Dagur - 26.08.1988, Qupperneq 10
10 - DAGUR - 26. ágúst 1988
spurning vikunnar
Þorvaldur Jóhannsson:
Hvernig líst þér
á niðurfærsluleiðina sem
ráð við efnahagsvandanum?
Róbert Gunnarsson:
„Ef hún virkar er hún ekki verri
en hvað annað.“
Rósa M. Sigursteinsdóttir:
„Ég er alfarið á móti henni. Það
má alls ekki lækka launin því
fólk lifir ekki af lægri launum en
þau eru í dag.“
Haukur Pálsson:
„Ég er stórhrifinn. Það er ekki
hægt að fara sömu gengisfell-
ingarbrautina og farin hefur ver-
ið síðan 1946, að mig minnir."
Lárus Jónsson:
„Gengisfellingar eru búnar að
ganga sér til húðar og eru að-
eins til að skvetta olíu á verð-
bólgueldinn. Það er kominn tími
til að reyna eitthvað annað.“
Guðmundur Ingþórsson:
„Ég er svartsýnn á að hún skili
sér þannig að hún komi að
notum, sérstaklega gagnvart
sjávarútveginum."
Af hverju jarðgöng
á Austfjörðum?
Fyrstu veggöng hérlendis voru
gerð árið 1948 í gegnum Arnar-
dalshamar á milli Isafjarðar og
Súðavíkur, lengd 0,030 km.
Strákagöng við Siglufjörð voru
næsta verkefni 0,780 km á lengd,
opnuð ’67.
Oddskarðsgöng við Norðfjörð
0,640 km, opnuð ’77.
Þar með eru upptalin þau
mannvirki á íslandi sem falla
undir jarðgöng í vegakerfinu,
samtals 1,450 km.
Eftir að framkvæmdum í Odd-
skarði lauk, sem af mörgum sem
til þekkja var talin misheppnuð
framkvæmd, var hljótt yfir jarð-
gangaumræðu um sinn. Þær hug-
myndir sem uppi voru um fram-
hald voru lagðar til hliðar í bili.
Virkjanaframkvæmdir á ís-
landi hafa fært okkur reynslu og
þekkingu á þessu sviði og nægir
þar að nefna aðveitu- og fallgöng
Búrfellsvirkjunar á sínum tíma
og nú síðasta aðkomu-, fall- og
frárennslisgöng Blönduvirkjun-
ar.
Austfirðingar, Vestfirðingar
og Norðlendingar lifðu þó alltaf í
voninni með að „stóri bróðir“
myndi hressast á ný og því héldu
umræður allan tímann áfram
heima fyrir. Svo fór að mönnum
brast þolinmæðin og Vestfirðing-
ar riðu á vaðið og tóku málin í
sínar hendur 1985 og hófu rann-
sóknir ’86. Ólafsfjarðarmúlinn
fékk inni í vegaáætlun og nú eru
framkvæmdir þar að hefjast 12
árum eftir að lokið var við jarð-
göngin í Oddskarði.
Til hamingju Norðlendingar.
Áfram er haldið undirbúnings
rannsóknum á Vestfjörðum fyrir
harðfylgi heimamanna og skiln-
ings í forystuliði þingmanna þar.
En hvaö er að frétta
frá Austfjörðum?
1977 lögðu þáverandi bæjarstjór-
ar á Seyðisfirði og Neskaupstað
fram til kynningar og umræðu
hugmynd að tengingu fjarðanna
á Mið-Austurlandi með jarð-
göngum.
Þótti þetta framtak tví-
menninganna athyglisvert af
sumum, en víða var hlegið og
jafnvel skopast að hugmyndinni.
1984 fór fram jarðfræðiathug-
un á vegum Vegagerðar ríkisins,
á þeim stöðum á Austurlandi þar
sem ætla má að leggja megi jarð-
göng til að bæta samgöngur.
Aðaláhersla var lögð á svæðið
frá Seyðisf.-Fáskrúðsfj. þ.e.a.s.
Mið-Austurland. Reynt var m.a.
að ráða í þykkt og halla hrauns
og millilaga. Ekki hefur enn ver-
ið unnið úr þeim gögnum sem
safnað var.
Umræðan heima fyrir hélt þó
áfram aðallega í þessum tveim
byggðarlögum (Seyðisfj.-Nes-
kaupst.) en undirtektir þing-
manna og yfirmanna samgöngu-
mála í landinu voru engar.
Á aðalfundi Sambands aust-
firskra sveitarfélaga í sept. ’87
var samþykkt að verja fjármagni
til könnunar á byggðaþróun á
Austurlandi með tilliti til jarð-
gangagerðar. Leitað var eftir
aðstoð frá Byggðastofnun í þessu
skyni. Stjórn Byggðastofnunar
hafnaði erindinu.
