Dagur - 26.08.1988, Page 19

Dagur - 26.08.1988, Page 19
26. ágúst 1988 - DAGUR - 19 íþrótfir Akureyrarslagurinn í kvöld í kvöld verður mikið um dýrðir hjá akureyrskum knattspyrnu- áhugamönnum því þá mætast erkifjendurnir KA og Þór á Akureyrarvelli. Leikurinn er liður í Akureyrarmótinu í knattspyrnu og fer aðeins þessi eini leikur fram þannig að ef liðin gera jafntefli verður framlenging og síðan víta- spyrnukeppni ef með þarf. Leikurinn hefst kl. 19. Það verður án efa fróðlegt að fylgjast með þessum leik því viðureignir liðanna hafa sjaldnast einkennst af ládeyðu. KA-liðið hefur komið nokkuð á óvart í sumar og virðist vera á fljúgandi siglingu um þessar mundir. Þórs- liðinu hefur hins vegar gengið verr en reiknað var með og hefur nú hlotið 6 stigum færra en KA þegar fjórar umferðir eru eftir af Islandsmótinu. En þrátt fyrir þetta er ómögu- legt að spá fyrir um úrslit leiksins í kvöld og kemur þar margt til. Ef litið er á innbyrðis viðureignir liðanna í ár hafa Þórsarar vinn- inginn. Liðin hafa leikið þrjá leiki og Þórsarar hafa unnið tví- vegis en einu sinni varð jafntefli. Á móti má benda á að KA-menn unnu þennan sama leik í fyrra og hafa eflaust ekki í hyggju að afhenda Þórsurum Akureyrar- meistaratitilinn án átaka. - erkiflendurnir Þór og KA mætast á Akureyrarvelli kl. 19 Dagur hafði samband við þjálf- ara liðanna og spurði þá hvernig leikurinn leggðist í þá og rabbaði einnig við þá um gengi liðanna hingað til. Guðjón Þórðarson, þjálfari KA „Þetta leggst bara ágætlega í mig. Ég hef ekki trú á að Þórsarar hafi neitt tak á okkur. KA vann þenn- an leik í fyrra og þó að okkur hafi ekki gengið vel með þá á þessu ári þá hef ég trú á að það verði breyting þar á í kvöld." - Hvað hefur þér fundist um Þórsliðið í sumar? „Það er nú ekki í mínum verkahring að gagnrýna önnur lið og ég vil helst skorast undan því.“ Jóhannes hættir með Þór! Nú er orðið nokkuð Ijóst að Jóhannes Atlason mun láta af störfum sem þjálfari 1. deild- arliðs Þórs í knattspyrnu að loknu þessu keppnistímabili. Einnig er hugsanlegt að Jóhannes hætti alfarið störf- um sem þjálfari. Þetta má ráða af orðum Jóhannesar í samtali við Dag í gær. „Ég er núna búinn að vera viðloðandi þjálfun í 23 ár og ég hef verið að segja að minn skammtur í þjálfun sé að verða búinn. Þar fyrir utan hef ég ver- ið hér í 8 ár, ég hef verið í 2 ár með ÍBA, 3 ár með KA og 3 ár með Þór, og þetta er náttúrlega að verða ansi gott. Ég held að ég sé að verða búinn að skila mínum skammti til Akureyrar. Ef ég á eftir að þjálfa meira þá held ég að það verði ekki úti á landi. En þetta hefur verið ógleymanlegur tími hér fyrir norðan og maður á eftir að búa að þessu alla tíð,“ sagði Jóhannes Atlason. JHB - En KA-liðið? „KA-liðið hefur staðið sig ágætlega. Þessi árangur hefur ekki komið mér á óvart. En ég er ekki ánægður, við eigum að vera búnir að vinna fleiri leiki. Þetta hefur gengið ágætlega undanfarið en nú eru að skapast ákveðnir erfiðleikar. Ég er búinn að missa tvo úr hópnum til útlanda og nú eru nokkrir að fara til Reykjavík- ur í skóla. Þetta ruglar allan undirbúning og skapar erfið- leika." - Hvernig leikur verður þetta í kvöld? „Ég vona bara að þetta verði skemmtilegur leikur og liðin kappkosti að spila skemmtilegan og góðan fótbolta.“ Jóhannes Atlason, þjálfari Þórs „Þessi leikur leggst ágætlega í mig. Ég á von á að hann verði keimlíkur fyrri leikjum þessara liða, niikil barátta þar sem hvor- ugt liðið þolir að tapa fyrir hinu.