Dagur - 18.04.1988, Blaðsíða 13
hér & þor
gAPt ... F)UðAQ — C'f
18. apríl 1988 - DAGUR - 13
i
l
Mœðgumar
urðu
mágkonur
- og yngri bróðirinn
tengdafaðir þess eldri
David Fone varð nýlega tengda-
faðir bróður síns. Um leið varð
hin nýja eiginkona Davids mág-
kona dóttur sinnar. Hvort
tveggja skeði þetta vegna þess að
Fone bræðurnir tveir, David og
Jonathan giftust mæðgunum Jan-
ette Brown og dóttur hennar
Rachel.
„Við erum enn að finna endan-
lega útúr öllum þessum fjöl-
skyldutengslum," sagði David
þegar hann var spurður um þess-
ar sérkennilegu giftingar sem
nýlega fóru fram í San Fransisco í
Bandaríkjunum.
Samdráttur paranna hófst með
því að eldri bróðirinn David og
dóttirin Rachel fóru að rugla
saman reytum sínum. David bauð
yngri bróður sínum, Jonathan í
samkvæmi og þar hitti hann móð-
urina. Jonathan var þá nýlega
skilinn við fyrri konu sína og
honum leist vel á þessa konu sem
hann sá ræða við bróður sinn.
Bæði segjast þau auðvitað hafa
fundið það um leið að þetta ætti
eftir að verða eitthvað meira en
minna og það er auðvitað gott og
blessað. Svona er þetta alltént
núna og allir eru ánægðir.
Bræðurnir David t.v. og Jonathan með konurnar sínar, mæðgurnar Janette t.v. og Rachel. Sérkennileg fjölskyldu-
tengsl.
rJ
dagskrá fjölmiðla
SJÓNVARPIÐ
MANUDAGUR
18. apríl
17.50 Ritmálsfréttir.
18.00 Töfraglugginn.
Endursýndur þáttur frá 6. apríl.
18.50 Fréttaágrip og táknmáls-
fréttir.
19.00 íþróttir.
19.30 Vistaskipti.
(A Different World.)
20.00 Fréttir og vedur.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.40 Söngvakeppni evrópskra
sjónvarpsstöðva.
Lögin í úrslitakeppninni.
20.55 Besti vinur ljóðsins.
Meðal þeirra sem flytja ljóð sín í
þættinum eru Sjón, Jóhamar og
Gunnar Hersveinn.
21.15 Dularfulli gesturinn.
(Der Geheimnisvolle Fremde.)
Þýsk sjónvarpsmynd gerð eftir
skáldsögu eftir Mark Twain.
Aðalhlutverk: Christopher
Makepeace og Lance Kerwin.
Bandarískur piltur sem er að
læra prentiðn verður fyrir undar-
legri lífsreynslu. Hann er skyndi-
lega staddur í prentsmiðju í
Austurríki á 15. öld en þar hittir
hann dreng sem er gæddur
óvenjulegum hæfileikum.
22.40 Útvarpsfréttir í dagskrár-
lok.
SJONVARP
AKUREYRI
MÁNUDAGUR
18. apríl
16.25 Til leigu í sumar.
(Summer Rental.)
Flugumferðarstjóri og fjölskylda
hans eru á leið í sumarleyfi og
hugsa sér að njóta rólegra daga
á ströndinni. En margt fer öðru-
vísi en ætlað er og sumarleyfið
reynist ævintýralegt í meira lagi.
17.50 Hetjur himingeimsins.
(He-man.)
18.15 íþróttaþáttur.
Blandaður íþróttaþáttur í
umsjón Heimis Karlssonar.
18.45 Vaxtarverkir.
(Growing Pains.)
19.19 19.19.
20.30 Sjónvarpsbingó.
20.55 Dýralíf í Afríku.
(Animals of Africa.)
21.20 Stríðsvindar.
(North and South.)
22.50 Dallas.
23.35 Dagur Martins.
(Martin's Day.)
Strokufangi á flótta tekur ungan
pilt í gíslingu.
Aðalhlutverk: Richard Harris,
Justin Henry og James Cobum.
01.15 Dagskrárlok.
©
RÁS 1
MÁNUDAGUR
18. apríl
6.45 Veðurfregnir - Bæn.
7.00 Fréttir.
7.03 í morgunsárið
með Má Magnússyni.
Finnur N. Karlsson talar um dag-
legt mál laust fyrir kl. 8.00.
