Dagur - 10.09.1988, Side 12

Dagur - 10.09.1988, Side 12
12 - DAGUR - 10. september 1988 Við íslendingar... Kristín Inga og Sigrún með eina klippimyndina frá námskeiðinu í Dan- mörku. iðgjald fyrir trygginguna og það fannst mér hart af því að umferð- in var svo miklu öruggari úti.“ Hundadýrkun og innflytjendavandamál „Þessi umferðarmál vöktu athygli okkar og svo hundadýrkunin þeirra, hana kunnum við alls ekki að meta. Hundafarganið er alveg ótrúlegt. Við bjuggum í blokk, einni af þrem sem stóðu saman og þar voru um 200 íbúðir en yfir 50 hundar af öllum stærðum og gerðum. Það var farið með þá upp og niður í lyftunum, skildu þeir þar oft eftir hlandpolla og einnig við húsveggina. Græn svæði voru umhverfis blokkirnar og við vorum óskaplega hamingju- söm þegar við sjáum þau, þetta væru góð svæði fyrir börnin til að leika sér. Þegar betur var að gáð var grasið þakið hundaskít, fólk- ið sleppti hundunum þar lausum og þreif ekki upp eftir þá. Stund- um fannst mér að hundarnir hefðu meiri rétt en börnin þarna. Eitt mál enn vakti athygli okkar, það var hvað Danir standa okkur langt að baki varðandi reykingavarnir. Það stakk okkur dálítið að ails staðar var reykt, t.d. voru öskubakkar á snyrting- um. Það var beðið um að ekki væri reykt í skólastofum þar sem við sóttum námskeiðin en þar var reykt á göngunum. íslensk kona sem fór á sjúkrahús til að heim- sækja sængurkonu sagði okkur að reykt hefði verið inni á sjúkra- húsinu í kringum kornabörnin. Reykingar þykja svona sjálfsagð- ar, Danir eru mörgum árum á eftir okkur hvað þetta varðar. Þetta fór í taugarnar á mér, þó urðum við vör við að áróður gegn reykingum var að byrja. Svo voru það innflytjendamál- in. í Danmörku eru þúsundir af innflytjendum sem aðallega koma frá Asíu. Hefur þeim fjölg- að mjög hin seinni ár. Danir hafa þóst vilja vera góðu mennirnir og tekið á móti flestum þeim sem þangað hafa viljað koma. En þeir hafa gleymt að hugsa dæmið til enda. Nú er svo komið að inn- flytjendurnir skapa stórt vanda- mál sem á eftir að versna. í Dan- mörku er atvinnuleysi og þetta fólk á erfitt með að komast inn á vinnumarkaðinn því þar hafa Danir forgang. Innflytjendurnir koma í flestum tilfellum aura- lausir og þarf ríkið að útvega þeim húsnæði og sjá þeim far- borða og vekur það litla hrifn- ingu hjá þeim er borga skattana. Menning, tunga og siðir sem þetta fólk hefur alist upp við er mjög ólíkt því sem er í Dan- mörku. Það gengur hægt hjá innflytj- endunum að aðlagast dönsku samfélagi, þeir fá ekki vinnu og halda sig því heima við og ein- angrast. Dönum finnst nú þessu fólki vera ofaukið. Við sáum nokkur dæmi um að til ryskinga kom milli Dana og innflytjenda. Danir óttast að ástandið eigi eftir að versna þegar börn innflytjend- anna, sem eru alin upp í Dan- mörku, fara að gera sömu kröfur til lífsins og Danir sjálfir. Hvað gerist þá? Einn danskur stjórnmálaflokk- ur, Framfaraflokkurinn, hefur á stefnuskrá sinni að senda inn- flytjendurna til síns heima og í kosningunum í vor vann hann stórsigur. Eg tel að við íslendingar höf- um staðið rétt að þessum málum með því að taka við fáum ein- staklingum í einu og hjálpa þeim að aðlagast íslensku þjóðfélagi svo að þeir verði fljótt nýtir þjóð- félagsþegnar. Mesti misskilningurinn „Dönum finnst ótrúlegt að hér skuli ekki vera atvinnuleysi. Ég var að heyra það í fréttum að 300 þúsund vinnufærir menn fengju ekki atvinnu í Danmörku. Það eru til dæmi um 25-30 ára gamalt fólk sem aldrei hefur unnið og veit ekki hvað vinna er, það hef- ur verið langtímum í skóla og þegar það kemur út úr skólanum er ekkert fyrir það að gera. Við megum þakka fyrir að hafa atvinnu og við sjáum það núna að við íslendingar höfum það gott, eiginlega allt of gott því við kunnum ekki að meta það sem við höfum og viljum alltaf fá meira og meira. Okkur finnst rosalegt að vera að koma hér inn í þessa verðbólgu. Okkur finnst verðlag hafa hækkað geigvænlega hérna á þessu eina ári, sérstak- lega verðlag á