Dagur - 10.09.1988, Blaðsíða 11
10. september 1988 - DAGUR - 11
Mynd: IM
var ég á kvöldnámskeiðum, m.a.
leðurvinnu, keramik, klippi-
myndagerð, silkimálun og postu-
línsmálun. Mér líkaði mjög vel á
flestum þessum námskeiðum og
hafði mikið gagn af þeim, bæði
fyrir sjálfa mig og vonandi líka í
kennslunni."
- Hvernig líkaði þér sem hús-
móður í Danmörku?
„Fyrst í stað lentum við í hálf-
gerðum vandræðum með að velja
í matinn. Við sáum lítið af lamba-
kjöti og fiski sem auk þess var
dýr. Nóg var til af svínakjöti og
kjúklingum, og þótt það væri einna
ódýrasti maturinn kunnum við
ekki við að borða hann upp á
hvern dag svona allt í einu. Danir
borða mikið af brauði og alls kon-
ar áleggi. Við fengum sendan fisk
frá íslandi og það var ágætt að
geta haft fisk annars lagið. Okkur
líkaði danski maturinn vel þegar
á leið og söknum hans svolítið
eftir að við komum heim.“ „Pað
sýnir hvað maðurinn er fljótur að
aðlagast," sagði Gunniaugur.
„Danir eru miklu meira með
grænmeti en við og það er ódýrt
þar,“ sagði Sigrún.
„Ég held að Danir hafi mjög
mikla ánægju af að borða og
passa vel upp á að sveita ekki,“
sagði Gunnlaugur. „Og þeir gefa
sér góðan tíma, sitja og njóta
matarins. Þetta er allt öðruvísi
þar, Danir vinna bara dagvinnu
og það eru flestir komnir heim
um fjögurleytið, síðan borðar öll
fjölskyldan saman klukkan fimm
eða sex og gefur sér góðan tíma
til þess. Danir eru miklu rólegri
og afslappaðri en við íslendingar
og hafa nægan tíma fyrir sjáifa
sig og leggja áherslu á aðra hluti
en við í sambandi við lífsgæðin.
Mér fannst áberandi hjá þeim
hvað rnikið er hugsað og rætt um
sumarfríin og þeir vilja eiga
sumarhús, hjólhýsi eða ferðast
suður á bóginn. Þeir leggja meiri
áherslu á að geta notið sumar-
leyfisins en að eiga eitthvert flott
heimilistæki eða húsgagn. Garð-
arnir við húsin eru mikið notaðir,
þar er borðað og setið á kvöldin.
Ég held að við hefðum gott af að
kynnast hugsunarhætti Dananna
betur og gætum margt lært af
þeim.“
Efnahagsmálaþrasið
ekki tilhlökkunarefni
„Launin í Danmörku eru hærri í
krónutölu en aftur á móti þurfa
þeir að borga háa skatta, það er
lágmark að helmingurinn af
laununum fari í skatta svo það er
óþarfi hjá okkur að kvarta yfir
sköttunum okkar. Þar að auki
eru háir tollar á vörum sem ekki
er hægt að kalla nauðsynjavöru,
s.s. segulbandstækjum, videóum,
bílum og bensíni. Danir hugsa
miklu meira um peningana en
við, þeir velta fyrir sér að eyða
ekki í neina vitleysu, kannski
stundum um of. Þeir geta gert
áætlanir fram í tímann vegna
þess að í Danmörku er stöðug-
leiki á fjármálasviðinu, þessi
stöðugleiki átti vel við mann. Við
fengum dagblöðin send að heim-
an og gátum því fylgst með því
sem var að gerast heima. Það var
ekki gaman að lesa um allt þrasið
um kaup og kjör og efnahagsráð-
stafanirnar sem oft virtust koma
of seint og ná vart lengra en til
næsta dags. Það er eflaust erfitt
og vanþakklátt starf að stjórna
íslendingum. En það þarf með
einhverjum ráðum að minnka
spennuna í þjóðfélaginu og þá
mun skapast rólegra mannh'f.
Það kom stundum upp í hugann
kvíði fyrir að fara heim í þensl-
una og óstjórnina sem er á svo
mörgum sviðum.“
- Langaði ykkur til að setjast
að í Danmörku?
„Ekki til að setjast að en við
heföutn gjarnan viljað vera
lengur,“ svaraði Sigrún. „Það
tekur talsvert langan tíma að
komast inn í málið og aðstæður
og finna út hvað stendur til boða
varðandi námið.“
- Söknuðuð þið einhvers að
heiman annars en ýsunnar?
„Það var nú ekki margt,“ segir
Gunnlaugur og hlær. „Okkur lík-
aði svo vel þessi stöðugleiki í
efnahagsmálunum, þarna voru
engin verkföll, matarskattur eða
svoleiðis vitleysa. Þegar maður er
kominn í burtu lítur maður á
málið frá öðru sjónarhorni. Álit
mitt á íslenskum stjórnmála-
mönnum jókst ekki og manni
virðast danskir stjórnmálamenn
miklu ábyrgðarmeiri, þeir gera
meiri kröfur til sjálf sín og segja
ekki hvað sem er því það getur
verið að þeir þurfi að standa við
það.“
- Hvað kom ykkur mest á
óvart ytra og vakti athygli ykkar
öðru fremur?
