Dagur - 03.08.1988, Page 10

Dagur - 03.08.1988, Page 10
Hún, sem meitlar, mótar, málar, teiknar, yrkir, semur lög: „Mig hefur aJltaf langað til að búa til tungsljós“ - sagði konan suður í Fjöru t r — -- <■ laúoé .í: 10 - DAGUR - 3. ágúst 1988 Hún var ekki nema lítil telpa, þegar hún byrjaði að búa til myndir. Fyrstu olíulitina eignað- ist hún, þegar hún fermdist. Bróðir hennar gaf henni þá. Áður hafði hún notað málduft, sem hún blandaði terpentínu, og reif eftir kúnstarinnar reglum, og þá pentaði hún myndirnar á óbleikt léreft. Hún fór svona lista- mannlega að ráði sínu snemma. Hún byrjaði eins og margir aðrir, sem hafa farið út á sömu braut: Hún fór að teikna og búa sitthvað til næstum því jafnskjótt og hún var búin að fá málið - eða að minnsta kosti ekki seinna en hún lærði að lesa. Nú þykir þetta eng- in furðusaga um fólk, sem er ekk- ert eðlilegra en að líta listrænt á lífið í kringum sig. Pó er alltaf furðukennt og frásagnarvert að varðveita samfleytt þessa frum- stæðu sköpunarhneigð í hvers- dagssýsli fullorðinsáranna, við misjöfn skilyrði og andstreymi, sem skapast, þegar veraldarþarfir grípa inn í líf fólks eins og hennar. Hún heitir Elísabet, er Geir- mundsdóttir, og býr suður í Fjöru. Þar hefur hún alið allan aldur sinn, er hreinræktaður Inn- bæingur, fæddist og ólst upp í Aðalstræti 36, í einu þessara litlu elskulegu húsa, sem gera elzta hluta Akureyrar heillandi. Ég heyrði talað um Elísabetu oft í gamla daga. Sumir sögðu, að hún væri skrýtin að nenna „þessu“. „Öll list er vita gagnslaus," sagði Oscar Wilde í forspjalli að Mynd- inni af Dorian Gray, og hví skyldi þá ekki fólki, sem á inn- stæðu í Kea og dagpuðar og brauðstritar, sér og sínum til framdráttar, finnast slíkt hið sama? Wilde - sá herjans þrjótur - varpaði þessu hins vegar fram eins og þversögn til þess að sann- færa fólk um æðri gildi listar fyrir einstakling og listamanninn sjálf- an - kenninguna: Listin fyrir list- ina. Vér segjum: Listin fyrir fólkið? - Hvað um sagnaritunina, þjóðsögurnar, þjóðkvæðin, ævintýrin, skreytilistina? Allt runnið frá hjarta fólksins og fyrir fólkið, þjóðarsálina, andlegur aflgjafi og huggun í lífsbarátt- unni. Elísabet er óbrotin íslenzk kona, fólkið sjálft, lífið sjálft, líf- ið alþýðunnar, húsfreyja að atvinnu, móðir á annasömu heimili. Hún hefur sama og ekk- ert hreyft sig af blettinum, skroppið suður tvisvar, af því hún neyddist til þess vegna veik- inda. Ánnars alltaf verið hérna, og alltaf annað veifið verið að fást við þetta, sem henni þótti gaman að, þegar hún var lítil telpa. Henni liði illa að öðrum kosti: Það sagði hún mér, þegar ég skrapp eitt kvöldið í heimsókn til hennar suður í bæ, þar sem hún býr í Aðalstræti 70, til þess að skyggnast og skoða. Kunningi minn hafði vakið forvitni mína fyrir alvöru, og mér hafði auk þess verið í fersku minni myndir af líkneskjum sem hún hafði hnoðað í snjó á lóðinni sinni einn snjóþyngsta veturinn hérna um árið, og birtust í einhverju blað- anna hér. „Þrátt fyrir allt, þá finnst mér þetta aðalstarf mitt,“ sagði hún, þegar ég spurði hana um aðstæð- ur hennar til að vinna að hugðar- efninu. „Ef líður langt á milli þess, sem ég geri þetta, á ég erf- iðara með að sinna öðru.