matvöru, kjöti og grænmeti. Að þrjár rófur kosti núna 300 krónur á ég erfitt að sætta mig við. Svínakjöt sáum við auglýst á útsölu á Húsavík en kílóið var langt yfir þúsund krónum, það var ekki líkt verð- laginu í Danmörku. Við keyptum stundum íslenskt lambakjöt í Danmörku, það var betra en það nýsjálenska, íslenskt lambalæri fengum við fyrir svona 500 krón- ur íslenskar." - Voruð þið ekki að ferðast um áður en þið komuð heim? „Bíllinn kom að góðum notum, við ferðuðumst um Evr- ópu á Þ-bílnum' og númerið vakti alls staðar jafn mikla athygli. Við fórum í rúmlega tveggja vikna ferð, tókum á Ieigu sumarhús í Austurríki, eftir vikudvöl þar ókum við til Júgóslavíu og gistum í tjaldi. Okkur fannst erfitt að vera í tjaldútilegu þegar hitinn var meira en 30 stig. Einnig ferð- uðumst við talsvert um Danmörku." - Að lokum, kom ekki margt skemmtilegt fyrir á þessu ári? „Maður var illa að sér í dönsk- unni þegar maður kom út og það átti eftir að valda smá erfiðleik- um og misskilningi. Rétt eftir að við komum fannst okkur óvarlegt að hafa kerruna ólæsta á bíla- stæðinu. Við fengum leyfi til að setja keðju utan um ljósastaur svo hægt væri að læsa kerrunni með hengilás. Við mældum hvað þyrfti langa keðju og héldum síð- an af stað til að kaupa keðjuna, það var einn og fjörutíu sem við þurftum og við báðum um „en og fyrre“ í búðinni. Það kom ein- kennilegur svipur á verslunar- manninn, hann fór og kallaði á yfirmann sinn og eftir svolitla stund komu þeir báðir og sögðust ekki eiga nema 26,5 metra. Við héldum að það dygði, þeir spurðu aftur hvað við ætluðum að fá mikið og það var „en og fyrre“. Þá urðu þeir mjög vand- ræðalegir og vissu ekkert hvað þeir áttu að gera fyrir okkur, en fljótlega áttuðum við okkur samt á því að við vorum að biðja þá um 41 metra af þessari voldugu keðju.“ IM Nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum fer fram í skrifstofu embættisins, á neðangreindum tíma: Hallgilsstöðum, Hálshreppi, þingl. eigandi Tryggvi Stefáns- son, miðvikudaginn 14. sept- ember 1988 kl. 10.00. Uppboðsbeiðandi er Árni Páls- son hdl. Laugartúni 18, Svalbarðseyri, þingl. eigandi Bjarni Hólm- grímsson, miðvikudaginn 14. september 1988 kl. 10.10. Uppboðsbeiðendur eru: Jón Egilsson og Árni Pálsson hdl. Neðri Dálksstöðum, Sval- barðsströnd, þingl. eigandi Ingi Þór Ingimarsson, miðvikudag- inn 14. september 1988 kl. 10.20. Uppboðsbeiðandi er Árni Páls- son hdl. Sýslumaður Þingeyjarsýslu. Heilræði Geymið lyf þar sem böm ná ekki til. Fjölbýlishúsið sem fjölskyldan bjó í í Árhus, nóg var af grænum flötum þótt' þær reyndust ekki heppileg leiksvæði fyrir unga fólkið. Stýrimann og vélstjóra vantar á 80 tonna bát frá Ólafsfirði. Upplýsingar í síma 96-62484. Utvegsmenn Norðurlandi Útvegsmannafélag Norðurlands boðar til fundar í Sjallanum (litla sal) mánudaginn 12. september nk. ki. 20.00. Fundarefni: Staða útgerðar. Sjávarútvegsráðherra Halldór Ásgrímsson og for- maður L.Í.Ú. Kristján Ragnarsson koma á fundinn. Fjölmennið nú og takið þátt í umræðum. Stjórnin. tikj Evrópuráðið býður WB fram styrki til framhaldsnáms starfandi og verðandi verkmennta- kennara á árinu 1989. Styrkirnir eru fólgnir í greiðslu far- gjalda milli landa og dagpeningum fyrir hálfan mánuð eða allt að sex mánuði. Umsækjendur skulu helst vera á aldrinum 26-50 ára og hafa stundað kennslu við verkmenntaskóla eða leiðbein- ingarstörf hjá iðnfyrirtæki í að minnsta kosti þrjú ár. Sérstök umsóknareyðublöð fást í menntamálaráðuneyt- inu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík. Umsóknir skulu hafa borist ráðuneytinu fyrir 10. október 1988. Menntamálaráðuneytið, 7. september 1988. it Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vin- arhug við andlát og jarðarför, GUÐLAUGAR MARGRÉTAR ÞORSTEINSDÓTTUR, Goðabyggð 1, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks Lyfjadeildar Fjórðungssjúkra- hússins. Gestur Ólafsson. Ragnheiður Gestsdóttir.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.