“ - Nú hefur KA-liðinu gengið betur það sem af er íslandsmót- inu. Þið virðist hins vegar hafa eitthvert tak á þeim. Hefurðu ein- hverja skýringu á því? „Nei ég veit nú ekki af hverju það er. Þetta er þannig í knatt- spyrnunni að viss lið eiga ár eftir ár í erfiðleikum með önnur. Við getum tekið sem dæmi að Keflvíkingum gengur alltaf vel uppi á Akranesi. En ég veit ekki af hverju þetta stafar. Það rná hins vegar benda á að KA-mönn- um tókst að vinna Þórsara í Akureyrarmótinu í fyrra eftir að hafa farið halloka fyrir þeim í þremur leikjum fyrr um sumar- ið.“ - Hvert telur þú vera sterkasta vopn KA-liðsins? „KA-liðið er mjög jafnt lið. Það hefur oftast verið teknískara en Þórsliðið en Þórsararnir hafa verið sterkari og oftast baráttu- glaðari. En leikir þessara liða hafa alltaf verið jafnir og hefur þá engu breytt þótt annað liðið hafi verið í 1. deild og hitt f 2. deild." - Hefur KA-liðið konuð þér á óvart í sumar? ,Svona bæði og. Við skulum ekki gleyma því að KA-liðið varð í 6. sæti í fyrra og spilaði þá oft á tíðum mjög góðan fótbolta. Að spá þeim botnsæti í ár var nátt- úrlega út í hött en ef við tökum mið af þeirri spá hefur liðið stað- ið sig frábærlega." - Hvað með gengi Þórsliðsins? „Það hefur valdið mér von- brigðum að undanskildum nokkrum leikjum. Mér hefur fundist nokkuð skorta á baráttu- gleðina - síðasti leikur er gott dæmi um það. Þar vantaði mjög baráttugleði og trú á að liðið gæti þetta. Menn hafa viljað leysa málið með því að kenna einum eða tveimur mönnum um en það er auðvitað ekki rétt eins og sést hefur í leikjum gegn KA og KR svo dæmi séu tekin. Við getum sagt að þetta hafi verið skortur á Halldór ekki með? Halldór Áskelsson, knatt- spyrnumaðurinn snjalli úr Þór, á nú við meiðsli að stríða. Halldór hefur kennt sér meins í hægri ökkla og rist um nokkurn tíma og nú er það orðið það slæmt að óvíst er að hann geti leikið með Þórsurum gegn KA í kvöid. Halldór sagði í samtali við blaðið að ekki væri ljóst af hverju meiðslin stöfuðu en hugsanlega væri um þreytu að ræða. Taldi hann ekki mikla möguleika á að hann gæti leikið í kvöld. JHB Knattspyrna 2. deild: Botnbaráttan í algleymingi - Tindastóll fær Fylki í heimsókn og KS fer á Selfoss Fjórir leikir eru í 2. deild í kvöld og hefur spennan í botn- baráttunni sjaldan eða aldrei verið meiri. Aðeins 4 stig skilja að liðið í 3ja sæti og því níunda, þannig að allt getur gerst. FH og Fylkir eru nánast örugg um 1. deildarsæti, en Fylki vantar tvö stig til að tryggja sig. Þeir eiga að spila við Tindastól á Sauðárkróki í kvöld og þá eiga Siglfirðingar leik á Selfossi. Tindastóll er í sjöunda sæti fyr- ir leikinn í kvöld með 16 stig og KS í áttunda með 13. Dagur hafði samband við þjálfara Tindastóls og KS og innti þá eftir áliti á leikjum liða sinna í kvöld. Fyrst var Bjarni Jóhannsson þjálfari Tindastóls fyrir svörum: „Fylkir er með eitt besta liðið í 2. deild og það verður á brattann að sækja fyrir okkur, en þeir eru alls ekkert ósigrandi. Við munum leggja allt í sölurnar til að vinna þennan leik. Við erum náttúrlega í basli í deildinni ásamt 8 liðum og hver leikur er úrslitaleikur, við tökum einn leik fyrir í einu og reynum að gera okkar besta. Það er sterkt að eiga tvo heimaleiki í Bjami Jóhannsson: „...hver leikur er úrslitaleikur.