“ í stofunni litlu - þar verður flest þetta eftir hana til - er ara- grúi af ýmsu, sem hún hefur gert. Á gólfinu eru líkön, skorin úr í íslenzkt birkitré og mótuð í gibs, og uppi í hillum og skápum eru litlar standmyndir. Á einum vegg er skjöldur bronsaður, með upphleyptri mynd, sem hún kallar: Einn sit ég yfir drykkju, og þaðan á alla vegu teikningar og olíu- og vatnslitamyndir. Elísabet býr til litlar brúður á peysufötum - þær eru íslenskar húsfreyjur, sem skarta þjóðleg- heitunum - og þar í stofunni eru hafgúur með ígulker í fanginu, og þar eru huldukonur, heims- konur, stæltir Adamar, seiðmeyj- ar með gítara, ýmist gerðar úr gibsi eða birki. Innan um allt eru landslagsmyndir - myndir úr Fjörunni og af Pollinum og hús- unum litlu og görðunum, og þar eru líka alls kyns hugmyndir og hvarvetna naktir konulíkamir. Konan í nekt sinni - í fjölbreyti- leik uppruna síns - meitluð, mótuð, máluð. Konumyndirnar kallar Elísa- bet ýmist Vor eða Ljósþrá eða Gleði ílínum eða Huldukonu, og þær heita fleiri nöfnum, Ijóðræn- um heitum, og bak við húsið í garðinum er Ljóð til næturinnar, - í steinsteypu. Við gengum út í garðinn, og í snjónum þarna um kvöldið var gaman að horfa á, þegar klæðinu var svipt frá mynd- inni, og 500 kerta rafmagnsperan lýsti líkanið upp: Konu með jarð- sítt hár slegið - hún táknar hina líknandi nótt, þar sem hún horfir niður og er að leggja hönd sína á veruna, sem hvílist að fótum hennar með hönd undir kinn og sefur. Yfir kaffinu er mér tíðlitið á líkönin. Þetta eru ástríðufullar konur í sérstökum línum, sem streymdu upp, reyndu að brjótast út í duldum ofsa. Kvenlegur lík- ami hefur alltaf verið listamönn- um óþrjótandi viðfangsefni í list- rænni sköpun. Klassisku snilling- arnir voru alltaf við sama hey- garðshornið, konuna nakta. Þar mýktin í forminu og sveigjanleik- inn. Einfaldar, en margvíslegar línur, og fáar fyrirmyndir jafn- nærtækar til þess að þjóna feg- urðarskyni og auganu og hjart- anu, til þess að endurspegla lífs- hrifni eða jafnvel söknuð og dýpt tilfinninga á sálrænum fínleik. Þegar ég mér til gamans spurði Elísabetu um frumsmíðar hennar, hvað henni hefði verið tamast að teikna og mála, þegar hún var barn, sagði hún: „Þegar ég var innan tíu ára aldurs, voru það alltaf prinsessur. Ég byrjaði alltaf á hárinu. Þær voru allar með topp. Mér fannst stundum nóg, ef ég gat teiknað hárið og toppinn, því þá sá ég alltaf andlitið." Ég þagði við, hugsaði með mér, að í sál barnsins, litlu telp- unnar suður í Fjörunni, hafi prinsessur verið ímynd hins dýrð- legasta, sem til var. Og síðar hafi hafmeyjarnar, huldukonurnar, seiðmeyjarnar komið til skjal- anna. Ævintýrin og þjóðsögurnar innblása tuttugustu aldar konuna ennþá eins og tunglsljós og stjörnubjartur himinn. Það er ekkert óeðlilegt, að myndirnar séu rómantískar. Ein- lægt fólk er alltaf rómantískt. Það hefur líka heitara hjarta en annað fólk. Listræn kunnátta og tæknilegar aðferðir skipta minnu en þelið á bak við. Elísabet hefur kennt sér sjálf, hún sér þetta sjálf - hún er ekki spillt af forfíneríinu og skólunum og sýndinni - og kannski einmitt þess vegna er til- finning ekki hemluð af hendinni. Kenndirnar eru frjálsar eins og náttúran sjálf. Kunnáttan hefur án vafa vaxið með árunum við þjálfun á jafn-erfiðu viðfangsefni eins og að móta tréð og gifsið með kvenlíkamann að fyrir- mynd. Ég spurði hana í þaula og bað hana að sýna mér meira og meira, og hún tók fram stafla af myndum margra ára undan skáp í stofunni. Þetta voru frumdrættir að líkönum, teikningar fyrir út- saum og fjölbreytilegar blýants- og sortubleksmyndir. Mér varð starsýnt á eina þeirra: Sofandi barn, sagði hún mér að hún héti, - og aðra, sem heitir Ljáðu mér vængi, og hún sagði mér sögu þeirra beggja. Hver mynd hennar á sína sögu eins og gengur, og þegar það barst í tal, innti ég hana myndar, sem ég hafði rekið augun í í forstofunni frami, geð- þekkrar vatnslitamyndar, í brúnu, gulu, grænu, ákveðið unninnar, sem mér fannst ólíkt skemmtilegri en flestar olíumyndanna inni í stofunni. Elísabet brá skjótt við og sagði