Dagur - 26.08.1988, Síða 1

Dagur - 26.08.1988, Síða 1
71. árgangur Akureyri, föstudagur 26. ágúst 1988 160. tölublað Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMKNR SiGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI jPÍÍI.:. "*■ jr«-' r**fe<»**" 'iuii »«** »**•. vJ*«**fc»*» ******* .. J ,t.4’ ;;.j***f......* >« • * **«#•*! 1 Rannsóknarlögreglan: Komst á snoðir um hasssendingu Nýlega fékk rannsóknarlög- reglan á Akureyri vísbendingu um iiknicfnasendingu sem væntanleg væri til Akureyrar í pósti. Sendingin kom til Akur- eyrar í fyrradag og hefur málið þegar verið upplýst. Þarna var um að ræða frekar lítið magn al' hassi og var eigandi þess þegar handtekinn og færður tii yfirheyrslu. Ekki munu fleiri tengjast þessu rnáli og var manninum sleppt að lokinni yfir- heyrslu. Hann mun áður hafa komið við sögu rannsóknarlög- reglunnar á Akureyri vegna ffkniefnanotkunar. VG Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, heimsótti m.a. minjasafnið að Reykjum í Hrútafirði í gær. Mynd: fh Hraðfrystihús Magnúsar Gamalíelssonar: Öllu starfsfóM sagt upp störfum - vegna ótryggs ástands varðandi hráefnisöflun OIIu starl'sfólki sem vinnur við fiskverkun hjá Magnúsi Gam- alíelssyni í Olafsfirði hefur ver- ið sagt upp störfum frá og með deginum í dag og tekur upp- sögnin gildi eftir fjórar vikur. Um er að ræða á milli 30 og 40 manns, sem unnið hafa í frysti- húsinu samkvæmt fastráðning- Forsetiim heimsækir Húnaþing - ferðaðist um Hrútaijörð, Miðfjörð og til Hvammstanga í gær Forseti Islands, frú Vigdís Finnbogadóttir, er nú í heim- sókn í Húnavatnssýslu og hófst heimsóknin kl. 11 í gærmorgun þegar sýslumaður Húnavatns- sýslu og sýslunefnd Vestur- Húnavatnssýslu tóku á móti Vigdísi á sýslumörkum Húna- vatns- og Strandasýslu við Hrútafjarðará. Dumbungsveður var og frekar kalt þegar forsetinn kom að sýslumörkunum en þrátt fyrir það var talsvert fjölmenni sem tók þar á móti honum. Stansað var mjög stutt við sýslumörkin en þar heilsaði Vig- dís sýslumanninum og sýslu- nefndinni og Iítil stúlka færði forsetanum fallegan blómvönd. Þaðan var haldið að minjasafninu Akureyri: Heildsalar þvertaka fyrir verðhækkanir - telja ásakanir um samræmdar aðgerðir heildsala úr lausu lofti gripnar Heildsalar á Akureyri segja fráleitt að vöruverð hafi hækk- að undanfarið hjá heildversl- unum. Frá suðvesturhorni landsins berast þær fregnir að heildsalar hafi verið ásakaðir um að hækka vöruverð um 7 til 15 prósent til að búa í haginn fyrir væntanlegar efnahagsað- gerðir, einkum svonefnda niðurfærslu verðlags og kaup- gjalds, en slíkt virðist a.m.k. ekki gilda um heildverslanir á Akureyri. Hólmgeir Valdemarsson hjá Heildverslun Valdemars Bald- vinssonar sagði að vöruverð hefði ekkert breyst hjá fyrirtækinu undanfarið. „Ég kannast ekki við þetta í mfnu fyrirtæki og það er alrangt að vöruverð hafi hækkað hjá okkur enda gengur slíkt ekki, samkeppnin er of mikil. Menn geta skoðað hálfsmánaðargamlan verðlista hjá mér og séð að verðið hefur ekkert hækkað. Ég hef enga trú á að heildsalar geti sameinast um verðhækkanir því slíkt er ekki hægt og engin dæmi til þess,“ sagði hann. Þeir Gunnar Kárason hjá Heildverslun Valgarðs Stefáns- sonar og Leifur Tómasson hjá Heildverslun Tómasar Stein- grímssonar sögðust heldur ekki