Dagur - 29.06.1988, Síða 2
2-DAGUR-29. júní 1988
Skagafjörður:
Sláttur hafinn
— lítil spretta eftir rok- og vætutíð
„Það hefur sprottið mjög lítið
núna, þessa roktíð. Það er eins
og tún hafi ekki getað tekið við
sér í þessu veðri, því nú hefur
verið miklu meiri væta heldur
en í fyrra,“ sagði Víkingur
Gunnarsson hjá Búnaðar-
sambandi Skagafjarðar, að-
spurður um ástand túna í
Skagafirði. Hins vegar hefur
sláttur hafist á nokkrum
bæjum, m.a. á Efra-Ási Hjalta-
dal og Grænumýri Ákra-
hreppi. Á Efra-Ási hófst slátt-
ur sama dag og í fyrra, 25. júní
sl.
Að sögn Víkings er ástand
túna nokkuð jafnt yfir sýsluna,
en einna best líta þau út í
Blönduhlíð. í fyrra hófst sláttur
víða um mánaðamótin júní-júlí
og viröist hann byrja á svipuöum
tíma í ár. Víkingur sagði að það
væru alltaf nokkrir bæir sem
byrjðu mun seinna en aðrir, og
síðan sumir sem væru alltaf með
þeim fyrstu.
Reglugerð um merkingu
neytendaumbúða:
Umbúðamerkingar mega
ekki vera blekkjandi
Kórfélagar ganga frá borði. Á litlu myndinni er Anna Magnúsdóttir (t.h.)
frá Siglufirði, að taka á móti einni af þýsku söngkonunum. Myndir: gb
Sungið á Siglufirði:
Þýskir kórar
í heimsókn
Kvennakór Siglufjarðar hefur
fengið góða gesti í heimsókn,
sem eru tveir blandaðir kórar
frá Þýskalandi. Um er að ræða
55 manna hóp frá tveimur litl-
um þorpum í námunda við
Brernen, Leeste og Ryede.
Kórfélagar verða hér á landi í
um vikutíma og fóru m.a. í
skoðunarferð um IMývatns-
sveit.
Tónleikar verða haldnir á
Sauöárkróki á löstudagskvöld kl.
20.30 og veröa þeir haldnir í húsi
Tónskólans. Þá verða tónleikar í
kirkjunni ;i Siglufirði á laugardag
klukkan 17.00.
Tengiliðir á milli Kvennakórs
Siglufjarðar og kóranna þýsku,
eru hjón búsett í Þýskalandi, en
konan, Silke Óskarsson stofnaði
Kvenmikór Siglufjarðar og
stjórnaði honum í þrjú ár. Er hún
flutti til Þýskalands ásamt manni
sínum sem er Siglfiröingur.
komst samstarfið á.
Á mánudag var móttaka við
Ráðhúsið á Siglufirði þar sem
kórfélagar afhentu heimamönn-
um gjafir, m.a. vatnslitamynd af
nýju ráöhúsi í Leeste og silfur-
skjöld með skjaldarmerki Ryede,
en svo skemmtilega vildi til að
Siglufjarðarkauptaður eignast
merkið fyrstur staða en merkið er
alveg nýtt.
í drögum að nýrri reglugerð
um merkingu neytendaum-
búða fyrir matvæli og aðrar
neysluvörur er skýrt kveðið á
um að umbúðamerkingar skuli
vera greinilegar og ekki á
nokkurn hátt blekkjandi fyrir
kaupanda eða móttakanda
varðandi uppruna, tegund,
samsetningu, þyngd, eðli eða
áhrif vörunnar. Ákvæði þetta
á einnig við um myndskreyt-
ingar á umbúðum og í auglýs-
ingum skal þess gætt að ekki
komi fram blekkjandi upplýs-
ingar.
„Hugtök sem gefa til kynna
skerðingu hráefna í matvælum og
öðrum neysluvörum má aðeins
nota við umbúðamerkingar, sé
gerð um það krafa, eða slíkt hafi
verið heimilað með reglugerð
þessari eða af Hollustuvernd
ríkisins. Ákvæði þetta á við um
hugtök eins og „sykurskert“,
„fituminna" og eirinig merkingu
eins og „lítið salt“.“
Samkvæmt þessari reglugerð
er heimilt að nota hugtakið „fitu-
minna“ við merkingu á unnum
kjötvörum og öðrum neysluvör-
um sé fituinnihald innan við 50%
af magni fitu í samskonar eða
sambærilegri vöru. Sérmerkingar
eins og „aðeins x g fita" eða
„minna en x g fita“ eru óheimilar
(x táknar tilgreint magn af fitu).
Svipuð ákvæði gilda varðandi
merkingar á borð við „minna
salt“ eða „saltskert“ en merking-
una „ekkert salt" má nota fyrir
vörutegundir sem innihalda inn-
an við 5 mg natríum/ 100 g.
Merkinguna „lítið salt" má nota
fyrir vörutegundir sem innihalda
innan við 140 mg/ 100 g.
Fjölbrautaskólinn á Sauðárkróki:
Ríkið yfírtekur reksturinn
- 5 manna skólanefnd í stað 11
Fyrir skömmu var á Sauðár-
króki haldinn fundur með
formönnum skólanefnda og
skólameisturum þeirra fram-
haldsskóla sem fleiri en eitt
sveitarfélag standa að.
Banaslys
í Jökulsá
á Dal
- bresk kona drukknaði
Banaslys varð við Jökulsá á
Dal síðastliðinn mánudag.
Hópur ferðamanna frá Ferða-
skrifstofu ríkisins var á ferð og
áði við neðstu brúna á Jökulsá
á Dal.
