Dagur - 27.09.1988, Blaðsíða 14

Dagur - 27.09.1988, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - 27. september 1988 Bridds Bautamót Bridgefélags Akureyrar hefst í kvöld, þriðjudagskvöld, 27. september kl. 19.30 í Félagsborg. Spilaður verður tvímenningur og tekur mótið þrjú kvöld. Allt spilafólk á Akureyri og nágrenni velkomiö. Skráning fer fram á keppnisstaö. MætiÖ því tímanlega. BRIDGEFÉLAG AK. Nauðungaruppboð annað og síðara, á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri, á neðangreindum tíma: Aðalstræti 63, Akureyri, þingl. eigandi Kristján Jóhannsson o.fl., föstudaginn 30. september 1988, kl. 13.45. Uppboðsbeiðendur eru: Bæjar- sjóður Akureyrar og Veðdeild Landsbanka fslands. Hafnarstræti 88, e.h. að n., Akureyri, þingl. eigandi Stefán Sigurðsson, föstudaginn 30. september 1988, kl. 16.15. Uppboðsbeiðendur eru: Veð- deild Landsbanka íslands og Byggðastofnun. Hringtúni 5, Dalvík, þingl. eig- andi Magnús I. Guðmundsson, föstudaginn 30. september 1988, kl. 15.45. Uppboðsbeiðendur eru: Gunn- ar Sólnes hrl., Ólafur Birgir Árnason hdl. og Ævar Guð- mundsson hdl. Móasíðu 8 a, Akureyri, þingl. eigandi Stjórn verkamanna- bústaða, föstudaginn 30. sept- ember 1988, kl. 16.30. Uppboðsbeiðandi er Veðdeild Landsbanka íslands. Óseyri 8, Akureyri, þingl. eig- andi Norðurverk hf., föstudag- inn 30. september 1988, kl. 16.15. Uppboðsbeiðendur eru: Inn- heimtumaður ríkissjóðs, Iðn- lánasjóður, Jón Ingólfsson hdl., Guðjón Ármann Jónsson hdl. og Arni Guðjónsson hrl. Steinahlíð 5 h, Akureyri, talinn eigandi Gylfi Kristjánsson, föstudaginn 30. september 1988, kl. 15.30. Uppboðsbeiðendur eru: Veð- deild Landsbanka íslands, Bæjarsjóður Akureyrar, Bruna- bótafélag íslands, Skarphéðinn Þórisson hrl., innheimtumaður ríkissjóðs, Gunnar Sólnes hrl. og Sveinn H. Valdimarsson hrl. Sunnuhlíð 12, Þ og I hl., Akur- eyri, þingl. eigandi Skúli Torfa- son, föstudaginn 30. september 1988, kl. 15.45. Uppboðsbeiðandi er Ingvar Björnsson hdl. Tjarnarlundi 13 a, Akureyri, tal- inn eigandi Áki Garðarsson, föstudaginn 30. september 1988, kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur eru: Gunn- ar Sólnes hrl., Árni Guðjónsson hrl., innheimtumaður ríkissjóðs, Guðjón Ármann Jónsson hdl., Hreinn Pálsson hdl., Veðdeild Landsbanka íslands og Bæjar- sjóður Akureyrar. Víðilundi 8 i, Akureyri, talinn eigandi Hörður Karlsson, föstu- daginn 30. september 1988, kl. 13.45. Uppboðsbeiðendur eru: Gunn- ar Sólnes hrl., Veðdeild Lands- banka fslands, Ólafur Birgir Árnason hdl. og Búnaðarbanki (slands. Öldugötu 14, Dalvík, talinn eig- andi Friðrik Gígja, föstudaginn 30. september 1988, kl. 16.00. Uppboðsbeiðendur eru: Árni Einarsson hdl. og Búnaðar- banki íslands. