Dagur - 08.10.1988, Blaðsíða 5

Dagur - 08.10.1988, Blaðsíða 5
8. október 1988 - DAGUR - 5 myndbandarýni Skassið ógurlega Hentu mömmu af lestinni Útgefandi: Háskólabíó 1988 Leikstjóri: Danny DcVito Aðalhlutverk: Danny DeVito, Billy Crystal, Kim Greist, Anne Ramsey Aldurstakmark: Ekkert Nóttin er rök. Þannig hefst skáld- saga háskólakennarans Larrys og þannig hefst einnig smásaga nemanda hans, Owens. Þeir eiga fleira sameiginlegt. Larry á í vandræðum með fyrrverandi eig- inkonu sína og Owen er í stök- ustu vandræðum með mömmu gömlu, sem er hinn mesti harð- stjóri. Þessar ólíku persónur stilla saman strengi sína og útkoman er sprenghlægileg. Hentu mömmu af lestinni (Throw momma from the train) er vinsæl gamanmynd og maður bjó sig því undir 90 mínútna hlát- urskast. Ekki gekk það alveg eft- ir en vissulega er þetta skemmti- leg mynd. Danny DeVito (Owen) er sem oft áður litli, þybbni sprelligosinn, en gríðar- lega uppáþrengjandi, hálfgerður NÖRD. Hann ásækir Larry, sem leikinn er af Billy Crystal (homminn í Löðri), og vill endi- lega fá hann til að myrða mömmu gömlu, býðst meira að segja til að myrða fyrrverandi eiginkonu Larrys í staðinn. Hæfilegur misskilningur, hæfi- legur ofleikur og skondnar uppá- komur gera myndina skemmti- lega. Danny og Billy sýna báðir afbragðs gamanleik en mamma gamla stelur þó senunni. Ekki veit ég hvernig í ósköpunum Danny DeVito, sem leikstýrir sjálfum sér og öðrum, hefur farið að því að grafa upp slíka kerling- arherfu. Hún er óborganleg, hið ferlegasta skass í útliti og fram- göngu allri. Hentu mömmu af lestinni er mynd sem óhætt er að mæla með, en þeir sem þola ekki litia nagginn Danny DeVito (ég hef heyrt um nokkra) ættu þó að halda að sér höndum. SS ISIENSKUR T£XTI v' ACCLAIMED BY CRITICS AROUND THE WORLD AS THE BEST WAR MOVIE EVER MADE Stanley Kubrick's .—. FULl •«? HETAL JACKET mi m-: m mm% mvmm ihkw mwsi mwm «mm - m mt "æsssawvm Tilgangsleysi stríðsbrölts Full Metal Jackct Útgefandi: Steinar hf. Lcikstjóri: Stanley Kubrick Aðalhlutverk: Matthew Modine, Adam Baldwin, Vincent D’Onofrio Bandarísk, 1987, sýningartími 112 mín. Aidurstakmark: 16 ár Nei, ekki enn ein myndin um Víetnamstríðið, gæti fólk hugsað með hryllingi þegar Full Metal Jacket ber á góma. En verið alveg óhrædd, Stanley Kubrick fer ekki troðnar slóðir frekar en fyrri daginn og hefur hér skapað hrottalega góða mynd. Hrotta- lega segi ég því vissulega eru hrottalegar senur í Full Metal Jacket og ástæða til að minna fólk á aldurstakmarkið. Fyrri hluti myndarinnar er helg- aður þjálfun hermanna. Þeir eru keyrðir áfram, niðurlægðir og svívirtir og auðvitað endar þetta með því að einhverjir brotna. Aðrir komast í gegn, grjótharðir dráparar. Þetta eru raunsæjar lýsingar og ekkert gert til að draga úr ljótleika veruleikans né fegra málstaðinn. Þegar á hólminn er komið heldur Kubrick uppteknum hætti. Það er ekkert rómantfskt við stríð, þótt sumir kvikmyndafram- leiðendur hafi haldið því fram, og tilgangsleysi Víetnamsstríðs- ins er algjört, samkvæmt túlkun Kubricks. Þetta er snörp og skemmtilega útfærð ádeila. Kubrick þarf ekki stórkostlegar eldglæringar eða gríðarlegt mannfall til að sýna fáránleika stríðsins. Hann fylgir ákveðnum hópi hermanna allt frá því þeir byrja í þjálfun þar til þeir ráfa skelfingu lostnir um borgarrústir með leyniskyttur yfirvofandi í hverjum glugga. Meira að segja hetjurnar fá á baukinn. Frekari orð eru óþörf. Myndin talar sínu máli og hún er sannarlega áhrifa- rík. SS ISUNSKUR T6XTI RICHARD CHAMBIRLAIN THi ere.D IACLYN SiVtlTH BOURNE IDENTSTY Hæfllega spennandi The Bourne ldentily Útgefandi: Steinar hf. Leikstjórí: Roger Young Aðalhlutverk: Richard Chamberlain, Jaclyn Smith, Anthony Quayle, Robert Vaughan Bandarísk, 1988, 177 min. (2 spólur) Aldurstakmark: 16 ár Spennusagnahöfundurinn Robert Ludlum er býsna vinsæll af kvikmyndagerðarmönnum og hér er saga hans, The Bournc Identity, komin á tvær spólur. Ekki eru neinir aukvisar á ferð í aðalhlutverkum, allir þekkja Richard Chamberlain og honum