Dagur - 06.09.1988, Page 13

Dagur - 06.09.1988, Page 13
Síðbúin minning: Þorsteinn M. Símonarson Fæddur 19. ágúst 1912 - Dáinn 4. janúar 1988 Þorsteinn Marinó Símonarson andaðist á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri 4. janúar síðast- liðinn eftir 9 vikna erfiða legu. Jarðarför hans var gerð frá Akur- eyrarkirkju 13. janúar og fjöl- menni var þrátt fyrir mjög vont veður. Þorsteinn fæddist á Dalvík 19. ágúst 1912 sonur hjónanna Jór- unnar Magnúsdóttur og Símonar Jónssonar. Til Grímseyjar fluttist hann með foreldrúm sínum og systkinum árið 1920 og ólst þar upp við sjósókn á árabátum og síðar opnum vélbátum og við þann landbúnað sem stundaður var í eyjunni. Á stríðsárunum urðu miklar sviptingar í lífi margra og um 1940 fór Þorsteinn burt úr Gríms- ey. Fyrstu árin stundaði hann sjó á stærri skipum var á Narfa með Guðmundi Jörundssyni 1941 og 1942 með Finni Daníelssyni á Hring. Á þeim skipum fór hann margar fisksöluferðir til Bret- lands um það hættulega stríðs- svæði. Seinna fór Þorsteinn í eig- in útgerð, sem ekki skilaði hon- um þeirri afkomu er allir útgerð- armenn vonast eftir. Árið 1944 keypti hann íbúð í Norðurgötu 33 á Akureyri og 1947 byggði hann Norðurgötu 56 og þar bjó hann upp frá því. Aldraða foreldra sína tók hann til sín eftir að hann stofnaði heimili á Akureyri en þau önduð- ust bæði í hárri elli. í Norðurgötu 33 og seinna í Norðurgötu 56 var nánast opið hús öllum Grímseyingum sem á Akureyri þurftu að dvelja og var það af mörgum vel þegið og vel nýtt. 8. nóvember 1969 var mikill lánsdagur í lífi Þorsteins en þá kom til hans sem ráðskona Bára Kjartansdóttir frá Miðhvammi í Aðaldal og 9. nóvember 1971 gengu þau í hjónaband, sem átti eftir að skapa þeim mestu ham- ingjustundir lífs þeirra. Eftir að Þorsteinn hætti útgerð, stundaði hann ýmsa vinnu svo sem skipavinnu og byggingavinnu og á sútunarverk- smiðjunni vann hann í níu ár. En 1971 byrjaði hann að binda bæk- ur og þar var hann kominn í það starf sem honum líkaði best enda maðurinn handlagið snyrtimenni. Þorsteini kynntist ég ekki í Grímsey umfram aðra, enda aldursmunur okkar nokkur en ég minnist hans þar sem prúðmennis og friðsemdarmanns. Ég man til dæmis aldrei eftir honum í illdeil- um við nokkurn mann eða í slagsmálum á dansleikjum, sem var þó hluti skemmtanahalds þess tíma og margir stunduðu meira af vilja en mætti. Trillubát átti Þorsteinn og gerði út meðan hann var í eyj- unni og mér stráklingnum sem fékk að fara með í einn línuróður þótti ævintýraljómi yfir þeirri útgerð. Björn móðurbróðir minn var formaður á bátnum og við fengum hlaðafla af ágætis þorski. Á árunum 1956 til 1959 kynnt- ist ég Þorsteinni en þá gerðum við út báta af svipaðri stærð, hann Kára sem var um 12 tonn en ég Björgu sem var 16 tonn. Veiðisvæðið yfir sumartímann var úti fyrir Norðurlandi og þar vorum við á báðum bátunum. Þorsteinn var svo heppinn að fá um tíma sem formann á Kára færeyska skipstjórann og hraust- mennið Sofus Peterson frá Fam- ien á Suðurey og sóttu þeir oft góðan afla vestur á Húnaflóa en þar var Sofus mjög vel kunnugur. Þessi sumur hittumst við oft og höfðum mikið samband í gegnum talstöðvar bátanna. Sumar veiði- ferðirnar gátu orðið nokkuð langar þegar illa viðraði en allur fiskur var saltaður um borð. Svo í nóvember síðastliðnum þegar ég var staddur á Akureyri mætti ég Báru konu Þorsteins. Hún sagði mér að hann væri kominn á sjúkrahúsið og bata- horfur væru litlar sent engar. „Líttu heldur til hans í fyrri heimsóknartímanum því það koma svo margir á kvöldin,“ sagði hún um leið og við kvöddumst. Ég fór strax upp á sjúkrahús og þar hitti ég fyrir mann sem var búinn að játa sig sigraðan af hin- um herskáa sjúkdómi krabba- meininu en var á engan hátt sátt- ur við. Smám saman færðist talið yfir að því tímabili er leiðir okkar lágu saman og vinur hans sem var í heimsókn var svo hugulsamur að skilja okkur eina eftir. Okkur tókst þarna að fara í huganum eina ferð um þau hafsvæði sem við þekktum svo vel