kannast við að vöruverð hefði hækkað. Gunnar sagði að starfs- maður Verðlagseftirlitsins hefði fengið verðlista hjá sér nýlega en engar hækkanir hefðu átt sér stað hjá fyrirtæki sínu. „Við höfum ekki tekið þátt í að breyta neinu verði og ég tel fráleitt að heild- salar hafi sameinast um aðgerðir,“ sagði hann. „Við höfum ekki breytt einu einasta verði og ég kannast ekki við að heildsalar hafi samræmt verðhækkanir," sagði Leifur Tómasson. Hann taldi útilokað að heildsalar gætu hækkað verð án þess að neytendur og smásölu- kaupmenn yrðu þegar varir við slíkt. Leifur sagði einnig að hann hefði ekki heyrt um verðbreyt- ingar frá heildsölum sunnanlands sem hann hefði samband við. EHB á Reykjum í Hrútafirði en þar er margt gamalla og merkilegra muna sem forsetinn skoðaði og lét þess um leið getið a víða sæist að þjóðin hefði átt listfengna hagleiksmenn. Eftir skoðunarferðina um minjasafnið gróðursetti forsetinn tré við gamla íþróttahúsið við Reykjaskóla. Sýslunefnd og hreppsnefnd buðu forsetanum til hádegisverðar í Hótel Eddu á Reykjaskóla. Að því loknu var þar opið hús með kaffiveitingum fyrir íbúa Staðarhrepps. Þá var ekið um Miðfjörð og skoðaður minnisvarði um Ásdísi, móður Grettis Ásmundarsonar á Bjargi og einnig var leiði Skáld- Rósu skoðað í kirkjugarðinum á Efra Núpi. Þá var komið við á Laugabakka og þar var opið hús og kaffiveitingar fyrir íbúa Fremri- og Ytri-Torfustaða- hreppa í boði hreppsnefndanna. Þaðan var ekið til Hvamms- tanga og var kvöldverður í Verts- húsinu í boði sýslunefndar og hreppsnefnda Hvammstanga- og Kirkjuhvammshreppa. Um kvöldið var opið hús og kaffiveitingar í Vertshúsinu í boði hreppsnefndanna. Fyrstu nótt þessarar heimsókn- ar í Húnavatnssýslur gisti forset- inn í Vertshúsinu á Hvamms- tanga. í dag mun hann ferðast um Vatnsnes, Vesturhóp og Víðidal og að Gljúfurá þar sem sýslunefnd Austur-Húnavatns- sýslu tekur á móti forsetanum um kl. 16.15. fli arsamningi aðila vinnumark- aöarins frá 26. febrúar 1986. Ekkert hefur verið unnið við frystingu í húsinu að undanförnu, en starfsfólk unnið við saltfisk- verkun og rækjuvinnslu. Hráefn- isskortur hefur háð starfsemi frystihússins, enda kvóti skip- anna langt kominn. Vegna hins ótrygga ástands varðandi hráefn- isöflun er óvíst hvenær vinnsla getur hafist á ný í frystingunni, en stefnt er að því að halda vinnslu áfram í saltfiskverkun og rækjuvinnslu eftir því sem hrá- efni leyfir. Með tilliti til þess verður hluti starfsfólksins endur- ráðinn í störf sín eftir aðstæðum. Starfsfólkinu var sagt upp störfum snemma í þessum mán- uð, en eftir vinnustaðal'und með Sævari Frímannssyni formanni Einingar var talið að ekki hefði verið réttilega að uppsögninni staðið. Fundarhöld vegna upp- sagnanna hafa verið stíf að undanförnu og varð að sam- komulagi að fólkinu yrði sagt upp störfum að nýju frá og með deg- inum í dag að telja, en það geti áfram unnið í saltfiski og rækju- vinnslu. „Við erum vitaskuld óhress með þessar uppsagnir, en fólkið gerir sér grein fyrir því að ekki er um annað að ræða í þessu óvissu- • ástandi,“ sagði Sævar Frímanns- son. mþþ Öllu starfsfólki Hraðfrystihúss Magnúsar Gamalíelssonar í Ólafs- firði hcfur verið sagt upp störfum frá og með deginum í dag.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.