Dagur


Dagur - 06.07.1988, Qupperneq 4

Dagur - 06.07.1988, Qupperneq 4
4-DAGUR-6. júlí 1988 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 660 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 60 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 465 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ANDRÉSPÉTURSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BJÖRN JÓHANN BJÓRNSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960), EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON, FRlMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN JÓSTEINSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (íþróttir), STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASfMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Fjörutíu ára gömid kennaraborð! Landsþekkt er „örlæti" og „skilningur“ hins opinbera þegar kemur að skólamálum. Um það bera fjölmargar sögur glöggt vitni. Ekki skortir fögur orð og fyrirheit ráðamanna þeg- ar þeir halda ræður við opinber tækifæri en eins og alþjóð veit þá verður oft minna úr framkvæmdum. Skólamenn hafa oft rætt um skilningsleysi stjórnmálamanna og reynt með öllum tiltæk- um ráðum að vekja þá til dáða. Einn þeirra, Sverrir Pálsson skólastjóri Gagnfræðaskólans á Akureyri, fjallaði m.a. um þátt stjórnmála- manna í ræðu er hann flutti við skólaslit G.A. Orð Sverris eru þess eðlis að Dagur telur nauðsynlegt að þau berist út fyrir samkomu- sal skólans. Gefum nú Sverri orðið: „Þrátt fyr- ir góðæri, sem meðal annars birtist - að sögn eins ráðherranna - í svo miklum bílakaupum landsmanna, að vegakerfið er sprungið og sorpeyðingarstöðvar anna ekki samanböggl- un þeirra bíla, sem ekki svarar kostnaði að lappa upp á, og - að sögn annars ráðherra - í því mati hans, að 120 milljónir króna séu að- eins innansleikjur þeirra fjárhæða, sem bygg- ingarkostnaður eins húss fór fram úr áætlun (það hús stendur ekki í fræðslumdæmi Norðurlands eystra), þá er fátækt íslenskrar þjóðar greinilega sár og átakanleg stundum og birtist þá einna helst í margskornum og stórskertum fjárveitingum til viðhalds skóla. Þessi sparnaður er hættulegur og óhyggileg- ur, en þolinmæði skólanna ef til vill engin dyggð. Nýtni þeirra er góð, meðan hún er ekki dragbítur á framfarir eða vellíðan þeirra, sem í skólanum ganga til daglegrar vinnu, svo sem nemenda og kennara. Fjörutíu ára gagnfræðingar heimsóttu skólann um daginn og undruðust að sjá sum sömu kennaraborð- in og þeir höfðu fyrir augum á sínum ungu dögum. Skólinn á sér margar óskir og marga drauma um breytingar og bætta aðbúð kennara og nemenda í daglegu starfi og félagslífi, og ég held ég þori að lofa því þeim, sem fjárveitingum ráða, að þeir eiga í vændum, að þessar óskir klingi þeim í eyrum, þar til við þeim hefir verið orðið, hvaða ár eða öld, sem þá verður.“ Hér eru ekki stóryrði á ferð en þarna talar skólamaður með áratuga reynslu, og án efa oft bitra, af samskiptum við þá sem sitja á peningakassanum. Ætli þingmenn myndu sætta sig við að sitja á sömu stólum og við sömu borð og voru í Alþingishúsinu fyrir fjörutíu árum? AÞ. Blöxiduós oröinn bær - Hátíðarstemmning á mesta blíðviðrisdegi sumarsins Þá er Blönduós orðinn bæjarfélag og Blönduóshreppur til- heyrir nú fortíðinni. Síðasti fundur hreppsnefndar og fyrsti fundur bæjarstjórnar var haldinn í félagsheimilinu kl. 17.00 á mánudaginn. Petta var hátíðarfundur, öllum opinn. Forseti bæjarstjórnar var kjörinn Hilmar Kristjóns- son, fyrsti varaforseti Kristín Mogensen og annar vara- forseti Jón Sigurðsson. Fyrir fundinum lá tillaga þess efnis að á næstu 5 árum yrði 1% af tekjum bæjarins varið til umhverfismála. Tillagan var samþykkt samhljóða en sú fjárhæð sem fyrirhugað er að verja til þessa verkefnis mun vera um 700 þús. krónur á ári miðað við núverandi tekjur bæjarsjóðs. Þá ákvað bæjarstjórnin að kjósa þriggja manna nefnd til að annast skráningu á sögu Blönduóss. Heillaóskaskeyti bárust frá mörgum bæjar- og sveitarfé- lögum, fyrirtækjum og einstaklingum. Félagsmála- ráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir sat fundinn. í lok hans óskaði ráðherrann Blönduósbúum til hamingju með bæjarréttindin og rakti sögu staðarins í stórum dráttum. Hátíðarhöld vegna þessara tímamóta stóðu yfir alla helgina, frá því á föstudag. Fjölmargir burtfluttir Blöndósingar notuðu þetta tækifæri til að skreppa heim og taka þátt í hátíðarhöldunum með vinum og kunningjum. Listaverkasýningarnar voru vel sóttar og myndir Guðráðs Jóhannssonar, sem voru á sýn- ingu á Hótel Blönduósi, seldust nær allar. Á laugardaginn léku 3. deildarliðin í knattspyrnu Hvöt og Reynir frá Árskógsströnd á Blönduósvelli. Úrslit leiksins urðu 1:0 fyrir Hvöt eftir frekar grófan leik. Um 400 manns voru á dansleik í félagsheimilinu um kvöldið. Börnin létu ekki sitt eftir liggja. Nýtt útivistarsvæði í Hrútey var tek- ið i notkun á sunnudaginn. Ekkju Sigmars Jónssonar, fyrrum hrepps- nefndarformanns, var af því tilefni færður blómvöndur, en Sigmar mun fyrstur hafa vakið máls á því að gera eyna að útivistarsvæði.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.