Dagur - 03.08.1988, Síða 16

Dagur - 03.08.1988, Síða 16
PenwUex' Margs konar lím, pústkítti og fleira. Margir lögðu leið sína út í náttúruna um helgina og gistu í tjöldum. Eins og vera ber var líf í tuskunum á útihátíð- unum og á síðu 13 í blaðinu í dag eru myndir frá hátíðinni á Melgerðismelum í Eyjafirði. Mynd: tlv Um 4000 maims á Melumim - Vilji fyrir nýrri hátíð að ári Berjaspretta á Norðurlandi: Verður góð ef hlýnar Þrátt fyrir rysjótta tíð og kulda undanfarna daga, viröist vera útlit fyrir góða berjasprettu í ár eins og í fyrra. Þetta veltur þó á því, að á næstunni hlýni og sjáist til sólar. Bjarni Gunnarsson bóndi á Auðbjargarstöðum í Kelduhverfi sagði í samtali við Dag, að þar væri dágóður berjastofn, en það þyrfti ekki nema eina frostnótt til þess að eyðileggja öll ber. „Að öllu forfallalausu, sýnist mér þó að það geti orðið sæmileg berja- spretta í ár,“ sagði hann. Sama máli talaði Helgi Ingólfs- son á Húsabakka í Aðaldal. í dalnum er vinsælt aðalbláberja- land og taldi hann berin jafnvel geta orðið fyrr á ferðinni í ár en venjulega þar sem krækiberin eru þegar farin að dökkna. Taldi hann eftir útlitinu að berjaspretta í ár gæti orðið eins góð og í fyrra ef tíðin verður góð. Skógræktarfélag Eyjafjarðar hefur girt af berjaland á Miðháls- stöðum, Laugalandi og Þela- mörk. Hallgrímur Indriðason sagði full snemmt að spá fyrir um berjasprettu þó að vel hafi blómstrað í vor. Vætan síðustu daga hafi verið kærkomin fyrir allan gróður og svo framarlega sem ekki verði nein áföll mætti gera ráð fyrir að um ágætis berja- ár verði að ræða. „Það er enginn farinn að stel- ast ennþá, sem mér þykir benda til að berin séu ekki enn nógu þroskuð," sagði Árni S. Her- mannsson bóndi á Ytri-Bægisá í Glæsibæjarhreppi. Þar sem ann- ars staðar blómstraði vel í vor og veltur á veðri hvað verður úr. Fiskiðjusamlag Húsavíkur hef- ur selt Bjarna Aðalgeirssyni eignarhluta sinn, helminginn af Útgerðarfélaginu Brík hf. sem fyrirtækið hefur átt ásamt Bjarna. Brík hf. hefur gert út loðnubátinn Galta ÞH sem nú stundar rækjuveiðar. Bjarni er aðaleigandi annars útgerðar- félags, Langaness hl'., það hef- ur átt og gert út Björgu Jóns- dóttur ÞH sem nú hefur verið seld Júlíusi Stefánssyni í Kópa- vogi. Eins og fram hefur komið í fréttum stóð til að Fiskiðju- samlagið keypti Björgu Jónsdótt- ur sem seld var fyrrverandi eig- anda sínum í Kópavogi eftir að fyrirtækið hætti við kaupin. Áðspurður um orsakir þessa sagði Tryggvi Finnsson, fram- kvæmdastjóri Fiskiðjusamlags- ins: „Við erum að leita að bát sem hentar okkur, það sem okk- ur vantar fyrst og fremst er tog- Útihátíðin á Melgerðismelum í Eyjafirði um verslunarmanna- helgina fór vel fram, að sögn Ómars Péturssonar hjá Fjöri hf. Um fjögur þúsund manns komu á Melana og sagði skip en ekkert slíkt skip er innan seilingar eins og er.“ Kvótinn á Björgu, sem nú hef- ur verið seld frá Húsavík, er 460 tonn af þorski, 200 tonn af rækju og auk þess síldarkvóti. Aðspurður sagði Bjarni Aðal- geirsson að það hefði verið með tilliti til kvótans sem Fiskiðju- Ómar að ekki hefði komið til alvarlegra slysa eða óhappa á hátíðinni. Ómar Pétursson sagði að lög- regla, skátar og aðrir sem störf- uðu við útihátíðina hefðu verið samlaginu hefði verið boðinn for- kaupsrétturinn að bátnum. Breytt hefur verið um nöfn á bátunum og ber Galti nú nafnið Björg Jónsdóttir ÞH-320. í fram- haldi af þessum breytingum verða útgerðarfélögin Brík og Langanes sameinuð undir nafn- inu Langanes hf. IM mjög sáttir við útkomuna í heild varðandi umgengni og annað. Aðsóknin var mjög þokkaleg og væru menn ánægðir