Dagur - 26.08.1988, Síða 7
26. ágúst 1988 - DAGUR - 7
erlend fréftaskýring
n—
Geislavirkur úr-
gangur á víðavangi
- Vesturlönd nota Afríku sem ruslahaug
Hættuleg úrgangsefni frá verk-
smiðjum í vestrænum löndum
hafa á undanförnum verið
send í miklu magni til vanþró-
aðra landa í Afríku. Með
strangari lögum á Vesturlönd-
um hafa yfirmenn verksmiðja
séð sér Ieik á borði og borgað
yfirvöldum í þessum löndum
háar fjárhæðir fyrir að taka við
eiturefnunum. Þessi lönd hafa
hins vegar hvorki tæknikunn-
áttu né aðstæður til að losa sig
við þessi hættulegu úrgangs-
efni og er þeim þá hlaðið upp
víðs vegar um landið. Vestur-
lönd eru með öðrum orðum að
nota Afríku sem risavaxinn
ruslahaug undir eiturefni sem
þau geta sjálf ekki losað sig
við.
Eftir því sem magn eiturefna
og kostnaðurinn við að losa sig
við þau eykst er freistingin sífellt
ómótstæðilegri að senda úrgangs-
efnin til vanþróaðra landa, sér-
staklega í Afríku.
Á síðustu tveimur árum hefur
málið komið fram í sviðsljósið
því í mörgum tilfellum eru
umbúðirnar eða tunnurnar farnar
að gefa eftir og eitrið farið að
leka út í andrúmsloftið. Þessir
eiturflutningar eru því orðnir við-
kvæmt pólitískt mál milli þróun-
arlanda og þróaðra landa.
Talsmaður Greenpeace sam-
takanna í Bandaríkjanna (þeir
berjast ekki bara gegna hvalveið-
um íslendinga!), segir að þeir
hafi sannanir fyrir a.m.k. 50
flutningum á eiturefnum frá
Bandaríkjunum og V.-Evrópu til
Afríku. Þeir telja þó að þetta sé
einungis lítill hluti af þeim flutn-
ingum, enda sé farið með svona
farmflutninga eins og hernaðar-
leyndarmál.
Afríkuþjóðir eru nú farnar að
hafa alvarlegar áhyggjur af þess-
ari þróun og Einingarsamtök
Afríkuríkja samþykktu, á árs-
fundi sínum nýlega, ályktun þan
sem þessir flutningar voru harð-
lega gagnrýndir. Samtökin hafa
sett upp nefnd sem fylgist með
þessum málum og ekki er langt
síðan embættismenn í Kongó,
Nígeríu og Guineu voru dæmdir í
fangelsi fyrir að smygla eiturefn-
um inn í landið.
Endurvinnsla kostar
tuttugu sinnum meira
„Þetta er mikið vandamál,“ segir
Oumarou Youssoufou sendi-
herra Einingarsamtakanna hjá
Vitað er að geislavirkum úrgangi hefur verið komið fyrir í þessum löndum:
Nígeríu, Zimbabwe, Benin og Gíneu-Bissau.
Sameinuðu þjóðunum. „Við
erum þróunarlönd og fólk gerir
sér ekki grein fyrir því hve hættu-
leg þessi efni eru. Það er lítill iðn-
aður í löndum okkar og við ger-
um okkur því ekki grein fyrir
hættunni. Ófyrirleitnir kaupa-
héðnar notfæra sér fáfræði okkar
og græða á henni. Þessu verður
að hætta.“
Það kostar mörg hundruð þús-
und að endurvinna stórar eitur-
efnahrúgur í Bandaríkjunum og
V.-Evrópu. Til samanburðar má
geta þess að nýlega bauð banda-
rískt fyrirtæki ríkisstjórn Guineu-
Bissau um 240 milljónir ísl.
króna fyrir að taka við 15
milljónum tonna af baneitruðum
úrgangi. Talan virkar frekar há
en það gerir einungis um 1800
krónur á tonnið. Það hefði kost-
að fyrirtækið 20 sinnum meira að
endurvinna eiturefnin.
