Dagur - 27.09.1988, Blaðsíða 7

Dagur - 27.09.1988, Blaðsíða 7
•27- september 1988 r DA.GjgR - 7 SL-mótið 1. deild í knattspyrnu: Pórsarar höfðu betur gegn KR-ingum - í síðasta leik liðanna í deildinni - fyrsti og eini útisigur Pórsara Þórsarar höfðu öll stigin þrjú á brott með sér úr leik liðsins við KR í Reykjavík á laugardag- inn. Norðan rok og kuldi setti mark sitt á ieikinn og reyndist leikmönnum erfitt að hemja knöttinn. Stöku sinnum brá þó fyrir spili hjá báðum liðum. Þórsarar höfnuðu því i sjötta sæti í deildinni, hafa jafn mörg stig og KR í næsta sæti fyrir ofan en lélegra markahlutfall. Þórsarar léku á móti hvössum vindinum í fyrri hálfleik. Fátt markvert gerðist fyrstu mínút- urnar, leikurinn fór að mestu fram á miðjum vellinum og leik- menn reyndu að finna ráð til að hemja boltann í rokinu. Fyrsta inga Óla kom á 25. mínútu þegar Ölafur Viggósson átti góðan skalla að marki Þórs en Baldvin varði af öryggi. Mínútu síðar gerðu Þórsarar harða hríð að marki KR án þess að hafa árangur sem erfiði. Á 28. mínútu átti Gunnar Oddsson skalla að Þórsmarkinu en Bald- vin var vel staðsettur og varði. Nú fór að draga til tíðinda. Þórsarar fundu leið gegn KR vörninni og vindinum og á 34. mínútu uppskáru þeir mark. Ólafur Þorbergsson fékk þá bolt- ann fyrir miðju KR markinu eftir fyrirgjöf og átti í litlum vandræðum með að skora og koma norðanmönnum yfir. SL-mótið 1. deild: Botnlíðin skildu jöfn á Húsavík Leikur Völsungs og Leifturs, botnliðanna í 1. deild, fór fram við hinar verstu aðstæður, það gekk á með dimmum hríðarélj- um. Leikurinn mótaðist af þessu og þeirri staðreynd að bæði liðin voru fallin. Leikurinn var þó aðeins 30 sek. gamall þegar fyrsta markið leit dagsins ljós. Guðm. Þ. Guðmundsson sendi þá háan bolta í átt að marki Leifturs sem stefndi framhjá en vindurinn gekk í lið með Völsungum og skrúfaði boltann inn yfir Þorvald. Á 29. mín. jafnaði síðan Steinar Ingimundarson úr þvögu. Liðin skiptust á um að sækja það sem eftir lifði hálfleiks en áhugi beggja liða virtist vera í lág- marki. - í miklum rokleik Seinni hálfleikur var síðan að mestu hlaup og kýlingar og menn reyndu að halda á sér hita. Gúðm. Þ. Guðmundsson átti þó tvö góð skot að marki Leifturs, hið fyrra varði Þorvaldur af snilld en það síðara smaug rétt yfir samskeytin. Fátt markvert gerðist annað og greinilegt að hvorugt liðið hafði áhuga á að knýja fram sigur og biðu eftir að dómarinn flautaði af þennan síð- asta leik liðanna í 1. deild að HK Lokastaðan 1. deild Úrslit í 18. og síðustu umferð Sl-mótsins 1. deild í knatt- spyrnu á laugardag urðu þessi: Völsungur-Leiftur 1:1 ÍBK-Víkingur 3:1 KR-Þór 1:2 KA-Valur 0:1 Fram-ÍA 3:2 Lokastaðan var þessi: Fram 18 16-1- 1 38: 8 49 Valur 18 13-2- 3 36:15 41 ÍA 18 9-5- 4 32:25 32 KA 18 8-3- 7 31:29 27 KR 18 7-3- 8 26:25 24 Þór 18 6-6- 6 25:28 24 Víkingur 18 5-3-10 20:31 18 ÍBK 18 4-6- 8 22:32 18 Leiftur 18 1-6-11 12:26 9 Völsungur 18 2-3-1313:36 9 sinm. Lið Völsungs: Haraldur Haraldsson, Sveinn Freysson, Theodór Jóhannsson, Eiríkur Björg- vinsson, Unnar Jónsson, Helgi Helgason, Skúli Hallgrímsson, Guðmundur F. Guðmundsson, Skarphéðinn ívarsson, Jónas Hallgrímsson, Sigurður Illugason. Lið Leifturs: Porvaldur Jónsson, Sigurbjörn Jakobsson, Árni Stefánsson, Kormákur Braga- Son (85. mín.), Gústaf