9.00 Fróttir.
9.03 Morgunstund barnanna.
„Ævintýri frá annarri stjörnu"
eftir Heiðdísi Norðfjörð. Höfund-
ur byrjar lesturinn.
9.30 Morgunleikfimi.
9.45 Búnaðarþáttur.
10.00 Fréttir • Tilkynningar.
10.10 Veðurfregnir.
10.30 Úr söguskjóðunni - Réttur
kvenna til menntunar 1885-
1911.
Umsjón: Erla Hulda Halldórs-
dóttir.
11.00 Fréttir • Tilkynningar.
11.05 Samhljómur.
12.00 Fréttayfirlit • Tónlist
Tilkynningar.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Veðurfregnir • Tilkynn-
ingar • Tónlist.
13.05 í dagsins önn - Mataræði
íslendinga.
Umsjón: Kristján Sigurjónsson.
(Frá Akureyri.)
13.35 Miðdegissagan: „Fagurt
mannlíf“, úr ævisögu Árna
prófasts Þórarinssonar.
14.00 Fréttir • Tilkynningar.
14.05 Á frívaktinni.
15.00 Fréttir • Tónlist.
15.20 Lesið úr forustugreinum
landsmálablaða.
Tónlist.
16.00 Fréttir.
16.03 Dagbókin.
Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Barnaútvarpið.
17.00 Fréttir.
17.03 Tónlist á siðdegi.
- Vivaldi, Albinoni, Hándel, Avi-
son og Haydn. English Concert
hljómsveitin leikur. Trevor
Pinnock stjórnar.
18.00 Fréttir.
18.03 Vísindaþáttur.
Tónlist • Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Tilkynningar.
19.35 Daglegt mál.
19.40 Um daginn og veginn.
Kristín Blöndal fóstra talar.
20.00 Aldakliður.
20.40 Fangar.
21.10 Gömul danslög.
21.30 Útvarpssagan: „Gömul
krossmessusaga" eftir Guð-
mund Frímann.
Sigríður Schiöth les fyrri hluta.
22.00 Fréttir • Dagskró morgun-
dagsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.20 Nóttúrulögmál eða framfar-
ir?
Þáttur um siðfræði læknavísind-
anna.
23.00 Tónlist eftir Philip Glass.
24.00 Fréttir.
00.10 Samhljómur.
01.00 Veðurfregnir.
Hljóðbylgjan
FM 101,8
MÁNUDAGUR
18. apríl
07.00 Pétur Guðjónsson
vekur Norðlendinga af værum
svefni og leikur rólega tónlist til
að byrja með, en fer síðan í
hressari tónlist þegar líður á
morguninn. Pétur lítur i norð-
lensku blöðin. Óskalögin og
afmæliskveðjurnar á sínum stað.
Upplýsingar umf færð og veður.
12.00 Ókynnt mánudagstónlist.
13.00 Pálmi Guðmundsson
á léttum nótum með hlustend-
um.
Pálmi leikur tónlist við allra hæfi
og verður með vísbendingar-
getraun kl. 14.30 og 15.30.
17.00 Snorri Sturluson
leikur þægilega tónlist í lok
vinnudags.
19.00 Ókynnt kvöldtónlist.
20.00 Haukur Guðjónsson
mætir i rokkbuxum og striga-
skóm og leikur hressilega
tónlist.
24.00 Dagskrárlok.
MÁNUDAGUR
18. apríl
7.03 Morgunútvarpið.
Dægurmálaútvarp með frétta-
yfirliti kl. 7.30 og 8.30 og fréttum
kl. 8.00 og 9.00.
Veðurfregnir kl. 8.15.
Vaknað eftir helgina: Fréttarit-
arar í útlöndum segja tíðindi uþp
úr kl. 7.00. Síðan farið hringinn
og borið niður á ísafirði, Egils-
stöðum og Akureyri og kannað-
ar fréttir landsmálablaða.
héraðsmál og bæjarslúður víða
um land kl. 7.35. Steinunn Sig-
urðardóttir flytur mánudags-
syrpu að loknu fréttayfirliti
kl. 8.30.
Umsjón: Leifur Hauksson. Egill
Helgason og Sigurður Þór Salv-
arsson.
10.05 Miðmorgunssyrpa.
Meðal efnis er létt og skemmti-
leg getraun fyrir hlustendur á
öllum aldri.
Umsjón: Kristín Björg Þorsteins-
dóttir.
