Dagur - 31.08.1988, Síða 3

Dagur - 31.08.1988, Síða 3
31. ágúst 1988 - DAGUR - 3 Norðurland vestra: Vantar 8-10 kennara - ástand verst á Siglufirði, Skagaströnd og Hofsósi Ástand í kennararáðningum á Norðurlandi vestra er að sögn Guðmundar Inga Leifssonar fræðslustjóra svipað og á sama tíma í fyrra. Eftir er að ráða í um 8-10 stöður í kjördæminu og er ástandið einna verst á Skagaströnd, Hofsósi og Siglu- firði. Aðeins fleiri menntaðir kennarar hafa ráðist til starfa en áður, þótt enn séu Ieiðbein- endur víða við kennsiu. Á Siglufirði vantar 2 stöður, 2Vi stöðu á Skagaströnd, IV2 á Hofsósi og annars staðar eina eða minna en eina stöðu. „Á þessum stöðum eru ekki einu sinni leið- beinendur í sigtinu, þannig að það lítur ekkert vel út, sérstak- lega á Siglufirði. Annars staðar verður þessu líklega reddað með stundakennurum eða réttinda- mönnum sem tækju kennsluna sem aukastarf," sagði Guðmund- ur Ingi. „Það er svolítið erfitt að bera þessa stöðu saman við sama tíma í fyrra því þá voru nýju lögin fyrst að taka gildi um hvernig ráða ætti réttindalausa kennara, eða leiðbeinendur. Þá biðu menn svolítið lengur með að ráða leið- beinendur, en þetta er nú í heild svipað og í fyrra,“ sagði Guð- mundur ennfremur. Það kom frá hjá Guðmundi að ágætlega leit út í vor með kennararáðningar fyrir haustið. En sfðan hefur verið mikið um það að kennarar hafa tilkynnt á miðju sumri að þeir hafi fengið önnur störf og sagði Guðmundur að þetta kæmi sér afar illa fyrir skólana. Um þessar mundir eru kennar- ar mikið á námskeiðum víða um land og sagði Guðmundur að mun meira væri um það í sumar, heldur en árið áður og kenndi því að kennarar hafi nýtt sér skatt- lausa árið í fyrra og unnið mikið að sumrinu. Aðspurður um nýjungar í skólastarfi næsta vetur sagði Guðmundur að búið væri að gera samkomulag á milli skólastjóra í kjördæminu að halda einum skóladegi í viku opnum fyrir fræðslu- og sam- starfsfundi fyrir kennara. Stefnt er að því að þriðjudagar verði fyrir valinu, m.a. vegna þess að það er mokstursdagur og menn gætu eitthvað ferðast á milli staða. Stundatöflu verður þannig hag- rætt að kennarar eigi auðvelt með að losna frá kennslu eftir hádegi á þriðjudegi og hitt kollega sína til skrafs og ráða- gerða. -bjb Hreindýraveiði ekki hafin - þótt veiðitímabilið sé meira en hálfnað Hreindýraveiðinienn á Aust- urlandi hafa enn ekki axlað byssur sínar og haldið til veiða. Egill Gunnarsson hreindýra- eftirlitsmaður á Egilsstöðum sagði að sér væri ekki kunnugt um neinn sem farið hefði af stað og bjóst hann ekki við að veiðar byrjuðu af alvöru fyrr en um mánaðamót. Veiði- tímabilið hófst þann 1. ágúst og stendur til 15. september. Á síðasta ári mátti fella 600 dýr, en kvótinn hefur verið minnkaður verulega, eða niður í 330 dýr. Veiðisvæðið er stórt eða allt Austurlandið, frá Hornafirði til Bakkafjarðar. Samkvæmt reglum fær hver hreppur leyfi til að fella ákveðinn fjölda dýra, minnst eitt dýr og mest 35 og dreifist veiðin á 32 hreppa, að sögn Runólfs Þórð- arsonar í menntamálaráðuneyt- inu. Egill Gunnarsson er ekki alls kostar ánægður með þessar regl- ur ráðuneytisins og segir barna- legt að vera að úthluta hreppum þar sem aldrei koma hreindýr, leyfi til að fella eitt dýr. „Menn eru búnir að fá leyfi til að skjóta eitt dýr, þeir fara af stað og eng- inn veit hvað gerist,“ sagði Egill, sem hafði stóran grun um að oft væru felld fleiri en þetta eina dýr sem leyfi var fyrir. „Menn hafa verið staðnir að verki.