Dagur - 26.08.1988, Blaðsíða 2

Dagur - 26.08.1988, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 26. ágúst 1988 Uppblástur á norðausturafrétt: Störf hafin hjá ráðherra- neftidiraii 42,5% verðbólga - miðað við hækkun framfærsluvísitölu síðustu þrjá mánuði Nefnd skipuð af landbúnaðar- ráðherra fór í kynnisferð sl. sunnudag um norðausturaf- réttinn, upp af Mývatnssveit. Erindið var að huga að hvað væri til ráða varðandi upp- blásturinn á þessum slóðum og hélt nefndin sinn fyrsta fund um kvöldið. Landbúnaðarráðherra skipaði nefndina í framhaldi af umræð- um sem orðið hafa um uppblást- urinn á þessu svæði. Hlutverk nefndarinnar er aö kanna ástand- ið og hvað helst megi verða til bjargar. Næsta skref varðandi þessi mál er að Landgræðslan mun senda frá sér ákveðnar tillögur um hvað hún telur að gera þurfi. Nefndin kemur til með að hittast eftir að greinargerð Landgræðslunnar hefur verið lögð fram og fjallar hún eflaust um tillögurnar og verður ráðherra til halds og trausts en í framhaldi af þessu tekur ráðuneytið ákvarðanir um hvað gera skuli. Níels Á. Lund, starfsmaður landbúnaðarráðuneytisins, er formaður nefndarinnar en auk hans skipa nefndina: Stefán Skaftason, ráðunautur, Straum- nesi, Helgi Jónasson, Græna- vatni, formaður gróðurverndar- nefndarinnar í Mývatnssveit, Málmfríður Sigurðardóttir, alþingismaður, Héðinn Sverris- son, Geiteyjarströnd frá Skútu- staðahreppi, Andrés Arnalds frá Landgræðslu ríkisins og Ólafur Dýrmundsson frá landnýtingar- ráðuneyti Búnaðarfélags Islands. 'IM Samspil hins forna og nýja. Staða sauöíj árbúskapar og framtíðarhorfur - eru meginmálefni aðalfundar Landssambands félaga sauðprræktenda Aðalfundur Landssambands félaga sauðfjárræktarbænda hefst í dag að Flúðum í Hruna- mannahreppi. Skipulagsmál landbúnaðarins, félagsmál, staða búgreinafélaga innan landbúnaðarkerfisins, atkomu- mál, málefni sláturhúsa, mark- aðs- og sölumál verða megin- Prjónninn ekki frá okkur - segir verksmiðjustjóri Kjötiðnaðarstöðvar KEA Leifur Ægisson, verksmiðjustjóri Kjötiðnaðarstöðvar KEA, hafði samband vegna prjónsins sem fannst í kjötfarsinu á dögunum, en einn viðskiptavinur verslunar KEA í Höfðahlíð kvartaði vegna þessa máls eins og kunnugt er. Leifur hélt fund með starfs- fólki í pökkun vegna málsins og kom þar fram að öruggt væri að prjónn sem þessi hefði ekki kom- ið þar inn fyrir dyr stöðvarinnar í öll þau 22 ár sem hún hefur verið starfrækt. „Við notum ekkert slíkt, þetta er eingöngu notað í búðarborðum þar sem eru opnir bakkar til að stinga verðmiðum í. Ég get ekkert sagt um hvaðan prjónninn kom nema að hann kom ekki með kjötfarsinu frá okkur, það er 100 prósent öruggt. Það væri eðlilegri fram- gangsmáti að fólki sýndi þann heiðarleika, ef það hefur eitthvað til að kvarta yfir, að snúa sérfyrst til seijanda og/eða framleiðanda með mál sín áður en það fer í blöðin undir nafnleynd," sagði Leifur Ægisson. málefni aðalfundarins að þessu sinni. Að sögn Jóhannesar Kristjáns- sonar, bónda á Höfðabrekku og formanns landssambandsins, finnst sauðfjárbændum flestum brýnt að ræða málefni sauðfjár- ræktarinnar og stöðu greinarinn- ar og framtíðarhorfur í landbún- aðarkerfinu. Margar tillögur koma eflaust fram á fundinum og verða þær ræddar í nefndum. Ef ákveðnar tillögur koma fram sem ræða verður á víðtækari grund- velli verða þær sendar áfram til umfjöllunar á fundi Stéttarsam- bands bænda, sem haldinn verð- ur síðar í haust. Jóhannes var spurður sérstak- lega um hvað honum fyndist um nýframkomnar hugmyndir um að flýta göngum og réttum. Hann sagði að hugmyndin væri ágæt sem slík en til þess að hún væri framkvæmanleg þyrfti að kynna hana með meiri fyrirvara. Bænd- ur þyrftu að komast að með hluta fjárins til slátrunar ef taka ætti fé í hús o.s.frv. „Mér líst ekki illa á hugmyndina ef menn vita um málið í tíma og vel gengur með heyskap en það er fullseint að Akureyri: Vinsæll ráðsteftiubær Akureyri nýtur vaxandi vin- sælda meðal þeirra sem skipu- leggja ráðstefnur og hafa þegar verið bókaðar þó nokkrar ráð- stefnur í haust auk þess sem óskað hefur verið eftir tilboð- um í fleiri. Á Hótel KEA verða um 30 norrænir iðnráðgjafar dagana 31. ágúst til 4. september, Lands- bankinn með um 60 manns 8.