Dagur - 27.09.1988, Blaðsíða 3

Dagur - 27.09.1988, Blaðsíða 3
27. september 1988 - DAGUR - 3 Siglunesvegagerðin enn í kerfinu: Menn hætti að hugsa í tímavinnu og taki upp akkorð segir Stefán Einarsson á Siglunesi Enn bíður Stefán Einarsson bóndi og vitavörður á Siglunesi eftir leyfí til að Ieggja veg frá heimili sínu, um 6-7 kílómetra langan, að vegi sem fyrir er til Siglufjarðar. Bið Stefáns og tjölskyldu hans er orðin æði löng, en hann sótti um leyfí fyrir vegagerðinni snemma á síðasta ári. Beiðni hans hefur farið vítt og breitt um kerfíð og síðast er Stefán vissi var hún á leið frá skipulagsstjórn til fé- lagsmálaráðuneytis, þaðan sem hún fer til bæjarstjórnar Siglufjarðar. Stefán hyggst leggja veginn á eigin kostnað og hefur hann fjár- fest í hinum ýmsu tækjum til vegagerðarinnar. Tækin hafa að stórum hluta staðið ónotuð heima á hlaði. „Það er ekki um annað að ræða en að bíða, fyrst maður ákvað að fara löglegu leiðina að þessu,“ sagði Stefán í samtali við blaðið. „Hins vegar væri alveg óhætt fyrir þessa menn að hætta að hugsa um málið í tímavinnu og taka upp akkorð," bætti hann við og kvaðst nokkuð leiður orð- inn á biðinni. Á Siglunesi sér fjölskyldan um vitavörslu og veðurathuganir, auk þess sem gerðir eru út tveir bátar, 8 og 20 tonna. Aflinn er verkaður í salt og hann þarf að flytja sjóleiðina til Siglufjarðar. Stefán sagði því mikla samgöngu- bót að fá veginn og geta ferðast landleiðina til Siglufjarðar. Stefán hafði hugsað sér að leggja veginn síðasta sumar og sagði hann í samtali við blaðið fyrir rúmu ári þegar ljóst var að leyfið var enn ekki fengið, að búið væri að eyðileggja fyrir sér sumarið, en hann væri bjarstýnn á að geta hafist handa þá um haustið. Af því varð ekki og enn hefur liðið eitt sumar og komið vel fram á haust og enn bíður Stefán leyfisins. mþþ Sauðárkrókur: Olíufélagið hf. fær leyfi fyrir tönkum - veitt til bráðabirgða í fimm ár Umsókn Olíufélagsins hf. um að stækka birgðastöð á Sauð- árkróki fyrir fleiri tanka var samþykkt í bygginganefnd fyr- ir skömmu. Fékk Olíufélagið bráðabirgðaleyfí til fímm ára eftir að fyrir lá samþykki Brunamálastofnunar, Heil- brigðiseftirlits og Siglinga- málastofnunar, en hún sam- þykkti erindið að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Jafn- framt samþykkti bygginga- nefnd að viðræður verði hafn- ar við olíufélögin um væntan- Loksins tannlæknir til Ólafsflarðar Ólafsfírðingar sjá nú fram á betri tíð í tannverndar- og eftirlitsmálum því þeir hafa ráðið til sín tannlækni. Sá heitir Rannveig Axfjörð, er Akureyringur og lærði í Noregi. Bjarni Grímsson bæjarstjóri í Ólafsfirði sagði í samtali við blaðið, að það yrði veruleg bót að fá tannlækni á staðinn og þurfa ekki að sækja þessa þjón- ustu til Reykjavíkur eða ná- grannabyggðarlaganna. Tannlæknirinn mun leigja full- komna aðstöðu í heilsugæslu- stöðinni á staðnum og starfa þar sjálfstætt að öðru leyti. Auk þess að sinna almennum tannlækning- um mun hann sinna skólatann- lækningum barna. VG iega staðsetningu olíubirgða- stöðva. Á fundi bæjarstjórnar Sauðár- króks sl. þriðjudag urðu miklar umræður um veitingu leyfis til handa Olíufélaginu, aðallega vegna staðsetningar olíubirgða- stöðva í framtíðinni. f skipulagi á hafnarsvæðinu hefur verið gert ráð fyrir að olíutankar komi fremst á hafnarsvæðinu í framtíð- inni og færist frá þeim stað þar sem þeir eru nú, undir Nöfunum við hafnar- og fiskvinnslusvæði bæjarins. Var það skipulag sam- þykkt fyrir 12 árum, með von um að land stækkaði fremst á hafnar- svæðinu af náttúrunnar hendi, en það hefur ekki gerst að neinu marki. Á bæjarstjórnarfundinum skiptust menn á skoðunum um hvort rétt væri að setja tankana fremst á hafnarsvæðið eða eitt- hvað annað, vegna mengunar- og eldhættu sem myndi stafa af tönkunum. Samkvæmt reglu- gerðum þurfa að vera þrær í kringum tankana til að taka við olíu ef hún lekur. Þeirri reglu- gerð hefur ekki verið fylgt þar sem tankarnir eru nú og hefur Brunamálastofnun margsinnis minnt olíufélögin á þetta, en ekk- ert verið gert. Sem fyrr segir samþykkti Sigl- ingamálastofnun leyfið að upp- fylltum ákveðnum skilyrðum og verða tankarnir ekki teknir í notkun fyrr en úttekt hefur farið fram á framkvæmdinni. Þá fór bygginganefnd fram á það að inn- keyrslu í birgðastöð Olíufélags- ins yrði breytt, þannig að tankbíl- ar standi ekki fram á götu þegar hliði er lokað. Þess má geta að Mengunardeild Hollustuverndar ríkisins gaf ekki umsögn um starfsemi Olíufélagsins. -bjb Matvöruverslanir KEA Tilboð vikunnar 26. september til 1. október Bamamatur .111 Gerber, 4 tegundi Viðmiðunarverð kr. 132 Shampo Kr. 115 Viðm Naturell Hámæring .,117 Naturell Viðmiðunarverð kr. 151 Viðmiðunarverð kr. 612 Viðmiðunarverð kr. 586 Gildir í öllum matvöruven slunum KEA á félaqs svæðinu • 1 ■ J 2 2

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.