Dagur - 03.08.1988, Qupperneq 11
3. ágúst 1988 - DAGUR - 11
„Bréfanám kennir fóUd
sjálfstœð vinnubrögð“
UTBOÐ
Tilboð óskast í jarðvegsskipti við 2.
áfanga að íbúðum fyrir aldraða við Víði-
lund.
Útboðsgögn verða afhent á Teiknistofu Hauks
Haraldssonar, Kaupangi v/Mýrarveg, 4. ágúst
1988, gegn 5000 kr. skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á skrifstofu Magnúsar Garð-
arssonar í Kaupangi v/Mýrarveg 10. ágúst 1988
kl. 16.00.
Framkvæmdanefnd íbúðabygginga fyrir aldraða.
Eru bremsuborðarnir í lagi?
Vönduð vara=aukið öryggi
Þín vegna
Véladeild KEA
Óseyri - S 21400 & 22997
AKUREYRARB/ÍR
segir Guðrún Friðgeirsdóttir skólastjóri Bréfaskólans
„Mennt er máttur“ segir gam-
all málsháttur og á ekki síst við
á þessum tímum mikilia og
örra framfara. Það eru ýmsar
leiðir opnar fyrir fólk að
mennta sig og ein af þeim er í
gegnum Bréfaskólann. En
hvað gerir Bréfaskólinn og
hvernig nýtist það nám? Þetta
eru sjálfsagt spurningar sem
leita á huga margra í menntun-
arhugleiðingum. Dagur kom
við á skrifstofu skólans fyrir
skömmu og ræddi við Guð-
rúnu Friðgeirsdóttur, sem
nýtekin er við skólastjórastöðu
Bréfaskólans, um uppbygg-
ingu, tilgang og markmið þess-
arar menntastofnunar.
„Bréfaskólinn var stofnaður
árið 1940 til að liðsinna því fólki
sem ekki átti þess kost að sækja
skóla eða afla sér á annan hátt
þeirrar menntunar sem hugur
þess stóð til,“ sagði Guðrún um
aðdragandann að stofnun skól-
ans.
„Það var Samband íslenskra
samvinnufélaga sem stóð að
stofnun skólans og hann var lengi
rekinn undir nafninu Bréfaskóli
SÍS. Síðan kom að því að fleiri
fjöldasamtök gengu til samstarfs
við samvinnuhreyfinguna um
rekstur skólans og var nafni hans
þá breytt í Bréfaskólann.
Skólinn er nú rekinn af Banda-
lagi starfsmanna ríkis og bæja,
Farmanna- og fiskimannasam-
bandi íslands, Kvenfélagasam-
bandi íslands, Menningar- og
fræðslusambandi alþýðu, Sam-
bandi íslenskra samvinnufélaga
og Stéttarsambandi bænda.“
- Hvað eru margir nemendur
við skólann?
„Það er dálítið erfitt að meta
það nákvæmlega, því engin
tímatakmörk eru á því hve lengi
námið tekur. Á hverju ári innrit-
ast þó um 1200-1500 nýir
nemendur, þannig að segja má
að þeir séu mörg þúsund í allt.
Mikill meirihluti nemendanna
er konur og kann ég ekki neina
haldbæra skýringu á því hvers
vegna þær sækja meira í þetta
nám en karlarnir. „Kannski er
það af því þær eru fróðleiksfúsari
og gáfaðri,“ skaut Ásta
Ögmundsdóttir starfsmaður
Bréfaskólans inn í samtalið,
kankvís á svip, því blaðamaður-
inn er karlkyns. Blaðamaðurinn
þóttist vera móðgaður fyrir hönd
„sterkara" kynsins og spurði
Guðrúnu hvort hún væri virki-
lega sömu skoðunar. Hún brosti
bara og sagði að líklegast færi
þetta eftir einstaklingunum
sjálfum, en ekki kynferði þeirra.
Mikið af sjómönnum
- En stundar ein starfsstétt ann-
arri fremur nám við skólann?
„Það er erfitt að meta það því
við höldum ekki tölur um starf
nemenda skólans. Af konunum
er mikið um heimavinnandi hús-
mæður og af körlunum er mikið
af sjómönnum. Einnig er athygl-
isvert að mikið af framhalds-
skólanemendum stunda nám við
skólann," sagði Guðrún. „Þeir
taka þá oft námskeið á sumrin í
fögum sem eru að plaga þá um
veturinn, t.d. þýsku, stærðfræði,
eðlis- og efnafræði. í heild stunda
um 15% af nemendum Bréfa-
skólans einnig nám við einhvern
framhaldsskóla."
- Hvernig er námið uppbyggt?
