Dagur - 31.08.1988, Side 16
m
Akureyri, miðvikudagur 31. ágúst 1988
TEKJUBREF• KJARABREF
FJARMAL ÞIN - SERGREIN OKKAR
TJARFESTINGARFELAGID
Ráðhústorgi 3, Akureyri
Stéttarsamband
bænda:
Aðalfimdur
hefst í dag
Aðalfundur Stéttarsambands
bænda hefst í dag á Hótel
Eddu á Akureyri.
Fundurinn verður settur kl. 10
árdegis og eftir að starfsmenn
fundarins hafa verið kosnir, flyt-
ur formaður Stéttarsambandsins
skýrslu sína. Að því loknu flytur
landbúnaðarráðherra ræðu og
gestir ávarpa þingið. Eftir matar-
hlé hefjast umræður og nefnda-
störf og liggja fjölmörg mál fyrir
fundinum.
Aðalfundi Stéttarsambands
bænda lýkur á föstudagskvöld.
Verðlagsstofnun:
Strangt
aðhald
Ríkisstjórnin hefur falið Yerð-
lagsstofnun að framfylgja
ákvörðun sinni um verðstöðv-
un sem sett var 27. ágúst til 30.
september. Verðlagsstofnun
mun gera viðmiðun við verð-
lagningu um miðjan ágúst sl.
Þar sem um er að ræða algjöra
verðstöðvun eru allar verðhækk-
anir óheimilar án tillits til af
hvaða ástæðum kostnaðartilefni
kunni að stafa.
Starfsmenn Verðlagsstofnunar
munu fara í fyrirtæki og komi í
ljós að einhver þeirra hafi gerst
brotleg við lögin verður gripið til
viðeigandi ráðstafana í formi
nafnbirtingar og kæru.
Hvað snertir verðhækkanir
sem orðið liafa frá miðjum ágúst
fram að gildistöku verðstöðvun-
arinnar niun Verðlagsstofnun
eins og kostur er greina frá nöfn-
unr þeirra fyrirtækja senr hafa
hækkað og hvetja þau til þess að
færa verðlagninguna í fyrra horf.
Takist það ekki strax með þeim
hætti mun stofnunin leggja til við
verðlagsráð að gripið verði til
beinna aðgerða t.d. að sett verði
ákvæði um hámarksverð.
Verðlagsstofnun hvetur fólk til
þess að hafa samband verði það
vart við að verð hækki á verð-
stöðvunartímanum og verður um
að ræða sérstakan síma þar sem
fólk getur komið athugasemdum
á framfæri. KR
Veruleg hækkun á
kjamfóðri í haust
Ósköp væri það notalegt ef blessuð sólin léti sjá sig dálítið of'tar. Mynd: TLV
Að öllu óbreyttu stefnir í veru-
lega hækkun á kjarnfóðri í
haust. Astæðurnar eru miklir
þurrkar í Bandaríkjunum í
sumar og einnig sú ákvörðun
Evrópubandalagsins að hætta
að niðurgreiða hráefni til
kjarnfóðurframleiðslu til út-
flutnings.
Arni Bragason hjá Búnaðar-
deild Sambandsins segir að þess-
ara áhrifa sé ekki enn farið að
gæta hér á landi og verðstöðvun
ríkisstjórnarinnar fresti einungis
óhjákvæmilegum verðhækkunum
á kjarnfóðri. „Hækkanirnar
skella á í haust og það er ekkert
sem bendir til þess að heims-
markaðsverð á kjarnfóðurhráefni
eigi eftir að fara lækkandi á næst-
unni,“ sagði Árni í samtali við
Dag.
í sama streng tók Hjörleifur
Jónsson forstjóri Fóðurblönd-
unnar hf. „Verðið ræðst mikið af
því hvernig uppskeran verður í
Bandaríkjunum nú í september.
Nýjustu fréttir eru að ekki líti
eins illa út með uppskeruna og
var haldið fyrr í sumar Þetta gæti
slegið eitthvað á verðið, en
hækkunin verður alltaf tölu-
verð,“ sagði Hjörleifur Jónsson
hjá Fóðurblöndunni hf.
„Þarf lagabreytingu tíl að
greiða úr verðjöfnunarsjóði"
- segir Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsmálaráðherra
vegna erfiðleika rækjuvinnslustöðva
í skýrslu sem Þjóöhagsstofnun
sendi frá sér fyrir skömmu
kcmur fram að rækjuvinnslan
var rekin með tæplega 250
milljóna króna halla í fyrra.
Þetta er langversta afkoma
þessarar vinnslu frá upphafi og
í ár hefur heimsmarkaðsverð á
rækju farið lækkandi þannig
að ekki lítur vel út í þessari
vinnslugrein.
Forráðamenn rækjuvinnslunn-
ar gengu á fund Halldórs
Ásgrímssonar sjávarútvegsráð-
herra í síðustu viku til að ræða
Hafnarstjórn Dalvíkur:
Leitar tilboða í
dýpkimarframkvæmdir
Hafnarstjórn Dalvíkur leitar
um þessar mundir tilboða í
dýpkunarframkvæmdir í Dal-
víkurhöfn. Að sögn Kristjáns
Júlíussonar bæjarstjóra er hér
um töluvert verk að ræða og
æskilegt að framkvæmdir geti
hafist sem fyrst.
„Við fengum tillögur frá Vita-
og hafnamálastofnun, sem við
fórum yfir hér á hafnarnefndar-
fundi og óskuðum í framhaldi af
því eftir örlitlum breytingum.
Stofnunin á síðan eftir að útfæra
þær bctur en breytingar sem við
fórum fram á eru það smávægi-
legar að við erum farnir að leita
eftir tilboði í verkið út frá þeim
hugmyndum sem komnar eru
fram,“ sagði Kristján.
