Dagur - 05.10.1988, Blaðsíða 7

Dagur - 05.10.1988, Blaðsíða 7
5. október,1988 - DAGUR - 11 átt nóg pláss aflögu. Þetta er hvergi hægt annars staöar hér á lantii. “ „Stúdíóin ekki nógu dýr“ Þeir sem fylgjast með hljóm- plötumarkaöinum þekkja að fyrir jólin og á sumrin hrúgast inn á markaðinn nýjar plötur. Koma þessar sveiflur ekki líka fram í rekstri hljóðveranna? „Jú, á sumrin koma inn pant- anir á hausttímum enda slagurinn harður um stúdíóin. Sama má segja um síðari hluta vetrar. Mér finnst þessar sveiflur hafa aukist heldur en hitt," segir Sigurður Rúnar. Áður var minnst á breskan upptökumann sem þessa dagana vinnur í Stúdíó Stemmu við upp- tökur á plötu Valgeirs Guðjóns- sonar. Stúdíóið er leigt út, hvort heldur sem er, án upptökumanns eða með upptökumanni. „Ef fólk vantar upptökumann og ég er laus þá reyni ég að vinna sem mest sjálfur en ef sérstakar óskir koma fram um aðra upp- tökumenn þá leigi ég aðstöðuna út án manns." Horfandi yfir þessi miklu tæki og góða aðstöðu í Stúdíó Stemmu er ekki hægt að verjast þeirri spurningu hvort ekki sé dýrt að taka upp eina plötu. „Nei, í sannleika eru stúdíóin ekki nógu dýr. Þar stendur hníf- urinn í kúnni í dag," svarar Diddi um hæl. „Ég held að fyrir tveim- ur árum hafi 5 stúdíó verið starf- andi í Reykjavík en á síðasta ári bættust 9 stúdíó í hópinn og fyrir bragðið er allt of mikið framboð af stúdíóum á svæðinu. Útkoman er sú að menn leggja út í glanna- leg undirboð til að halda sér á floti. Það er slagur sem ég tek ekki þátt í,“ segir hann og bætir við að Stemma sé um helmingi' ódýrari en sambærileg stúdíó í Bretlandi. Fyrir um tveimur árum bar nokkuð á að íslenskir tónlistar- menn tækju upp í Bretlandi. Sá tími er liðinn. „Ástæðan fyrir þessu var ósköp einfaldlega að stúdíóin hér heima voru ekki nógu góð. En með tilkomu Stemmu breyttist þetta á ný. Það er ekki lengur þörf á að sækja þessa þjónustu út, hér fá tónlist- armenn allt sem þeir þurfa við upptökur," segir Sigurður Rúnar að lokum. Varla er ástæða til að tefja lengur við. Framundan er fyrsta fríkvöldið hjá Didda í hálfan mánuð en næstu vikur eru full- bókaðar. „Nú getur maður loks- ins borðað heima með fjölskyld- unni,“ segir hann hlæjandi um leið og hann slekkur ljósin í frystiklefanum fyrrverandi. menn sig kannski inn með kassa- gítarinn undir hendinni og raula lögin í belg og biðu eða þarf að taka hvert lag aftur og aftur áður en grænt ljós er gefið á útkomuna? Hvað er ein meðal hljómplata lengi í upptöku? Diddi brosir við spurningunni og byrjar að útskýra gang mála. „Það er voðalega misjafnt hve menn eru lengi að taka upp. Þeg- ar komið er inn í stúdíóið hjá mér og\§purt hve langan tíma taki að vinná\fimm lög þá er ég yfir- leitt vanuK að svara þessu eins. Fyrsta platan sem Purrkur Pilnik gaf út og ég tók upp var svo fljót í vinnslu að ekki liðu nema 9 klukkutímar frá því hljómsveitin labbaði inn í stúdíóið þangað til master með 13 laga plötu var til- búinn. Stuttu seinna tók hljóm- sveitin Þeyr upp tveggja laga plötu í Stemmu og eyddi 80 tírn- urn í upptökur á plötunni þannig að ekki er með nokkru móti hægt að ákveða fyrirfram hversu lang- an tíma upptökur standa." - Nú er þetta risastúdíó á íslenskan mælikvarða. Er mark- aður fyrir svo stórt hljóðver? „Já,“ fullyrðir Diddi unthugs- unarlítið. „Raunin er sú að viö íslendingar erum á eftir með ýmsa hluti og þróun. Staðreyndin er að þegar upp kemur aðstaða sem ekki hefur verið fyrir hendi þá er hún yfirleitt notuð og kem- ur jafnframt