til aðstoðar er Jaclyn Smith, sem er mjög eftirstótt í „míni-seríum" (sbr. Vindmyllur guðanna). A unglingsárum las ég margar spennusögur sem fjölluðu um mann sem hafði misst minnið, þekkti ekki sjálfan sig, eða var einfaldlega ekki hann sjálfur! TBI fjallar einmitt um Jason Bourne sem misst hefur minnið og skilur ekkert í því af hverju hann á fjórar milljónir Banda- ríkjadala í svissneskum banka. Enn síður skilur hann hvers vegna allir vilja hann feigan. Smám saman verður honum ljóst hvers konar varmenni hann er, en eru það fullnægjandi upplýs- ingar? Mynd af þessu tagi byggist á spennu í kringum hið óþekkta og því skal ég ekki fara nánar í sögu- þráðinn. Eitt er víst að þættirnir eru spennandi og maður bókstaf- lega verður að sjá seinni spóluna strax á eftir hinni fyrri. Roger Young tekst vel að byggja upp spennu með því að raða upp nýj- um og óvæntum upplýsingum meö jöfnu millibili og auk þess er myndin ágætlega gerð. Jaclyn Smith og Chamberlain eru bara hclvíti góð í TBI, þótt bless- aður kallinn hann Chamberlain sé vissulega ofnotaður í þáttaröð- um af þessu tagi. Það kom mér á óvart hve myndin var góð, hæfi- lega flókin, hæfilega ótrúleg, en hæfilega spennandi engu að síður. SS Kolgeggjaður útvarpssáli Kxri sáli (The Couch Trip) Útgetandi: Háskólabíó 1988 Leikstjóri: Michacl Ritchie AAalhlutverk: Dan Aykroyd, Charles Grodin, Walter Matthau, Donna Dixon Aldurstakmark: Fkkcrt Kæri sáli er þrælskemmtileg gam- anmynd sem byggir þó á algeng- um skotspónum á borð við sál- fræðinga. Hve oft höfum við ekki fengið að sjá hinn kolgeggjaða sálfræðing sem hvorki getur læknað sjálfan sig né aðia? Enn í dag er sálfræðin talin bull og vit- leysa og óspart gert grín að þeim sem leggja stund á þetta starf. í þessari mynd má þó finna nýstár- legan flöt, nefnilega útvarpssál- fræðing, en slíkt fyrirbæri hefur verið að ryðja sér til rúms á síð- ustu árum og er mjög áberandi í Bandaríkjunum. Ekki gerir Kæri sáli irikinn greinarmun á geðveika fanganum (Dan Aykroyd), kolruglaða umhverfisverndarmanninum (Walter Matthau), eða útvarps- sálfræðingnum (Charles Grodin). Allt er þetta kolruglað lið og get- ur hver komið í annars stað. Enda gengur myndin út á það að fanginn strýkur úr geðsjúkrahús- inu og hleypur í skarðið fyrir sála í útvarpinu. Hann vekur geysi- lega athygli og læknar fólk í þús- undavís með bulli sínu. I öllu þessu rugli gæti leynst dálítill sannleiksvottur og er sú staðreynd bandarísku þjóðinni ekki til hróss. Margar uppákom- ur í myndinni eru sprenghlægi- legar og er það ekki síst að þakka afbragðstilþrifum hjá þeim Dan Aykroyd og gamla refnum Walt- er Matthau. Hinn einhæfi gaman- leikari Charles Grodin er hins vegar jafn einhæfur og vanalega, en sjálfsagt þykir mörgum leikur hans fyndinn og er það vel. Myndin er góð en takið boðskap- inn ekki alvarlega. SS Norður-Þingeyingar Höfum opnað eftir breytingar nýja og glæsilega verslun. Mikið úrval af teppum, dúkum, flísum og parketi. 10% afsláttur af gólfefnum í október og 30% afsláttur af til- teknum gerðum flísa. Bjóðum mjög glæsilegt úrval af baðherbergisinnréttingum. Seljum einnig sjónvörp - útvörp - hljómflutningstæki o.fl. Leitið ekki langt yfir skammt. Sendum í póstkröfu. Byggingavörudeild. Húsavík s. 41444. ÞÚ HEFIIR T/EKIFÆRI TIL Afl NÝTA ÞÉR 12 ÍRA REYNSLU SÉRFRflEDINGA FJÁRFESTINGAR- FÉLAGSINS, ÞÉR AD KOSTNAOARLAUSU. skrifstofu Fjárfest- ____ ingarfélagsins við Ráð- hústorgið er Guðmundur B. Guðmundsson til aðstoðar við viðskiptavini félagsins, bœði í sambandi við kaup og sölu verðbréfa, ráð- leggingar og upplýsingar varðandi ávöxtun sparifjár, söfnun lífeyris og fjár- málaumsjón. KJARABRÉF, MARKBRÉF, TEKJUBRÉF, SKYNDIBRÉF, NÝ SPARISKÍRTEINI RÍKIS- SJÓÐS, ELDRI SPARI- SKÍRTEINI, HLUTABRÉF, ÖNNUR VERÐBRÉF, FRJÁLSI LÍFEYRISSJÓÐURINN. FJÁRFESTINGARFÉIAGIÐ Ráðhústorgi 3, 600 Akureyri S (96) 25000 7.e"kí. 1988 Kjarabréf 3,305 - Markbréf 1,736 - Tekjubréf 1,538 - Fjölþjóðabréf 1,268 - Skyndibréf 1,016

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.