðubandalagi. í frumvarpinu er gert ráð fyrir að sérstakt gjald verði lagt á greiðslukort, 20 krónur á mánuði, og þeir peningar renni til Skák- sambands íslands. Miðað við þann fjölda greiðslu- korta sem er í notkun í dag, myndi þetta gjald skila Skáksambandinu 1,5 milljónum króna í tekjur mán- aðarlega. Frumvarp þetta hefur fengið misjafnar undir- tektir á Alþingi. Nokkrir þingmenn hafa sagt að þeir séu því algerlega mótfallnir að nokkur skattur verði lagður á greiðslukort yfirleitt. Aðrir hafa brugðist vel við og eru tilbúnir til að veita frum- varpinu brautargengi. Frumvarp þremenninganna um 20 króna skatt á notendur greiðslukorta á ekkert skylt við þær hug- myndir sem fram hafa komið að láta korthafa sjálfa greiða þann kostnað sem af notkun greiðslukorta hlýst. Þótt það sé bæði sjálfsögð og eðlileg krafa, hefur hún ekki enn komið fram í lagafrumvarpi á Alþingi. Þó hefur verið sýnt fram á það að sá kostn- aður sem hlýst af notkun greiðslukorta nemur um 5% af verði viðkomandi vöru og þjónustu. í lang- flestum tilfellum er þessum kostnaði velt út í verð- lagið og neytendur látnir borga brúsann, jafnt þeir sem nota greiðslukort og hinir sem greiða út í hönd. Margir bíða eftir því að þetta ranglæti verði leiðrétt. Burtséð frá því, er frumvarp þingmann- anna þriggja góðra gjalda vert. Það kom vel í ljós eftir frækilega frammistöðu Jóhanns Hjartarsonar í einvíginu við Korstnoj, hversu fjárhagur Skák- sambands íslands er í raun bágborinn. Það hafði ekki fjárhagslegt bolmagn til að standa undir kostnaði við áframhaldandi þátttöku Jóhanns í skákeinvígjunum. Einstaklingar og fyrirtæki komu þá til hjálpar með því að efna til samskota. Veik fjárhagsstaða Skáksambandsins kemur ekki á óvart þegar haft er í huga að á fjárlögum þessa árs fær það aðeins eina milljón króna til ráð- stöfunar. Þeir peningar duga skammt, því gróskan í skáklistinni hefur sjaldan eða aldrei verið meiri. Sérstaða skáklistarinnar hér á landi er mikil og fjárþörfin brýn. Ljóst er að engan munar um að láta 20 krónur af hendi rakna mánaðarlega til styrktar svo góðu málefni. Hins vegar skipta þeir peningar sköpum fyrir Skáksamband íslands og framgang skáklistarinnar í landinu. Þingmenn ættu að hafa það í huga þegar áðurnefnt frumvarp verður tekið til afgreiðslu á næstu vikum. BB. evróp Hljómsveitin Boulevard frá Finnlandi. Tommy Körberg frá Svíþjóö. Scott Fitzgerald frá Bretlandi. Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fer fram í Dyflinni á írlandi laugardaginn 30. apríl nk. Ef að lík- um lætur verða fáir á ferli utan húss hér heima meðan á þeirri útsendingu stendur. Margir binda miklar vonir við framlag íslands til keppninnar en reynslan hefur kennt okkur að best er að gera sem minnstar væntingar varðandi árangur íslands í söngvakeppninni. Öll sæti ofan við það sextánda hljóta að að teljast góð! Sjón- varpið mun í þessari viku kynna þau lög, sem keppa til úrslita í keppninni. 21 þjóð tekur þátt að þessu sinni og er ísland fyrst í röðinni. Lögin verða kynnt strax að loknum fréttum og auglýsingum öll kvöld vikunnar, 2-3 lög í senn. Röð laganna er þessi: 1. ísland. Lagið heitir SÓKRA- TES, eftir Sverri Stormsker, flutt af Sverri og Stefáni Hilmarssyni en þeir kalla sig BEATHOVEN. 2. Svíþjóö. Lagið heitir STAD I LJUS, höfundur lags og texta er Py Báckman en Tornmy Körberg syngur. 3. Finnland. Lagið heitir NAURAVAT SILMÁT MUISTETAAN og er flutt af hljómsveitinni Boulevard. Lagið er eftir Pepe Willberg en textann samdi Kirsti Willberg. 4. Bretland. lagið heitir GO og er sungið af Scott Fitzgerald. Lag og texti er eftir Julie Forsyth. 5. Tyrkland. 6. Spánn. 7. Holland. 8. ísrael. 9. Sviss. Lagið heitir NE PART- ES PAS SANS MOI og er sungið af Céline Dion. Höfundur Iags: Atilla Sereftug. Texti: Nella Martinetti. 10. írland. 11. Þýskaland. Lagið heitir LIED FÚR EINEN FREUND sungið af mæðgunum Maxi og Chris Garden. Lag: Ralph Sieg- el. Texti: Bernd Meinunger. 12. Austurríki. Lagið heitir LISA MONA LISA og er sungið af Wilfried Scheutz. Höfundar lags og texta: Wilfried, Ronnie Herb- holzheimer og Klause Kofler. 13. Danmörk. Lagið heitir KA’ DU SE HVA’ JEG SA’ og er sungið af Kirsten Siggaard og Sören Bundgaard. Lagið er eftir Sören en texta skrifaði Keld Heick. 14. Grikkland. 15. Noregur. Lagið heitir FOR VÁR JORD. Söngvari er Karo- line Kriiger, lagið er eftir Anita Skorgan en texta samdi Erik Hillestad. 16. Belgía. 17. Luxemburg. Lagið heitir CROIRE og er flutt af söngkon- unni Lara Fabian. Lag: Jacques Cardona. Texti: Alain Garcia. 18. Ítalía. 19. Frakkland. 20. Portúgal. Lagið heitir VOLT- AREI. Söngkonan Dora syngur. Lag: José Calvárie. Texti: José Niza. 21. Júgóslavía. rr

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.