í Ijós að þörfin fyrir slíka aðstöðu hefur verið lengi fyrir hendi. Hér er ekkert sam- bærilegt stúdíó, t.d. hef ég sett hér 60 manns í einu í upptöku og „Já, ég breytti p. ,.n í ofna og leiddi í þá heitt vatn og fæ þannig út fína geislahitun. Salurinn held- ur vel hita enda húsið einangrað til að halda uppundir 30 gráðu frosti og heldur því hitanum vel. Þetta kemur mjög vel út og kynd- ingarkostnaður er sáralítill,“ seg- ir Diddi og tekur til við að rifja upp ástand hússins þegar hann skoðaði það fyrst. „Þegar ég kom hingað fyrst í ársbyrjun 1986 var ekkert raf- magn hér inni og því mátti ég þreifa mig áfram með lukt í myrkrinu til að reyna að átta mig á því hve stórt þetta væri. Þá var ennþá þykkur ís í loftinu og því hálfgerð rigning inni í klefanum. Það varð síðan úr að ég tók þetta á leigu í september 1986 og byrjaði þá strax að innrétta. Ég þurfti að logskera niður kælispír- Flyglar geta bilað eins og annað. í miðri upptöku hætti ein nótan í flyglinum hjá Didda að gefa frá sér hljóð og þá voru góð ráð dýr. Stefán Birgisson, píanóviðgerðarmaður úr Kópavoginum, var fljótur á vettvang þótt sunnudagur væri og gerði við í snatri. Sigurður Rúnar fylgist af athygli með. Eins og sjá má er Stúdíó Stemma ekkert smáhýsi. Lofthæðin er 8 metrar þar sem hún er mest og hljómburðurinn góður. I gegnum lúgurnar á veggnum fóru áður þorskflök í blokkum en nú eru þær aðallega loftlúgur þegar hitinn í stúdíóinu gerist óþarflega mikill. landi við upptöku á nýrri sóló- plötu Valgeirs Guðjónssonar sem verður ein af jólaplötunum í ár. Sú vinna tekur um 6 vikur og allt tekið upp í Stúdíó Stemmu. Aðspurður segir Diddi að nokk- uð sé um að erlendir upptöku- menn séu fengnir til að taka upp plötur hér á landi og ekki sé nema gott eitt um það að segja að fá nýtt blóð og nýjan blæ í fagið. Af verkefnum næstu vikna iná nefna upptöku á nýrri plötu Bjartmars Guðlaugssonar sem hann sjálfur og Stúdíó Stemma munu gefa út fyrir næstu jól. Diddi fullyrðir að þar verði margt skemmtilegt að finna líkt og á síðustu plötu Bjartmars. Síðustu nætur hefur Diddi lok- ið við að mixa lög fyrir Karlakór- inn Fóstbræður sem út koma eins og áður segir fyrir næstu jól. Ástæður fyrir því að þessi tími sólarhrings er valinn eru þær að á daginn er stúdíóið fullbókað í upptökum á öðru efni og því eng- inn tími afgangs nema næturnar. Þetta er fyrsta heila starfsárið sem Stemma er rekin eftir að flutt var hingað út á Seltjarnar- nes. Áður var Stemma í kjallara á Laufásvegi og um tíma í Fóst- bræðraheimilinu. En það er fleira merkilegt við þetta stúdíó en bara handsmíðaður mixer. „Þá var þykkur ís í loftinu“ Húsnæðið sem Stemma er nú í var áður frystiklefi ísbjarnarins. Lúgur á einum vegg upptökusal- arins voru áður notaðar fyrir hleðslufæribönd en eru nú aðeins skraut í þessum risasal. Kælispír- alar í loftinu minna líka óneitan- lega á fyrra hlutverk en Diddi sá fljótt út til hvers mætti nota þá. Síðastliðinn sunnudag var lítill barnakór í Stúdíó Stemmu við upptökur á efni sem brátt heyrist í grunnskólum landsins. Á myndinni ræða Sigurður Rúnar og stjórnandinn, Þórunn Björnsdóttir, við krakkana. ala af einum veggnum og dró þá út á Land Rover-jeppa sem ég átti. Síðan tók við vinna við að innrétta upptökuherbergi, snyrt- ingar, koma upp tækjum og þess háttar,“ segir Diddi. „Voru 80 tíma með tvö lög“ Margir velta því fyrir sér hversu langan tíma taki að vinna eina hljómplötu í stúdíói. Labba

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.