Dagur - 03.08.1988, Page 5

Dagur - 03.08.1988, Page 5
3-ágúst 1988 - DAGUR - 5 Verslunin Eyijörð -y Hérna fyrir nokkrum árum þegar gúmmískór, öðru nafni dreifbýlistúttur, kom- ust aftur í tísku hjá ung- dómnum á Akureyri þá var verslunin Eyfjörð lengi vel eini staðurinn þar sem þær fengust. Já, þeir eru víst ófáir hlutirnir sem þar fást eða 'eins og Sigurjón Þorvaldsson eigandi versl- unarinnar segir þá fæst þarna allt frá toppi til táar á útilífsfólk auk ýmissa annarra hluta. Heildverslunin Eyfjörð var stofnuð í ágúst fyrir 15 árum og var þá í leigu- húsnæði við Gránufélags- götu 48. Árið 1980 var síð- an húsið við Hjalteyrar- götuna byggt undir starfsemina og verslunin sett á stofn. „Það var alltaf meiningin að hafa þetta eingöngu sem heildverslun en þegar við fluttum hingað uppeftir þá byrjuðum við með litla verslun sem síðan hefur heldur en ekki stækkað. Þetta er orðið býsna stórt fyrirtæki. Þegar við byrjuð- um vorum við þrjú hér í vinnu en erum núna orðin um 11 að meðaltali,“ sagði Sigurjón. Heildverslunin er aðallega með matvörur, hreinlætis- vörur og sælgæti en í versl- uninni kennir ýmissa grasa. Til að byrja með voru það aðallega sportveiðivörur sem þar fengust en síðan hafa bæst við skotfæri, skjólklæðnaður alls konar, stígvél, skór, tjöld og margt fleira. „Ég verð var við það að hingað koma sömu mennirnir að kaupa veið- - segir Sigurjón Þorvaldsson eigandi „Þetta er orðið býsna stórt fyrirtæki.“ Myndir GB vinnu við netaverkstæði sem starfrækt er hér á Akureyri.“ „Reksturinn hefur gengið svona upp og ofan eins og gengur og gerist. Hérna á Islandi er það fiskurinn sem spilar alls staðar inn í. Við finnum fyrir þessu kannski sérstaklega af því við erum með atvinnuveið- arfærin en annars þá má sjá afleiðingar þess alls staðar ef illa veiðist. Fólk verður að gera sér grein fyrir því að það er fyrst og fremst fiskurinn sem allt byggist á hér á landi. Þetta er því atvinnugrein sem við verð- um að hugsa vel um,“ sagði hann. Húsnæðið sem starfsemi Eyfjörð er í núna er orðið allt of lítið að sögn Sigurjóns og því greinilegt að umsvifin eru alltaf að aukast. Fyrirtækið keypti arfæri og byssur og skot- færi. Það virðist vera nokk- uð mikið um að þeir sem veiða á sumrin stundi síðan skytterí á veturna,“ sagði Þorvaldur. Núna er Eyfjörð líka farið að selja atvinnuveiðarfæri fyrir tog-, neta-, línu- og handfærabáta. Að sögn Sigurjóns framleiða þeir líka mikið af vírum bæði fyrir sjávarútveginn og byggingariðnaðinn. „Við reynum að þjóna sem flestum í sambandi við atvinnuveiðarfærin, menn eiga ekki að þurfa að leita til Reykjavíkur nema í sáralitlum mæli. Við erum komnir með nánast allt í þessu og höfum góða sam- í versluninni fást m.a. útilífsvörur og veiðarfæri. Núverandi húsnæði Eyfjörð við Hjalteyrargötu. því gamalt hús við hlið núverandi húsnæðis fyrir 4 árum. „Við vorum aðallega að hugsa um lóðina því að húsið sjálft sem á henni stendur er eiginlega ónýtt. Það var Byggt einhvern tímann á stríðsárunum og er orðið illa farið. Við erum búin að láta teikna húsnæði á þessa lóð en ég held að byggingunni verði frestað því mér sýnist ekki vænlegt að byggja eins og málin standa í dag. Fjármagnskostnaðurinn á íslandi er orðinn svo ofboðslega mikill að það er frekar vafasamt að fara út í byggingar,“ sagði hann. „Já, útlitið í íslenska fjármálaheiminum er ekki glæsilegt í dag og því betra að halda að sér höndunum í bili. En koma tímar, koma ráð,“ sagði Sigurjón að lokum. KR „Ætluðum eingöngu að vera með heilaverslm"

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.