Dagur - 29.06.1988, Qupperneq 3
29. júní 1988- DAGUR-3
Zebra og Saga í sumarstarfi:
Leikklúbb urinn á
leið til Þýskalands
- selur miða á dansleik í Zebra
til fjáröflunar
Hallgrímur Arason veitingamaður á Bautanum, Svandís Guðmundsdóttir matreiðslumaður og Edda Kristinsdóttir
sem sér um framreiðsluna. Á laugardagskvöldum verður hægt að borða í Laxdalshúsi, en aðra daga vikunnar verður
aðaláherslan lögð á kaffíveitingar. MynU: gb
Bautinn tekur við rekstri Laxdalshúss:
Vöfflur með rjóma
- fiskréttir og útigrill
Bautinn hf. á Akureyri hefur
tekið að sér rekstur Laxdals-
húss. Húsið verður opið í sum-
ar alla daga frá kl. 14-17 og þar
verða framreiddar allar al-
mennar kaffiveitingar. A
laugardögum er opið frá kl. 14-
23 og er þá framleiddur matur
þar sem sérstök áhersla verðu
lögð á fískrétti.
Það er Svandís Guðmunds-
dóttir sem sér um matreiðsluna,
en hún hefur lengi unnið á Baut-
anum. Um framreiðslu sér Edda
Kristinsdóttir, en hún hefur einnig
unnið á Bautanum. Opið verð-
ur á öðrum tímum óski menn
þess og er þá miðað við að um 10
manns séu saman í hóp. Laxdals-
hús hentar einkar vel fyrir smærri
veislur og einnig fyrir ferðamanna-
hópa.
I húsinu er aðstaða fyrir útigrill
og verður boðið upp á útigrillað-
an mat þegar vel viðrar, en einnig
verður hægt að panta slíkan mat
sérstaklega.
Húsið tekur með góðu móti
um 70 manns í sæti, en salir eru
bæði á efri og neðri hæð þess,
einnig er aðstaða til að borða úti
í garði kjósi menn það. Fyrir þvt'
eru jafnvel dæmi að menn hafi
borðað þar úti í rigningu og líkað
vel! Þá má að lokum geta þess að
Laxdalshús er elsta húsið á Akur-
eyri, byggt árið 1795. Hallgrímur
Arason veitingamaður sagðist
vænta þess að bæjarbúar, sem og
gestir muni njóta þess að koma
við í Laxdalshúsi í sumar.
Leikklúbburinn Saga á Akur-
eyri tekur þátt í alþjóðlegri
leiklistarhátíö í Þýskalandi í
haust. Ferðin kostar 450 þús-
und krónur og hefur verið sótt
um styrk til Bandalags
íslenskra leikfélaga vegna ferð-
arinnar, en ríkið hefur beitt
niðurskurðarhnífnum varðandi
framlög til leikfélaga að
undanförnu og bjóst Arnar
Kristinsson Sögumaður ekki
við að ferðastyrkur yrði veittur
af þeim sökum. En þeir deyja
ekki ráðalausir félagar í leik-
klúbbnum og hafa nú tekiö
upp samstarf við veitingahúsiö
Zebra á Akureyri til að afla
fjár til ferðarinnar.
Þaö var reyndar Manuel
Boissiere markaðsstjóri hjá
Zebra sem átti hugmvndina og er
hún fólgin í því að leikklúbbsfé-
lagar selja miða á dansleik í veit-
ingahúsinu á laugardagskvöldum
og fá andvirðið að launum. Lág-
marksverð á miðanum er 200
krónur. en þeir sem styrkja vilja
félagana mega að sjálfsögðu
borga meira. Félagar í Sögu
munu verða ;i dansleikjum \eit-
ingahússins íklæddir merktum
peysum og hafa þeir í hyggju að
skemmla fólki með smá uppá-
komum og einnig vera til staðar
og spjalla við gesti og gangandi.
Leikklúbburinn Saga ætlar að
sýna Grænjaxla eftir Pétur Gunn-
arsson á lciklistarhátiðinni og
taka síðan þátt í námskeiðum af
ýmsu tagi. „Við erum bjartsýn á
að okkur takist með þessu móti
að afla peninga til ferðarinnar.
Það er ntikið af áhugasömu fólki
í Sögu og við ætlum okkur að
gera stóra hluti í framtíöinni."
sagði Arnar og benti jafnframt á
að þeir aðilar sem áhuga hafa á
að styrkja ungt leiklistarfólk gætu
haft samband. „Við verðum úti
unt allan bæ að seíja miða seinni
partinn á föstudögum og fólk á
að geta liitt okkur þá." sagði
hann að lokum. mþþ
DAGUK
Akurewi
S 96-24222
Norðlenskt datjblað
Lónsbakka • Glæsibæjarhreppi
601 Akureyri símar 96-21400 09 96-23960.