Dagur - 08.10.1988, Blaðsíða 12

Dagur - 08.10.1988, Blaðsíða 12
- 'nLvV'X! - 68ÖÍ 'QdCVÍAO .8 12 - DAGUR - 8. október 1988 Aðalfundur Leikklúbbsins Sögu verður haldinn sunnud. 9. okt. kl. 13.30 í Dyn- heimum. Nýir félagar hjartanlega velkomnir. sakamálasaga Nútímaafbrot Stjórnin. „Eitt eiga afbrotamenn víst: Þegar til lengdar lætur fá þeir að þjást fyrir afbrot sín.“ Vittorio Alfieri, ítalskur leikritahöfund- ur (1749-1803). Kynnum RANK XEROX Ijósritunarvélar og margs konar skrifstofubúnað dagana 11.-13. október 1988 á Hótel KEA, Akureyri. Opnunartímar: 11. október kl. 14.00-22.00 12. október kl. 14.00-22.00 13. október kl. 10.00-18.00 Sýningin er opin öllum. GÍSLI J. JOHNSEN SF. n i Bókabúðin Eddal I Hafnarstræti 100 Akureyri Sími 243341 Nútímasjóræningjar Það er ekkert heillandi við sjó- ræningja. Á tímum seglskip- anna voru þeir blóðþyrstir morðingjar. Nú til dags eru þeir jafn hættulegir og miskunnar- lausir og nokkru sinni fyrr. Munurinn er sá, að sjóræningj- arnir á dögunt Svartskeggs og Kidds skipstjóra, enduðu venjulega feril sinn annaðhvort í gálganum eða á hafsbotni. Nútímasjóræningjar aftur á móti komast venjulega undan. Það er ákaflega sjaldgæft, að upp um þá komist. Sjórán er aftur orðið að plágu hingað og þangað á jarðar- kringlunni. Verst er ástandið í Karabíska hafinu, í strandhér- uðum Vestur-Afríku og í Aust- urlöndum fjær. Mörg þeirra skipa, sem fara úr höfn í Singa- pore, eru nú orðið með vopn- aða varðmenn um borð. Sjó- ræningjarnir þar um slóðir skjótast út frá nærliggjandi eyj- um á hraðskreiðum bátum. Á gámaflutningaskipi einu frá Filippseyjum ákvað skip- stjórinn, sem var breskur, að leggjast við akkeri til að bíða af sér storm. Hann hélt, að hann og áhöfn hans væru örugg. En í NUDD = Betri lióan Vissir þú ad: NUDD slakar á og sefar taugar í húðinni. NUDD skerpir blóðrás og sogæðakerfi. NUDD eykur blóðstreymi til vöðva. NUDD bætir þanþora (teygju) og afl vöðva. NUDD losar um stirðleika og þreytu. NUDD losar um bólgur. NUDD eykur starfsemi húðkirtla. SLÖKUN Nudd stuðlar að bæði andlegu og líkamlegu heilbrigði. Hugsaðu eins vel um þig og þú hugsar um bílinn þinn. Ljósabekkir kr. 320.- 27 mín. ★ Nýjar perur. Opið frá kl. ★ Sauna. 10.00-22.00 mánud.-föstud. ★ Nuddpottur. 10.00-19.00 laugard. ★ Hvíldarherbergi. 10.00-18.00 sunnud. ATH: Barnagæsla innifalin frá kl. 10.00 til 16.00. Kaffitería. Sjáumst! Starfsfólk KA heimilis. KA heimilið - betri líðan Sími 23482. Það Kemst til skila T Degi Áskrift og auglýsingar S (96) 24222^^ skjóli myrkurs komu sjóræn- ingjar á fiskibáti upp að skip- inu, köstuðu krókum yfir lunn- inguna og klifruðu um borð. Sjóræningjarnir fóru beint inn í klefa skipstjórans, miðuðu á hann skammbyssu og kröfðust peninga. Skipstjórinn, Arthur Dyason, neitaði. Hann hreyföi sig svolítið til þess að komast úr skotlínunni, en þá skutu sjó- ræningjarnir hann til bana. Það voru einnig sjóræningjar sem frömdu fjöldamorð við Tawi tawi eyjarnar u.þ.b. 70 sjómílur norðan við Manila. Þar lá farþegaskipið Nuria við akkeri inni á sléttri vík, þegar tveir úr áhöfninni og tveir laumufarþegar réðust skyndi- lega á hina farþegana. Með skotvopnum, sem þeir höfðu stolið af vopnabirgðum skipsins, ráku þeir alla um borð yfir að annarri lunningunni og rændu þá öllu, sem vert var að ræna. Síðan hófu þeir skothríð. Ellefu manns féllu fyrir kúlun- um. Þeim var hent fyrir borð. Það braust út ofsahræðsla og tuttugu manns til viðbótar var hent í sjóinn og drukknuðu þeir allir. Bardagaglaðir heimamenn Tveir fiskibátar, sem verið höfðu í nágrenninu, lögðu nú upp að Nuria og með þeim hurfu sjóræningjarnir á braut. Tuttugu manns lifðu af. Það var hald manna, að sjóræningjarnir væru heimamenn, en þeir náð- ust aldrei. Árið 1981 var stofnað Inter- national Maritime Bureau (Al- þjóðlega sjóferðaskrifstofan) í Barking í Essex. Tilgangur hennar er að skrá og safna sönnunargögnum um afbrot framin á hafi úti. Stör hluti þeirra mála sent skrifstofan