-11. september og Sjávarafurðadeild Sambandsins með um 70 manns 12.-13. september. Þá munu um 70-80 tannlæknar sækja tann- verndarráðstefnu dagana 16.-18. september og 23.-25. sama mán- aðar verður umhverfisráðstefna Iandslagsarkitekta, alls um 70-80 manns. Þó nokkrir aðilar í viðbót íhuga ráðstefnuhald hjá Hótel KEA þótt enn hafi þær ekki verið endanlega staðfestar. Hjá Svartfugli hefur ekki verið endanlega gengið frá samningum vegna ráðstefna, en óskað eftir tilboðum svo fljótlega ætti að koma í ljós hverjir muni þinga þar. VG tala um þetta núna, þetta er ekki eins og að opna fyrir vatnskrana. En þessi hugmynd getur vel átt við á ákveðnum stöðum á land- inu,“ sagði Jóhannes. Hvað önnur málefni þingsins varðaði taldi Jóhannes öruggt að rætt yrði um landfriðun og sauð- fjárbeit. Taldi hann vænlegra að árangur næðist með samstarfi bænda og landfriðunarmanna en einhliða áróðri því land yrði aldrei friðað nema í samvinnu við bændur. EHB Kauplagsnefnd hefur reiknað vísitölu framfærslukostnaðar miðað við verðlag í ágústbyrjun 1988. Vísitalan í ágústbyrjun reyndist vera 109,3 stig eða 2,1% hærri en í júlíbyrjun 1988. Sam- svarandi vísitala samkvæmt eldri grunni er 267,9 stig. Af hækkun vísitölunnar um 2,1% frá júlí til ágúst stafa um 0,4% af hækkun á verði mat- og drykkjarvöru. Verðhækkun inn- fluttrar vöru annarrar en mat- vöru hafði í för með sér 0,2% hækkun. Húsnæðiskostnaður olli um 0,4% hækkun vísitölunnar, hækkun á afnotagjöldum pósts og síma olli um 0,3% hækkun og hækkun á verði bensíns um 6,7% þann 15. júlí sl. olli um 0,3% hækkun. Verðhækkun ýmissa vöru- og þjónustuliða olli um 0,5% hækkun vísitölunnar. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala framfærslukostnaðar hækkað um 28,8%. Hækkun vís- itölunnar um 2,1% á einum mán- uði frá júlí til ágúst svarar til 29,1% árshækkunar. Undan- farna þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 9,3% og jafngildir sú hækkun 42,5% verðbólgu á heilu DAGUR Akureyri 0 96-24222 Norðlenskt datíblað Endurhæfmgarstöðin á Bjargi: Vetrarvertíðin að hefjast - líkamsrækt og veggbolti Vetrarvertíðin hjá Endurhæf- ingarstöðinni Bjargi á Akur- eyri er að hefjast um þessar mundir. Boðið verður upp á líkamsræktarprógram og vegg- bolta en breytt fyrirkomulag verður með tímapantanir og kort. Sólveig Þráinsdóttir sjúkra- þjálfari á Bjargi sagði líkams- ræktina verða með svipuðu sniði og í fyrra. Viðskiptavinir sem halda áfram frá fyrra vetri þurfa ekki að panta tíma en nýir panta fyrsta tímann en eftir það geta þeir mætt þegar þeim hentar. „Núna er hægt að kaupa mán- aðarkort og fólk getur þá mætt að vild á gildistíma kortsins. Þar með geta þeir sem eru duglegir fengið smá bónus,“ sagði Sól- veig. Hún sagði einnig að verið væri að reyna að fá félagasamtök og vinnustaði til þess að taka sig saman og fá sértíma. „Við þurf- um þá að fá að vita um það sem allra fyrst svo við getum skipulagt þá.“ -------------------------------- í veggboltanum verða nokkrir möguleikar í sambandi við tíma- pantanir. Hægt verður að tryggja sér tíma fjóra mánuði fram í tímann. Einnig er hægt að kaupa tíu tíma kort og svo staka tíma og verður verðið misjafnt eftir því á hvaða tíma dagsins tíminn er. „Fólk þarf að tryggja sér tíma a.m.k á álagstímum því þetta virðist vera mjög vinsæl íþrótt,“ sagði Sólveig. „Það er eins með veggboltann og líkamsræktina að hópar og vinnustaðir geta tekið sig saman og fengið sali til afnota. Einnig verðum við með sérstök kjör fyr- ir skólafélög framhaldsskólanna og eldri bekki grunnskólanna." Ef byrjendur í þessari íþrótt hafa áhuga á að fá tilsögn þá verða fastir tímar í vetur fyrir þá og er þeim bent á að gefa sig fram við afgreiðslufólk á Bjargi. Miklar líkur eru til þess að ein- hver veggboltamót verði haldin á Bjargi í sambandi við íslands- meistarakeppni en einnig verður eitthvað um „gamnimót." KR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.