12.00 Fréttayfirlit • Auglýsingar.
12.10 Á hádegi.
Dagskrá Dægurmáladeildar og
hlustendaþjónusta kynnt.
Simi hlustendaþjónustunnar er
693661.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Á milli mála.
Umsjón: Rósa Guðný Þórsdóttir.
16.03 Dagskrá.
Dægurmálin tekin fyrir: Ævar
Kjartansson, Guðrún Gunnars-
dóttir og Stefán Jón Hafstein
njóta aðstoðar fréttaritara heima
og erlendis sem og útibúa
Útvarpsins norðanlands, aust-
an- og vestan-. Illugi Jökulsson
gagnrýnir fjöimiðla og Gunn-
laugur Johnson ræðir forheimsk-
un íþróttanna. Andrea Jónsdótt-
ir velur tónlistina.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Kvöldtónar.
Tónlist af ýmsu tagi.
22.07 í 7-unda himni.
Snorri Már Skúlason flytur glóð-
volgar fréttir af vinsældalistum
austan hafs og vestan.
00.10 Vökudraumur.
01.00 Vökulögin.
Tónlist af ýmsu tagi í nætur-
útvarpi til morguns.
Að loknum fréttum kl. 2.00 verð-
ur endurtekinn frá fimmtudegi
þátturinn „Fyrir mig og kannski
þig" i umsjá Margrétar Blöndal.
Veðurfregnir kl. 4.30.
Fréttir eru sagðar kl. 2, 4, 7,
7.30, 8, 8.30, 9, 10, 11, 12,12.20,
14, 15, 16, 17, 18, 19, 22 og 24.
RIKISmVARPfÐ:
ÁAKUREYRl,
Svæðisútvarp fyrir Akursyrí
og nágrenni.
MÁNUDAGUR
11. apríl
8.07-8.30 Svæðisútvarp Norður-
lands.
18.03-19.00 Svæðisútvarp Norður-
lands.
Umsjón: Sigurður Tómas Björg-
FM 104
MANUDAGUR
18. apríl
07.00 Þorgeir Ástvaldsson.
Lífleg og þægileg tónlist, veður,
færð og hagnýtar upplýsingar.
Fréttir kl. 8.00.
09.00 Gunnlaugur Helgason.
Seinni hluti morgunvaktar með
Gulla.
Fréttir kl. 10 og 12.
12.00 Hádegisútvarp.
Bjarni Dagur Jónsson mætir i
hádegisútvarp og veltir upp
fréttnæmu efni, innlendu jafnt
sem erlendu, i takt við gæðatón-
list.
13.00 Helgi Rúnar Óskarsson.
Gamalt og gott, leikið með hæfi-
legri blöndu af nýrri tónlist.
Fréttir kl. 14 og 16.
16.00 Mannlegi þátturinn.
Árni Magnússon.
Tónlist, spjall, fréttir og frétta-
tengdir viðburðir.
Fréttir kl. 18.
18.00 íslenskir tónar.
Innlendar dægurlagaperlur að
hætti hússins. Vinsæll liður.
19.00 Stjörnutíminn á FM 102.2
og 104.
Hér eru á ferðinni lög sem allir
þekkja.
20.00 Siðkvöld á Stjörnunni.
Gæða tónlist á síðkveldi.
24.00-07.00 Stjörnuvaktin.
BYL GJAN,
MANUDAGUR
18. mars
07.00 Stefán Jökulsson og morg-
unbylgjan.
Stefán kemur okkur réttum meg-
in framúr með góðri morguntón-
list, spjallar við gesti og lítur í
blöðin.
09.00 Anna Björk Birgisdóttir.
Hressilegt morgunpopp gamalt
og nýtt, getraunir, kveðjur og
sitthvað fleira.
12.00 Hádegisfréttir.
12.10 Pétur Steínn Guðmunds-
son.
Létt tónlist, innlend sem erlend
- vinsældalistapopp og gömlu
lögin í réttum hlutíöUum.
16.00 Hallgrimur Thorsteinsson i
Reykjavík siðdegis.
HaUgrimur Utur yfir fréttir dags-
ins með fólkinu sem kemur við
sögu.
18.00 Kvöldfréttatími Bylgjunnar.
18.15 Bylgjukvöldið hafið með
góðri tónlist.
21.00 Valdís Gunnarsdóttir.
TónUst og spjaU.
24.00-07.00 Næturvakt Bylgj-
unnar.
Bjarni Ólafur Guðmundsson.