Dagur - 05.10.1988, Blaðsíða 15
íþrótfir
5. október 1988 - DAGUR - 15
í-
Flugleiðadeildin í körfubolta:
KR-ingar mörðu sigur
gegn Tindastól
Það voru um 400 áhorfendur í
Iþróttahúsi Sauðárkróks í gær-
kvöid sem fengu að sjá æsi-
spennandi viðureign Tinda-
stóls og KR í Flugleiðadeild-
inni í körfubolta. KR-ingar
mörðu sigur á Iokamínútunni,
með 80 stigum gegn 77 stigum
heimamanna, sem áttu stór-
góðan síðari hálfleik. Staðan í
hálfleik var 47:32 fyrir KR.
KR-ingar byrjuðu leikinn af
krafti og náðu fljótlega yfirhönd-
inni. Eftir fimm mínútur var
staðan 10:5 fyrir KR. Þá tóku
Tindastólsmenn kipp og héldu
KR-ingum ekki langt frá sér.
Heimamenn náðu einu sinni að
komast yfir í fyrri hálfleik, rétt
fyrir hann hálfnaðan, og var þá
staðan 17:16 fyrirTindastól. Eftir
það náðu KR-ingar yfirhöndinni,
og munaði þar mestu um stórleik
Æfingar
Þórsara
í vetur
Handknattleiksdeild Þórs hef-
ur hafið æfingar. Þær fara
fram í íþróttahöllinni, íþrótta-
skemmunni og íþróttahúsi
Glerárskóla.
Meistaraflokkur karla er á
mánudögum kl. 19 í Skemmunni,
þriðjudögum kl. 19 í Höllinni,
miðvikudögum kl. 20.30 í
Skemmunni og á fimmtudögum
kl. 20.30 í Höllinni.
3. flokkur karla æfir á mánu-
dögum og miðvikudögum kl. 17 í
Skemmunni og á sunnudögum kl.
14 í Höllinni.
4. flokkur karla æfir á mánu-
dögum kl. 17 og fimmtudögum
kl. 19.20 í Glerárskóla. Á sunnu-
dögum kl. 15 eru æfingar í Höll-
inni.
5. flokkur æfir eingöngu í
Glerárskóla. Á þriðjudögum
hefjast æfingar kl. 18, á fimmtu-
dögum kl. 20.10 og á sunnudög-
um kl. 10.45.
6. flokkur æfir líka í Glerár-
skóla. Á þriðjudögum hefjast
æfingar kl. 17 og á sunnudögum
kl. 9.30.
Meistaraflokkur kvenna æfir á
þriðjudögum kl. 20.30 í Höllinni.
Á miðvikudögum hefjast æfingar
kl. 18 í Skemmunni. Á fimmtu-
dögum eru æfingar í Höllinni kl.
22 og á sunnudögum kl. 15.
3. flokkur kvenna æfir í Gler-
árskóla á þriðjudögum kl. 21 og á
sunnudögum kl. 16.15.
4. flokkur kvenna æfir á sunnu-
dögum kl. 12 í Glerárskóla.
Jóhannesar Kristbjörnssonar.
Leikmenn Tindastóls réðu ekkert
við hann og þegar blásið var til
leikhlés var munurinn orðinn 15
stig, KR í vii. Af 47 stigum KR-
ingar í fyrri hálfleik gerði
Jóhannes 25. Valur Ingimundar-
son var atkvæðamestur heima-
manna, með 17 stig af 32.
Allt annað var að sjá til leik-
manna Tindastóls í síðari hálf-
leik, bæði í sókn og vörn. Munur-
inn á stigatöflunni minnkaði
smám saman, eftir 8 mínútur var
hann 11 stig, KR í hag, 6 stig eftir
13 mínútur og einni mínútu síðar
voru KR-ingar með tveggja stiga
forskot, 66:64. Á þessum leik-
kafla fór Eyjólfur Sverrisson á
kostum og æsingurinn hélt áfram.
