Dagur - 26.08.1988, Page 15
hér & þor
'' 26; ágúst Í9Ö8 ^DÁÓÚR-Í5
r-
Ráðtilað
öðlast hamingjima
Jæja, nú skuluð þið taka vel eftir.
Hér koma 10 ráðleggingar sér-
fræðinga um það hvernig maður
eigi að haga sér til þess að öðlast
hamingju í lífinu, vera glaðari og
sáttari við sjálfan sig. Sannarlega
þarfar ábendingar.
1. Vertu góður, sérstaklega
góður við þá sem skipta þig
mestu máli, s.s. maka og börn.
Þegar þínir nánustu gera eitthvað
sem fer í taugarnar á þér langar
þig kannski til að sleppa þér, en
slík hegðun lætur hvorki þér né
öðrum líða betur. Ef þú bregst
ljúflega við þegar öðrum verða á
mistök sleppur þú ekki einungis
við óþægindin sem fylgja því að
æsa sig upp heldur verða aðrir
fúsari til að gleðja þig þegar á
þarf að halda.
2. Skemmtu þér. „Það er
skratti góð leið til þess að verða
hamingjusamur," segir Dr. Elior
Kinarthy. „Gerðu ráð fyrir
skemmtilegum stundum í lífi
þínu á sama hátt og þú pantar
tíma hjá tannlækni. Þú getur
einnig ákvarðað tíma fyrir tennis
eða skógarferð."
3. Vertu gefandi. Þú öðlast
meiri hamingju ef þú hjálpar
þeim sem eru gæfusnauðari en þú
sjálfur. Hamingja þín vex í hlut-
falli við þá hamingju sem þú gef-
ur öðrum.
4. Vertu nýjungagjarn. Fólk er
gjarnan óhamingjusamt vegna
þess að það er fast í sama farinu.
Ef þig hefur alltaf langað til að
prófa að fara á skíði eða taka þátt
í einhverju félagsstarfi þá skaltu
drífa þig. Það víkkar sjóndeildar-
hringinn að prófa eitthvað nýtt
og eykur hamingju þína.
5. Vertu sjálfstæður. „Ef þú ert
of háður öðrum er þér mun hætt-
ara við að verða svekktur og von-
svikinn,“ segir Dr. Kinarthy, sál-
fræðiprófessor. „En ef þú lærir
að vera sjálfstæðari og óháðari
sleppurðu við allt slíkt ög verður
hamingjusamari fyrir vikið.“
6. Hafðu yndi af dýrum. Rann-
sóknir sýna að gæludýr róa okkur
og losa um streitu. Því skaltu
leika „náðu í spýtuna“ við hund-
inn þinn, þið verðið báðir (bæði)
hamingjusamari.
7. Vertu sveigjanlegur. „Líttu
á málin frá mismunandi sjónar-
hornum," ráðleggur Dr. Gary
Emery. „Ef þú ert of þrár og
þröngsýnn geturðu jafnvel
aldrei séð leið út úr vandamál-
unum. Ef þú lítur á málin frá
fleiri hliðum geturðu fundið
margar lausnir."
8. Skipuleggðu starf þitt. Ef þú
Iætur verkefnin hlaðast upp
hanga þau yfir höfði þér eins og
óveðursský og trufla ánægju-
stundir þínar. Því er nauðsynlegt
að hafa reglu á verkefnunum,
viljir þú yfirhöfuð verða ham-
ingjusamur.
9. Sinntu vinum þínum. „Það
er staðreynd að vinir hafa ekki
einvörðungu góð áhrif á andlega
heilsu okkar heldur einnig líkam-
lega heilsu,“ segir Dr. Kinarthy.
„Ef þú átt góða vini, ekki taka
það sem sjálfsagðan hlut heldur
skaltu heimsækja þá, skrifa þeim
eða hringja í þá. Vertu í stöðugu
sambandi við þá.“
10. Viðurkenndu galla þína. Ef
þú ásakar sjálfan þig þegar
eitthvað fer úrskeiðis eða neitar
að horfast í augu við eigin mistök
þá er pottþétt að þú verður
óhamingjusamur. „Ekkert okkar
er fullkomið," segir Dr. Kin-
arthy. „Við gerum öll mistök.
