Dagur - 05.10.1988, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 5, október 1988
Stúdíó Stenmia á Seltjamamesi:
Þeir sem þekkja til í Seltjarnarnesbæ muna eflaust eftir
frystihúsi Isbjarnarins sem reyndar var lagt niður þegar
Grandi hf. var stofnaður. Fisklyktin er horfin úr
húsunum og nú hafa ýmis fyrirtæki fengið þar aðstöðu,
þar á meðal Stúdío Stemma sem nú telst stærsta stúdíó
landsins. Á þessum tíma árs eru annir í hljóðverum
landsins, tónlistarmenn íóða önn að taka upp efni sem
koma á út fyrir jólin. Svo er einnig íStúdíó Stemmu þar
sem unnið er allan sólarhringinn við upptökur
og vinnslu á efni.
' Sigurður Rúnar Jónsson við stjórnvölinn á Rolls-Royce mixeranna.
Myndir og texti: JÓH
Sigurður Rúnar Jóns-
son á meirihlutann,
eða 60%, í fyrirtæk-
inu. Fleirum er hann
kunnugur sem Diddi
„fiðla“, þekktur úr poppheimin-
um frá því á fyrri árum. Síðustu
árin hefur hann rekið og byggt
upp Stúdíó Stemmu og er nú
kominn í húsnæði sem hann er
ánægður með.
Blaðamaður hitti Didda á
dögunum og þótt komið væri
fram á kvöld var hann stuttu
vaknaður. Nóttinni var eytt í
hljóðblöndun á efni sem karla-
kórinn Fóstbræður gefur út nú
fyrir jólin. Diddi lýsti því fyrst
hvað þetta stúdíó hefur fram yfir
önnur.
„Kæmi ölhim stúdíóum
í Reykjavík hingað inn“
„Fyrst og fremst er það rýmið
sem við höfum. Mér er sagt að öll
önnur stúdíó Reykjavíkur komist
inn í Stemmu. Sem dæmi get ég
nefnt að Hljóðriti er ekki nema
einn áttundi af þessu stúdíói hvað
stærðina varðar. Að rúmmáli er
Stemma um 3000 rúmmetrar,“
segir Diddi og bætir við að mesta
lofthæð í upptökusalnum sé um 8
metrar þannig að hér er ekkert
smáhýsi á ferðinni.
„Flest tækin í þessu stúdíói eru
eins og gengur og gerist í stúdíó-
um. Ég hef hér 24 rása upptöku-
vél og 2 rása mastertæki. Én svo
erum við með mixer sem verður
að teljast nokkuð sérstakur,"
bætir Diddi við og segir að þetta
tæki teljist Rolls Royce á mixer-
markaðinum.
Þetta tæki var handsmíðað árið
1977 af manni er nefnist Clive
Green og rak fyrirtækið Cadac í
Bretlandi. Clive þessi smíðaði
aðeins mixera gegn pöntunum og
þetta ár smíðaði hann aðeins tvo
mixera, annan fyrir PYE-stúdíó-
ið í London og hinn fyrir sænska
ríkisútvarpið. Sá mixer mun enn
vera þar í notkun.
„Svo maður segi alla söguna þá
tók fyrirtækið PRT við rekstri
PYE í London og þar var mixer-
inn þangað til haustið 1986 og
meðal annars var Garden Party
með Mezzoforte tekið upp á
hann.
„Bunch of vires and iron“
Síðan gerðist það haustið 1986
að mixerinn varð fyrir tjóni. í
PRT-stúdíóinu sprakk vatnsrör
þannig að vatn komst að mixern-
um og skemmdi hann. Vatnið
gerði það að verkum að víða
urðu málmúrfellingar og rafmagn
leiddi illa. Stúdíóið var vel tryggt
og Clive Green, eða „Cadac
himself“ eins og hann er nefndur
í Bretlandi, taldi viðgerð taka um
tvo mánuði. Þá ákvað trygginga-
félagið að bjóða upp á nýjan mix-
er í stað þess að hefja viðgerð og
strax var byrjað að rífa mixerinn
niður. Þar voru hreint engir fag-
menn að verki því stykkjunum
var lient niður í kassa og trékass-
inn rifinn í sundur með kúbein-
um.
Tryggingafélagið hafði ekki
tök á að koma mixernum í verð
enda var hann aðeins „bunch of
vires and iron“ fyrir þeim. Upp-
tökumaður hjá PRT vissi hins
vegar að ég gæti notað mixerinn
og gert sjálfur við hann þannig að
hann lét mig vita. Ég fór síðan út
og skoðaði tækið og úr varð að ég
keypti hann á 3000 pund eða um
200.000 ísl. krónur. í dag er hann
fimm milljóna virði,“ segir Diddi
og sýnir blaðamanni tækið greini-
lega stoltur enda með langtum
stærsta mixer landsins á gólfinu
hjá sér.
Eftir að mixerinn kom til
íslands hófst viðgerð á honum
sem tók sex vikur. Um mitt síð-
asta ár var uppsetningu hans lok-
ið og síðan þá hefur mixerinn
verið notaður í Stemmu og reynst
mjög vel.
Unnið allan sólarhringinn
Meðan á samtalinu við Didda
stendur þarf hann að sinna bresk-
um upptökumanni sem er hér á