Dagur - 05.10.1988, Blaðsíða 3

Dagur - 05.10.1988, Blaðsíða 3
5. október 1988 - DAGUR - 3 Troðfull búð af nýjum og glæsilegum haustvörum HERRADEILD Gránufélagsgötu 4 Akureyri • Sími 23599 MITT LIF - ÉG VEL: Átak til eflingar heilbrigðu lífemi bama og unglinga - heilbrigðisyfirvöld í samvinnu við íþrótta- og æskulýðshreyfinguna Þessa dagana er að hefjast sérstakt átak til að efla heil- brigt líferni og vellíðan meðal íslcnskra barna og unglinga. Herferðin er á vegum ncfndar um heilbrigða lífshætti æsku- fólks, sem skipuð var af heil- brigðisráðherra á síðasta ári. Yfirskrift þessa átaks þegar því er fylgt úr hlaði er „MITT LÍF - ÉG VEL“. Áhersla er lögð á að unglingar taki sjálfir ábyrgð á sínu lífi, en það mótast af ýmsum ákvörðun- um sem teknar eru mörgum sinn- um á dag. Vakin er athygli á sjálfstæðum ákvörðunum um ýmsar lífsvenjur svo sem mataræði, hreyfingu, kynlíf, vímuefni, vináttu og ótal fleiri atriðum sem unglingar velja sjálf- ir og ráða miklu um líðan þeirra í nútíð og í framtíð. Veggspjaldi, barmmerkjum og límmiða er dreift til allra skóla- nemenda á aldrinum 11-16 ára, alls um 21 þúsund manns. í gær kynntu nefnd um heil- brigða lífshætti æskufólks og Guðmundur Bjarnason heil- brigðisráðherra þetta átak. í nefndinni eiga sæti fulltrúar frá heilbrigðisráðuneytinu, íþrótta- sambandi íslands, landlæknis- embættinu, Ungmennafélagi íslands og Æskulýðsráði ríkisins. „Ég hef viljað leggja á það áherslu að við reyndum leiðir sem gætu leitt til varnar hvers konar sjúkdómum og slysum,“ sagði heilbrigðisráðherra þegar átakið var kynnt í gær. „Heil- brigðisyfirvöld hafa nú leitað eft- ir samstarfi við ungmenna- og æskulýðshreyfinguna í landinu sem ég held að sé mikilvægt til að koma þessum sjónarmiðum á framfæri. Við höfum stundum rætt um að lífsstíl fólks þurfi að breyta og til að gera það hljótum við að leggja áherslu á að ná til unglinganna og barnanna til að geta haft einhver áhrif á hvernig þau haga sínu lífi. Höfuðáherslan með þessu átaki er lögð á að ein- staklingurinn sé sjálfur ábyrgur fyrir sínu lífi og sé meðvitaður um hversu mikil áhrif það getur haft á heilsu hans og vellíðan." JÓH Leiðrétting í vísnaþætti Helgarblaðsins 1. október var vísan Kuldinn beygja fyrða fer,/ fást þess eigi bætur./ Ef við deyjum allir hér/ einhver meyjan grætur; ranglega feðruð. Hún var sögð eftir Björn Sveins- son frá Gili, en hið rétta er að höfundur vísunnar er Jóhannes Jóhannesson frá Heiði í Sléttu- hlíð, Skagafirði. Jóhannes var skipstjóri og orti þessa vísu eftir að hafa lent í kröppum dansi á sjó með félögum sínum. Leið- réttist þetta hér með. ÆM Dæmi: Royal Playa de Palma 2 í stúdíó 21.562 pr. mann Þú gerir dúndur innkaup fyrir fjölskylduna í stórverslunum í Palma þar sem vöruúrvalið kemur sannarlega á óvart Brottfarardagar: 23. okt. 28. okt. 4. nóv. aiíomm: Skoðanakönnun Hagvangs: Þriðjungur landsbyggðar- kjósenda fylgja Framsókn - sé miðað við þá sem tóku afstöðu Samkvæmt nýrri skoðana- könnun Hagvangs eru um 33% þeirra sem búa á landsbyggð- inni fylgjandi Framsóknar- flokknum. Um 14% íbúa á höfuðborgarsvæðinu eru fylgj- andi flokknum. Þessar tölur eru miðaðar við þá einstakl- í júlímánuði síðastliðnum gerði Póstur & sími samstarfs- samning við Eurocard á Islandi og tók þessi samningur gildi frá 1. október sl. Samningur hefur í för með sér að afgreiðslustöð- um Eurocard á íslandi fjölgar um þau 92 póstútibú sem eru um allt land. Með tilkomu samningsins geta aðildarfyrirtæki Eurocard sótt sína þjónustu í næsta póstútibú t.d. uppgjörsseðla og úttektar- seðla, skilað inn uppgjöri og þess háttar. Póstútibúin verða eftirleiðis með umsóknareyðublöð fyrir inga eingöngu sem tóku afstöðu í könnuninni en aðgæta verður að þetta þýðir ekki að 33% fylgis flokksins sé af landsbyggðinni og 14% fylgis úr Reykjavík. Um 26% íbúa á landsbyggð- inni eru fylgjandi Sjálfstæðis- Eurocard þannig að auðveldara verður fyrir fyrirtæki að gerast aðili að fyrirtækinu. Sama gildir um einstaklinga sem hug hafa á að gerast korthafar hjá Euro- card. Erlendir ferðamenn geta, með tilkomu samstarfssamnings Pósts & síma og Eurocard, tekið út reiðufé á kreditkortum Eurocard í hvaða póstútibúi á landinu sem er. Samningi fyrirtækjanna hafa starfsmenn Eurocard fylgt eftir með heimsóknum í öll póstútibú landsins og kynnt starfsmönnum samninginn og þá þjónustu sem hann hefur í för með sér. JÓH flokknum og um 33% íbúa á höfuðborgarsvæðinu fylgja flokknum að málum samkvæmt Hagvangskönnuninni. Um 28% íbúa á höfuðborgar- svæðinu eru fylgjandi Kvenna- lista og um 17% landsbyggðar- fólks er fylgjandi listanum. Sé lit- ið á viðhorf landsbyggðarfólks gagnvart A-flokkunum þá kemur í Ijós að Alþýðubandalagið nýtur stuðnings um 8,5% kjósenda á landsbyggðinni og Alþýðuflokk- urinn nýtur fylgis um 13% kjós- enda utan af landi. Alþýðuflokk- urinn hefur fylgi um 9% kjós- enda á höfuðborgarsvæðinu og Alþýðubandalagið um 7,9% fylgi kjósenda á sama svæði. Þetta yfirlit nær aðeins til þeirra flokka sem fengu yfir 3% fylgi í könnuninni. Borgaraflokk- urinn fékk 3,3% fylgi í könnun Hagvangs og af landsbyggðar- kjósendum fylgja flokknum um 4% að málum. Hlutfallið er lægra í Reykjavík eða um 2,5-3%. Póstur og sími: Samstarfssamningur við Eurocard í gildi - öll pósthús landsins þjónusta Euro-kreditkorthafa

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.