Dagur - 06.07.1988, Side 14

Dagur - 06.07.1988, Side 14
14 - DAGUR - 6. júlí 1988 Síðustu forvöð að gera góð kaup Aukaafsláttur af ölluni vörum Síðasti opnunardagur er miðvikud. 13. júlí. Odýri markaðurinn Strandgötu 23, gengið inn frá Lundargötu. Afhuj»i<)! öpið frá kL 1-6 AJgreiðshistsuf Óskum eftir að ráða starfskraft til afgreiðslu- starfa í sérverslun í Miðbænum (ekki fata- verslun). Við leitum að samviskusömum og nákvæmum starfsmanni. Um heilsdags starf er að ræða. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. ifP ’ FÉLL hf. Tryggvabraut 22, sími 25455 íþróttir Guðmundu. Hreiða.-jon grípur inn í og stöðvar eina af fáum sóknum Þórsliðsins. 16 liða úrslit Mjólkurbikcirsins: Mynd: GB Ritari óskast Framhaldsskólinn á Laugum auglýsir eftir ritara Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 96-43113. Bílstjórar Óskum eftir bílstjórum með meirapróf til starfa strax á steypubíla. MOL&SANDUR HP. v/SÚLUVEG - PÓSTHÓLF 618 - 602 AKUREYRI - SÍMI (96)21255 FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Staða reynds aðstoðarlæknis við Geðdeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri er laus til umsóknar. Nánari upplýsingar veitir yfirlæknir deildarinnar, Sig- mundur Sigfússon, í síma 96-22100. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf, sendist framkvæmdastjóra sjúkrahússins, Halldóri Jónssyni. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Innilegar þakkir færi ég öllum þeim sem sýndu mér hlýhug á níutíu ára afmælinu þann 22. júní sl., með heimsóknum, gjöfum og öðrum hætti. INGIBJÖRG JÓHANNA MAGNÚSDÓTTIR, Þorsteinsstöðum, Svarfaðardal. ■ i smátt náðu þó Víkingarnir tök- um á leiknum og sókn þeirra fór að þyngjast. Þeir fengu tvö ágæt marktækifæri á 20. og 24. mínútu og markið lá í loftinu. Þeir náðu síðan forystunni á 28. mínútu. Þá kom há sending fyrir mark Þórs og Trausti Ómarsson skallaði knöttinn laglega fyrir fætur Hlyns Stefánssonar sem skoraði með ágætu skoti úr miðjum vítateign- um. Víkingar sóttu öllu meira eftir þetta mark en náðu þó ekki að skapa sér nein færi. Hins vegar munaði litlu að Þórsarar næðu að jafna leikinn á 41. mínútu þegar mikil þvaga myndaðist upp við mark Víkings en þrívegis var bjargað á línu og staðan í hálfleik var því 0:1. Síðari hálfleikur var nánast algerlega í eigu Víkings. Liðið réði gangi leiksins allan hálfleik- inn og fékk hvert marktækifærið á fætur öðru. Það uppskar síðan annað mark á 60. mfnútu. Atli Einarsson lék þá upp í hægra horn vallarins og sendi fastan jarðarbolta fyrir Þórsmarkið þar sem Björn Bjartmarz kom á ferð- inni og hamraði boltann í netið frá markteig. Víkingar voru áfram mun betri aðilinn eftir þetta en Þórsarar náðu þó einni og einni sókn og á 80. mínútu minnkuðu þeir muninn. Guðmundur Valur tók þá hornspyrnu, boltinn fór framhjá hverjum varnarmanni Víkings á fætur öðrum og til Sig- uróla Kristjánssonar sem tók hann niður og skaut með vinstri fæti í markhornið. Víkingar sóttu grimmt eftir þetta og fengu hvert færið á fætur öðru en tókst ekki að bæta við. Þórsarar fengu síðan tvö ágæt tækifæri til að jafna leikinn á loka- mínútunum, algerlega gegn gangi leiksins, en stöngin bjargaði í annað skiptið og markvörðurinn í hitt. Úrslitin því 1:2. Víkingsliðið lék á köflum ágæta knattspyrnu. Atli Einars- son var stórhættulegur frammi og var besti maður liðsins. Júlíus var langbesti maður Þórsliðsins að þessu sinni en Guðmundur Valur var einnig góður. Flestir aðrir áttu afleitan leik. JHB Víkingur tryggði sér sæti í 8 liða úrslitum Mjólkurbikar- kcppninnar þegar liðið vann sanngjarnan sigur á afar döpru Þórsliði á Akureyrarvelli í gær. Lokatölur leiksins urðu 1:2 og verður sá sigur að teljast í minnsta lagi miðað við gang leiksins og marktækifæri. Leikurinn fór afar rólega af stað og ekkert markvert gerðist fyrstu mínúturnar. Smátt og Siguróli Kristjánsson skoraði mark Þórs. Mynd: GB

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.