Bresk kona úr hópnum féll þá
af klettum niður í Jökulsá á Dal,
talið er að hún hafi fallið aftur
fyrir sig. Leit var strax hafin.
Hjálparsveit skáta og björgunar-
sveit slysavarnafélagsins á Egils-
stöðum ásamt fólki úr nágrenn-
inu hófu leit að konunni. Einnig
var leitað með lítilli flugvél og
þyrla Landhelgisgæslunnar var
fengin til leitar. Atburðurinn
gerðist um kl. 17.30, en um kl.
21.30 fannst konan látin á eyrum
neðar í ánni. kjó
Skólarnir voru Fjölbrautaskól-
inn á Sauöárkróki, Fjölbrauta-
skóli Suðurlands Selfossi, Fjöl-
brautaskóli Suðurnesja Kefla-
vík og Fjölbrautaskóli Vestur-
lands Akranesi. Tilefni fundar-
ins voru ný lög um framhalds-
skóla sem afgreidd voru frá
Alþingi í vor, sem kveða á um
að ríkið yfirtaki rekstur skól-
anna, en hingað til hafa þeir
verið í rekstri ríkis og sveitar-
félaga. Stofnkostnaður verður
þó áfram að hluta til í höndum
sveitarfélaga.
Með nýju lögunum breytist til-
högun skólanefndanna. Skóla-
nefnd Fjölbrautaskólans á Sauð-
árkróki hefur verið skipuð full-
trúum þeirra sveitarfélaga sem
aðild eiga að skólanum, alls 11
mönnum, en með nýju lögunum
verður nefndin skipuð 5 mönn-
um. Ekki hefur skipan verið
ákveðin, en menntamálaráðherra
mun skipa formann hennar.
Að sögn Jóns Hjartarsonar
skólameistara F.á S. liggur það í
lausu lofti hverjir verða aðstand-
endur skólans, aðrir en ríkið og
Sauðárkróksbær, og á fundinum
voru viðraðar ýmsar tillögur. Þá
funduðu einnig fjárhaldsmenn
skólanna og skólameistarar og
unnu sameiginlega að tillögum
hvernig vinna eigi úr nýju lögun-
um, varðandi fjárhald, námskrár
o.fl.
Þá var einnig fundur fræðslu-
stjóra Norðurlands vestra með
skólastjórum þeirra grunnskóla í
kjördæminu sem eru með 9.
bekk. Rætt var um samstarf skól-
anna við Fjölbrautaskólann á
Sauðárkróki og hvernig því verði
háttað í framtíðinni.
Á lokafundi þeirrar skóla-
nefndar F.á S. sem mun víkja
samkvæmt nýjum lögum, var
ákveðið að efna til ráðstefnu á
„Ég tel mig hafa komið því til
leiðar að a.m.k. eitt fyrirtæki í
Reykjavík hafi farið að senda
vörur út á landsbyggðina á sinn
kostnað. Þetta er fyrirtækið
Pfaff og það sendir mér og
öðrum vöruna á sinn kostnað.
Þetta þýðir að við getum boðið
viðskiptavinum okkar vörur á
sama verði og í Reykjavík en
það hefur verið erfitt þegar
maður hefur þurft að borga
flutningsgjald og síðan sölu-
skatt af því,“ sagði Ingvi Rafn
Jóhannsson sem rekur raftækja-
Sauðárkróki í ágúst nk. um
skólamál. Á fundinn verða boð-
aðir sveitarstjórnarmenn og skóla-
menn á Norðurlandi vestra og
þar rætt um fyrirkomulag
fræðslumála í kjördæminu. Með
nýjum lögum er margt á döfinni
um þessar mundir, bæði innan
grunnskólanna og framhaldsskól-
anna og verða þau mál efst á
dagskrá. -bjb
verslunina Raftækni á Akur-
eyri.
Að sögn Ingva flytur Rafha
einnig vörur út á land án flutnings-
kostnaðar, en það er þá aðeins
þeirra eigin framleiðsla.
Hann kvað þetta heilmikið mál
fyrir landsbyggðina vegna þess að
annars flyttist öll verslun suður.
Fólk þyrfti þá ekki að borga sölu-
skatt af flutningsgjaldinu ef varan
væri skráð á þess nafn. En eins og
áður sagði þurfa fyrirtækin þess.
Kristmann Magnússon hjá
Matvæli sem innihalda sætu-
efni skulu auðkennd „sykurlaus"
þegar hlutfall sykurs í vörunni er
innan við 0,25% (minna en 1
kcal/ 100 g úr sykri) og „sykur-
skert“ þegar hlutfall sykurs í vör-
unni er innan við 50% af venju-
legu sykurmagni í samskonar eða
sambærilegri vöru. Þessar vöru-
tegundir er einnig heimilt að
merkja með orðunum „diet" eða
„létt" samkvæmt reglum þar að
lútandi. SS
Pfaff sagðist ekki vita til þess að
annað fyrirtæki veitti þessa þjón-
ustu. „Það má segja að þetta sé
jafnaðarverð yfir landið. Við
gerðum þetta til þess að styrkja
landsbyggðina því við viljum að
viðskiptavinirnir kaupi tækin á
þeim stað sem þeir geta síðan lát-
ið gera við þau. Því ætti fyrirtæki
á Akureyri að gera við þvottavél
sem ég hef selt hérna fyrir
sunnan? Við viljum hafa verslun-
ina í héraði eins og sagt er. Ég
vona síðan bara að fleiri fylgi á
eftir.“ KR
„Þurl'um að borga söluskatt
af flutningsgjöldum"
- segir Ingvi Rafn Jóhannsson raftækjasali á Akureyri