og lifa upp atburði og skemmtilegheit sem fyrir komu, ekki hvað síst er við lágum vegna verðurs inni á Djúpuvík ásamt fleiri bátum og þar hittust nokkrir gamlir Gríms- eyingar, sem tóku upp hjal af léttara taginu eins og þeir eiga svo einstaklega gott með. Mér varð þessi stund hjá Þor- steini dýrmæt og ég vona og veit reyndar að hún var honum nokk- urs virði. Það fannst mér líka sönnun þess er konan hans sendi mér nokkru eftir jarðarförina forláta flatningshníf sem hann átti og hafði dálæti á og vildi endiiega að ég fengi. Ég vil þakka Þorsteini ánægju- leg samskipti og óbreytanlega Ijúfmennsku, kynni okkar af svona mönnum eru alltaf til góðs. Dóttir Báru og tengdasonur ásamt sonum þeirra sakna Þor- steins mikið því samband þar á milli var mjög náið og má segja að það hafi verið hans raunveru- lega fjölskylda. Einn son sinn létu þau hjónin heita í höfuðið á honum. Missir Báru er mikill því hjónaband þeirra var framúr- skarandi gott það leyndist engum sem til þeirra kom og tók þátt í fjörugum umræðum yfir rjúkandi kaffibolla. Ég vona að henni komi til með að líða vel á Húsa- vík því þar er hún nær sínum afkomendum, en margir munu sakna Þorsteins og hennar úr Norðurgötu 56. Að endingu votta ég Báru, ættingjum hennar, ættingjum hans og vinum, samúð mína. Haraldur Jóhannsson. Útför móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, BRÍETAR ÍSLEIFSDÓTTUR, fer fram frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 7. september kl. 13.30. Hólmfríður Guðmundsdóttir, Sigurður Leósson, Bryndís Gunnarsdóttir, Bjarni Jónsson, Guðmundur Viðar Gunnarsson, Margrét Svanlaugsdóttir og barnabarnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför, SKARPHÉÐINS HALLDÓRSSONAR, fyrrverandi sparisjóðsstjóra. Kristín Sigurbjörnsdóttir, Gunndís Skarphéðinsdóttir, Ragnar H. Bjarnason, Guðrún Skarphéðinsdóttir, Leifur E. Ægisson, Gunnar Skarphéðinsson, Harpa Hansen, Sigrún Skarphéðinsdóttir, Sigurður G. Ringsted, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför sonar okkar og bróður, MARINÓS JÓHANNS JÓHANNSSONAR, Karlsbraut 1, Dalvík. Kristín S. Sigtryggsdóttir, Jóhann Kristjánsson, Kristján Loftur Jóhannsson, Arnfríður Jóhannsdóttir, Sigþór Björnsson, Hjörleifur Jóhannsson, Þorgerður Sveinbjarnardóttir, Rósa Jóhannsdóttir, Einar Arnþórsson, Sigtryggur Jóhannsson, Sólveig Kristjánsdóttir. Útför eiginmanns míns og föður okkar, SIGURBJÖRNS V. ÞORSTEINSSONAR, húsasmiðs, Skarðshlfð 25 a, Akureyri, fer fram frá Glerárkirkju þriðjudaginn 6. sept. kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans láti byggingasjóð Glerárkirkju njóta þess. Margrét Sigurðardóttir og börn. 6. september 1988 - DAGUR - 13 Kennsla á hljómborð og rafmagnsorgel Byrjendanámskeið og framhald. Innritun í síma 24769 eftir klukkan 17.00. Orgelskóli Gígju. Atvinna - Atvinna SAUMASTÖRF Óskum eftir að ráða starfsfólk við saumaskap V2 eða allan daginn. PRJÓNASTÖRF Okkur vantar einnig starfsmenn á dagvakt við prjónavélar. Upplýsingar hjá starfsmannastjóra sími 21900. (220). / * Alafoss hf., Akureyri. við Grunnskólann í Grímsey sem fyrst. Frítt húsnæði fylgir. Uppl. í símum 96-73123 og 96-73115. Atvinna - konur Viljum ráða nú þegar konur til starfa í vetur. Bónusvinna. Hálfs- eða heilsdagsstörf. Ennfremur viljum við ráða konur á kvöldvakt, vinnu- tími: 17.00-22.00. Upplýsingar hjá verkstjórum á staðnum. K. Jonsson & Co. hf. Niðursuðuverksmiðja. Stýrimaður Stýrimaður óskast á Bjarma EA-13 frá Dalvík sem er á rækjuveiðum. Upplýsingar í símum 96-61885 og 96-61157. BLIKI HF. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Staða yfirlæknis við Fæðinga- og kvensjúkdómadeild sjúkra- hússins er laus til umsóknar. Staðan verður veitt frá 1. febrúar 1989. Umsóknarfrestur framlengist til 30. september 1988. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf, sendist framkvæmdastjóra sjúkrahússins, Halldóri Jónssyni, sem einnig veitir nánari upplýsingar. Stjórn Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.