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. Nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Hafnarstræti 107,3. hæð, Akureyri, á neðangreindum tíma: Aðalstræti 14, e.h. að norðan, þingl. eigandi Fríður Leósdóttir, föstudaginn 30. september 1988, kl. 14.15. Uppboðsbeiðandi er Gunnar Sólnes hrl. Fögrusíðu 15 d, Akureyri, talinn eigandi Bára Sigurðardóttir, föstudaginn 30. september 1988, kl. 14.00. Uppboðsbeiðandi er Bæjar- sjóður Akureyrar. Hafnarstræti 86 a, Akureyri, tal- inn eigandi Gylfi Garðarsson, föstudaginn 30. september 1988, kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru: Veð- deild Landsbanka fslands, Gunnar Sólnes hrl. og Ólafur Birgir Árnason hdl. Hólabraut 19, n.h., Akureyri, þingl. eigandi Frímann Jóhannsson, föstudaginn 30. september 1988, kl. 14.15. Uppboðsbeiðandi er Guðjón Ármann Jónsson hdl. Miklagarði, n.enda, Arnarnes- hreppi, þingl. eigandi Jakob Tryggvason, föstudaginn 30. september 1988, kl. 16.30. Uppboðsbeiðendur eru: Veð- deild Landsbanka íslands og Gunnar Sólnes hrl. Móasíðu 9 e, Akureyri, talinn eigandi Hildur Svava Karlsdótt- ir, föstudaginn 30. september 1988, kl. 14.45. Uppboðsbeiðandi er Veðdeild Landsbanka fslands. Stórholti 9, n.h., Akureyri, þingl. eigandi Birgir Antonsson, föstu- daginn 30. september 1988, kl. 13.30. Uppboðsbeiðandi er Ólafur Birgir Árnason hdl. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. Köttur frá Húsavík í útilegu í Borgarfirði Kötturinn Högni frá Húsavík fór í heilmikla orlofsferð í sumar. A tímabili óttaðist eig- andinn um líf hans eða að hann sæist ekki framar, enda var kötturinn þá búinn að vera týndur í fjórar vikur og það suður í Borgarfirði. Högni er fæddur og uppalinn í Reykjavík en fluttist ásamt eig- anda sínum og fjölskyldu til Húsavíkur um síðustu áramót. Eigandi kisa er Ylfa S. Ásgeirs- dóttir, 12 ára. Fyrir þremur árum langaði hana til að eignast kettl- ing og fékk þá að velja milli þess að fá kettling eða reiðhjól að gjöf. Ylfa valdi sér kettlinginn sem hún gaf nafnið Högni. Fyrrihluta ágústmánaðar í sumar ætlaði fjölskylda Högna í utanlandsferð og var búið að panta þriggja vikna dvöl fyrir hann á kattahótelinu í Mosfells- sveit. Skömmu áður en lagt var af stað frá Húsavík var hringt frá kattahótelinu, þar höfðu komið upp veikindi og því ekki hægt að taka á móti Högna á tilskildum tíma. Nú voru góð ráð dýr og útvega þurfti vistun fyrir dýrið með hraði. Hringt var til skyld- fólks fjölskyldunnar að Reykjum í Lundareykjadal sem tók því vel að annast Högna í sumarleyfinu og þar var hann skilinn eftir í góðu yfirlæti er fjölskyldan hélt í ferð sína suður á bóginn. Þegar komið var að Reykjum aftur til að ná í Högna voru það ekki góð tíðindi sem biðu fjöl- skyldunnar; Högni hafði aðeins dvalið þrjá daga á bænum en síð- an farið án þess að kveðja, ekki látið sjá sig meir og var hann tal- inn af. Ylfa átti mjög bágt með að sætta sig við þessi málalok og vonaði hún innilega að Högni leyndist einhvers staðar á lífi. Því var gert allt sem hægt var til að hafa upp á kisa, auglýst í Dag- skránni sem gefin er út á Akra- nesi og Velvakanda í Morgun- blaðinu. Nokkrir aðilar á suð- vesturhorni landsins höfðu