Ómarsson, Friðrik Ein- arsson, Hafsteinn Jakobsson, Lúðvík Bergvins- son, Hörður Benónýsson, Friðgeir Sigurðsson, Óskar Ingimundarson, Steinar Ingimundarson. Gult spjald: Árni Stefánsson. Dómari: Guðmundur Haraldsson. Eftir þetta sóttu Þórsarar í sig veðrið og á 42. mínútu spilaði Hlynur Birgisson sig skemmti- lega gegnum vörn KR og skaut framhjá Stefáni Arnarsyni mark- verði KR í netið. Tveggja marka forskot Þórs í hálfleik. KR-ingar kunnu því greinilega betur að spila á móti vindinum í seinni hálfleik. Strax á 10. mín- útu minnkuðu þeir muninn þegar Sæbjörn Guðmundsson fékk háa sendingu fyrir Þórsmarkið og afgreiddi boltann upp í vinstra markhornið, óverjandi fyrir Baldvin markvörð. Fá góð marktækifæri sáust í leiknum eftir þetta og mörkin urðu ekki fleiri. Mikið var um háloftaspyrnur, „Raufarhafnar- spyrnur", eins og einn vallargesta sagði að afloknum leik. í heild var leikurinn lítið augnayndi og áhuginn virtist þverra hjá leik- mönnum eftir því sem líða tók á. Það eina sem gladdi augað voru nýliðarnir í Þór sem nú fengu tækifæri. Birgir Þór Karlsson skilaði sínu hlutverki vel og einn- ig Ólafur Þorbergsson. Leik- menn sem gaman verður að fylgj- ast með á komandi sumrum. JÓH Lcikmenn KR: Stefán Arnarson, Rúnar Krist- insson, Hilmar Björnsson, Gylfi Dalmann Aðal- steinsson, WiIIum Fór Þórsson, Jósteinn Einars- son, Ágúst Már Jónsson, Gunnar Oddsson, Björn Rafnsson, Sæbjörn Guðmundsson, Ólaf- ur Viggósson (Þorlákur Ámason 70. mín). Leikmenn Þórs: Baldvin Guðmundsson, Birgir Skúlason, Siguróli Kristjánsson, Nói Björnsson, Kristján Kristjánsson (Guðmundur Valur Sig- urðsson 65. mín), Birgir Þór Karlsson, Halldór Áskelsson, Júlíus Tryggvason, Valdimar Páls- son (Jónas Róbertsson 88. mín), ólafur Þor- bergsson, Hlynur Birgisson. Dómari: Baldur Scheving. Línuverðir: Þorgeir Pálsson og Sæmundur Víg- lundsson. Hlynur Birgisson skoraði annað mark Þórs gegn KR. Lokahóf leikmanna 1. deildar: Sigurjón valinn sá besti - en Arnljótur sá efnilegasti Lokahóf Samtaka 1. deildar leikmanna var haldið á sunnu- Það var hart barist hjá botnliðunum á Húsavík er liðin skildu jöfn. dagskvöldið. Sigurjón Krist- jánsson Valsmaður og marka- hæsti leikmaður 1. deildar var valinn besti leikmaður íslands- mótsins 1988. Arnljótur Davíðsson úr Fram var valinn efnilegasti leikmaðurinn. Á hófinu var kynnt hve mikið liðin báru úr býtum í sambandi við bónuskerfi Samvinnuferða- Landsýn. Fyrirtækið greiddi sér- staklega fyrir unna leiki og einnig fengu liðin bónus ef skoruð voru fjögur eða fleiri mörk í leik. List- inn lítur þannig út: Fram 418 þúsund, Valur 349 þúsund, ÍA 243 þúsund, KA 212 þúsund, KR 175 þúsund, Þór 150 þúsund, Víkingur 137 þúsund, IBK 100 þúsund, Völsungur 50 þúsund, Leiftur 25 þúsund. AP Knattspyrna: Erlingur í bann Flest bendir til þess að Erling- ur Kristjánsson fyrirliði KA í knattspyrnu hefji keppnistíma- bilið í 1. deild að ári á því að taka út leikbann. Erlingur fékk að líta gula spjaldið í leiknum gegn Val á laugardag og var það hans sjötta gula spjald í sumar og það þýðir eins leiks bann. Spjöldin færast ekki með leikmönnum á milli ára en þeir sem dæmdir eru í bann að lokinni síðustu umferð, þurfa að taka út sína refsingu í upphafi næsta keppnistímabils. -KK

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.