Dagur


Dagur - 06.07.1988, Qupperneq 6

Dagur - 06.07.1988, Qupperneq 6
6- DAGUR -6. júlí 1988 Hjónin Tryggvi ísaksson og Hrefna María Magnúsdóttir hafa búið að Hóli í Keldu- hverfi síðan 1963. Þau voru með sauðfjárbúskap þar til haustið 1986 er fé þeirra var skorið niður vegna tilraunar til útrýmingar á riðuveiki í Skjálf- andahólfi. „í kjölfar þess fór- um við að reyna að átta okkur á hver okkar staða væri og lit- um helst til þess að fara út í ferðaþjónustu,“ sagði Tryggvi, þegar Dagur heimsótti þau hjónin sem nú eru aðilar að Ferðaþjónustu bænda. „Við keyptum jörðina Lyngás, sem á sínum tíma er byggð út úr jörðununt Hóli og Ingveldarstöð- um, þar er ágætis íbúðarhús sem við byrjuðum að leigja út í fyrra- sumar. Við erum einnig með hestaleigu, höfum verið með hana í þrjú ár, ætlum að halda áfram í sumar og erum undir það búin að geta leigt allt að 20 hesta í einu. A það hefur reynt að við höfum fengið 20 manna hópa.“ - Hvað leigið þið húsið til langs tíma í einu? „Yfirleitt viku í senn en það er allt inni í myndinni, við höfum líka leigt það um helgar, allt eftir því hvernig staðan er og um hvað er beðið.“ - Hrefna, var ekki mikill kostnaður við að standsetja húsið fyrir ferðaþjónustuna? „Það var nýbúið að gera húsið upp svo við þurftum lítið að gera nema mála j^að. En svo þurftum við að kaupa húsgögn og annan búnað sem fólk sem þarna gistir þarf að nota. Við leggjum fólkinu til sængur- og rúmfatnað, eldhús- áhöld og borðbúnað. Húsið er fullbúið og fólk getur flutt þar inn með matarpakkana sína, en við höfum ekki aðstöðu til að selja fæði og höfum reyndar ekki verið beðin um það.“ fyrra og sumir hættu við að koma með svo skömmum fyrirvara að við gátum ekki leigt öðrum.“ - Hvað getur fólk sem dvelur í húsinu gert sér til dægrastytting- ar? „Lyngás hefur það sér til ágæt- is að kjörið er að skoða Þing- eyjarsýslur út frá þessum stað, ekki eingöngu fegurð Keldu- hverfis heldur alla norðursýsluna og suðursýsluna líka. Því hefur fólkið nóg við að vera ef það kemur til að skoða þennan hluta landsins. Dálítið er um að fólkið í húsinu nýti sér hestaleiguna. í Lyngási er feikilega gott og mikið berjaland og fjölskylda sem var í húsinu seinni hluta ágústmánaðar í fyrra, skrifaði í gestabók að hún hefði farið með 30 lítra af blá- berjum með sér heim. Miðnætursólin sést ákaflega vel frá Lyngási á þessum árstíma. f vor keyptum við nokkur veiði- leyfi í Litluá og erum með þau til sölu í sambandi við leigu á hús- inu. Einnig eigUm við lítinn ára- bát sem við erum tilbúin til að leigja fólki sem áhuga hefur á að fara út á Skjálftavatnið í róðrar- ferðir en við getum ekki útvegað veiðileyfi í vatninu. Ég vildi óska að við bærum gæfu til að sýna í verki þá þjón- ustulund að fólk vilji koma til okkar og njóta þess sem við erum að reyna að bjóða upp á. Við höfum verið ákaflega heppin með gesti og þeir hafa virt þær ireglur sem í gildi eru.“ „Ferðaþjónusta bænda hefur spurt hvort til greina komi að við pössum börn fyrir leigjendur, það kemur til greina dagpart eða kvöld, eftir því hvernig á stendur,“ sagði Hrefna. i - Hvernig líst ykkur á ferða- þjónustu sein búgrein? „Meðan þetta er ekki alveg inni' á gafli hjá manni býst ég við að þetta sé í lagi,“ sagði Hrefna og Tryggvi bætti við: „Aðrar nýbú- greinar hafa brugðist, búgreinar Hrefna Magnúsdóttir og Tryggvi ísaksson. Ljósmóðir jlutt í tunnu - spjallað við hjónin Tryggva ísaksson og Hrefnu Magnúsdóttur, Hóli, Kelduhverfi um Ferðaþjónustu bænda, niðurskurð vegna riðuveiki og störf ljósmóður í sveit - Hvaða fólk notar sér helst svona þjónustu? „Það er fólk á öllum aldri en mest fjölskyldufólk og aðallega íslendingar. Þama geta verið fleiri en ein fjölskylda í einu og í rauninni er mjög hentugt fyrir tvær fjölskyldur að leigja húsið saman. Við teljum þetta vera sex manna hús en þar geta hæglega verið átta fullorðnir auk barna. Við vitum að 20 manns hafa verið samtímis í húsinu, auðvitað að börnum meðtöldum.