Á sl. vetri lagði Jónas Hall-
grímsson varaþingmaður Austur-
lands fram þingsályktunartillögu
á Alþingi um jarðgangagerð á
Mið-Áusturlandi, þ.e. frum-
könnun og undirbúning.
Tillagan var kynnt í sölum
Alþingis, afgreidd í nefnd en síð-
an hefur ekkert heyrst.
Þingmenn Austurlands sváfu
þar á verðinum, en þess í stað
vöknuðu þingmenn Vesturlands
og fengu í gegn á síðustu dögum
þings í vor, fjárveitingu til rann-
sókna undir Hvalfjörð.
Einn áhugamaður um jarð-
gangagerð á Austurlandi hafði
þetta að segja um áhuga þing-
manna. „Ólíkt hafast þeir að
höfðingjar í austri og vestri.“
En heimamenn voru ekki á því
að gefast upp þótt á móti blési og
Seyðfirðingar ásamt stjórn
5.5. A. boðuðu til ráðstefnu um
jarðgöng á Seyðisfirði í lok maí
sl.
Þar voru mættir þingmenn
kjördæmisins, aðst.forstj.
Byggðastofnunar, aðst.vega-
málastjóri og ráðuneytisstjóri í
samgönguráðuneytinu ásamt
fleiri aðilum.
Ráðstefna þessi var hin ágæt-
asta og hlaut nafnið „Borstefnan
’88“. Alyktun borstefnunnar var
m.a. á þann veg að sett skyldi á
fór samvinnunefnd um jarð-
gangamál, sem í væru 3 fulltrúar
frá Austurlandi, og fulltrúar frá
Byggðastofnun, samgönguráðu-
neyti og Vegagerð ríkisins. Aust-
firðingar hafa þegar tilnefnt sína
fulltrúa í nefndina, en ekkert hef-
ur heyrst um tilnefningar frá hin-
um æðri stöðum. Að lokinni
„Borstefnunni“ ákvað stjórn
5.5. A. ásamt kaupstöðunum 2 að
hefjast þegar handa við áfram-
haldandi forrannsóknir strax í
sumar. Björn Jóhann Björnsson
jarð- og verkfræðingur var ráðinn
til verksins og vann hann að
rannsóknum og athugunum í júlí
sl.
Enn var leitað til Byggðastofn-
unar um mótframlag í rannsóknir
þessar, en haft er fyrir satt að for-
stjóri Byggðastofnunar sé lítt
hrifinn af þessum „gassagangi"
Austfirðinga og ruslakarfa stofn-
unarinnar hýsi nú beiðni þeirra.
Aðstoðarforstjórinn er hins veg-
ar mikill áhugamaður um jarð-
göng.
Rannsóknir þær sem Björn
vann að í júlí sl. má skoða sem
beint framhald af vinnu jarð-
ganganefndar sem þáverandi
samgönguráðherra Matthías
Bjarnason skipaði á sínum tíma,
en hún skilaði áliti í mars ’87.
Nefndin átti samkvæmt skipun-
arbréfi að gera tillögu að lang-
tímaáætlun um jarðgöng á Is-
landi, til samgöngubóta í þjóð-
vegakerfi landsins. Markmið
áætlunarinnar er m.a. að tengja
þau byggðarlög við vegakerfi
landsins, með jarðgöngum, sem
ekki eiga völ á fullnægjandi teng-
ingu með öðrum hætti. Seyðis-
fjörður og Neskaupstaður eru
staðir sem falla undir þá skil-
greiningu.
Núverandi ástand
Samgöngur til Seyðisfjarðar og
Neskaupstaðar eru þolanlegar í
4-5 mánuði á ári, þ.e.a.s. sumar-
tímann fram á haust. í 7-8 mán-
uði mega íbúarnir sæta þeim
afarkosti að einungis er tryggt að
fjallvegir til þeirra séu mokaðir
einu sinni í viku, en þó tvisvar ef
snjólétt er (Snjómokstursreglur
V.R. frá ’85). A árunum ’84-’86
voru vegir til þessara byggðarlaga
lokaðir vegna snjóa, 70 daga eða
2,3 mánuði til Neskaupstaðar,
110 daga eða 3,7 mánuði til Seyð-
isfjarðar. Þessar tölur um lokanir
eru fengnar frá samgönguráðu-
neytinu.
Staðreyndin er hins vegar sú að
þeir voru í raun miklu fleiri og í
snjóavetri er engin trygging fyrir
opnum vegi nema einu sinni í
viku eða 4-5 sinnum í hverjum
mánuði.
Snjóléttir vetur síðustu ára
hafa hins vegar gert það að verk-
Framkvæmdir eru hafnar við gerð ganga í gegnum Ólafsfjarðarmúla. Grein-
arhöfundur bendir á að Austfirðingar sætti sig ekki við að bíða fram yfir
aldamót eftir því að jarðgangagerð hefjist á Austurlandi.