með hana miðað við hvernig veðurútlitið hefði verið dagana fyrir verslun- armannahelgina. Norðlendingar voru í meirihluta á Melgerðis- melum en einnig var mikið af aðkomufólki, einkum frá ísafirði og fleiri stöðum á Vestfjörðum, i auk fólks frá suðvesturhorni landsins og ekki síst úr Reykja- vík og Suðurnesjum. Hann taldi að nokkuð hefði dregið úr aðsókn vegna þess að veður var gott sunnanlands fyrir helgina en veðurútlit var þá óvissara á Norðurlandi. - En stóð hátíðin undir sér peningalega? „Pað á eftir að skoða það, við vitum ekki alveg hvernig þau mál standa en útkoman verður skoð- uð næstu daga,“ sagði Ómar. Hann svaraði þeirri spurningu jákvætt hvort þeir félagar ætluðu að halda aðra slíka hátíð að ári og taldi að vilji væri fyrir því. „Ég gat ekki séð að mikil ölvun væri á Melgerðismelum. Því var slegið upp í sjónvarpi að mikil ölvun hefði verið á staðnum en mér finnst undarlegt að slíkt fari sam- an við ströngustu gæslu og áfeng- isleit sem var á landinu," sagði Ómar Pétursson. Lögreglan lagði hald á töluvert magn áfengis hátíðardagana og einnig voru nokkrir menn hindraðir í að reyna að smygla áfengi inn á svæðið eftir öðrum leiðum en gegnum hliðið. EHB SkagaQörður: Bílvelta við Víðimel - óveruleg meiðsl á ökumanni Verslunarmannahelgin var frekar róleg í Skagafirði að sögn lögreglunnar á Sauðár- króki. Helsta óhappið var bíl- velta við bæinn Víðimel hjá Varmahlíð aðfaranótt mánu- dags. Bifreiðin sem fór út af er mikið skemmd og meiddist ökumaður hennar óverulega, aðrir farþegar sluppu. J>á fór bíll út af við Silfrastaði í Blönduhlíð og skemmdist tölu- vert en farþegar sluppu með meiðsl. Lögreglan tók 20 öku- menn fyrir of hraðan akstur og mestur mældist hraðinn 153 km, en mest var um tölur á milli 100 og 110 km hraða. Prír ökumenn voru teknir fyrir ölvun við akstur, sem verður að teljast lítið þó að þrír séu þrem of mikið. Lögreglan sagði að umferð í gegnum Skagafjörð um verslunarmannahelgina hafi ver- ið góð og menn yfirleitt ekið á löglegum hraða, það væri helst á leiðinni milli Varmahlíðar og Sauðárkróks sem hraðinn vildi aukast. Dansleikir í Miðgarði og Árgarði fóru vel fram og þurfti lögreglan lítil afskipti að hafa af ballgestum. Mikið var um rúðubrot um helgina, aðallega á Sauðárkróki og eitthvað í Varmahlíð. í Gagn- fræðaskólanum á Sauðárkróki voru brotnar 6 rúður og 2 í íþróttahúsinu. Þá voru rúður brotnar hjá rækjuverksmiðjunni Dögun. -bjb Egilsstaðir: 50kmí næstu fanga- geymslur Ef svo bregður við að lögregl- an á Egilsstöðum þurfi af ein- hverjum ástæðum að koma mönnum í fangageymslur, þarf að aka með viðkomandi 50 km til Eskifjarðar eða 25 km til Seyðisfjarðar. Eskifjörður verður oftar fyrir valinu, því vegurinn til Seyðisfjarðar ligg- ur hærra og því torfærari yfir vetrartímann. Svona hefur ástandið verið í 4- 5 ár, eða síðan gamla fangahúsið var rifið. Síðan hefur staðið til að byggja nýja lögreglustöð, en lög- reglan á staðnum hefur aðeins skrifstofuaðstöðu í gömlu leigu- húsnæði sem stendur. Að sögn Þórhalls Eyjólfssonar sem sæti á í bæjarstjórn Egils- staða, hefur verið til fjármagn til þess að hefja byggingu í 2 ár. „Það hefur strandað á samþykki frá dómsmálaráðuneytinu. Húsið hefur verið teiknað, en reglur segja að það sé ívið of stórt.“ Þar stendur hnífurinn í kúnni. Á meðan verður lögreglan á Egilsstöðum að „rúnta" með „næturgesti“ sína til Eskifjarðar, ef ekki tekst að miðla málum á staðnum. VG Björg Jónsdóttir ÞH 321. Húsavík: Björgiii seld burtu - Fiskiðjusamlagið hættir við kaup á Björgu Jónsdóttur

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.