Dagur - 03.05.1988, Blaðsíða 1

Dagur - 03.05.1988, Blaðsíða 1
71. árgangur Akureyri, þriðjudagur 3. maí 1988 83. tölublað TEKJUBREF KJARABRÉF fjArmAl þín SÉRGREIN OKKAR FIARFESTlNGARFEL^GIDi Ráðhústorgi 3, Akureyri Akureyri: Niðurgreidd daggæsla í heimahúsum - Dagmæður safna undirskriftum foreidra undir áskorun til bæjaryfirvalda „Flugleiðir tilkynna brottför flugs til Reykjavíkur. Farþegi gjöri svo vel að ganga um borð.“ Þannig hljóðaði til- kynning í kallkerfinu á Akureyrarflugvelli í gærmorgun og þessi maður gekk einn síns liðs út í vélina sem beið. Mynd: GB Sérkennileg mjólkurdreifing hjá myndbandaleigu í Keflavík: Einn lítri af KEA-mjólk með hverju myndbandi Dagmæður á Akureyri safna nú undirskriftum foreldra á undirskriftalista, sem þær hyggjast afhenda bæjarstjórn Akureyrar. Dagmæður benda á að óréttlæti ríki gagnvart for- eldrum sem hafa börn sín í gæslu hjá dagmæðrum, ef mið- að er við að pláss á dagvistar- stofnunum bæjarins eru niður- Akureyri: Góð útsvars- innheimta „Staðgreiðslukerfi skatta virð- ist ganga mjög vel og maður er að vona að þetta gangi allt upp strax á næsta ári,“ sagði Sigfós Jónsson, bæjarstjóri, þegar hann var spurður um tekjuöfl- un Akureyrarbæjar. Sem kunnugt er þá varð Akur- eyrarbær fyrir þó nokkrum tekju- missi af ýmsum orsökum sl. vetur, en meðal þess var skerðing um 13 milljónir króna úr Jöfnun- arsjóði sveitarfélaga. Þá var hlutfall útsvars í staðgreiðslu minna en Samband íslenskra sveitarfélaga hafði mælst til við félagsmálaráðuneytið. Sigfús sagði að ekkert væri nema gott eitt að segja um inn- heimtu útsvars, og virtist sem bæjargjöld skiluðu sér vel í góðri innheimtu. „Þetta eru tíma- bundnir erfiðleikar hjá bænum, ég er viss um að útlitið verður betra á næsta ári. En það er erfitt að gera miklar áætlanir þegar peningana vantar,“ sagði bæjar- stjóri. EHB greidd um 40 prósent. Afieið- ingin sé só að foreidrar hafi ekkert vai þegar þeim býðst pláss á leikskóla fyrir börn sín, því það sé ódýrari kostur en að hafa barn hjá dagmóður. Texti undirskriftalistanna hljóðar svo: „Við undirritaðir foreldrar, sem erum með börn okkar í daggæslu í heimahúsum, förum þess á leit við forráða- menn þessa bæjarfélags að athug- aður verði sá möguleiki að greiða niður daggæslu í heimahúsum, svo þeir foreldrar sem þar nýta gæslu njóti sömu kjara og þeir foreldrar sem hafa börn sín í dag- vistum bæjarins.“ Undirskrifta- söfnun lýkur fljótlega, og verða listarnir þá afhentir bæjarstjóra Akureyrar. Hvaða breytingu hefði það í för með sér fyrir dagmæður ef þetta erindi næði fram að ganga? Sólveig Jóhannesdóttir, dagmóð- ir, er í stjórn Félags dagmæðra á Akureyri, og hún svarar spurn- ingunni þannig: „Ef þetta nær fram að ganga verða börnin lengur hjá okkur, en vegna gjaldsins sem við tökum flýta foreldrar sér að koma börn- unum á leikskóla. Dagvistun á vegum bæjarins er niðurgreidd um 40 prósent og af hverju má ekki gera eins við hina foreldr- ana, sem hafa börn sín hjá dag- •mæðrum? Ég hef sjálf dæmi um að foreldrar hefðu kosið að hafa börn sín áfram hjá dagmóður en höfðu ekki efni á að hafna leik- skólaplássi. Þetta er hagsmunamál foreldra, en börnin stoppa svo stutt við hjá dagmæðrum að engin foreldra- samtök hafa verið stofnuð í tengslum við það. Við erum að þessu til að fá að halda lengur í börnin, en þau eru flest send mjög ung til okkar,“ sagði Sól- veig. EHB „Þessi tilfelli eru teljandi á fingrum annarrar handar en eitthvað var jó um þetta. Ég veit ekki til að mjólk hafi verið seld hér til að fara með hana ót af svæðinu en auðvitað finnst manni það líklegt þegar ein- hver kemur allt í einu og kaup- ir eitt tonn af mjólk. Mér fínnst það ekki vera okkar mál hvort maðurinn kaupir einn lítra eða eitt