Viðurkenndu mistök þín, lærðu
af þeim og haltu áfram að lifa líf-
inu.“
Fáðu þér hund. Þá verður þú yfirmáta hamingjusamur. Þannig er eitt af
þeim 10 ráðum sem þú skalt fylgja til að öðlast hamingju.
rl
dagskrá fjölmiðla
SJÓNVARPIÐ
FÖSTUDAGUR
26. ágúst
18.50 Fréttaágrip og táknmáls-
fréttir.
19.00 Sindbað sæfari.
Þýskur teiknimyndaflokkur.
19.25 Poppkorn.
Umsjón Steingrímur Ólafsson.
19.50 Dagskrárkynning.
20.00 Fj-éttir og veður.
20.35 Basl er bókaútgáfa.
(Executive Stress).
Breskur gamanmyndaflokkur
um hjón sem starfa við sama
útgáfufyrirtæki.
21.00 Derrick.
Þýskur sakamálamyndaflokkur.
22.00 Slagkraftur.
(Beat Street.)
Bandarísk bíómynd frá 1984.
Dans- og söngvamynd um tán-
inga í New York sem hafa dans-
hæfileika en eiga erfitt með að
koma sér á framfæri. Þau mynda
hóp götudansara og brátt slást
fleiri listamenn í hópinn.
23.45 Útvarpsfréttir í dagskrár-
lok.
SJONVARP
AKUREYRI
FÖSTUDAGUR
26. ágúst
16.10 Piparsveinafélagið.
(Bachelor Party.)
Létt gamanmynd. Óvæntar
uppákomur verða í boði sem
tveir piparsveinar halda.
17.50 Þrumufuglarnir.
Ný og vönduð teiknimynd.
18.15 Föstudagsbitinn.
19.19 19.19.
20.30 Alfred Hitchcock.
21.00 í sumarskapi með öku-
mönnum.
22.00 Póseidonslysið.#
(The Poseidon Adventuren.)
Glæsilegt skemmtiferðaskip
leggur upp í sína hinstu ferð frá
New York til Grikklands. í gróða-
skyni skipa eigendur skipsins
svo fyrir að siglt verði hraðar en
skipið þolir.
23.50 Aðkomukrakkarnir.#
(The New Kids.)
Unglingamir og systkinin Loren
og Abby eru nýflutt til Home-
stead High. í skólanum reyna
þau að stofna til vinskapar við
skólafélagana, en það gengur
ekki sem skyldi.
01.15 Orrustuflugmaðurinn.
(Blue Max.)
Raunsönn lýsing á lífi ormstu-
flugmanna í fyrri heimsstyrjöld-
inni. Hrikalegar loftormstur ein-
kenna þessa mynd.
03.45 Dagskrárlok.
# Táknar frumsýningu á Stöð 2.
©
RÁS 1
FÖSTUDAGUR
26. ágúst
6.45 Veðurfregnir • Bæn.
7.00 Fróttir.
7.03 í morgunsárið
9.00 Fréttir.
9.03 Litli barnatíminn.
Meðal efnis er sagan „Lína lang-
sokkur í Suðurhöfum“.
Guðríður Lillý Guðbjömsdóttir
les (10).
9.20 Morgunleikfimi.
9.30 Hamingjan og heimspekin.
Þriðji þáttur af níu sem eiga ræt-
ur að rekja til ráðstefnu félags-
málastjóra á liðnu vori.
(Endurtekið frá þriðjudags-
kvöldi).
10.00 Fréttir • Tilkynningar.
10.10 Veðurfregnir.
10.30 Lífið við höfnina.
Umsjón: Birgir Sveinbjörnsson.
(Frá Akureyri).
11.00 Fróttir • Tilkynningar.
11.05 Samhljómur.
11.55 Dagskrá.
12.00 Fréttayfirlit • Tilkynningar.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Veðurfregnir • Tilkynning-
13.35 Miðdegissagan: „Jónas"
eftir Jens Björneboe. (17).
14.00 Fróttir • Tilkynningar.
14.05 Ljúflingslög.
Svanhildur Jakobsdóttir kynnir.
