Dagur - 06.07.1988, Page 1

Dagur - 06.07.1988, Page 1
71. árgangur Akureyri, miðvikudagur 6. júlí 1988 124. tölublað Jón Hallur Pétursson: „Fásinna að taka dýr lán“ 1,5 milljón kr. húsnæðislán hækkar um 673 þús. kr. á einu ári „Eg álít að fólk hafi ekki gert sér grein fyrir því hversu dýrt lánsfjármagn er í dag, og það er alger fásinna að taka dýr lán til að fjármagna ótímabæra Grímsey: Bátar í sund- laugarróðri Sjómenn í Grímsey héldu í róður síðastliðinn sunnudag og var tilgangurinn að afla fé til sundlaugarbyggingar í eynni, en bygging hennar hefur staðið um nokkurra ára skeið. Alls tóku 14 bátar þátt í róðrinum, flestir heimabátar, en einnig nokkrir aðkomubátar. Garðar Ólason hjá fiskverkun- inni Sigurbirni sf. sagði að afli hefði verið heldur tregur á sunnu- daginn. Fengu bátarnir samtals um 4 tonn og var aflinn saltaður hjá Sigurbirni. Ekki er enn kom- ið í ljós hversu mikið fé rennur til byggingarinnar eftir róðurinn, en í sams konar róðri sem farinn var fyrir ári söfnuðust tæplega 300 þúsund krónur. Það eru Kiwanis- menn í eynni sem fengu hug- myndina að sundlaugarróðrinum og var sá á sunnudaginn þriðji í röðinni. Ekkert hefur verið unnið við sundlaugarbygginguna í Grímsey undanfarið og ekki fyrirsjáanlegt hvenær henni lýkur. mþþ bfla, heimilistæki og aðra neyslu,“ sagði Jón Hallur Pét- ursson hjá Kaupþingi Norður- lands, þegar hann var spurður álits á eyðslulánum, en ■ vax- andi verðbólgu er dýrt að taka lán. Þessa dagana er mikið rætt um vaxandi verðbólgu og afleiðingar hennar. Gengið hefur verið frá kjarasamningum og þeir bundnir til langs tima þannig að ekki er að vænta neinna kauphækkana að ráði næstu mánuði. Ef litið er til kjarasamninga þá er algengt að samið hafi verið um 12 til 14% launahækkanir á þessu ári. Hins vegar spá flestir a.m.k. 40 prós- enta verðbólgu á árinu þannig að kjaraskerðing getur orðið um- talsverð. Sé tekið dæmi af 1,5 milljóna kr. skuld við Byggingarsjóð ríkis- ins þá hækkar skuldin um 673.500 þúsund krónur á einu ári í 40% verðbólgu með vöxtum. Af slíku láni eru greiddir 3,5% vextir og er vaxtaupphæðin kr. 73.500 á ári. Ef lánið er hins veg- ar bankalán með 9,5% vöxtum þá éru vextir af því kr. 199.500 á einu ári fyrir utan verðtryggingu. Að vísu kemur á móti að fast- eignaverð helst í hendur við verðbólgu þegar til lengri tíma er litið, að sögn kunnugra, en þó er mönnum minnisstæður sá tími þegar fasteignaverð á Akureyri hækkaði næstum ekkert í tvö ár þrátt fyrir verðbólgu og hækk- andi fasteignaverð í Reykjavík. EHB Skyldi vera leikin knattspyrna hér á bæ? Mynd: GB Sauðárkrókur: Gífurleg ásókn í verkamannabústaði - 35 umsóknir bárust um 9 íbúðir Stjórn verkamannabústaða á Sauðárkróki afgreiddi á fundi sínum sl. þriðjudag umsóknir um 9 verkamannabústaði. Mikil ásókn hefur greinilega verið í bústaðina því alls bárust 35 umsóknir. Á fundinum var 9 aðilum úthlutað íbúðum af þeim 35 sem sóttu um. Á þessu má sjá að mikil þörf er fyrir íbúðarhúsnæði á Sauðárkróki um þessar mundir. Af þessum 35 umsóknum sóttu 7 um endurúthlutaða 4ra her- bergja íbúð, 12 sóttu um fjórar 2ja herbergja fbúðir og 16 umsóknir bárust í fjórar 3ja her- bergja íbúðir. Að sögn Hilmis Jóhannessonar formanns stjórnar verkamannabústaða var sótt um til Húsnæðisstofnunar að byggja 14 verkamannabústaði, en leyfi fékkst fyrir 8 að þessu sinni. „Það á að sækja um fyrir næsta ár fyrir 1. ágúst nk. til Húsnæðis- stofnunar og stjórnin hefur ekki ákveðið hvað sótt