Dagur - 27.09.1988, Blaðsíða 6

Dagur - 27.09.1988, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 27. september 1988 Vinningstölur 24. sept. 1988. Heildarvinningsupphæð kr. 8.632.929.- 1. vinningur kr. 5.007.768.- Skiptist á milli 2ja vinningshafa kr. 2.503.884.- hvor. Bónusvinningur var kr. 537.676.- Skiptist á milli 4ra vinningshafa kr. 134.419.- á mann. 2. vinningur kr. 927.360.- Skiptist á milli 252 vinningshafa kr. 3.690,- á mann. 3. vinningur kr. 2.160.125.- Skiptist á milli 7855 vinningshafa, sem fá 275 kr. hver. Sölustaðirnir eru opnir frá mánudegi til laugardags og loka ekki fyrr en 15 mínútum fyrir útdrátt. Leikandi og létt! Upplýsingasími: 685111 Nýir og Fyrir alla bíla Stórbætt þjónusta! Tökum bílana inn, neglum og jafnvægisstillum. Sandblásum felgur. Sækjum - Sendum - Reynid vidskiptin Stelpur í skólanum - í samfélaginu „Ég er gagnrýnin á jafnréttisstarfið innan skólans. Að hluta til vegna þess að stelpunum er talin trú um að citthvað sé athugavert við þær vegna þess að þær eru hljóðlátar og ekki eins frekar og strákarnir. Samt er ekki boðið upp á neinn stuðning til þess að bæta úr þessu,“ segir í greininni. konur Þegar dætur okkar byrja í skóla hafa þær ýmislegt fram yfir strák- ana í skólanum. Þær eru rólegri og eiga auðveldara með að sitja kyrrar. Orðskilningur og hreyfi- þroski þeirra kemur snemma og það auðveldar þeim bæði að lesa og skrifa bókstafi og tölur, svo kennarinn verði ánægður með þær. í neðstu bekkjunum er það eingöngu kostur að vera hljóðlát, þar sækist skólinn eftir þægileg- um, rólegum bekkjum þar sem hægt er að hafa vinnufrið. I „millibekkjunum“ byrjar kennsla í tungumálum og samfé- lagsfræði og þá er krafist aukinn- ar munnlegrar þátttöku nemend- anna. Mikill hávaði verður þá í kennslustofunni og það getur verið erfitt fyrir þau sem eru hljóðlát að láta rödd sína heyr- ast. Það sem áður var jákvætt verður nú neikvætt. Þau sem ber mikið á og heyrist vel í fá mesta athyglina þegar hér er komið sögu og geta sýnt hvað þau kunna. Á foreldrafundi ásamt dóttur- inni í 6. bekk fæ ég að heyra þetta: „Jú, henni gengur yfirleitt vel í prófum og hún virðist lesa heima en hún er allt of þögul!“ Á leiðinni heim tölum við um þetta því að ég er dálítið hissa. Heima er hún langt frá því að vera þögul! Svar hennar kemur mér á óvart. „Ég tala alveg nógu hátt. Ef þau bara hlustuðu, myndu þau heyra hvað ég segi!“ Ekki var að heyra neina minnimáttarkennd í þessu svari og ég vonaði innilega að hún fengi að þroskast í umhverfi þar sem væri „hlustað á það sem hún segði“. í efstu bekkjum grunnskólans er byrjað á nýjum námsgreinum, nemandinn fær marga kennara og nýja félaga. Enda þótt enn sé langt í prófin, byrja nemendur að tengja námsárangur starfsvali framtíðarinnar. Á foreldrafundi í lok fyrstu annar segja kennararn- ir: „Hún er svo þögul, hún verður aldrei nema meðalnemandi ef hún talar ekki í tímunum." Þar með fór sjálfstraustið. „Get ég ekki orðið það sem ég vil nema ég breyti mér? En ég get það ekki! Ég segi orðin upphátt inni í höfðinu en þegar þau koma fram, hljóma þau svo aumingjalega, þótt ég vilji svo gjarnan að þau heyrist.