Dagur - 08.10.1988, Síða 8
8 - DAGUR - 8. október 1988
Viðskiptavinir!
Opið frá ki. 8.00 á morgnana
alía daga nema sunnudaga.
Á kvöldin eftir samkomulagi.
] }
— ; 1
Athugið
að Björk,
hárgreiðslu-
stofa er ekki
í símaskrá,
heldur Lóa
larðadóttir.
1 r-v v rs r“ i r-v i i
iARGRF ÐS *
I I/ \l VVw/1\l_ I L/\JI
MÁNAHLÍÐ 2, AKUREYRI SÍMI 24091
Lóa Barðadóttir, hárgreiðslumeistari.
Björgunarskóli LHS:
Spennandi námskeið
í nýrri vetraráætlun
Björgunarskóli Landssambands
hjálparsveita skáta (LHS) er að
hefja sitt tólfta starfsár undir
kjörorðunum: „Aukin kunnátta
- bætt þjálfun - betri árangur."
Dagskrá skólans er fjölbreytt að
vanda. í nýútkominni vetraráætl-
un skólans eru tímasett ýmis
framhaldsnámskeið og leiðbein-
endanámskeið fyrir björgunar-
sveitamenn og aðra sem tengjast
björgunarstörfum.
Björgunarskóli LHS býður
upp á fjölda námskeiða og er lýs-
ing á þeim í námskrá skólans,
sem endurnýjuð var fyrir ári
og send öllum björgunarsveit-
um, almannavarnanefndum og
lögregluembættum. Þessir aðilar
geta pantað önnur námskeið fyrir
sitt fólk og útvegar skólinn þá
leiðbeinendur og kennslugögn. Á
hverju ári heimsækja leiðbein-
endur Björgunarskóla LHS
fjölda sveita og á síðasta ári sóttu
yfir 200 manns námskeið hjá
skólanum.
í vetur verða einnig haldin
námskeið í ferðamennsku fyrir
almenning, eins og verið hefur
undanfarin ár á vegum hjálpar-
sveitanna. Verða þau kynnt nán-
ar síðar.
M MMr ekti
afi stliga feiHliu
Ef þú ert meðal þeirra, sem óttast áhrif vaxandi verðbólgu en veist
ekki hvað þú átt að gera, er mál til komið að fá ráðleggingar og
aðstoð hjá Fjárfestingarfélaginu. Það er óráðlegt að stinga höfðinu
í sandinn og bíða eftir betri tíð.
Þetta á sérstaklega við þá, sem þurfa að geyma peninga í
skemmri tíma, peninga sem ættu að bera háa vexti, en það gera
Skyndibréf Fjárfestingarfélagsins.
Skyndibréfln bera nafn sitt með rentu! Þeim er ætlað að leysa
vanda þeirra, sem þurfa að ávaxta fé til skamms tíma með
hæstu mögulegum vöxtum. Þessi bréf henta því bæði fyrir-
tækjum og einstaklingum.
Skyndibréf eru tilvalin fyrir þá sem þurfa t.d. að geyma og
ávaxta peninga á milli sölu og kaupa á fasteignum.
Skyndibréfin eru sem sagt ætluð til skammtíma fjármála-
lausna. Ávöxtun þeirra er á bilinu 7-9% umfram verð-
bólgu. Skyndibréf eru að jafnaði innleyst samdægurs, -
án innlausnargjalds. Kostir þeirra eru óumdeilanlegir.
FJÁRFESTINGARFÉIAGIÐ
Haf narstræti - Kringlunni - Akureyri
Aðili að Verðbréfaþingi íslands
Hluthafar: Verslunarbankinn, Eimskip, Tryggingamiðstööin,
Lífeyrissjóður Verslunarmanna
auk rúmlega 400 fyrirtækja og einstaklinga.
Fjármál þín — sérgrein okkar
Bautamót Bridgefélags
Akureyrar:
Grettir og
Frímann
efstir
Bræðurnir Grettir og Frímann
Frímannssynir hafa forystu í
Bautamóti Bridgefélags Akur-
eyrar þegar tveimur umferðum
af þremur er lokið. Skammt er
þó í næstu pör og útlit fyrir að
úrslit ráðist ekki fyrr en í síð-
ustu spilunum.
Staða efstu para er þessi:
Stig
1. Grettir Frímannsson -
Frímann Frímannsson: 538
2. Soffía Guðmundsdóttir -
Hermann Tómasson: 514
3. Páll Pálsson -
Þórarinn B. Jónsson: 486
4. Kristinn Kristinsson -
Gunnlaugur Guðmundss.: 481
5. Jón Sverrisson -
Hilmar Jakobsson: 458
6. Kristján Guðjónsson -
Stefán Ragnarsson: 454
7. Skúli Skúlason -
Stefán Stefánsson: 453
8. Anton Haraldsson -
Pétur Guðjónsson: 451
9. Reynir Helgason -
Tryggvi Gunnarsson: 449
Alls taka 22 pör þátt í mótinu
að þessu sinni. Keppnisstjóri er
Albert Sigurðsson en tölvuút-
reikning annast Margrét Þórðar-
dóttir.
Þriðja og síðasta umferð
Bautamótsins verður spiluð
þriðjudaginn 11. október og hefst
spilamennskan kl. 19.30 í Félags-
borg.
■ ^ i i ..■■■—....
Samtök jafnréttis
og félagshyggju:
Alinennur
fundur í Vín
Samtök jafnréttis og félagshyggju
verða með almennan fund,
fimmtudagskvöldið 13. október í
Blómaskálanum Vín.
Þar mun m.a. Stefán Valgeirs-
son gera grein fyrir atburðum
síðustu daga og vikna í sambandi
við stjórnarmyndunina.
Starfið framundan verður rætt
og fjallað verður um stofnun
vinnuhópa, þar sem áhugafólk
getur komið með ábendingar um
tillögur og frumvörp á Alþingi og
látið álit sitt í ljós.
Á þennan hátt vilja Samtökin
opna hverjum einstaklingi mögu-
leika á að hafa áhrif á gang mála
í þjóðfélaginu án þess að við-
komandi þurfi að vera í einhverj-
um nefndum eða ráðum eins og
tíðkast hjá stjórnmálaflokkunum
í landinu.
Vafalaust mun margt athygl-
isvert koma fram á fundinum.
Hann hefst kl. 21.00.