Dagur - 31.08.1988, Side 1

Dagur - 31.08.1988, Side 1
71. árgangur Akureyri, miðvikudagur 31. ágúst 1988 163. tölublað Filman þin á skiliö þaö besta1 Nýja Filmuhúsið Hafnarstræti 106 Sími 27422 Pósthólf 196 Hrað- framköllun Opið á laugardögum frá kl. 9-12. Ólafsfjarðarmúli: Vegurinn stórskenundiu* - óvíst hvenær hann verður opnaður á ný „Vegurinn í Ofærugjá var gersamlega horfínn, það var ekki hægt að sjá að nokkurn tíma hefði verið vegur á þess- um stað,“ sagði Fylkir Guð- mundsson, ungur Olafsfírðing- ur sem fór fótgangandi fyrir Múlann á mánudag. Fylkir var staddur á Akureyri um helgina en þurfti að komast aftur til Ólafsfjarðar í vinnu á mánudag. Hann fór í bíl að svo- nefndri Tófugjá og gekk þaðan til Ólafsfjarðar. Fylkir sá að vegur- inn er horfinn á 50-60 metra löng- um kafla í Ófærugjá og á alllöng- um kafla við fyrirhugaðan gangamunna. Varð Fylkir að klifra nokkuð upp í fjallið til að Ólafsíjörðiir: Mikið álag á símakerfið Kvartað hefur verið yfír erfið- leikum á að ná símasambandi við Olafsfjörð undanfarna daga. Stafar þetta að hluta til af miklu álagi á símakerfí bæjarins. íbúar við efstu göturnar í bænum, Hlíðarveg, Hornbrekku- veg, Túngötu, Brekkugötu og Brimnesveg, hafa dvalið annars staðar eftir að skriðurnar féllu. Ekki er vitað um skemmdir á símalínum í hverfinu en þó komst raki í línurnar í Ægisgötu, sem er í grennd við höfnina. Starfsfólk Pósts og síma beinir þeim tilmælum til fólks að hringja ekki til Ólafsfjarðar nema nauðsyn beri til. EHB komast leiðar sinnar. Eftir ferð Fylkis er Ijóst að þrjár stórar skriður féllu á veginn Dalvíkurmegin. Tíu til fimmtán skriður féllu ytir veginn og fram af honum út í sjó Ólafsfjarðar- megin, auk margra tuga af smáskriðum sem stöðvuðust á veginum. Fylkir taldi ekki ólík- legt að 70 til 80 skriður hefðu fall- ið á veginn en erfitt er að segja nákvæmlega til um fjöldann. Hjá Vegagerð ríkisins á Akur- eyri fengust þær upplýsingar að tjónið á veginum fyrir Ólafsfjarð- armúla væri mjög mikið. Pað yrði kannað við fyrsta tækifæri en norskur verkfræðingur, sem staddur er í Ólafsfirði á vegum Krafttaks hf., sagði að fyllufótur- inn undir veginn væri horfinn a.m.k á kafla. Ef uppistaða veg- arins er verulega skemmd getur viðgerð tekið langan tíma og kostað háar upphæðir, í versta falli milljónatugi. Björn Harðar- son, verkfræðingur Vegagerðar- innar, var á leiðinni til Ólafs- fjarðar í gær frá Reykjavík til að kanna skemmdirnar. EHB Frá Ólafsfírði. Aurskriðurnar hafa valdið niiklu tjóni og vinna hópar fólks að björgunarstarfí í bænum. Takið eftir vatnsfíóðinu fyrir neðan brekkuna. Mynd: TLV Gífurlegt tjón í Ólafsfirði - björgunarmenn leggja nótt við dag - hitaveitan og vatnsveitan skemmdust Alvarlegt ástand ríkir í Ólafs- fírði eftir aurskriðurnar sem féllu á bæinn og umhverfí hans. Vegurinn fyrir Ólafs- fjarðarmúla er stórskemmdur og alveg horfínn á köflum, hitavcita og vatnsveita hafa orðið fyrir áföllum auk gífur- legs tjóns á eignum og lóðum. Ljóst er bærinn hefur orðið fyrir gífurlegu áfalli en Ólafs- fírðingar taka þessu mótlæti með jafnaðargeði og leggja nótt við dag í björgunarstarf- inu. Guðbjörn Arngrímsson á bæjarskrifstofunni í Ólafsfirði sagði í gær að menn héldu að sér höndum á meðan enn rigndi og treystu sér tæplega upp í brekk- urnar fyrir ofan bæinn til að kanna aðstæður því hættuástand- ið væri ekki liðið hjá. Búið er að moka mesta aurnum út úr húsun- Erfiðleikar hjá Óslaxi hf.: Stööugt skipt um síur vegna