“ --------Ui____________________:-------- röð, sem þýðir að við verðum að vinna þá, það er ekki sterkt ef við töpum þeim báðum,“ sagði Bjarni, en Tindastóll á síðan Sel- foss heima eftir Fylkisleikinn. „Næstu tveir leikir hjá okkur eru útileikir og tapleikurinn gegn- UBK um síðustu helgi gerði okk- ur erfitt fyrir. Af næstu tveim úti- leikjum verðum við a.m.k. að vinna annan. Ef við töpum þeim báðum verður staðan mjög erfið hjá okkur. Leikurinn gegn UBK var ekki lélegur af okkar hálfu, við vorum óheppnir. En mér finnst leikmenn ekki eins sann- færandi í leikjum eins og á æfing- um, þá eru þeir afslappaðir, en þegar í leik er komið er eins og þeir verða taugaóstyrkir. Það er góður andi í liðinu, þannig að ég vona að okkur gangi vel í næstu leikjum, ef ekki, þá erum við í miklum vandræðum,“ sagði Eddie May þjálfari KS í samtali við Dag. irir'lý1!1''))á.*il*íSÍ i? iít' !t Fimm umferðir eru eftir í 2. deild þannig að lítið er hægt að spá um hvenær línur fara að skýrast. -bjb metnaði." - Viltu spá einhverju um úrslit í kvöld? „Ég get alveg spáð því að þetta verður hörkuleikur. Það verður barist til síðustu mínútu eins og venjulega. Við ætlum okkur að sjálfsögðu að vinna þennan leik og þeir ætla sér að vinna okkur þannig að þetta verður bara að koma í ljós.“ JHB Golfklúbbur Húsavíkur: Úrslit fírma- keppnimiar í dag Úrslit í Firmakeppni Golf'- klúbbs Húsavíkur 1988 fara fram á Katlavelli í dag, föstu- daginn 26. ágúst og hefst keppnin kl. 17:30. Keppt verður til úrslita í nafni 15 fyrirtækja en forkeppnin hefur staöið yfir síðan í vor. Öllum er velkomiö að koma og fylgjast meö keppninni sem áætlað er að standi yfir til kl. 21:00. Að keppninni lokinni verður fyrirtækinu sem sigrar afhentur verðlaunagripur. IM Pakkaferðir á Evrópuleiki Fram og Vals Knattspyrnufélögin Fram og Valur hafa ákveðið í samvinnu við ferðaskrifstofuna Sam- vinnufcrðir/Landsýn að bjóða upp á sérstakar pakkaferðir utan af landi í sambandi við Evrópuleiki félaganna 6. og 7. september næstkomandi. Leikirnir fara fram á Laugar- dalsvelli. Þriðjudaginn 6. sept- ember leika Valur og Monaco kl. 18.15 og miðvikudaginn 7. sept- ember leika Fram og Barcelona og hefst sá leikur einnig kl. 18.15. Innifalið í pakkanum er flug til og frá Reykjavík, gisting í tvær nætur (þrenns konar gistimögu- leikar) og miðar á báða leiki. Boðið er upp á mjög hagstætt verð. Upplýsingar veita umboðs- menn Samvinnuferða um allt land, innanlandsdeild á aðalskrif- stofu (91-691010) svo og skrif- stofur knattspyrnudeilda Vals (91-623730) og Fram (91- 680343). Einnig er unnt að ferðast til Reykjavíkur með áætlunarbif- reiðum BSÍ og fá miða á leikina á skrifstofu BSI. Akureyri: Coca-Cola mótið í golfi Um helgina fer fram Coca- Cola mótið í golfi á Jaðarsvelli á Akureyri. Mótið er öllum opið og verða leiknar 36 holur í karla- og kvennaflokki, með og án forgjafar. Upphaflega átti mótið að vera stigamót þar sem leiknar yrðu 72 holur en nú hefur verið horfið frá • '* ■ > i a1 ið'L'ikldlili il' því. Mótið hefst kl. 8 á laugardag og verður því framhaldið á sama tíma á sunnudag. Búist er við góðri þátttöku en þegar hefur nokkur fjöldi golfara af höfuð- borgarsvæðinu boðað komu sína. Sigurvegararnir hljóta vegleg verðlaun og einnig verður veittur mikill fjöldi aukaverðlauna. JHB

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.