Þegar 4 mínútur voru til leiksloka
var staðan 72:70 fyrir Vesturbæ-
ingum og hálfri mínútu síðar
hafði Tindastóll komist yfir,
73:72. Ætlaði þakið að rifna af
íþróttahúsinu, svo mikill yar æs-
ingur í áhorfendum. En eftir
nokkur mistök í sókninni hjá
Tindastól undir lokin tókst KR-
ingum að ná yfirhöndinni á ný,
og halda henni til leiksloka. Þrátt
fyrir örvæntingarfullar tilraunir
til að jafna leikinn, tókst heima-
mönnum það ekki og KR slapp
með sigur í þetta skiptið.
Bestu menn Tindastóls voru
Valur, Guðbrandur og Eyjólfur,
en sá síðastnefndi skoraði 18 stig
í síðari hálfleik af þeim 20 sem
hann gerði í leiknum. Langbestur
KR-inga var Jóhannes Krist-
björnsson.
Stigin skiptust þannig hjá
Tindastól: Valur Ingimundarson
30, Eyjólfur Sverrisson 20, Björn
Sigtryggsson 11, Guðbrandur
Stefánsson 9, Sverrir Sverrisson 4
og Kári Marísson 3.
Hjá KR: Jóhannes Krist-
björnsson 37, Matthías Einars-
son 12, ívar Webster og Birgir
Mikaelsson 10, Lárus Valgarðs-
son 5, Árni Guðmundsson 4 og
Lárus Halldórsson 2.
Dómarar leiksins voru Gunnar
Valgeirsson og Leifur Garðars-
son og komust þeir ágætlega frá
erfiðum leik. -bjb
Flugleiða-
deildin
Anieríkuriðill:
Valur 2 1-0-1 191:128 2
Grindavík 1 1-0-0 116:72 2
Njarðvík 1 1-0-0 77:81
Þór 10-0-1 72:116 0
ÍS 1 0-0-1 47:114
Evrópuriöill:
KR 2 2-0-0 145:137 4
ÍBK 1 1-0-0 97:67 2
ÍR 1 0-0-1 60:65 0
Tindastóll 2 0-0-2 144:177 0
Haukar 0 0-0-0 0:0 0
Golfklúbbur Sauðárkróks:
Kárí vann
KS-mótið
Rétt áður en Helena fagra
Káradóttir náði Sauðárkróki
var haldið golfmót á Hlíðar-
endavelli sl. laugardag. Það
var hið árlega KS-mót, en
Kaupfélag Skagfirðinga hefur
gefið verðlaun á það mörg
undanfarin ár. Leiknar voru 18
holur í karla- og unglinga-
flokki, og alls mættu 17 kylf-
ingar til leiks. Veður var
kuldalegt, en þó vel spilandi
golf í því.
Keppni var jöfn og spennandi.
í karlaflokki var leikinn bráða-
bani um 2. sætið án forgjafar
milli Steinars Skarphéðinssonar
og Magnúsar Rögnvaldssonar, og
hafði sá fyrrnefndi betur. í karla-
flokki með forgjöf voru 3 jafnir
og efstir en röð fékkst með því að
telja 3 síðustu holur kylfinganna.
Þar stóð Kári Valgarðsson best
að vígi og telst hann því KS-
meistari ’88, en sá titill veitist
þeim sem verður efstur með
forgjöf.
Úrslit mótsins urðu því þessi:
Karlar með forgjöf: högg
1. Kári Valgarðsson 72
2. Haraldur Friðriksson 72
3. Hjörtur Geirmundsson 72
Karlar án forgjafar:
1. Haraldur Friðriksson 82
2. Steinar Skarphéðinsson 87
3. Magnús Rögnvaldsson 87
Unglingar með forgjöf:
1. Guðmundur Sverrisson 68
2. Gunnar Gunnarsson 76
3. Guðjón Gunnarsson 77
Með KS-mótinu er formlegum
golfmótum sumarsins lokið hjá
Golfklúbbi Sauðárkróks, en eftir
er Bændaglíman, ásamt upp-
skeruhátíð, og er óvíst hvenær
hægt verður að halda hana. -bjb
Verðlaunahafar á KS-mótinu. Kári Valgarðsson fyrir miðju, með glæsilegan verðlaunabikar. Mynd: -bjb
Valur Ingimundarson þjálfari skoraði 30 stig gegn KR, en það dugði ekki til.
