Dagur - 08.10.1988, Blaðsíða 10

Dagur - 08.10.1988, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - 8. október 1988 Mmnmgin um stojmm Sjálfsbjargar er mér dýrmwt - rætt við Heiðrúnu Steingrímsdóttur í tileíhi af 30 ára afinæli Sjálfsbjargar, félags fatlaðra á Akureyri í dag. 8. október, eruliðin þrjátíu árfrá stofnun Sjálfsbjargar á Akureyri. Á'þeim tímamótum er við hœfi að horfa til liðinna daga og minnast þeirra brautryðjenda sem lögðu grunninn með starfi sínu að framgangi sameiginlegra hagsmunamála fatlaðra víða um land: A.ð stofnafélög fatlaðra og berjast fyrir málefnum þeirra. Tilgangurinn með stofnun Sjálfsbjargarfélaganna var margþœttur. Hagsmunirfatlaðra höfðu allt oflengi verið fyrir borð bornir íþjóðfélaginu og skilningur á þörfum þeirra var af skornum skammti. Fatlað fólk einangraðist og var jafnvel í hálfgerðum felum meðal þjóðarinnar. Hér var breytinga þörf, ekki sist hugarfarslegra. Heiðrún Steingrímsdóttir var stofnfélagi og síðar formaður Sjálfsbjargar, félags fatlaðra á Akureyri, um fimmtán ára skeið, frá 1966 til 1981. Hún sat í endur- hæfingarráði í þrettán ár sem fulltrúi Alþýðusambands íslands, skipuð af Birni Jónssyni þáver- andi forseta ASÍ. Pann tíma sem Heiðrún sat í endurhæfingarráði var hún eini fulltrúi landsbyggð- arinnar í ráðinu. Starfsdagur hennar að málefnum fatlaðra er því orðinn langur og miklar breytingar hafa orðið síðan Sjálfsbjörg var stofnuð á Akur- eyri. I tilefni af 30 ára afmæli félagsins ræddi blaðamaður við hana um félagsstofnunina og fleira sem tengist málefnum fatl- aðra fyrr og síðar. Árið 1985 var Heiðrún sæmd fálkaorðunni af forseta íslands fyrir störf að málefnum fatlaðra. Ári síðar var henni veitt gull- merki landssambands Sjálfs- bjargar, en það merki hafði aðeins verið veitt þremur ein- staklingum áður. Stofnun Sjálfsbjargar var mjög gleðilegur atburður - Hvað er þér efst í huga á 30 ára afmæli Sjálfsbjargar á Akureyri, Heiðrún? „Mér er stofnun félagsins árið 1958 ákaflega minnisstæð. Sjálfa hafði mig aldrei órað fyrir því að nokkurn tíma yrði til neitt sem héti félag fatlaðra hér á Akur- eyri. Ég man ekki eftir mér öðru vísi en fatlaðri og Akureyringar sjálfsagt ekki heldur. Ég vissi að þrjú Sjálfsbjargar- félög höfðu verið stofnuð áður annars staðar á landinu. Einn daginn var hringt til mín og ég spurð að því hvort ég vildi koma á fund en tilgangur hans var að undirbúa stofnfund félags fatl- aðra á Akureyri. Ég varð auðvit- að mjög glöð og mætti á fundinn. Með stofnun félagsins fannst mér vera kominn vettvangur fyrir mig þar sem ég ætti heima. Félagið varð fljótlega öflugt." - í hvaða skilningi varð félagið öflugt? „Það gekk vel að fá fatlað fólk til að ganga í félagíð þegar í upp- hafi. Eannig séð varð félagið fljótlega fjölmennt og kraftmik- ið. Að hinu leytinu fannst mér koma í Ijós að fólkið sem til þessa hafði verið félagslega afskipt kom saman og þorði að hafa skoðun á sínum eigin málum og að taka ákvarðanir. Þegar til kastanna kom var sú ákvarðana- Magnús Guðjónsson bæjarstjórí, Heiðrún Steingrímsdóttir, Sigursveinn D. Kristinsson og Theodór A. Jónsson for- maður landssambandsins á þingi á Akureyri 1966. heima hjá honum og Magneu konu hans, einnig stjórnarfundir Sjálfsbjargar eftir að félagið var komið