Dagur - 26.08.1988, Blaðsíða 12

Dagur - 26.08.1988, Blaðsíða 12
kvikmyndarýni 12 - DAGUR - 26. ágúst 1988 Jón Hjaltason / Uppinn eignast bam Borgarbíó sýnir: Baby Boom eða Barnasprengjuna. Leikstjóri: Charles Shyer. Helstu leikendur: Diane Keaton, Sam Wanamaker og Sam Shephard. United Artists 1988. Venjulega snjóar í Sovétríkjun- um þegar svipmyndum þaöan bregður fyrir á hvíta tjaldinu, kuldi og nöturleiki setur mark á sjónarsviðið. Af Bandaríkjunum bíómyndanna er hins vegar allt aðra sögu að segja. Þar skín sól linnulaust svo bjartviðrið lýsir upp sálartötrið, fólkið er glatt eða í þann veginn að gleðjast. Og jafnvel þótt sorg og sút sæki að, sem kemur vissulega fyrir því hvað væri hlátur ef ekki væri grátur, þá þarf aldrei að fara nema vegarspotta að næstu ham- ingjukrá. Þú biður um eina krús af léttri lund, eða jafnvel fleiri sértu illa haldinn, og tvær af doll- urum. Og þér veitist. Að einu leyti er Barnasprengjan frumleg, hún sýnir snjóbarinn bíl, grýlukerti hangandi fram af húsþaki og töluvert af snjó. Að öðru leyti er hún í góðu samræmi við uppskriftina hér að framan. Framagjörn kona, ógift en í slag- togi við vinnufélaga sinn, fær óvæntan arf sem munar um. Hún hefur þokkaleg laun, talin í sex tölum á launaseðli ef ég man rétt. Að vísu kom ekki fram hvort átt væri við mánaðar- eða vikuhýruna. En það skiptir engu máli. Sem sagt þessi nútímakona er á uppleið í samfélaginu, á jafn- vel von á því að verða gerð að meðeiganda, þegar himnarnir hrynja skyndilega yfir hana. Ættingi ferst með eiginkonu sinni (eða sambúðaraðila) og stúlkubarn sem þau eiga kemst í hendurnar á uppanum okkar sem leikinn er af Diane Keaton. Og nú byrjar tilverubaslið fyrir alvöru. Bleiur vefjast utan um allt annað en mjúka smábarnabossa, kræsingar að austurlenskum sið fara upp um veggi og loft í stað þess að lenda í hungruðum maga og svona mætti lengi telja raunir þær sem hin nýbakaða móðir lendir í. Hjásvæfan fer frá henni og sóma síns vegna og barnsins gefur hún vinnuna upp á bátinn og flyst í sveitina. Þetta stef minnir svolít- ið á Kramer versus Kramer en útfærslan er bókstaflega eins og svart og hvítt. Einu gleymdi ég sem mætti telja Barnasprengjunni til tekna. Á upphafsmínútum myndarinnar bregður elskhuginn sér í líki Casanóva og á kynmök við upp- ann okkar. Samkvæmt tímatöku (kvikmyndagerðarmannanna sjálfra) stendur samræðið skemur en fjórar mínútur. Er ekki einmitt verið að undir- strika með þessu hvað hraði og spenna nútímasamfélags geta gert okkur karlmönnunum? Það er sorglegt hversu metnað- ur leikstjóra Barnasprengjunnar er lítill. Þrátt fyrir að rauði þráð- ur myndarinnar, óvænt barnseign uppans, sé svolítið ofnotaður um þessar mundir þá hefði verið hægur vandi fyrir hann að nálgast efnið frá öðru sjónarhorni án þess þó að kasta tuggunni fyrir róða. Hver er staða móður úti á vinnumarkaðinum? Er eitthvað sjálfgefið að hún sé verri verkamaður en barnlaus einstaklingur? Er besta ráðið fyrir kvenmenn, vilji þeir komast áfram og verða eitthvað annað en heimavinnandi húsmæður, að láta taka sig úr sambandi og fá um það vottorð til að sýna væntanlegum atvinnuveitanda? Það er ekki svo langt síðan forstjóri hér á Akureyri útskýrði mannaráðningu sína einmitt með skírskotun til m.a. mögulegra barneigna eins umsækjandans sem var kona. Karl fékk starfið en hún ekki. Kannski hefði ófrjósemi breytt myndinni henni í hag, hver veit. Charles Shyer sést yfir þennan möguleika að segja sögu af einstæðri móður og missir um leið af tækifærinu til að gera mynd sem eitthvað hefði getað verið spunnið í. BOYTHORPE Fóðurturnar og vélbúnaður Ekki er ráð nema í tíma sé tekið Bændur! Munið að umsóknarfrestur vegna stofnlána rennur út 15. september. Veitum allar upplýsingar og fyrirgreiðslu. Véladeild KEA Óseyri 2 Akureyri ■ Simar 21400 og 22997 kDARDEILD ARMULA3 REYKJAVÍK SiMI 38900

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.