verður um mikið. Það er alveg ljóst, sam- kvæmt þessum umsóknum sem bárust núna, að við munum taka Norðurglugginn hf. á Akureyri: Gallerí Glugganum lokað - reynt verður að finna ódýrara húsnæði mið af þeim, a.m.k. munum við fá þær 6 íbúðir sem við fengum ekki við síðustu umsókn. Það er mikil eftirspurn eftir húsnæði, aðkomufólk hringir mikið og spyr eftir lausu leiguhúsnæði og við verðum að geta brugðist við þessari miklu eftirspurn,“ sagði Hilmir. Aðspurður um ástæðuna fyrir mikilli eftirspurn í verkamanna- bústaði sagði Hilmir að hann hefði á tilfinningunni að fólk beri ákveðinn ótta til þess að fara að byggja eða kaupa á frjálsum markaði. Við útborgun á verka- mannabústöðunum eru greidd 15% af verði íbúðarinnar og mis- munurinn, 85%, fenginn að láni úr Byggingarsjóði verkamanna til 43ja ára. Verð þeirra íbúða sem nú var úthlutað er 4,5 milljónir fyrir 3ja herbergja íbúð og 3,2 milljónir fyrir 2ja herbergja íbúð. -bjb Nú stendur yfir í Gallerí Glugganum á Akureyri, sýning Margrétar Jónsdóttur og Rósu Krístínar á keramik og textíl. Sýning þeirra Margrétar og Rósu stendur til sunnudagsins 10. júlí. Sýning þessi er jafnframt síð- asta sýningin í Glugganum en honum verður lokað og galleríið lagt niður að lokinni sýningunni. Að sögn Rósu Kristínar mynd- listarkonu átti Gallerí Glugginn að verða tilraun sem gerð yrði í eitt ár, en galleríið hóf starfsemi síðastliðið haust. Fastur starfs- maður var ráðinn, sett voru mjög metnaðarfull markmið og að jafnaði voru um tvær sýningar í mánuði allt þetta tímabil. Á þessu tímabili hafa margir af þekktustu og bestu myndlistar- mönnum þjóðarinnar sýnt í gall- eríinu og undirtektir bæjarbúa hafa verið framar vonum. Rósa Kristín segir að aðstandendur gallerísins séu sammála um að þessi tilraun hafi heppnast í meg- indráttum. Það hafi aðallega tvennt brugðist; annars vegar var ekki nægileg sala í myndverkum, þótt hún hafi verið nærri því sem áætlað var og hins vegar kynning og umfjöllun fjölmiðla á gallerí- inu. Rósa telur mikla eftirsjá vera í Glugganum. „Ég efast um að annar staður finnist í bænum sem er jafn glæsilegur listsýning- arsalur og Glugginn er.“ Guðmundur Ármann mynd- listarmaður sem sæti á í stjórn Norðurgluggans hf. tók í svipað- an streng og Rósa Kristín. Hann segir að það taki tíma fyrir gallerí af þessari tegund að festa sig í sessi, tilraunin hafi heppnast, hún fékk mjóg góðar undirtektir hjá listamönnum og hjá flestum öðrum en fjölmiðlum. „Það er mjög alvarlegt því gallerí sem vill standa undir nafni, er ekkert alvöru gallerí nema að fá reglu- lega umfjöllun um þær sýningar þar eru.“ Guðmundur segir hlutafélagið Norðurgluggann halda áfram og markmiðið nú er að finna annað ódýrara húsnæði fyrir sýningar- starfsemi. kjó Sláttur hafinn í Þistilfirði Sláttur er haflnn í Þistilflrði. Þeir Svalbarðsbændur hófu slátt á þriðjudaginn var. Á mánudagskvöld kynnti Páll Bergþórsson bændum hvenær heppilegast væri að hefja slátt á mismunandi stöðum landsins og þar kom fram að best væri að byrja að slá á tímabilinu frá 7.-9. júlí á Norðausturlandi. Bændur á Svalbarði hófu slátt heldur fyrr en kort Páls segir fyrir um. Eins konar heimasæta á Svalbarði sagði í samtali við blaðið að tún væru mjög þurr í Þistilfirði og gæti það að einhverju leyti sett strik í reikninginn hvað heyfeng varðar. Ekki er þó enn útséð um að til vandræða horfi. mþþ Það verður sjónarsviptir að Giugganum.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.