Dagur - 27.09.1988, Blaðsíða 4

Dagur - 27.09.1988, Blaðsíða 4
2 - RUOAQ - 83GI 'iðdmdjqðB , \K 4 - DAGUR - 27. september 1988 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SfMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 800 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 70 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), EGILL H. BRAGASON, FRÍMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (íþróttir), MARGRÉT ÞÓRA ÞÓRSDÓTTIR, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Félagshyggjustjóra í sjóranáJi? Þau tíðindi bárust út á öldum ljósvakans í gær að Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokks- ins, hefði gengið á fund forseta Islands og skilað umboði sínu til myndunar meirihlutastjórnar. Þar með myndast á ný sú von félagshyggju- manna að mynduð verði ríkisstjórn sem getur ið á vanda þjóðarbúsins án þess að setja hvert heimilið og hvert fyrirtækið af öðru á hausinn. En hvað hefði gerst ef Þorsteinn Pálsson hefði getað myndað ríkisstjórn? í stuttu máli þetta: Þeir ríku hefðu orðið ríkari en þeir fátæku fátæk- ari. Og hverjum hefði það verið að þakka? Svarið er einfalt: Alþýðubandalagið hefði orðið guðfað- ir stjórnarinnar. Er það ekki nöturleg staðreynd? Við upphaf stjórnarmyndunarviðræðna í síðustu viku leyfðu menn sér að halda að formaður Alþýðubandalagsins, Ólafur Ragnar Grímsson, hefði fullt og óskorað traust sinna manna. En einn af öðrum heltust alþýðubandalagsmennirn- ir úr lestinni og smám saman varð ljóst að meiri- hlutastjórn gerðist æ fjarlægari. Hvað var hægt til bragðs að taka? Að sjálfsögðu var nauðsyn- legt fyrir verkstjóra stjórnarmyndunarviðræðn- anna, Steingrím Hermannsson, að hafa sam- band við Borgaraflokkinn sem hafði látið í veðri vaka að hann væri til í tuskið. Það var gert með vitund formanns Alþýðubandalagsins. Á fundi sem haldinn var skömmu áður lagðist hann ekki gegn því að hafnar yrðu viðræður við Borgara- flokkinn. Það er afar þýðingarmikið að almenn- ingur hafi þessa staðreynd í huga því nú reynir Ólafur Ragnar Grímsson að snúa upp á sannleik- ann og boðar aðra útgáfu á honum. Auk þess komu alþýðubandalagsmenn með ýmsar nýjar kröfur á elleftu stund, kröfur sem hefðu átt að líta dagsins ljós á fyrsta degi. Alþýðubandalagið ber mikla ábyrgð. Innan- hússvandi flokksins hefur nú komið berlega í ljós og víst er að staða formannsins er afar veik. Inn- an Alþýðubandalagsins eru greinilega öfl sem vilja framsóknarmanninn fyrrverandi, Ólaf Ragnar, úr sæti formanns. Litlu munaði að valda- barátta innan Alþýðubandalagsins yrði til þess að stuttbuxnalið íhaldsins næði að læsa hel- krumlum sínum í þjóðarskrokkinn. Þetta ættu stuðningsmenn Alþýðubandalagsins að hafa í huga áður en þeir greiða flokknum atkvæði sitt í framtíðinni. Hvað gerist næst í stöðunni er ekki vitað þegar þessar línur eru skrifaðar. Vel má vera að Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur myndi minnihlutastjórn en miðað við þróun mála undanfarna daga er það e.t.v. farsælasta lausn- in. ÁÞ. Mjólkursamlag KS: Um 200 manns komu á opið hús - í tilefni norræns tækniárs 1988 Snorri Evertsson samlagsstjóri á skrifstofu sinni á opnu húsi. Fjölmargir heimsóttu Mjólk- ursamlag KS á Sauðárkróki sunnudaginn 18. september sl. í tilefni norræns tækniárs 1988, en þá var opið hús hjá öllum mjólkursamlögum á landinu. Fólk gat fylgst með framleiðslu í samlaginu og kynnt sér starfsemina. Síðan var gestum boðið í kaffi með dýrindis veit- ingum. Um 150-200 manns komu í samlagið á sunnudag- inn milli kl. 13 og 18 og sagðist Snorri Evertsson samlagsstjóri vera ánægður með þá aðsókn. „Annars vorum við ekkert mjög hrifnir af dagsetningunni á opna húsinu, fjölmargir voru í göngum og réttum þennan dag, en þrátt fyrir það var aðsóknin góð.“ Mjólkursamlag KS hóf starf- semi sína 16. júlí 1935 í nýbyggðu húsi þar sem Fóður- blandan er nú við Aðalgötu, við hliðina á Gránu. Þar var byrjað á hefðbundnum mjólkurafurðum, mjólk, osti, smjöri, rjóma o.fl. Ár- ið 1952 fluttist starfsemi samlags- ins í núverandi húsnæði við Skag- firðingabraut, við hliðina á höf- uðstöðvum KS við Ártorg. Áður hafði ostalager hússins verið not- aður frá 1950. Byrjað var á bygg- ingu samlagsins 1948. Samlags- stjórar frá upphafi hafa allir verið lærðir mjólkurfræðingar, en þeir eru: Jens Killengreen 1935, Skafti Óskarsson 1936-1944, Sveinn Tryggvason 1944-1945, Jóhann Sólberg Þorsteinsson 1945-1983 og frá 1983 hefur Snorri Evertsson verið samlags- stjóri. Frá ’35 hefur framleiðslan auk- ist jafnt og þétt, fyrstu árin voru erfið, m.a. vegna erfiðleika í mjólkurflutningum. Árið 1936 tók samlagið á móti rúmlega 320 þús. lítrum af mjólk en á síðasta ári var tekið á móti 8,4 milljónum lítra af mjólk, þannig að menn sjá þróunina sem þarna hefur átt sér stað. Mest var framleitt 1978, eða 9,4 milljónir lítra. Mesta framleiðsla Mjólkursamlags KS er í ostum og af þessum 8,4 millj- ón lítrum af mjólk á síðasta ári fóru rúmlega 7 milljón lítrar í ostagerð. Nýjasta framleiðsla samlagsins er ávaxtasúrmjólk, tvær bragðtegundir, og hófst sú framleiðsla fyrir þrem árum. í dag er mikið selt af þessari súrmjólk, aðallega á höfuðborg- arsvæðið, en einnig um allt land. Starfsmenn Mjólkursamlags KS í dag eru um 22. Á opna húsinu í tilefni norræns tækniárs ræddi blaðamaður Dags Starfsmenn samlagsins að taka ost úr pressun og setja hann í frekari framleiðslu. Forvitnir gestir fylgjast með.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.