tonn ef hann stað- greiðir vöruna. Slíkt er löglegt og ekkert við því að segja,“ segir Þórarinn Sveinsson, sam- lagsstjóri Mjólkursamlags KEA þegar hann var spurður hvort rétt væri að mikið hafi verið um að mjólk væri keypt hjá samlaginu og flutt suður yfir heiðar. Meðal þeirra sem komu norð- ur í þessum erindagjörðum var eigandi VHS-myndbandaleigunn- ar í Keflavík. Hann kom norður til Akureyrar sl. föstudag, keypti 1000 lítra af mjólk sem hann ók snarlega suður og byrjaði að dreifa á laugardaginn. „Nei, nei, við seljum ekki mjólkina heldur fær viðskiptavin- urinn einn lítra af mjólk með hverri spólu sem hann tekur,“ sagði Þuríður Magnúsdóttir starfsmaður VHS-leigunnar í Keflavík í samtali við Dag. „Fólk tók að meðaltali 3 spólur og við erum búin með meirihlutann af þessum 1000 lítrum. Við vorum með opið á laugardaginn og í gær en í morgun var aftur byrjað að dreifa mjólk hér þannig að núna er rólegra,“ sagði Þuríður. Eitthvað var líka um að versl- anir í Reykjavík hafi um helgina boðið mjólk til sölu, þrátt fyrir að mjólk væri ekki dreift frá Mjólk- ursamsölunni. „Ég veit ekki hvaðan þessi mjólk er ættuð en Hornafjörður og Egilsstaðir hafa mest verið nefndir í þessu sam- bandi. Ég hef líka heyrt um að mjólk frá Akureyri hafi verið seld hér í verslunum en ekki fengið þær sögur staðfestar,“ seg- ir Björgvin Guðlaugsson, for- stjóri Mjólkursamsölunnar í Reykjavík. JÓH Verkfallshnúturinn herðist enn: Viðskiptabann væntanlegt Fiest bendir til að samþykktir framkvæmdastjórnar Vinnu- veitendasambandsins og stjórnar Vinnumálasam- bandsins um viðskiptabann á fyrirtæki sem semja sérstak- lega við verslunar- og skrif- stofufólk, verði að veruleika. Fulltróar þeirra félaga sem enn er ósamið við funduðu í gær í Karphósinu og var þar m.a. samþykkt harðorð ályktun vegna áðurnefndra „hótana“. Samþykkt var að hvika hvergi frá kröfu um 42 þósund króna lágmarkslaun. Segja má að báðir aðilar séu í sjálfheldu vegna þeirra samn- inga sem gerðir hafa verið og því var ekki bóist við árangri á sáttafundum í gærkvöld. í gær hafði Félag verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri samið við 38 fyrirtæki í bænum. Þrettán þessara fyrirtækja eru innan Kaupmannafélags Akur- eyrar og því aðilar að VSÍ. Aðgerðir VMSS og VSÍ munu m.a. fela í sér stöðvun á afgreiðslu mjólkurvara frá Mjólkursamlagi KEA og stöðv- un viðskipta heildsala við þessi fyrirtæki. Viðskiptabannið tek- ur hins vegar ekki til þeirra verslana sem frá upphafi verk- falls hafa verið opnar. Að sögn Sigurðar Jóhannes- sonar sem sæti á í stjórn Vinnu- málasambandsins hafa aðgerðir þessar verið undirbúnar og geta hafist með stuttum fyrirvara, jafnvel strax í dag. Fram- kvæmdastjórn VSÍ fundar um málið í dag og tekur endanlega ákvörðun. „Ég held að þessar hótanir gangi ekki upp, og séu vart lög- mætar,“ sagði Jóna Steinbergs- dóttir formaður Félags verslun- ar- og skrifstofufólks á Akur- eyri. Stjórn VMSS hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvort sett verður verkbann á þá starfs- menn sem ekki eru í verkfalli en hafa þó ekki getað unnið vegna þess. A fundi fulltrúanna þrettán í gær var samþykkt ályktun þar sem segir nt.a: „Fram eftir árum áttu launþegahreyfingin og samvinnuhreyfingin samleið... ...það eru því nterk tíðindi öllu launafólki, er samvinnuhreyf- ingin skipar sér við hlið harð- svíraðasta hluta vinnuveitenda- aðalsins, í baráttu gegn sann- gjörnum kröfum verslunar- manna og annarra launþega, og hefur í hótunum við hin ýmsu samvinnufélög, vogi þau sér að ganga til samninga." Á fundinum í gær var verk- fallsvarsla endurskipulögð og fram kom að til greina kæmi að VR færi í samúðarvcrkfall. AP/ET

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.