“ - Tryggvi, hvernig gekk rekst- urinn í fyrra, var þessu strax vel tekið? „Þessu var strax vel tekið, hitt er annað mál að reksturinn skilar manni ekki arði á fyrsta ári enda datt okkur það aldrei í hug. Það er með þetta eins og aðra þjón- ustu að hana þarf að auglýsa upp og kynna. Á þessu ári verðum við vör við meiri eftirsókn og nú erum við búin að fá meira af bindandi pöntunum en á sama tíma í fyrra. í vor fórum við fram á að fólk staðfesti pantanir með innborgun, það gerðum við ekki í sem litið var verulega hýru auga til, til að leysa hinar hefðbundnu af hólmi. Loðdýraræktin hefur alfarið brugðist. Fiskeldið er áhugavert, en fyrir einstaklinga þarf sérstök skilyrði til að það geti dafnað og verið búbót. En ferðaþjónusta, almennt hjá okk- ur íslendingum, fer svp mikið vaxandi að við hljótum að trúa því að hún eigi eftir að skipa verulegan sess í atvinnulífinu." - Ætlið þið að fá ykkur fé aft- ur í haust? „Enginn Keldhverfingur ætlar að taka kindur aftur fyrr en haustið 1989.“ - Nú var fé skorið niður á tíu bæjum hérna fyrir tveimur árum, ætla margir að fá sér fé aftur? „Það er mjög erfitt að svara þessari spurningu. Maður hefði óskað þess að sem flestir færu af stað aftur en ég óttast að svo muni ekki verða. Á nokkrum bæjanna voru það fullorðnir menn sem voru að lóga fé sínu, á meðan ekki verður nýliðun á þeim heimilum óttast ég að þeir muni ekki taka kindur aftur. Ég held þó að við getum gefið okkur að einhverjir af þessum tíu muni byrja aftur.“ - Nú er þetta ekki mannmörg sveit, hvaða áhrif hefur niður- skurðurinn haft? „Hann hefur haft veruleg áhrif í sveitinni og hefði haft afgerandi áhrif til búseturöskunar ef laxeld- isfyrirtækin okkar tvö hefðu ekki verið tekin til starfa. Þau hafa bjargað mjög miklu, maður hefði viljað sjá þau geta tekið við fleiri ársverkum en þau hafa gert, en það væri vanþakklæti að meta ekki þessa starfsemi sem er í sveitinni og hefur bjargað miklu. Niðurskurðurinn hefur líka haft vissan félagslegan vanda, þá á ég við t.d. þátt fjallskilanna sem er mjög áhrifamikill í rekstrarþátt- um bænda.“ - Tryggvi, ert þú ekki fæddur og uppalinn hér í nágrenninu? „Ég fæddist hér á Hóli en fimrn ára gamall fluttist ég með foreldr- um mínum í Undirvegg og þar var ég að mestu leyti til 1963 en þá keyptum við Hól.“ - Hrefna, hvaðan ert þú? „Ég er Reykvíkingur, fædd og uppalin í Reykjavík." - Nú ert þú lærð ljósmóðir, hvað kom til að þú fluttist í Kelduhverfi? „Af því ég náði í manninn minn sem var héðan og ég hafði alltaf löngun til að vera í sveit og stunda búskap. Ég er starfandi ljósmóðir í dag en jjað er lítið sem ekkert að gera. Ég starfa fyr- ir Núpasveit, Öxarfjörð og Kelduhverfi og það má leita til mín þegar á liggur en það hefur ekki verið gert í 12-13 ár. Fyrstu árin tók ég á móti þó nokkuð mörgum börnum hérna og var kölluð út í neyðartilvikum. Þetta er alveg búið núorðið, bæði eru það samgöngurnar sem hafa breyst og svo eru allar konur farnar að fæða á sjúkrahúsi.“ - Lentir þú ekki í ævintýrum í sambandi við þetta starf? „Ég hef ferðast á flestum farar- tækjum í sambandi við mitt starf, t.d. hef ég þurft að fara með konu í flugvél. Einu sinni þurfti að flytja konu á heyvagni í mikilli ófærð, það gekk mjög hægt og það þurfti að ýta og moka en eng- ar vélar eða tæki voru til að hjálpa okkur. Við vorum þrjú við þetta og komum konunni í flug- vél sem flutti hana til Akureyrar. Ferðin heim var söguleg að því leyti að ég ferðaðist á beltadrátt- arvél og að síðustu sat ég í tunnu á dráttarvél til að ég kæmist fyrir á henni með dótið. Ég hef ferðast á snjósleða og snjóbíl og það gerðist eitt og annað í þessum ferðum.“ - Var það ekki erfitt og mikið álag að koma frá Reykjavík á stað þar sem samgöngurnar voru svona? „Ég var aðeins eitt ár í Ljós- mæðraskólanum og mestu erfið- leikarnir voru að koma beint úr skólanum út í sveitina. Hér voru svo allt aðrar aðstæður, á sjúkra- húsinu fengum við allt sótthreins- að upp í hendurnar en hér þurfti ég alveg að standa á eigin fótum.“ - Þú hefur samt ekki saknað borgarinnar? „Nei, það hef ég alls ekki gert.“ IM

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.