Dagur - 05.10.1988, Blaðsíða 1

Dagur - 05.10.1988, Blaðsíða 1
Skagaströnd: Aflaverðmæti Örvars yfír 300 Frystitogarinn Örvar frá Skagaströnd landaöi 132 tonna afla á miðvikudagsmorguninn. Þar af voru 117 tonn af frystum flökum og var verömæti aflans um 15,5 millj. króna. Pegar þessi afli var kominn í land er skipið búið að landa um 4700 tonnum af fiski það sem af er árinu. Eftir þessa löndum fór mifljónir verðmæti þess afla sem skipið hefur landað á þessu ári yfir 300 milljónir króna sem hlýtur að vera með mesta aflaverðmæti sem íslenskt skip hefur landað á þessu ári. I tilefni af þessu bauð útgerð- arfélagið Skagstrendingur sjó- mönnunum til veglegrar veislu á miðvikudagskvöldið. fh Atkvæðagreiðsla um starf slökkviliðsmanns Á fundi Bæjarstjórnar Akur- eyrar í gær fór fram atkvæða- greiðsla þar sem bæjarfulltrúar kusu milli sjö umsækjenda um starf slökkviliðsmanns hjá Slökkvistöð Akureyrar. Slökkviliði Reykjavíkur og er 39 ára gamall. Hann hefur mesta reynslu þeirra sem sóttu um starf- ið og var einn þeirra þriggja sem slökkviliðsstjóri taldi hæfasta til þess. EHB Rækjuverksmiðjan Dögun Sauðárkróki: ÖQu starfsfóUd sagt upp störfum - smíði nýs skips og endurbótum á því gamla hafnað Sex Akureyringar sóttu um starfið en einn umsækjandi var frá Reykjavík, Kjartan Kolbeins- son. Atkvæðagreiðslan fór þann- ig að Kjartan fékk sjö atkvæði og lýsti forseti bæjarstjórnar hann réttkjörinn til starfsins. Akureyringurinn Jón Guð- mund Knutsen fékk fjögur atkvæði á fundinum. Jón er lausráðinn hjá Slökkviliði Akur- eyrar fram í júní næsta ár vegna leyfis Guðmundar K. Halldórs- sonar sem starfar hjá Slökkviliði Reykjavíkur. Allir nema einn af hinum fimm umsækjendunum höfðu starfað sem sumarafleys- ingamenn hjá slökkviliðinu. Kjartan Kolbeinsson hefur að baki ellefu ára starfsreynslu hjá Eigendur Samherja hf. á Akureyri hafa undanfarið kannað möguleika á smíði nýs togara í stað Þorsteins EA sem skemmdist í rekís síðasta vetur. Tilboð liggur fyrir frá skipasmíðastöð á Spáni í smíði skipsins en mál þetta er á byrj- unarstigi og ekkert endanlega ákveðið hvar skipið verður smíðað. Þorsteinn Már Baldvinsson hjá Samherja hf. sagði það ekkert launungamál að allt frá því að Þorsteinn EA skemmdist hefði verið hugmyndin að láta smíða nýtt skip í hans stað, en eins og menn muna var ekki talið borga sig að gera við skipið. Ekki hefði komið til tals að kaupa notað skip. „Við stefnum að því að endurnýja Þorstein með nýju skipi eins fljótt og öll viðkomandi leyfi liggja fyrir,“ sagði Þorsteinn Már, og kvað það rétt vera að þeir Samherjamenn hefðu farið Ollu starfsfólki á sjó og landi hjá Rækjuvcrksmiðjunni Dög- un á Sauðárkróki var sagt upp nú um mánaðamótin, alls 16 manns. Koma uppsagnirnar til framkvæmda 1. nóvember nk. Rækjuskip Dögunar, Röst SK- 17, lagðist að bryggju nú um mánaðamótin, þar sem haf- færisskírteini var útrunnið. til Spánar, Danmerkur og Noregs til að athuga málin. Sjávarútvegsráðuneytið hefur samþykkt tilfærslu á veiðiheimild Þorsteins yfir á skipið sem ætlun- in er að smíða, en smíðin tekur u.þ.b. eitt og hálft ár frá því byrj- að er á henni. Þorsteinn Már tók fram að þrátt fyrir að ráðuneytið hefði veitt þetta leyfi væru önnur ljón eftir í veginum áður en hægt væri að hefja smíði skipsins og semja við skipasmíðastöð. Jón B. Jónasson, deildarstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, sagði að ráðuneytið hefði staðfest flutning veiðiheimildar Þorsteins EA yfir á hið nýja skip, en slíkt væri forsenda þess að hægt væri að ganga til samninga við skipa- smíðastöð um srníði á nýjum togara. Nýja skipið verður að vera