“ Ég skrifa þessar línur ekki til þess að segja frá vandamálum dóttur minnar í skólanum, heldur í þeim tilgangi að taka upp umræðu um vandann sem að baki liggur: Hvað gerir skólinn til þess að kenna stelpum (og strákum) að láta í ljós skoðanir sínar, að láta til sín heyra og þora að koma fram? Hve margar konur á full- orðinsaldri (og örugglega margir karlar líka) minnast ekki með skelfingu þeirra stunda í skólan- um þegar þau voru tilneydd að standa frammi fyrir flissandi skólafélögum og halda „smáfyrir- lestur“? Ekki hefur sú æfing hjálpað þeim síðar í lífinu, þvert á móti! Margar konur hafa hætt við að sækja um nýja vinnu eða taka að sér trúnaðarstörf sem hafa falið í sér að tala frammi fyrir hópi fólks, jafnvel þótt þær hafi haft nóga þekkingu og áhuga á málefninu. Við starfsráðningar er algengt að konur séu metnar fyrir „það sem þær eru“, þ.e. eftir eiginleik- um sínum en karlar eru metnir eftir þekkingu sinni. Það er aug- ljóst að svipuð mismunun á sér stað í skólanum. Er það ekki á ábyrgð skólans að kenna nemendum að miðla af þeirri þekkingu sem skólinn veitir? Tölvufræði er víðast hvar skyldu- fag, að hluta til sem liður í jafn- réttisstarfi. Ætti ekki námsgrein- in „samskipti og upplýsingar“ fremur að vera á námsskrá þegar í neðstu bekkjum grunnskólans, þar sem nemendur fengju með- vitaða æfingu, bæði í því að tala og hlusta, fyrst í litlum og síðan í æ fjölmennari hópum? Börnin okkar eiga að læra að „tala“ með vélum áður en þau þora og geta tjáð sig gagnvart kennurum og skólafélögum. Að mínu mati er þetta fráleitt! Ég er gagnrýnin á jafnréttis- starfið innan skólans. Að hluta til vegna þess að stelpunum er talin trú um að eitthvað sé athugavert við þær vegna þess að þær eru hljóðlátar og ekki eins frekar og strákarnir. Samt er ekki boðið upp á neinn stuðning til þess að bæta úr þessu. (Breyttu bara persónuleika þínum, þá gengur þér betur!) Og að hluta til vegna þess að verið er að lokka stelpur til að fara í nám í vélvirkjun og tölvufræði af því að það hentar vinnumarkaðinum, með þeim rökum að stelpur geti líka! Áuð- vitað geta stelpur líka! Spurning- in er hvað stelpur vilja! Með því að meta meira karllegu eiginleik- ana er samtímis verið að gera lít- ið úr þeim hæfileikum og þeim störfum sem stelpurnar velja sjálfkrafa. (Ef það er „fínna“ fyr- ir stelpur að læra tölvufræði en tungumál á það líka við um stráka.) Þar fyrir utan mæta stelpunum nær eingöngu sjón- armið karla í þeim greinum sem þær oftast kjósa sér. Lítið bara á kennslubækur í sögu og bók- menntum! Við háskólann í Uppsala er nú „Ár uppeldis- og kennslufræði“. Einn þáttur í þessu verkefni er að bjóða kennurum við háskólann að sækja námskeið sem heitir „að þora að koma fram“. Hvatningin hljóðar þannig: Finnst þér erfitt að tala frammi fyrir hópi fólks? Áttu erfitt með andardrátt? Finnst þér erfitt að sleppa blað- inu og tala frá eigin brjósti? Finnst þér eftir á að þér hafi ekki tekist að segja allt sem þú ætlaðir að segja, og á þann hátt sem þú hefðir viljað? - Þá er þetta nám- skeiðið fyrir þig. Mér finnst mjög gott að hafa þann möguleikann við 45 ára ald- ur að losna við sviðsskrekkinn, sem líklega hrjáir okkur öll meira og minna þegar við þurfum að koma fram, en ólíkt betra væri ef unglingarnir okkar í skólanum fengju þessa þjálfun. Það myndi þá nýtast þeim alla ævi! Hvernig væri að taka upp hug- mynd háskólans í Uppsala og nýta námskeiðsdaga kennara til þess að kenna þeim listina að koma fram? Þeir gætu þá meðvit- að gert æfingar með nemendum sínum síðar. Mér finnst mikil- vægt að við skiljum að jafnrétti næst ekki eingöngu með því að jafn margar stelpur og strákar sæki allar námsbrautir. Atvinnu- lífið mun alltaf stjórnast af þeim sem ber mest á og heyrist hæst í og enn eru það lang oftast karlmenn. Við skulum nú skapa börnum okkar af báðum kynjum skilyrði til að „á þau verði hlustað“ og „til þeirra heyrist“, bæði í skólanum og í samfélaginu almennt. Elísabeth Hultcrantz. (Guðrún Hallgrímsdóttir þýddi úr sænska tíma- ritinu KVINNA NU/6 1988).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.