vatnsmengunar Annasamt hefur verið hjá starfsmönnum Óslax hf. í Ólafsfírði undanfarna daga. Á laugardag fór vatn að gruggast í fískeldiskerum fyrirtækisins og hefur þurft að standa nótt sem nýtan dag yfír kerunum, skipta um síur og gera aðrar ráðstafanir til að koma í veg fyrir tjón af völdum mengunar í vatninu. Ármann Þórðarson, sem hefur yfirumsjón með fiskeldinu, sagði að sem betur fer hefði ekki orðið seiðadauði hjá fyrirtækinu en vatn til Óslax hf. gruggaðist í kjölfar skemmda á vatnsæð í skriðuföllunum á sunnudaginn. Reyndar var vatnið farið að gruggast áður en leiðslan skemmdist og það þegar á laugar- dag, en ntiklir vatnavextir voru þá vegna úrkomu. „Petta er auðvitað búið að vera hörmungarástand vegna þessara náttúruhamfara, en með dugnaði vona ég að menn hafi þetta af,“ sagði Ármann. Aðspurður um hvort hann teldi að endurskoða þyrfti forsendur fyrir fiskeldi í Ólafsfirði í kjölfar nýjustu atburða sagði hann: „Ég er ekki tilbúinn til að viðurkenna það. Þetta getur sjálfsagt komið fyrir einu sinni á öld eða svo. Þessir atburðir gefa tilefni til að um málin sé hugsað og hvernig bregðast eigi við áfalli sem þessu.“ Óslax hf. virðist því hafa sloppið við skakkaföll að mestu, ef frá er talinn kostnaður við yfir- vinnu og missir laxagildru í Ósn- um um helgina. EHB unt sem verst urðu úti í skriðun- um á sunnudag en tjón hefur ekki verið metið enda ógerlegt sem stendur. Þó er ljóst að það skiptir tugum milljóna króna, á húsbún- aði, innanstokksmunum og bif- reiðum, en a.m.k. ein bifreið er gjörónýt eftir hamfarirnar og margar bifreiðar meira eða minna skemmdar, rispaðar og dældaðar. Ljóst er að tryggingar bæta ekki tjón af völdum náttúruham- fara sem þessara og verður því að leita annarra ráð. Fulltrúi Við- lagasjóðs var væntanlegur í gær til Ölafsfjarðar til að kanna aðstæður og skoða tjónið. Hitaveituleiðslan í Garðsdal fór í sundur í skriðu en Ólafsfirð- ingar hafa þó enn hitaveitu því hún er tekin úr tveimur stöðum. Þá er Ijóst að kaldavatnsleiðslan hefur skemmst eða orðið fyrir hnjaski því lítill kraftur er á rennslinu. Atvinnulíf er, að sögn Guðbjarnar, meira og minna lamað eftir skriðuföllin því fólk þarf að huga að eigum sínum og fleiru, eins og eðlilegt er eftir slíkt áfall. Björgunarsveitin var kölluð út eftir hádegi í gær auk sjálfboða- liða og fóru margir til björgunar- starfa. Geysilegt starf hefur verið unnið undanfarna daga við hreinsun og björgun í bænum og fyrirbyggjandi aðgerðir björguðu því sem bjargað varð meðan vatn rann yfir byggðina úr fjallinu. Eftir helgina var farið á gröfum og jarðýtum upp í fjallshlíðina og farvegum breytt þannig að vatnið liætti að safnast sarnan í brekkun- um fyrir ofan bæinn. Til að bæta gráu ofan á svart voru áhöld um hvort tækist að halda einu samgönguleiðinni, veginum fram Ólafsfjörð og yfir Lágheiði, opinni. Vakt er höfð við veginn á verstu stöðunum en hann var vægast sagt tæpur milli bæjanna Hólmkots og Vatns- enda. EHB Ráðning framkvæmdastjóra ÚA: Málið enn óafgTeitt Stjórn Útgerðarfélags Akur- eyringa kom saman til fundar á mánudag. Á fundinum var m.a. rætt um ráðningu nýs framkvæmdastjóra fyrirtækis- ins en ekki var tekin ákvörðun í málinu. Samkvæmt heimildum blaðsins verður ekki gengið frá ráðning- unni í þessari viku en stefnt að því að gera það sem fyrst. Eins og komið hefur fram í blaðinu sóttu 14 aðilar um stöðuna og þar af óskuðu 7 þeirra nafnleyndar. -KK

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.