fæst við eru tryggingasvik. Rann- sóknarmenn stofnunarinnar fá sífellt fleiri og fleiri tilkynningar um hrein sjórán. í einni af fyrstu skýrslum skrifstofunnar var greint frá því, að bardaga- glaðir heimamenn, vopnaðir hníf- um og eitruðum örvum, væru ráðnir til verndar skipum, sem sigldu meðfram afrísku vestur- ströndinni. En það er Karabíska hafið, sem er miðstöð sjóránanna. Á fimm árum, frá 1977 til 1982, er talið að allt að 1500 manns hafi verið myrt af sjóræningjum. Lystisnekkjan Belle Esprit komst með naumindum inn til Nassau með 50 kúlnagöt á skrokknum. Skipstjórinn, Aust- in Evans, hafði varist árás fimm hraðbáta, þar til eftirlitsflugvél lögreglunnar bjargaði honum undan þeim. Þá réðust sjóræn- ingjar einnig á þrjá seglbáta sem voru á leið til Bahama. Þeir rændu öllu fé þeirra, sem voru um borð og nauðsynjum. Hjón myrt Hjónin William og Pat Kam- ere frá Fort Meyers í Flórida voru myrt, þegar þau af tilviljun urðu vitni að eiturlyfjaflutningi við Exumas eyjarnar. Frá Bim- ini til Flórida eru aðeins 12 sjó- mílur, en á þeirri leið hurfu Walter Falconer og félagi hans sporlaust ásamt skipi sínu Poly- ner III. Ættingjarnir hétu háum verðlaunum þeim, sem gætu gefið upplýsingar um afdrif þeirra. Þeim skilaboðum var komið til þeirra, að mennirnir tveir hefðu verið myrtir og bátnum siglt til Suður-Amer- íku. Peter Beamborough og Mie- hael Collesta hröktu á braut fjóra báta, sem réðust á þá í nágrenni Williams eyjanna. Þeir sögðu frá því síðar, hvernig þeim hefði tekist, meðan á heiftarlegri skothríð stóð, að sigla 12 metra seglbát sínum, Snowbound, í örugga höfn. Breski verslunarmaðurinn Mic- hael Crocker var kyrktur af vopnuðum árásarntönnum um borð í 9 metra skútunni sinni, Neen. Ástæða flestra þessara árása er blómleg og, að því er virðist, takmarkalaus eiturlyfjaverslun. Sjóræningjar fyrri tíma vildu gull, en í dag eru þeir að sækjast eftir marijúana, kókaíni og heróíni. Flutningaleiðarnar eru frá Suður-Ameríku til Flórida- strandarinnar með viðkomu á karabísku eyjunum. Flutninga- skip með allt að 62 þúsund tonna farm af marijúana hafa sést liggja fyrir akkerum utan lögsögu, bíðandi myrkurs og komu smábáta, sem taka við farminum og fara með hann áfram til óþekktra geymslustaða. Sum fórnarlambanna hafa orðið vitni að þannig eiturlyfjaflutn- ingum á sjó. Á aðra hefur verið ráðist og þeir drepnir til þess að ná bátum þeirra og eru þeir síð- an notaðir við eiturlyfjaflutn- ingana. „Takið með ykkur skotvopn“ Lögreglustjórinn á Cayman eyjum auglýsti sex flugvélar til sölu. Allar höfðu þær verið gerðar upptækar frá eiturlyfja- smyglurum. Hann sagði: „Það er ekkert sem hindrar eitur- lyfjasöluna. Náum við einhverj- um farartækjum þýðir það ein- faldlega, að fleiri bátum og flug- vélum er stolið til að koma í stað þeirra." Það eru eiturlyfjahringir Kólumbíu, sem eru að baki flestum árásum á hafi úti, en margir eyjabúanna taka þátt í sjóránunum. Crafton Iffel, yfirmaður rannsóknarlögreglu Bahama segir: „Hér eru 700 smáeyjar dreifðar á 260 þúsund ferkíló- metra svæði. Með takmarkað rekstrarfé er ómögulegt að halda uppi gæslu á svo stóru svæði. “ Bandarískt tímarit um báta og siglingar varar lesendur sína við: „Takið með ykkur skotvopn, því stærri þeim mun betri. Látið þau sjást þegar aðr- ir bátar nálgast. Hafið samfylgd einhverra, sem þið þekkið, þeg- ar þið siglið í höfn. Verðið ykk- ur úti um besta hugsanlega fjar- skiptaútbúnað." Mike Green er skipstjóri, sem hefur verið í strandsigling- um á Flórida í meira en tuttugu ár. Hann segir: „Hræðslan hef- ur tekið völdin. Enginn hlustar lengur á fiskisögur. Nú orðið tala menn helst unt kúlnaför í skrokknum og kappsiglingu undan sjóræningjum. Það, sem ég hef að segja við þá, sem allt lífið hefur dreymt um að sigla á þessum slóðum, er mjög einfalt: Gerið það ekki. Maður er hvergi öruggur lengur. Þessar slóðir tilheyra nú orðið smygl- urum og sjóræningjum." I

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.