„Staðurinn byggir á sjávarút-
vegi og okkar kappsmál er að
koma þessari framkvæmd af stað
sem fyrst en það ræðst af þeim
verkefnum sem fyrir liggja hjá
þeim aöilum sem þetta geta
unnið,“ sagði Kristján ennfrem-
ur.
Ástandið í höfninni á Dalvík
er þannig, að togarinn Björgvin
EA, þarf að sæta sjávarföllum til
þess að komast að og frá höfninni
án þess að rekast í botninn. -KK
málefni rækjuvinnslustöðva. Þeir
fóru m.a. fram á að greitt yrði úr
verðjöfnunarsjóði til vinnslu-
stöðva, en innborgun rækju-
vinnslunnar til sjóðsins nemur
um 480 milljónum.
Halldór Ásgrímsson sjávarút-
vegsráðherra sagði í samtali við
Dag að málefni verðjöfnunar-
sjóðsins í heild væru í endurskoð-
un. Nefnd sem hann hefði skipað
síðasta vetur hefði skilað áliti og
þar væri lagt til að sjóðurinn yrði
lagður niður. Hins vegar væru í
gildi lög fyrir sjóðinn og ekki væri
hægt að greiða úr sjóðnum nema
samkvæmt þeim lögum. Sagði
ráðherrann að hann myndi leggja
fram nýtt frumvarp um starfsemi
verðjöfnunarsjóðs í haust, en
ekki vildi ráðherrann segja hvaða
forsendur myndu verða notaðar í
sambandi við útgreiðslur á fjár-
munum sjóðsins.
Samkvæmt núverandi lögum er
einungis greitt úr verðjöfnunar-
sjóðnum þegar heimsmarkaðs-
verð fer undir visst lágmarks-
verð. Heimsmarkaðsverð á rækj-
um hefur lækkað um 10% á þessu
ári og er því vinnslan rekin með
um 9% halla. Þess vegna er nú
greitt úr sjóðnum og koma um
2% til útgreiðslu.
Rækjuframleiðendum finnst
það ekki mikið og Lárus Jónsson
framkvæmdastjóri Félags rækju-
og hörpudisksframleiðenda sagði
að rækjuframleiðendur um allt
land stæðu nú mjög illa. „Við
teljum eðlilegt að þegar lögunum
verður breytt þá verði greitt í
réttu hlutfalli við inngreiðslur.“
Hráefniskostnaður er mjög hár
hluti af breytilegum kostnaði
rækjuvinnslunnar, en Lárus sagði
að einungis hluti af því væri til
kominn vegna yfirboða kaup-
enda. AP
Heimsmarkaðsverð á hráefni
hefur hækkað um allt að 100%
frá því í maí á þessu ári og einnig
hefur innlent hráefni, t.d. gras-
kögglar og fiskimjöl, hækkað
mikið. Þessi hækkun mun því
leggjast þyngst á svínafram-
leiðendur og einnig hænsnafram-
leiðendur vegna þess að mest er
notast við innflutt hráefni í þeirri
framleiðslu. En hækkunin mun
einnig koma við buddu kúa- og
sauðfjárbænda, enda má gera ráð
fyrir því að meðalkýr, hér á landi
éti um 600 kg af kjarnfóðri á ári.
Þórshöfh:
Starfsfólk
vantar að
heilsugæslunni
A undanförnum árum hefur
oft gengið erfiölega að ráða
sérmenntað starfsfólk að
heilsugæslustöðvum í dreif-
býli. Þórshafnarbúar hafa ekki
farið farið varhluta af þessu
frekar en íbúar annarra dreif-
býlisstaða.
Ástand þessara mála á Þórs-
höfn er þannig í dag að þangað
vantar sárlega hjúkrunarfræðing,
sem getur tekið að sér starf
hjúkrunarforstjóra, og Ijósmóð-
ur. Læknir er á Þórshöfn en hann
fer í lok október og er ekki vitað
hvernig læknismálin munu standa
eftir það.
Sveitarstjórn Þórshafnar hefur
reynt að hlúa sem best að heilsu-
gæslu og öldrunarþjónustu og er
m.a. vinna við innréttingu nýrrar
heilsugæslustöðvar vel á veg
komin. Til öldrunarþjónustu hef-
ur gengið sæmilega að ráða
starfsfólk og hefur verið reynt að
fá sjúkraliða og jafnvel ófaglært
fólk til að sinna henni meðan
ekki fást hjúkrunarfræðingar til
starfa. Áætlað er að heilsugæslu-
stöðin nýja verði tilbúin til notk-
unar snemma á næsta ári. EHB
Skagaíjörður:
Mjólkurbfll valt
- vegkantur gaf sig undan þunganum
Mjólkurbíll frá Mjólkursam-
lagi Kaupfélags Skagfírðinga
valt við bæinn Fell í Sléttu-
Idíð sl. mánudag þegar hann
var að mæta flutningabfl, sem
vék illa. Vegkanturinn gaf sig
og lagðist bfllinn á toppinn,
fullur af mjólk. Tengivagn
sem var aftan í valt ekki, en
hann var einnig fullur af
mjólk, og skemmdist ekkert.
Mjólkurbíllinn er mikið
skemmdur, aðallega stýris-
húsið, en ökumaður síapp
ómeiddur.
Miklar rigningar hafa verið á
þessu svæði og því ekki nema
von að vegkanturinn hafi gefið
sig undan þunganum, fullum
mjólkurbíl með tengivagni aft-
an í, sem í það heila eru upp
undir 30 tonn að þyngd. -bjb
Mjólkurbíllinn á hvolfí í Sléttuhlíðinni.
Mynd: TLV