sam- band við fjölskylduna á Húsavík og sögðust hafa séð ketti sem ekki væri ólíkir Högna, miðað við þá lýsingu sem gefin var á honum. Ein upphringingin vakti sérstaka athygli en það var aðili sem sagðist hafa séð kött við eyðibýlið Vatnshorn í Skorradal, aðeins þremur dögum áður. Fjöl- skyldan átti erindi til Reykjavík- ur og ákveðið var að koma við og leita að Högna í Skorradalnum í leiðinni þótt fæstir hefðu mikla trú á að leitin bæri nokkurn árangur. Það var ekið eins langt og fært var fyrir bílinn og síðan gengið heim að Vatnshorni. Þar kallaði Ylfa á kisa sinn og fólkið varð ekki lítið undrandi þegar hann svaraði kallinu strax og rak haus- inn út um glugga á útihúsunum við bæinn. Þarna urðu sannkallaðir fagn- aðarfundir. Það var Iaugardaginn 10. september sem Högni fannst og er hann nú kominn heim til Húsavíkur með fjölskyldunni og hyggur ekki á neinar langferðir í bili. Vilja Högni, Ylfa og fjöl- skyldan gjarnan koma á framfæri kæru þakklæti til allra þeirra sem aðstoðuðu við að finna Högna. IM Endurfundir, Ylfa Ásgeirsdóttir með köttinn Högna rétt eftir að hann fannst við eyðibýlið að Vatnshorni í Skorradal. Myndina tók Ásgeir Leifsson, faðir Ylfu. Vetrarstarf Kammerhljóm- sveitar Akureyrar að heíjast Vetrarstarf Kammerhljómsveitar Akureyrar fer senn að hefjast. Hljómsveitin, sem rekin er að hluta sem atvinnuhljómsveit, hefur nú starfað í 2 ár og skipar sér vonandi fastan sess í bæjarlíf- inu. Síðasta vetur var aðsókn að tónleikum Kammerhljómsveitar- innar mun meiri en fyrra starfsár hennar og gefur það bjartar vonir um að grundvöllur sé fyrir starf- semi slíkrar hljómsveitar. Hlut- verk hljómsveitarinnar er að gefa áheyrendum tækifæri til að hlýða á fjölbreytta tónlist frá ýmsum tímum. í Kammerhljómsveit Akureyr- ar eru kennarar og nemendur við Tónlistarskólann á Akureyri auk þess sem hljóðfæraleikarar ann- ars staðar frá hafa veitt hljóm- sveitinni liðstyrk sinn. Einleikar- ar og stjórnendur hafa verið inn- lendir og erlendir listamenn. Nú hefur Kammerhljómsveit Akureyrar í huga að kanna áhuga bæjarbúa fyrir hljómsveit af þessu tagi, þ.e.a.s. hvort starfsgrundvöllur sé fyrir slíka hljómsveit hér á Akureyri. Fyrir- hugað er að stofna áhugasamtök um rekstur Kammerhljómsveit- arinnar. Slík samtök myndu að hluta til sjá um rekstur hljóm- sveitarinnar sem yrði þá sjálfstætt fyrirtæki. Með þessu er Kammerhljóm- sveitin að vísa því til bæjarbúa hvort þeir vilji hafa hljómsveit sem þessa í bænum og er starfið því að mjög miklu leyti komið undir viðbrögðum fólks í þessu máli. Það er því mikilvægt að fjölmenna á kynningarfund um samtökin sem verður haldinn í október en verður nánar auglýst- ur síðar. Er við Bugðusíðu á móti Bjargi frá kl. 9-12 og við Hlíðarlund frá kl. 1-6 alla virka daga. Fiskur - kjöt - brauð frá Einarsbakaríi - mjólkur- vörur - gos - sælgæti - og margt margt fleira. Kjörbfll Skutuls, sími 985-28058.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.