Dagur - 06.07.1988, Síða 5

Dagur - 06.07.1988, Síða 5
6. júlí 1988 - DAGUR - 5 Héraðsmót USAH í frjálsum íþróttum fór fram á Blönduós- velli á laugardag og sunnudag og verður síðar getið um úrslit þess. Hápunktur hátíðarhaldanna var á sunnudaginn. f>á var guðs- þjónusta í nýju kirkjunni sem reyndar er aðeins fokheld. Að lokinni guðsþjónustu var nýja útivistarsvæðið í Hrútey opnað. Það mun hafa verið Sigmar heitinn Jónsson, fyrrum hrepps- nefndarmaður sem fyrstur vakti máls á því í hreppsnefndinni að eyjan yrði opnuð sem útivistar- svæði. Ekkja Sigmars heitins, Sigrún Kristófersdóttir opnaði brúna út í eyjuna. Talið er að um 800 manns hafi farið út í Hrútey um leið og hún var opnuð sem útivistarsvæði eftir 13 ára friðlýs- ingu. Um kvöldið var mikil grill- veisla í Fagrahvammi og er talið að um eða yfir 1200 manns hafi mætt þar til kvöldverðar. Þar var á boðstólum lambakjöt, Blöndulax og folaldakjöt sem reyndist mjög vinsælt af grillinu. Þessu var skolað niður með Blöndu sem er ávaxtadrykkur framleiddur í Mjólkurstöð SAH. Gott veður var á Blönduósi um helgina þótt það hefði gjarnan mátt vera ögn hlýrra. Á mánu- daginn, daginn sem Blönduós varð varð bær, var hlýjasti dagur sumarsins með sólskini og heið- ríkju. Verði mannlífið á Blöndu- ósi, á ókomnum árum, í samræmi við veðrið þann dag þá er bjart framundan hjá Blönduósbúum. fh Allir sem vettlingi gátu valdið tóku þátt í hátíðarhöldunum. Margt var til skemmtunar... og var bæði spilað og sungið. Öllum íbúum bæjarins var boðið til grillveislu... ... og var ekki annað að sjá en þeir kynnu vel að meta það sem var á boð- stólum. Myndir: fh.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.