“ Egill segir að hreindýrum hafi fækkað stórkostlega á síðustu 6-8 árum og færi þeim enn fækkandi. Hann sagði það sína skoðun að friða ætti dýrin um tíma, eða allt upp í þrjú ár. Hugmyndir sínar hefðu þó engan hljómgrunn hlotið. „Allir vilja meira og stærra og þegar menn mega skjóta fá dýr, þá velja þeir þau stærstu úr,“ sagði Egill og var ófáanlegur til að segja hversu mikið veiðimenn fengu fyrir hvert dýr. „Þetta er hálúxusvara og verðið er geigvænlegt,“ sagði hann. Framboð af hreindýrakjöti minnkar talsvert nú með minnk- Nýlega var ekið á tvo kyrr- stæða bíla á Akureyri og sitja eigendur þeirra eftir með sárt ennið ef ekki tekst að finna tjónvaldana. Rannsóknarlög- reglan á Akureyri óskar eftir vitnum að þessum atvikum en báðar ákeyrslurnar urðu sama daginn; miðvikudaginn 24. ágúst. í fyrra tilvikinu var ekið á bif- reiðina A-2535, sem er brún Toyota, þar sem hún stóð á bíla- stæði við verslunina Norðurfell við Kaupang. Þetta gerðist um morguninn á tímabilinu frá 9.30 til 10.00. Bifreiðin skemmdist að framan. í síðara tilvikinu var ekið á bifreiðina A-1904 sem er græn Mazda fólksbifreið. Þetta gerðist við verslun KEA í Höfðahlíð 1 á tímanum milli kl. 14.00 og 15.00. Bifreiðin, sem stóð beint á móti versluninni, við norðurbrún gangstéttarinnar við Höfðahlíð, er mikið skemmd á vinstri hlið, m.a. brotnaði rúða í henni. andi kvóta, þannig að samkvæmt lögmáli framboðs og eftirspurnar eru líkur á að gott verð fáist fyrir dýrin, sem reyndar enn á eftir að fella. mþþ í báðum tilvikum yfirgáfu þeir sem óku á bílana staðinn án þess að gefa sig fram. Er hér um til- finnanlegt tjón að ræða fyrir eig- endur bílanna og eru vitni beðin um að gefa sig fram hið fyrsta. EHB Veðurspá: Ekkert sólbaðs- veður Það verður ekki hlýindunum fyrir að fara á Norðurlandi fram að helgi ef marka má spádóma Veðurstofu íslands. Á miðvikudag, fimmtudag og föstudag er spáð norðlægri átt með um fjórum til fimm vindstig- um. Einnig verður skýjað og rigning með köflum. Hiti þessa þrjá daga verður á bilinu 6-8 stig. Akureyri: Stungu af frá ákeyrslum - rannsóknarlögreglan óskar eftir vitnum SKÓLAVÖRUR Verslun á tveimur hæöum REIKNIVÉLAR Verslun á tveimur hæöum Kaupvangsstræti 4 töevut/eki sími 26100 Akureyri BOKVAL Kaupvangsstræti 4 sírni 26100 Akureyri RITVÉLAR ^tV*> _ Kaupvangsstræti 4 sími 26100 Akureyri TAL Leikfimi - Leikfimi Síðasta 2ja vikna námskeiðið áður en vetrarönn hefst, byrjar 5. september Tímar 3x í viku. Fyrir óvanar kl. 6 mánudag, miðvikudag, fimmtudag. Fyrir vanar kl. 7 mánudag, miðvikudag, fimmtu- dag. Tryggvabraut 22 Akureyri Erobik ★ Þrekhringur Vetrarstarfið hefst 19. september Við leggjum okkur fram um að fylgjast með nýjungum og bjóðum nú upp á fjölbreytta æfingatíma í heilsurækt. Allir kennararokkar hafa sótt námskeið í sumar á ýmsum sviðum heilsuræktar og koma því ferskir til starfa. Þú getur örugglega fundið flokk við þitt hæfi hvort sem þú ert karl eða kona, byrjandi eða í þjálfun. Aldur skiptir ekki máli. Aðstaðan er fyrsta flokks, með góðum æfingasölum, sturtum og saunaklefum. Hringdu nú þegarogfáðu upp- lýsingar. ViÖ gerum okkar besta við aö veita þér góöa þjón- ustu og hjálpa þér aÖ finna tíma viÖ þitt hæfi. FLOKKAR: 1. Kvennaleikfimi: Rólegir tímar fyrir óþjálfaðar konur og þær sem vilja fara sér hægt. 2. Róleg músikleikfimi: Framhaldstími. 3. Dagtími: Leikfimi með áherslu á maga, rass og læri. Hentar vel barns- hafandi konum og konum með barn á brjósti. Leikfimi og megrun: Styrkjandi æfingar fyrir þær sem vilja grennast. y Nýtl Leiðbeint um mataræði, persónuleg ~ leiðbeining fyrir hvern og einn. Vigtun, mæling, aðhald. Magi, rass og læri: Byrjendatími, mjúkt erobik. Styrkjandi og vaxtar- mótandi æfingar. Einnig unnið með létt handlóð fyrir upphandleggi. Engin hopp. Fjörugir tímar, fjörug tónlist. 6. Framhaldstími: Aðeins fyrir vanar. Hröð og eld- fjörug leikfimi fyrir þær sem eru í þjálfun. Dúndrandi tónlist - fjör. 7. Erobic: Fyrir byrjendur - karla og konur. Þol- þjálfun. Erobic: Fyrir framhaldsfólk. X Mýtt IA V 4. 8. 9. Þrekhringur: Erobik og tækjaleikfimi í sama tíman- um. Hörkutímar fyrir karla og konur. Fjör, hvatning með skemmtilegri tónlist. Leiðbeinandi stýrir hópnum. Dansnámskeiðin auglýst síðar Opið mán.-föst. frá kl. 17-20. Sími 24979. / / Tryggvabraut 22 Akureyri ^^cdiœ ■■■■ E VtSA WB6MH&Í

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.