Dagur - 26.08.1988, Blaðsíða 17
r
26. ágúst 1988 - DAGUR - 17
Eurocard-MasterCard:
Fyrstu greiðslukortin
í Sovétríkjunum
Eurocard-MasterCard greiðslu-
kortasamsteypan gaf um síðustu
mánaðamót út fyrstu sovésku
Höldursf.
Alhliða
bílaverkstæði
* Viðgerðir
+ Réttingar
+ Alsprautun
+ Blettun
* Mótorstillingar
* LjósastiUingar
* Hjólastillingar
* Undirvagnsmælingar
Sími verkstjóra 26915.
Sími í varahlutabúð 21365.
Verið velkomin!
öldursf.
greiðslukortin í sögunni.
Pá var undirritaður í Moskvu
samningur milli Eurocard-Master-
Card og sovéska bankans Vnesh-
econombank um útgáfurétt á
greiðslukortum fyrir sovéskan
markað.
Par með hafa vestræn greiðslu-
kort hafið innreið sína í Sovétrík-
in og um leið fá sovéskir Euro-
card-MasterCard korthafar
aðgang að stærsta kortaneti
heims með yfir sex milljón mót-
tökustöðum um víða veröld.
Reyndar hefur verið hægt að
nota Eurocard-MasterCard
greiðslukort víða í Sovétríkjun-
um síðastliðin 15 ár, á hótelum,
veitingahúsum og fleiri stöðum á
vegum sovésku ferðaskrifstof-
unnar Intourist.
Og fyrir þremur árum gerðu
Eurocard-MasterCard og Vnesh-
econombank samning um að
handhafar Eurocard-MasterCard
greiðslukorta gætu tekið út reiðu-
fé í útibúum bankans í Soyétríkj-
unum.
Borgarbíó
Föstudagur 26. ágúst
Kl. 9.00 Baby Boom
Kl. 9.10 Overboard
BABYBOOM
Kl. 11.00 Baby Boom
Kl. 11.10 Overboard
Alþýðubandalagið:
Ráðstefna uin
herstöðvamál
Helgina 27.-28. ágúst næstkom-
andi gangast kjördæmisráð
Alþýðubandalagsins á Austur-
landi og Norðurlandi eystra fyrir
opinni ráðstefnu um baráttuna
gegn erlendum herstöðvum og
hlutdeild íslands í baráttu fyrir
friði og afvopnun.
Yfirskrift ráðstefnunnar er:
ísland - herstöð eða friðarsetur.
Ráðstefnan verður haldin í
Hótel Eddu á Hallormsstað og
þar geta þátttakendur fengið gist-
ingu og fæði á góðum kjörum á
meðan á ráðstefnunni stendur.
Væntanlegir þátttakendur eru
einnig beðnir að skrá sig hjá
Hótel Eddu, Hallormsstað, í
síma 11705, sem fyrst.
Ráðstefnan stendur frá kl.
13.00 á laugardag og fram á miðj-
an dag á sunnudag.
Flutt verða fjölmörg erindi um
stöðu friðarbaráttunnar hér
heimafyrir, þróunina í kringum
okkur og um ný viðhorf í
alþjóðamálum. Ráðstefnustjórar
verða Sigríður Stefánsdóttir og
Magnús Stefánsson.
Ráðstefnan er opin öllu áhuga-
fólki og baráttufólk fyrir friði og
afvopnun og gegn erlendum her-
stöðvum á íslandi er eindregið
hvatt til að mæta.
(Fréttatilkynning.)
Eiginmaður minn,
ÓLAFUR G. GUÐMUNDSSON,
Kirkjuvegi 5, Ólafsfirði,
andaðist á heimili sínu 24. ágúst.
Erla Sigurðardóttir.
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
HELGI SNÆBJARNARSON
Smáratúni 12, Svalbarðseyri,
áður bóndi á Grund Höfðahverfi,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu Akureyri 23. ágúst sl.
Útför hans fer fram frá Laufáskirkju þriðjudaginn 30. ágúst kl. 14.
Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Héldu hlutaveltu til
styrktar sundlaug við Sólborg
Þessir hressu krakkar komu á ritstjórn Dags fyrir skömmu og afhentu 1740 krónur til byggingar sundlaugar við
Vistheimilið Sólborg á Akureyri. Krakkarnir söfnuðu þessum peningum með því að halda hlutaveltu. Á mynd-
inni eru: Hafliði Hjaltalín Ingólfsson, Jóhann Kristinsson, Benedikt Sigmar Emilsson, Eva Hjaltalín Ingólfs-
dóttir og Júlía Þrastardóttir. Á myndina vantar Jóhann Torfa Hafsteinsson. Mynd: TLV
<áÞ\
brosum/
og ¥
alltgengurbetur *
Blandaðir sjávarréttir í hvítvínshlaupi ★
Grafinn lax m/sinnepssósu ★
Roast beef m/remoulaðisósu
hörpuskeþ lax, ýsaog
nýr hafbeitarlax
mwm
|Éleo£|jlia||naiiS'
BMHBHHmhHB Reykkryddaðar lambakótilettur ★
T-bone ★ Buffsteikur ★ Grísalundir ★ Grísásteikur ★ *
Kjörmarkaður KEA Hrísalundi 5