15.00 Fréttir.
15.03 Land og landnytjar.
Umsjón: Finnbogi Hermanns-
son. (Frá ísafirði)
(Endurtekinn þáttur frá laugar-
dagskvöldi.)
16.00 Fréttir.
16.03 Dagbókin.
Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Barnaútvarpið.
17.00 Fréttir.
17.03 Tónlist á síðdegi.
18.00 Fréttir.
18.03 Hringtorgið.
Sigurður Helgason sér um
umferðarþátt.
Tónlist • Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Tilkynningar.
19.35 Náttúruskoðun.
Skúli Magnússon talar um nátt-
úmljósmyndun.
20.00 Litli barnatíminn.
(Endurtekinn frá morgni.)
20.15 Blásaratónlist.
21.00 Sumarvaka.
a. „Velkomin rigning“.
Skáldið Guðmundur Ingi Krist-
jánsson og ljóð hans. Gunnar
Stefánsson tók saman.
b. María Markan, Stefán íslandi,
Karlakór Reykjavíkur og félagar
úr Tívolíhljómsveitinni í Kaup-
mannahöfn syngja ýmis lög.
c. Minningar frá Leirhöfn.
Baldur Pálmarsson les úr bók
eftir Þórarin Elís Jónsson.
22.00 Fróttir • Dagskrá morgun-
dagsins • Orð kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.20 Vísna- og þjóðlagatónlist.
23.10 Tónlistarmaður vikunnar.
- Birgir Sveinsson skólastjóri.
(Endurtekinn Samhljómsþáttur
frá í vetur.)
24.00 Fréttir.
00.10 Tónlist á miðnætti.
01.00 Veðurfregnir.
FÖSTUDAGUR
26. ágúst
7.03 Morgunútvarpið.
Dægurmálaútvarp með frétta-
yfirliti kl. 7.30 og 8.30 og fréttum
kl. 8.00. Veðurfregnir kl. 8.15.
Leiðarar dagblaðanna að loknu
fréttayfirliti kl. 8.30.
9.03 Viðbit.
- Þröstur Emilsson. (Frá Akur-
eyri.)
10.05 Miðmorgunssyrpa.
- Eva Ásrún Albertsdóttir.
12.00 Fréttayfirlit • Auglýsingar.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Á milli mála.
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir.
16.03 Dagskrá.
Dægurmálaútvarp.
18.00 Sumarsveifla
með Gunnari Salvarssyni.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Kvöldtónar.
Tónlist af ýmsu tagi.
22.07 Snúningur.
Pétur Grétarsson ber kveðjur
milli hlustenda og leikur óska-
lög.
02.00 Vökulögin.
Tónlist af ýmsu tagi í nætur-
útvarpi til morguns.
Veðurfregnir kl. 4.30.
Fréttir eru sagðar kl. 2, 4, 7,
7.30, 8, 8.30, 9, 10, 11, 12, 12.20,
14, 15, 16, 17, 18, 19, 22 og 24.
RlKlSLnVARPJÐ.
A AKUREYRU
Svæðisútvarp fyrir Akureyri
og nágrenni.
FÖSTUDAGUR
26. ágúst
8.07-8.30 Svæðisútvarp Norður-
lands.
18.03-19.00 Svæðisútvarp Norður-
lands.
Hljóðbylgjan
FM 101,8
FÖSTUDAGUR
26. ágúst
07.00 Kjartan Pálmarsson
kemur okkur af stað í vinnu með
tónlist og léttu spjalli ásamt því
að líta í blöðin.
09.00 Rannveig Karisdóttir
hitar upp fyrir helgina með
föstudagspoppi. Óskalögin og
afmæliskveðjurnar á sínum stað.
Síminn er 27711.
12.00 Ókynnt öndvegistónlist.
13.00 Pétur Guðjónsson
leikur hressilega helgartónlist
fyrir alla aldurshópa.
17.00 Kjartan Pálmarsson
í föstudagsskapi með hlustend-
um og spilar tónlist við allra
hæfi.
19.00 Ókynnt kvöldmatartónlist.
20.00 Jóhann Jóhannsson
leikur blandaða tónlist. Síminn
er 27711.