glettnislega eins og til að snúa mig út af laginu: „Ég þurfti að flýta mér að ljúka henni á sínum tíma. Ég málaði hana úti, stóð krókloppin niðri í gili í kalsaveðri og mér var farið að verða illt, lá við uppköst- um. Maðurinn minn var kominn til að sækja mig og var auk þess alltaf að hotta á mig, beið með bíl handa mér uppi á brúninni og orðinn hinn óþolinmóðasti. Myndin ber þess merki. Síðan gerði ég sömu mynd í olíu, og hún er hérna í stofunni." Mér til happs var maðurinn hennar, Ágúst, í stofunni, þegar hún sagði þetta. Hann hlýddi á talið og kvað sér þykja vatnslita- myndin bera af. Élísabet þagði við. Á einni mynd er stúlka að ganga úr kirkjugarði. Haust. Hrísla, skekin af norðanvindin- um, með fallandi gulnuð lauf. Depruð í myndinni og andstæða við litla birkilíkanið uppi á skápnum: Gleði í línum, þar sem tvær svifléttar kvenverur vindast og snúast í léttleik og leita upp í himinhvolfið. Ég fór þá að taka eftir þessum snúnu formum í fleiri höggmyndum og hafði orð á. Hún sagði: „Ég fékk einu sinni... ég veit ekki hvað ég á að kalla það... hugljómun: Ég sá mann, sem stóð í stafni og sigldi á haf út. Hann horfði fram á við, en sneri sér einhvern veginn þannig, að hann horfði samtímis til baka - til lands. Síðan hef ég alltaf haft tilhneiging í þá átt að snúa upp á marga þessa hluti.“ Höggmyndin úti í garðinum ber á góma - Ljóð til næturinnar: „Fyrst teiknaði ég myndina," sagði hún, „svo varð lagið til um leið - myndirnar eiga lag - og í sumar tók ég mig til og gerði myndina... og nóttin... í sam- bandi við tunglsgeisla... mig langar til að koma henni í fast form, helzt tré. Mig hefur alltaf langað til að búa til tunglsljós - hvort sem það er ljóð, lag eða í formi trés, steins, gifs. Eða sam- þrinnað - nema hvað.“ Þegar hér var komið, komst ég fyrst að raun um, að hún er á fleiri sviðum. Hún semur lög, yrkir þulur og ljóð. Ég bað hana um að fara með eitthvað af lögunum eftir sig. Hún sagðist ekki kunna nótur, og ekkert þeirra væri því skrifað. Og ekkert væri heldur hljóðfærið. „Ég verð þá bara að raula þau,“ sagði hún. Og hún byrjaði á lagi við Áfanga eftir Jón Helgason, og síðan söng hún lag við GuIIfoss eftir Hannes Hafstein. Hún fór einnig með lag við kvæði úr ljóðabálki Rósu B. Blöndals um Pourquoi pas? slysið. Berandi keim af vöggulög- um og þjóðlögum, en persónu- leg, og litla stofan varð eins rammþjóðleg og íslenzk og bað- stofurnar áður fyrri, þegar rímur voru kveðnar í rökkrinu á kvöld- vökunum, þegar alþýðan íslenzka hressti geðið með við- lögum, sem það raulaði og átti sjálft og hafði skapað sjálfkrafa. - Elísabet hefur samið ein þrjátíu lög, ekkert þeirra hefur verið skrifað enn. Ég hef síðar frétt, að Áskell Snorrason hafi heyrt ein- hverju sinni lagið við Áfanga, leikið það viðstöðulaust á orgel og sagt: „Mikið er þetta fallegt. Þetta má ekki glatast." Ég hef lokið úr mörgum kaffi- bollum. Mér hefur liðið vel þarna þessa kvöldstund á jólaföstunni í stofunni hennar Elísabetar. Margt hefur glatt augað, og margt hef ég heyrt nýstárlegt, lögin og annað, og mér tókst að fá hana til að fara með ljóð eftir sig og langa þulu, sem mér þótti falla vel við þetta íslenska, list- ræna andrúmsloft, þar sem stemmningar minna á tunglsljós og stjörnubjartan himin og glampandi skautasvell. Hótel Goðafoss, 15. des. 1954. Steingrímur Sigurðsson. (Birtist í Verkamanninum 18. desember 1954.) AKUREYRARB/fR aldraðra Farin veröur ferö um Báröardal fimmtudag- inn 11. ágúst kl. 13.00 frá Húsi aldraðra. Fólk er beðið aö hafa meö sér nesti. Þátttökugjald kr. 800.- Félagsmálastofnun Akureyrar.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.