„Nemendur kaupa vissan
pakka og er verðið dálítið mis-
munandi eftir því hvaða nám er
lagt stund á. Bréfaskólinn leggur
sérstaka áherslu á námstækni og
allir nemendur í bréfanámi fá
sérstaka fræðslu um gerð vinnu-
áætlana, mikilvægi umhverfis,
vinnuaðstöðu, lýsingu, auk nauð-
syn þess að vinna við námjð með
endurtekningu, glósum og undir-
strikunum. Við leggjum líka
áherslu á að skólinn er skóli fyrir
alla landsmenn, hvort sem þeir
búa á íslandi eða erlendis.
Þegar nemendur hafa lokið
einu bréfi senda þeir æfingar inn
og fá þau síðan send aftur frá
kennaranum með leiðréttingum
og einhverjum athugasemdum.
Við tölum um bréf, en e.t.v. væri
betra að segja kafla sem lokið er
við. Ef námið er erlent tungumál,
þá senda nemendur inn snældur
með lestri og kennari leiðréttir
framburð, áherslur og annað sem
betur mætti fara.
Kostir bréfaskólanáms eru
helstir að nemendur geta notað
frístundir sínar hvenær sem er til
lesturs og náms með bréfum og
svarað þeim. Þeir geta sem sagt
stundað námið samhliða vinnu og
skyldustörfum. Nemendur geta
byrjað námið hvenær sem er, allt
árið, og þeir þurfa ekki að upp-
fylla nein inntökuskilyrði.
Bréfanám kennir nemendum
sjálfstæð vinnubrögð og þeir ráða
námshraðanum að mestu leyti
sjálfir. Hins vegar er því ekki að
leyna að þetta hentar ekki öllu
fólki og sumir hafa hreinlega ekki
nægan sjálfsaga til að klára svona
nám. En þá hættir fólk bara, því
þetta eru ekki það miklir pening-
ar, eða frá 400 krónum fyrir
íslensku upp í sjö þúsund fyrir
dýrustu tungumálin.“
Bréfaskólanámið metið
inn í framhaldsskóla
- Hvernig er nám frá Bréfa-
skólanum metið úti í þjóðfélag-
inu?
„Þar má fyrst nefna að sumar
greinarnar eru sambærilegar við
það námsefni sem boðið eru upp
á í framhaldsskólunum. Þar má
t.d. nefna greinar eins og stærð-
fræði, þýsku, eðlis- og efnafræði
og er námið frá okkur metið inn í
flesta framhaldsskóla. Fólk þarf
að vísu að taka stöðupróf, en ef
fólk hefur stundað námið sam-
viskulega hjá okkur, stenst það
þessi próf auðveldlega.
Þeir nemendur sem lokið hafa
prófum hjá okkur hafa sýnt það
og sannað að þeir hafa sjálfsaga
og geta tileinkað sér sjálfstæð
vinnubrögð. Þetta vita atvinnu-
rekendur og það er því ótvíræður
kostur að geta lagt fram próf-
skírteini frá okkur.“
- Hvaða greinar eru vinsælast-
ar í skólanum?
„Enskan er langvinsælust. Það
eru líka margir sem taka ís-
lensku, bæði íslenska stafsetn-
ingu og íslenskar bókmenntir.
Svo er alltaf töluverður fjöldi
sem tekur bókfærslu, stærðfrapði,
sænsku og jafnvel vélritun. í ár
hafa margir tekið frönsku og
virðist það tungumál vera að
sækja í sig veðrið.
Slangur af fólki tekur siglinga-
fræði, sauðfjárræktun, heyverk-
un og önnur tungumál, en við
höfum þegar minnst á. En eins og
ég sagði þá virðist enskan vera
langvinsælust.“
- Hvað á fólk að gera ef það
hefur áhuga á því að stunda nám
við skólann?
„Það er best að hringja í okkur
eða skrifa og við sendum fólki
upplýsingar um skólann með
verðskrá yfir hin ýmsu námskeið
sem við bjóðum upp á. Svo er
það bara að skella sér í eitthvert
námið, því það er ódýrt og án
nokkurra skilyrða," sagði Guð-
rún Friðgeirsdóttir skólastjóri
Bréfaskólans að lokum AP
Hvaö er góö auglýsing? Allir auglýs-
endur borga fyrir að fá auglýsingu
birta í blööum. Hvers vegna auglýsa
fyrirtæki þá vöru sína? Jú, til þess
aö hún seljist. Þannig er hægt aö
láta auglýsingu borga sig. En þaöer
ekki sama í hvaöa blaði auglýst er,
því mörg hafa litla útbreiöslu ogfáa
lesendur. Dagur hefur aftur á móti
mikla útbreiöslu og lesendur eru
fjölmargir.
Það borgar sigþvl að auglýsa IDegi.
þar eru allar auglýsingar góðar aug
lýsingar.
BREMSAÐU
Guðrún Friðgeirsdóttir skóiastjóri Bréfaskólans og Ásta Ögmundsdóttir
með hluta af því námsefni sem skólinn býður upp á. Mynd: ap