24.00 Næturvakt Hljóðbylgjunnar
stendur til klukkan 04.00 en þá
eru dagskrárlok.
FM 104
FÖSTUDAGUR
26. ágúst
07.00 Þorgeir Ástvaldsson.
Lífleg og þægileg tónlist, veður,
færð og hagnýtar upplýsingar.
Fréttir kl. 8.
09.00 Gunnlaugur Helgason.
Seinni hluti morgunþáttar með
Gunnlaugi.
Fréttir kl. 10 og 12.
12.10 Hádegisútvarp. Bjarni Dag-
ur Jónsson.
Bjarni Dagur í hádeginu og fjall-
ar um fréttnæmt efni.
13.00 Helgi Rúnar Óskarsson.
Helgin er hafin á Stjörnunni og
Helgi leikur af fingrum fram,
með hæfilegri blöndu af nýrri
tónlist.
Fréttir kl. 14 og 16.
16.10 Mannlegi þátturinn.
Árni Magnússon með tónlist,
spjall, fréttir og fréttatengda
atburði á föstudagseftirmiðdegi.
Fréttir kl. 18.
18.00 íslenskir tónar.
Innlendar dægurflugur fljúga
um á FM 102 og 104 í eina
klukkustund.
Umsjón: Þorgeir Ástvaldsson.
19.00 Stjörnutíminn.
Gæðatónlist framreidd af ljósvík-
ingum Stjömunnar.
21.00 „í sumarskapi" - Stjarnan,
Stöð 2 og Hótel ísland.
Bein útsending Stjörnunnar og
Stöðvar 2, frá Hótel íslandi á
skemmtiþættinum „í sumar-
skapi“ þar sem Bjarni Dagur
Jónsson og Saga Jónsdóttir taka
á móti gestum og taka á málum
líðandi stundar. Eins og fyrr
sagði þá er þátturinn sendur út
bæði á Stöð 2 og Stjörnunni.
Þessi þáttur er með ökumönn-
um. Bílstjórar, rallkappar og
umferðarmál.
22.00-03.00 Sjúddirallireivaktin
nr. 1.
Táp og fjör og frískir ungir
menn. Bjarni Haukur og Sigurð-
ur Hlöðvers fara með gamanmál
og leika hressa tónlist.
03.00-09.00 Stjörnuvaktin.
bylgjam
FOSTUDAGUR
26. ágúst
08.00 Páll Þorsteinsson
- tónlist og spjall að hætti Palla.
Mál dagsins kl. 8.00 og 10.00. Úr
heita pottinum kl. 9.00.
10.00 Hörður Arnarson
- morguntónlistin og hádegis-
poppið allsráðandi, helgin í sjón-
máli. Mál dagsins kl. 12.00 og
14.00. Úr heita pottinum kl.
11.00 og 13.00.
12.00 Mál dagsins.
Fréttastofan tekur fyrir mál
dagsins, mál sem skipta alla
máli.
Sími fréttastofunnar er 25390.
12.10 Hörður Amarson
Hörður heldur áfram með poppið
eins og þú vilt það. Siminn hjá
Herði er 611111. Úr heita pottin-
um kl. 13.00.
14.00 Anna Þorláksdóttir
tekur föstudagssveifluna frægu,
fylgst með öllum og öllum sem
skipta máli. Ert þú í sigtinu?
Sláðu á þráðinn til Önnu, hún
getur gefið þér ráðleggingar fyr-
ir kvöldið. Síminn er 611111.
18.00 Reykjavik síðdegis - Hvað
finnst þór?
Hallgrímur Thorsteinsson spjall-
ar við hlustendur um allt milli
himins og jarðar. Siminn er
611111.
19.00 Margrót Hrafnsdóttir
og tónlistin þín. Síminn er
611111 fyrir óskalög.
22.00 Þorsteinn Ásgeirsson á
næturvakt.
Þorsteinn heldur uppi stuðinu
með óskalögum og kveðjum.
Siminn hjá Dodda er 611111,
leggðu við hlustir, þú gætir feng-
ið kveðju.
03.00 Næturdagskrá Bygljunnar.