á legg. Sveinn Þorsteinsson er mér einnig ofarlega í huga sem góður og sterkur félagi. Kristín Konráðs- dóttir var vakin og sofin í starfi fyrir félagið af miklum dugnaði. Adolf Ingimarsson var fyrsti gjaidkeri félagsins. Þór Sigþórs- son var fyrsti varaformaður Sjálfsbjargar. í>á má ekki gleyma þeim Ragnheiði Hjaltadóttur og Ragnheiði Stefánsdóttur. Þegar ég horfi til baka eru mér eigin- lega allir félagarnir minnisstæðir. Þarna kom margt fólk sem ég hafði ekki haft hugmynd um áður að var fatlað eða yfirleitt að væri til.“ - Kom þér á óvart hversu umsvifamikið félagið varð í byrjun? „Það kom mér gleðilega á óvart að finna samkenndina og samhygðina sem þarna ríkti og hverju félagið fékk áorkað. Við skulum ekki gleyma því að það fatlaða fólk sem stofnaði Sjálfs- björg hafði sumt orðið undir í taka ekkert smávægileg. Á stofn- degi Sjálfsbjargar, 8. októbei 1958, var samþykkt tillaga um að hækka skyldi tryggingabætur og var hún síðan send til Alþingis. Við gerðum okkur mjög fljótt ljóst að með því að standa saman og styrkja hvert annað í Sjálfs- björg fræddumst við um þarfir fatlaðra og gerðum okkur grein fyrir að þeir hafa sama rétt og aðrir til að vera fullgildir íslenskir þjóðfélagsþegnar, þrátt fyrir fötl- un sína.“ - Fékk Sjálfsbjörg félagslega viðurkenningu á Ákureyri þegar í upphafi? „Miklu meira en viðurkenn- ingu. Um leið og félagið varð til og fór að starfa kom í ljós sam- hugur og velvilji margra aðila til aðstoðar við uppbyggingu þess. Á tímabili voru til dæmis styrkt- arfélagar í Sjálfsbjörg fleiri en aðalfélagar. í sambandi við þetta vil ég geta þess að fljótlega fór félagið að leita til Bæjarstjórnar Akureyrar um aðstoð því það var févana í byrjun. Allt frá upphafi hafa bæjaryfirvöld staðið heils hugar með félaginu og aðstoðað það á allan þann hátt sem mögu- legt var. Ég man ekki eftir neinu tilviki þar sem félaginu var neitað um fyrirgreiðslu eða aðstoð af bæjarins hálfu meðan ég starf- aði.“ Fatlaðir voru nánast utan við lög og rétt - Hver var lagaleg staða fatlaðra á þeim tíma sem félagið var stofnað? „Fatlaðir voru eiginlega utan við öll lög á þeim tíma. Almannatryggingar voru að vísu eitthvað farnar að sinna örorku- mati og greiða örorkubætur en sú aðstoð var af skornum skammti. Eins og ég gat um áður var fyrsta krafa félagsins um hækkaðar tryggingabætur og stofnun Sjálfs- bjargar grundvallaðist auðvitað á baráttunni fyrir hagsmunum fatl- aðra.“ - Er þér ekki fleira minnis- stætt frá fyrstu árum félagsins? „Jú, mér er minnisstætt allt það ágæta fólk sem stuðlaði að stofnun þess og gerði félagið að veruleika. í upphafi fór undir- búningur stofnunarinnar þannig fram að fariö var að leita eftir og hafa samband við fatlað fólk á Akureyri og í nágrannabyggðun- um eftir hvatningu Sigursveins D. Kristinssonar. Ef ég á að nefna einstakar persónur- en slíkt er erfitt því ég vil ekki gera upp á milli fóiks á neinn hátt, nefni ég fyrsta for- mann félagsins, Emil Andersen. Allir undirbúningsfundirnir að stofnun félagsins voru haldnir Kiwanisklúbburinn Kaldbakur hafði tækjagjafir til endurhæfingarstöðvarin Haukur Arnason, Hörður Tulinius, Torfi Gunnlaugsson, Rafn Hjaltalín Jóhannes Sigvaldason og Guðmundur Guðlaugsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.