„Árósar er stórborg á íslensk-
an mælikvarða, þar eru 270 þús-
und íbúar, en borgin er þannig
skipulögð að maður hafði aldrei á
tilfinningunni að maður væri í
stórborg. Þarna var mannlífið
svo afslappað og rólegt og t.d.
var ekkert mál að keyra í untferð-
inni. Meira að segja Sigrún
keyrði um göturnar í Árósum þó
að það myndi aldrei hvarfla að
henni að keyra í Reykjavík. Það
er sýnd meiri tillitssemi í umferð-
inni og við urðum lítið vör við
óhöpp. Á kvöldin og um helgar
líktist umferðin eiginlega
umferðinni á Húsavík, einn og
einn bíll á ferðinni. Fólkið hlýtur
að vera mjög heimakært. Annars
fer fólk mikið á hjólum á milli, og
hjólreiðamenn hafa algjöran for-
gang í umferðinni.
Danir voru aldeilis undrandi á
bílnúmerinu okkar Þ-110, bæði
vegna þess hvað það var lágt og á
stafnum Þ, sem þeir þekktu ekki.
Við ætluðum að tryggja bílinn
úti, fannst það þægilegra og auk
þess miklu ódýrara, en það
reyndist ekki hægt því samkvæmt
dönskum lögum má ekki tryggja
bíl á erlendum númerum. Því
þurftum við að tryggja bílinn á
Islandi og borga helmingi hærra
Sjá næstu síðu.
Sigrún, Kristín Inga og Gunnlaugur við vélsleðakerruna og bílinn Þ-110, en númerið vakti mikla athygli úti í Evrópu.
Börnin slappa af á erlendri grund. Arni Hólmar, Kristín Inga og Valtýr.
kvöldskóla og námskeið. Börnin
fóru öll þrjú í danska skóla,
Kristín fór í leikskóla, Árni í
0-bekk og Valli í áttunda bekk.
Það gekk vel fyrir þau yngri að
aðlagast nýjum aðstæðum en
þetta var miklu meiri breyting
fyrir Valla en við áttum von á,
eftir því sem krakkarnir eru eldri
er þetta meira mál. Það er erfitt
fyrir unglinga á þessum aldri að
hefja skólagöngu í ókunnu landi
og koma einn í nýjan hóp og vera
næstum mállaus. I yngri bekkjun-
um byggist námið meir á leik og
því auðveldara að kynnast
bekkjarfélögunum. Skólarnir
þarna byrjuðu 10. ágúst eða
skömmu eftir að við komum og
Valli var búinn að vera tæpa tvo
mánuði í skólanum þegar vinir
hans og bekkjarfélagar í Hafra-
læk voru að byrja um haustið.
Þetta var óskaplega erfitt fyrir
hann fram að áramótum en þá
fór það að lagast, hann fór að
skilja málið og geta tjáð sig. í
frístundum stundaði hann íþrótt-
ir, blak, körfubolta, fótbolta o.fl.
og gekk það mjög vel. Við lent-
um í þessum erfiðleikum sjálf.
Ég áttaði mig ekki á því fyrr en
ég kom út að ég var næstum mál-
laus á dönsku. Danir töluðu allt
annað mál en ég lærði í skóla fyr-
ir 20 árum.
Við byrjuðum í skólanum um
miðjan ágúst í fyrrasumar og
börnin voru ekki búin í skóla fyrr
en um 17. júní, þannig að það er
aldeilis munur að vera nemandi
og kennari á íslandi. Dönum
fannst ótrúlegt að við skyldum
hafa þriggja mánaða sumarleyfi í
skólunum á íslandi. Aðstæður í
Danmörku eru dálítið öðruvísi,
þar er ekki vinna fyrir krakkana,
og foreldrarnir líta á skólana sem
nokkurs konar geymslustofnun.
Kennarar sögðu mér að það væri
þrýstingur á að lengja skólann,
þannig að sumarfríið verði ekki
lengra en hjá foreldrunum."
Getum margt lært
af Dönum
„Ég var á þremur námskeiðum í
kennaraháskólanum. Það sem
var númer eitt hjá mér var bóka-
safnsfræði, ég sé um bókasafnið
hérna og hafði hug á að sjá og
læra hvernig þetta væri annars
staðar. Síðan fór ég á vídeónám-
skeið til að læra að nota vídeó-
upptökuvélar og myndbönd við
kennslu. Á þriðja námskeiðinu
var verið að kynna tölvur og for-
rit fyrir þær. Okkur var vísað á
námsgagnastofnanir ef við vild-
um kynnast þessu betur en ég
hafði ekki tækifæri til að nálgast
námsefnið eða koma með heim,
svo ég var dálítið svekktur með
það námskeið. Einnig fór ég á
dönskunámskeið tvö kvöld í viku
sem ætluð eru fyrir útlendinga og
eru ókeypis.“
- Sigrún, hvaða nám stundaðir
þú?
„Ég var á námskeiði í kennara-
háskólanum, þar var aðalfagið
sniðteikningar og saumar. Síðan