Það eru ekki bara bandarísk
fyrirtæki sem eru í þessum
bransa. ítölsk, frönsk, þýsk og
norsk fyrirtæki hafa orðið uppvís
að því að senda stórar sendingar
af geislavirkum úrgangi til
Afríkuríkja. í fyrra voru tveir
Bandaríkjamenn dæmdir í fang-
elsi fyrir að senda eiturefni til
Afríku undir því yfirskini að um
hreinsivökva væri að ræða!
En svo virðist sem sum lönd
láti sér ekki segjast. Hollenskt
fyrirtæki, Zatec, hefur gert samn-
ing við þrjú Afríkulönd að þau
taki við miklu magni af eiturefn-
um. Efnin verða notuð í uppfyll-
ingu og segir forstjóri hollenska
fyrirtækisins, Bernard van Zadel-
hof, að þegar bíði viðskiptavin-
irnir í röðum eftir að losna við
eiturefni frá sér. Þar eigi í hlut
bæði ríkisstjórnir og einkafyrir-
tæki.
Síðasta vetur var haldin
alþjóðleg ráðstefna um losun
eiturefna. Þar mættu fulltrúar 40
ríkja og voru þar lögð drög að
reglugerð um sölu úrgangsefna.
Að sögn Greenpeace-manna er
aðalástæðan fyrir því að þessi
reglugerð er að verða að veru-
leika sú, að Vesturlönd vilji friða
samvisku sína. Þessi reglugerð
myndi lögleiða þessi viðskipti -
svo fremi sem seljandinn geri
kaupandanum ljóst hvaða hættur
fylgi viðkomandi efnum.
Alþjóðleg umhverfisverndar-
samtök hafa áhyggjur af þessari
þróun, því gjaldeyrisskortur í
þróunarlöndum gerir þetta að
freistandi leið. Hins vegar séu
flest þróunarlönd engan veginn ’
tilbúin að taka við, jafnvel,
geislavirkunr úrgangi. Eiturefn-
unum verði því koniið fyrir á
opnum svæðum með ófyrirsjáan-
legum afleiðingum fyrir almenn-
ing í löndunum. AP
RÍKISSJÓÐUR ISLANDS
Spariskírteini
ríkissjóðs
★ Bera allt að 8% vexti umfram verðbólgu
★ Þau fást Í10,50 og 100 þúsund króna einingum
Verðtryggð spariskírteini ríkissjóðs til sölu núna:
Flokkur Lánstími Ávöxtun Gjalddagi
2. fl. D 3 ár 8,0% 1. sept. '91
2. fl. D 5 ár 7,5% 1. sept. '93
2. fl. D 8 ár 7,0% 1. apr. '96
Spariskírteini ríkissjóðs seljast á
2-3 dögum í endursölu á Verðbréfaþingi íslands.
Gengi Einingabréfa 26. ágúst 1988
Einingabréf 1 3.246,-
Einingabréf 2 1.862,-
Einingabréf 3 2.074,-
Lífeyrisbréf 1.632,-
Skammtímabréf 1,145
éá ¥ KAUPÞING
norðurlands hf
Ráðhústorg 5 Akureyri • Sími 96-24700
fiiil I lilllli Illif.
HOTEL KEA
Laugardagskvöld 27. ágúst
Kristján Guðmundsson leikur fyrir matargesti
Dansleikur
Hljómsveitin
Helena fagra
leikur fyrir dansi
Borðapantanir í síma 22200
Matseðill 27. ágúst
Forréttir:
Humarspjót á kryddhrísgrjónum kr. 995.-
Tartalettur fylltar m/sjávarréttum kr. 690,-
Súpur:
Karrýlöguð Trjónukrabbasúpa kr. 410,-
Sherrybætt rjóðursveppasúpa kr. 395.-
FiskréWr:
Gufusoðinn lax að rússneskum hætti kr. 1180.
KjötréWr:
Grísavöðvi fylltur m/döðlum kr. 1570.-
Sumarlamb m/túnfíflasósu kr. 1370.-
Pekingönd m/karamellugljáðri ferskju kr. 1950,-
Innbakaðar nautalundir „Wellington" kr. 1840,-
EWrréWr:
íslensk aðalbláber m/rjóma kr. 480.-
Geislavirkur úrgangur í lekum tunnuni í bænum Koko i Nígeríu. .
Hótel KEA
Borðapantanir / síma 22200
il