Dagur


Dagur - 31.08.1988, Qupperneq 6

Dagur - 31.08.1988, Qupperneq 6
6 - DAGUR - 31. ágúst 1988 Knud menntaskólakennari leiðbeinir Guðrúnu Aðalgeirsdóttur. urðu að lokum bestu vinir og pilt- urinn snéri frá villu síns vegar. Dögg sagðist aldrei áður hafa far- ið á vinabæjamót, enda er hún 12 ára gömul. „Þetta var mjög skemmtilega ferð, heilmikið ævintýri allt saman,“ sagði hún. Ferðin æðisleg „Ferðin var æðislega skemmti- leg,“ sagði Ásdís Frímannsdóttir gullsmíðanemi. Ásdís hélt utan með skartgripi sem hún hefur gert, eyrnalokka, hringi og nælu. Hún sagði að sýningin, sem var samsýning norrænna listamanna, hefði vakið athygli. í lok vina- bæjamótsins var bæjaryfirvöldum færð veggmynd að gjöf, en hana unnu í samvinnu þeir þrír akur- eyrsku listamenn sem þátt tóku í sýningunni fyrir hönd Ákureyrar- bæjar. * Arstíðirnar Hrund Hlöðversdóttir var í svo- kölluðum framhaldsskólahóp, en í honum voru menntaskólanemar á aldrinum 16-18 ára. Krakkarnir höfðu aðsetur í menntaskóla ein- um í Randers þar sem þau mynd- uðu einn bekk og vann hann að ýmsum verkefnum. „Við vorum aðallega að vinna út frá árstíðun- um,“ sagði Hrund, en krakkarnir skiptu sér í hópa og gerðu leikrit um hverja árstíð fyrir sig og sýndu í lokin. Hrund sagði að leikritið hefði vakið mikla athygli, en krakkarnir gerðu allt sjálfir, leiktjöld og annað sem til þarf. „Ferðin var öll mjög skemmti- leg. Við bjuggum heima hjá fjöl- skyldum og kynntumst fólkinu því vel. Það voru allir svo opnir og maður kynntist fullt af fólki, sem við höldum áfram sambandi við. Það var mjög mikið um að vera alla vikuna og ekki hægt að komast yfir allt sem í boði var,“ sagði Hrund. Blásið í básúnu Big band hljómsveit Tónlistar- skólans stóð í ströngu á vina- bæjamótinu og tók þátt í fjölda hljómleika. Halldór Halldórsson er básúnuleikari í hljómsveitinni og hann sagði að ferðin hefði ver- ið hin gagnlegasta. Hljómsveitin var á námskeiðum fyrstu dagana þar sem danskur stjórnandi fór í saumana á hlutunum. „Þetta var gott námskeið og við urðum betri hljómsveit á eftir,“ sagði Halldór. Big bandið spilaði á mörgum hljómleikum eins og áður sagði, bæði eitt sér og með öðrum slík- um frá hinum bæjunum. Eitt sinn sameinuðust allar sveitirnar og spiluðu á útitónleikum á stóru torgi. Úr varð um 120 manna hljómsveit. Þá spilaði hljómsveit- in líka ein og sér og á tónleikum með öðrum sveitum. „Það var heilmikið spilað, maður er hálf þreyttur eftir þetta allt saman. En í fínu formi,“ sagði Halldór sem var ánægður með framlag hljómsveitarinnar og sagði hana hafa staðið sig með stökustu prýði. Stórsveit Tónlistarskólans á Akureyri leikur á útitónleikum í Randers. Rúmlega fimmtíu þátttakend- ! ur voru frá Akureyri og var stærsti hlutinn félagar í Big band hljómsveit Tónlistarskólans. ! Einnig fóru ungir myndlistar- menn til Randers þar sem þeir unnu að margvíslegum verkefn- i um. Akureyrskir listamenn, þeir 1 Jón Geir Ágústsson og dóttir hans Margrét Jónsdóttir og Ásdís Frímannsdóttir fóru einnig og tóku þátt í samsýningu norrænna j listamanna. Þá voru og með í för j fulltrúar bæjarstjórnar og Nor- j ræna félagsins. Ingólfur Ármannsson sem fór fyrir íslenska hópnum sagði ferð- ina hafa verið afar ánægjulega og þátttakendur hefðu verið hinir kátustu. „Það voru allir ánægðir með það fyrirkomulag að gista á einkaheimilum. Við það kynnt- ust þau danskri menningu vel,“ sagði Ingólfur. Hóparnir unnu sem áður sagði að mismunandi verkefnum og í gangi voru ýmiss konar hópar, eins og myndbandshópur, mynd- listarhópar af ýmsum toga og einnig unnu nemendur í fram- haldsskólum að verkefni sem tengdist námi þeirra. Töskuþjófurinn í myndbandshópi voru tveir Akureyringar, þau Dögg Matt- híasdóttir og Baldvin Valgarðs- son. Þau unnu alla vikuna að gerð myndbands sem hlaut nafn- ið Töskuþjófurinn, en þemað í öllum myndböndunum átti að vera vináttan. Dögg sagði að það hefði verið spennandi að taka þátt í að búa til þetta myndband og ferðin í heild hefði verið hin skemmtileg- asta. Myndbandið fjallar eins og nafnið bendir til um töskuþjóf og var piltur einn í hlutverki hans, en Dögg ásamt norrænum félög- um sínum voru í hlutverki vin- kvenna, sem reyndu að hafa uppi á strák. Leikar fór svo að allir Nokkrir ur norræna menntaskolabekknum að vinnu. og Rannveig Helgadóttir lengst til vinstri. Hrund Hlöðversdóttir Myndir: JHÁ Að loknu vel heppnuc vinahæjamóti í Randei Vinabæjamóti í Randers í Danmörku er nýlokið, en þangað lagði stór hópur Akureyr- inga leið sína. Ferðin tókst í alla stað vel og voru menn ánægðir að henni lokinni. Vina- bæjamót þetta var hið fyrsta í nýrri fimm ára áætlun þar sem áhersla verður lögð á víð- tæk samskipti á milli þjóðanna, en áður hafa vinabæjamótin einkum verið á sviði æskulýðs- og íþróttamála. Vinabæir Akureyrar eru, fyrir utan Randers í Danmörku, Vásterás í Svíþjóð, Lahti í Finnlandi ogÁlasund í Noregi. Vinabæjamótin eiga sér langa sögu og hafa þau stuðlað að aukinni samvinnu landanna á milli.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.