Dagur - 10.09.1988, Blaðsíða 19

Dagur - 10.09.1988, Blaðsíða 19
10. september 1988 - DAGUR - 19 i helgarkrossgáton Tekiö skal fram að skýr greinarmunur er gerður á grönnum og breiðum sérhljóðum. Þegar þú hefur ráðið gátuna, skaltu skrifa stafina í tölusettu reitunum á lausnarseðilinn hér að neðan. Klipptu síðan lausnarseðilinn út og sendu til Dags, Strandgötu 31, 600 Akureyri, merktan: „Helgarkrossgáta rtr. 40“ Skilafrestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send vinningshafa. Verðlaunin fyrir krossgátuna að þessu sinni er skáldsagan „Allir þrá að elska“, eftir Guðbjörgu Hermannsdóttur. Eins og nafnið bendir til er um að ræða ástar- og örlagasögu, þar sem þræðirnir eru spunnir úr draumum, vonum, eftirvæntingu, vonbrigðum, sárindum og sælu... Útgefandi er Skjaldborg. Magnús Sigurðsson, Dalsgerði 2b, 600 Akureyri, hlaut verðlaunin fyrir helgarkrossgátu nr. 37. Lausnarorðið var Breiðþotan. Verðlaunin, bókin „Boðsdagar hjá þremur stórþjóðum“, verða send vinningshafa. Farskólinn Austurlandi: Átak til uppfræðslu í austfirsku atvinnulífi Fyrsta starfsár Farskólans Austurlandi er nú að hefjast, en samkvæmt nafngift hans verður námskeiðum skólans dreift sem víðast um lands- fjórðunginn og þannig komið til móts við þarfir hinna ein- stöku atvinnugreina og staða. Markmið Farskólans er að efna til námskeiða á sviði endurmenntunar, viðbótar- menntunar og nýmenntunar í starfsgreinum. í kynningu Farskólans segir m.a. „í farskólakerfinu forðum daga vitjuðu kennarar heimila og fluttu með sér eigi svo lítinn fróð- leik og leiðsögn um lífsins vegu. Þeirri fræðsluhreyfingu sem af okkur er kölluð Farskólinn Aust-i urlandi er ætlað það hlutverk að vitja atvinnulífsins og flytja þang- að fróðleik og starfsþekkingu sem að gagni gæti komið.“ Fræðsluskólinn býður upp á fjölda námskeiða í vetur. Þar má nefna stjórnunarfræði, undir- stöðu vinnuhagræðingar, verk- áætlanir, kælitækni, verkstjórn í vinnuskólum og námskeið um rekstur heimagistingar og gisti- heimila. Farskólinn á Austurlandi er samstarfsverkefni Verkmennta- skóla Austurlands í Neskaupstað og Atvinnuþróunarfélags Aust- urlands í samvinnu við Iðntækni- stofnun íslands ogfleiri aðila. VG Til sölu fjögur sperrubil að Draupnisgötu 3, Akureyri Samtals ca. 250 fm. Kemur til greina að selja hvert bil fyrir sig. Upplýsingar gefur Tryggvi Sveinbjörnsson, sími 26678 eða 985-27788. Allar auglýsingar sem þarf ad vinna sérstak- lega, þurfa ad berast til auglýsingadeildar tveimur til þremur dögum fyrir birtingu. Auglýsingadeild Dags. ------------------------, Fyrirtæki — Einstaklingar Tölvupappírsvinnsla er hafin Bjóðum upp á framleiðslu og prentun hvers konar viðskiptaforma á tölvu- pappír. Helgarkrossgáta nr. 40 Lausnarorðið er .............................. Nafn ......................................... Heimilsfang .................................. Póstnúmer og staður .......................... Nýjung! Eigum á lager 60 gr Mikro-rif- gataðan pappír í stærðinni A-4 (21x29.7 cm). Erum að hefja framleiðslu á grænstrik- uðum pappír í ýmsum stærðum. Lítið inn og kynnist þjónustu okkar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.