sambærilegt við Þorstein EA hvað stærð og fleira varðar en tæknideild Fiskifélags íslands hefur lagt blessun sína yfir teikn- ingar að nýja skipinu. Næsta „Það er mikil óvissa um fram- tíðina hjá okkur, það er bæði búið að synja okkur um á þessu ári að smíða nýtt skip fyrir Röstina og að láta endur- bæta hana,“ sagði Garðar Sveinn Árnason framkvæmda- stjóri Dögunar hf. í samtali við Dag. skref í málinu gæti verið að leita til Fiskveiðasjóðs og ganga frá fjármögnun nýsmíðinnar. EHB Drangey SK-1, einn af togur- um Utgerðarfélags Skagflrð- inga, kom til hafnar um síðustu helgi með 68 tonn af frosnum karfa, að verðmæti 8,5 millj- ónir króna. Þetta var síðasti frystitúr skipsins, áður en það fer á þorskveiðar. Drangeyjan ætlaði ekki að komast beint í Sauðárkrókshöfnina sl. Ipugar- dag, varð að bíða úti fyrir til miðnættis, vegna hafróts í höfninni. til Fiskveiðisjóðs að smíða nýtt skip, en var hafnað á þeirri for- sendu að kvóti dygði ekki fyrir rekstri og afskriftum. Síðan vor- um við búnir að semja við Slipp- stöðina á Akureyri um að endur- bæta Röstina en fengum það ekki á þeirri merkilcgu forsendu að báturinn gæti ekki fiskaö í kvóta. Ég veit ekki til þess að menn hafi fengið það framan í sig áður, að þeir gætu ekki fiskað kvóta sem skip hafa áunnið sér,“ sagði Garðar Sveinn. Fintm rækjuskip lögðu upp hjá Dögun í sumar, en nú er þau öll farin. Að sögn Garðars Sveins verður einhver vinna frarn í októ- ber, en að öllum líkindum ekki lengi. Búið er að vinna hjá Dög- un um 700 tonn af rækju, sem er næstum sá kvóti sem verksmiðjan fékk. Óvíst er hvort nýjum kvóta verður úthlutað um næstu áramót og sagði Garðar Sveinn að sér fyndist líklegt að þar yrði um Drangey var á veiðum í 12 daga og fékk mestan partinn vont veður á miðunum. Skafti SK-3 er á karfaveiðum á milli íslands og Færeyja, á svokölluðum Rósa- garði. Skipið fer þaðan beint með aflann til sölu í Þýskalandi 10. október nk. Þriðji togari ÚS, Hegranes SK-2, fer úr slipp í Bremerhaven Þýskalandi nk. föstudag og kemur til Sauðár- krókshafnar upp úr næstu helgi. -bjb miklar breytingar að ræða. „Undanfarna vetur höfum við haft Röstina á dóli og unnið rækju. Við höfum ekki haldið uppi stöðugri vinnu, en við höf- um haldið hér uppi lágmarks- vinnslu og verið með fast starfs- fólk á launum. Það hefur aldrei þurft að segja upp starfsfólki, við höfum látið þetta eina skip okkar duga yfir háveturinn. Núna klikkar það og við vitum ekkert með framtíð Rastarinnar, það er allt í óvissu. Maður leggst bara í vetrarhíöið," sagði Garðar Sveinn að lokum. -bjb Akureyri: Árni Ólafsson ráðinn skipulagsstjóri Árni Ólafsson, arkitekt, hefur verið ráðinn skipulagsstjóri Akureyrarbæjar. Bæjarstjórn samþykkti samhljóða bókun skipulagisncfndar frá 30. sept- ember þar sem nefndin lagði til að Árni yrði ráðinn til starfsins. Árni Ólafsson er 33 ára gamall. Hann er fæddur og upp- alinn á Akranesi en lærði arki- tektúr í Gautaborg. Að námi loknu starfaði hann hjá Hús- næðisstofnun ríkisins og síðar á teiknistofu Gylfa Guðjónssonar. Þá starfaði liann um tíma hjá teiknistofunni Form sf. á Akur- eyri. Árni hefur áður starfað að skipulagsverkefnum, m.a. fyrir Kópavogsbæ og á Hvolsvelli. Hinn umsækjandinn un starf skipulagstjóra var Sveinn R. Brynjólfsson, arkitekt og skipu- lagsfræðingur, en hann er starf- andi hjá embætti skipulagsstjóra. EHB Við sóttum um það sl. vetur Samherji hf. á Akureyri: Fengu tQboð frá Spáni í smíði togara - leyfi sjávarútvegsráðuneytis til yfirfærslu veiðiheimilda fengið Sauðárkrókur: Drangey með 68 tonn af frystum karfa

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.