Haustmót BLÍ:
Blakað í Hölliraii
um næstu helgi
- öll sterkustu lið landsins mæta
Hið árlega Haustmót Blak-
sambands íslands verður hald-
ið á Akureyri um næstu helgi.
Öll sterkustu blaklið landsins, í
karla- og kvennaflokki, niæta
til leiks og ætti þetta því að
geta orðið hið skemmtilegasta
mót. Það hefst kl. 13 á laugar-
dag í íþróttahöllinni og verður
framhaldið á sunnudag. Það er
blakdeild KA sem er fram-
kvæmdaaðili að mótinu og er
aðgangur ókeypis.
íslandsmótið í blaki hefst 22.
október og munu þá bæði lið KA
halda suður um heiðar og leika í
Handknattleikur:
Staðan í
2. og 3. deild
2. deild ÍR 1 1-0-0 27:15 2
Njarövík 1 1-0-0 26:14 2
Selfoss 1 1-0-0 25:13 2
Haukar 1 1-0-0 20:16 2
Þór 2 1-0-1 39:50 2
Ármann 1 0-0-1 16:20 0
ÍH 1 0-0-1 13:25 0
ÍBK 1 0-0-1 24:25 0
IJIVIFA 0 0-0-0 0:0 0
3. deild A-riðill UBK b 2 2-0-0 45:39 4
Haukar b 1 1-0-0 29:13 2
Völsungur 2 0-0-2 39:45 0
Þróttur 1 0-0-1 23:30 0
ÍBK b 1 0-0-1 13:29 0
KR b 0 0-0-0 0:0 0
FH b 0 0-0-0 0:0 0
B-riðill
Valur b 2 2-0-0 57:40 4
Fylkir 1 1-0-0 31:17 2
Grótta b 2 1-0-0 46:44 2
HK b 1 0-1-0 24:24 1
Víkingur b 2 0-1-1 43:50 1
Ögri 2 0-1-1 30:56 0
IS 0 0-0-0 0:0 0
Reykjavík. Fyrstu heimaleikirnir
eru síðan 29. október.
Það stefnir í hörkukeppni í
karlaflokki á þessu íslandsmóti.
Víkingur er ekki lengur með
blakdeild og hafa leikmenn Vík-
ings gengið í önnur félög. ís-
landsmeistarar Þróttar verða
með svipað lið og í fyrra og verða
því erfiðir viöureignar. HK er lið
sem gæti komið á óvart í vetur og
gæti jafnvel staðið uppi sem sig-
urvegari.
ÍS og KA eru með svipaðan
mannskap og í fyrra. Ef leik-
mennirnir ná sér vel á strik gætu
þeir veitt hinurn liðunum verðuga
keppni. HSK, Fram og Þróttur
eru lið sem eru óþekkt stærð, en
gætu staðið sig vel á góðum degi.
Hjá stúlkunum mun baráttan
aftur standa á ntilli Breiðabliks
og Víkings um titilinn. Blikarnir
eru núverandi íslandsmeistarar
en Víkingsstelpurnar bikarmeist-
arar.
KA, ÍS, Þróttur og Þróttur
Nes. senda einnig lið til keppni í
kvennaflokki. Á góöurn degi geta
þessi lið hæglega veitt hinum
harða keppni.
En best er að dæma um þetta
sjálfur og það geta rnenn með því
að mæta á Haustmót BLÍ í Höll-
inni um helgina.
Stefán Magnússon og félagar hans
hjá KA verða í sviðsljósinu á Haust-
móti BLÍ.